Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 8
4
8 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR10.OKTÓBER2003
Búið að brenna sláturúrganginn
SLÁTUKTlÐ: Sláturúrgangur sá
sem urðaður var í fiskikörum í
Búastaðagryfju ÍVestmannaeyj-
um hefur nú verið grafinn upp
og honum brennt. Heilbrigðiseft-
irlit Suðurlands gerði Umhverfis-
stofnun viðvart um að búið væri
að urða sláturúrgang úr sauðfé í
Eyjum nú í haust. Samkvæmt
upplýsingum frá Umhverfisstofn-
un var talið að um væri að ræða
úrgang úr um 300 kindum sem
urðaður hafði verið í fiskikörum.
Gerði stofnunin kröfu um að
hann yrði grafinn upp og brennt
eins og lög gera ráð fyrir.
Guðmundur Richardsson, sem
rekur Sorpbrennslustöðina íVest-
mannaeyjum, sagði við DV að
farið hefði verið að tilmælum
Umhverfisstofnunar og væri það
verk nú í höfn.
Sameinast
BLIKK: Nýlega keypti Blikkás
öll hlutabréf og rekstur í blikk-
smiðjunni Funa og verða þessi
tvö fyrirtæki framvegis rekin
undir einni stjórn. Fyrirtækin
verða áfram starfrækt undir
eigin nöfnum en deildir verða
sameinaðar. Funi leggur
áherslu á verslunarrekstur og
lagerhald en Blikkás á sérsmíði
og almenna blikksmíðavinnu.
SAMEINING: Fyrirtækin Blikkás og Funi í Kópavogi hafa sameinast og i
einuð koma fyrirtækin sterkari á markaðinn.
HEMMIGUNN:Álelðinni
eftirerfiðveikindi
I
Nánast kraftaverk að ég skuli vera á lífí
segir Hemmi Gunn sem er á leiðinni heim afspítalanum
Hermann Gunnarsson, hinn eini
sanni Hemmi Gunn, er á góðum
batavegi eftir að hafa fengið al-
varlegt hjartaáfall í síðustu
viku. Vonir standa til að hann
geti farið heim af spítalanum
fyrir helgi.
„Þetta hefur gengið alveg stór-
kostlega; það er eiginlega ekki hægt
að lýsa því," sagði Hemmi þegar
DV ræddi við hann í gær. Hann var
þá nýkominn úr sjiíkraþjálfun á
Landspítalanum - háskólasjúkra-
húsi, en þar hefur hann dvalið á
hjartadeild undanfarna daga. Hann
var hress í máli og bjartsýnn, enda
líkur á að hann komist heim á allra
næstu dögum.
„Það er nánast kraftaverk að ég
skuli vera á lífi," sagði Hemmi og
kvað þann stuðning, sem hann
hefði fengið hvaðanæva, sér afar
mikilvægan. „Ég hef fengið fjöl-
margar kveðjur alls staðar að og
það hefur verið mér mjög dýrmætt.
„Maður fær óneitan-
lega aðra sýn á lífíð eft-
ir að hafa orðið fyrir
áfalli afsvona tagi og
maður kann betur að
meta vini sína."
Ég hef skynjað að ég er hreint ekki
einn í baráttunni. Viðhorfin verða
óneitanlega önnur eftir að hafa
orðið fyrir áfalli af svona tagi. Gild-
ismatíð breytist, maður fær aðra
sýn á lífið og ekki síst hina traustu
vini allt um kring."
Hemmi var heima hjá systur
sinni þegar áfallið dundi yfir og það
mátti ekki miklu muna.
„Við værum ekki að tala saman
núna ef ég hefði til dæmis verið
einn heima hjá mér. En ég hafði
greinilega ekki lokið því starfi sem
mér er ætlað í þessu jarðlífi og von-
andi tekst mér að láta eitthvað gott
af mér leiða," sagði hann og bætti
við að hann hefði legið í tvo sólar-
hringa milli heims og helju á gjör-
gæsludeild eftir áfallið. Hann hefði
ekkert vitað af sér á þeim tíma.
„En svo kom strákurinn til baka,"
sagði hann hlæjandi og gamli
húmorinn var greinilega á sínum
stað.
Hemmi bað fyrir góðar kveðjur
til allra sem hafa stutt hann til bata
með kveðjum, góðum hugsunum
og fyrirbænum. -jss
Tekjur ríkisins af vörugjaldi afbensíni frá 2000:
Hafa lækkað um 1%
Tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi
af bensíni hafa iækkað um 1%
frá árinu 2000.
Um er að ræða tvenns konar
gjöld: almennt vörugjald, sem
rennur í ríkissjóð og hins vegar
sérstakt vörugjald sem varið er til
vegamála. Sem kunnugt er hefur
verið ákveðið að hækka þessi gjöld
um 8% með þeim rökum að þau
hafi verið óbreytt að krónutölu frá
1999 á sama tíma og vísitala
neysluverðs hefur hækkað um
u.þ.b. 18%. Breytingin á að skila
ríkissjóði 600 milljóna króna
tekjuauka.
Samkvæmt upplýsingum í fjár-
lagafrumvarpinu og rfkisreikningi
hafa tekjur ríkissjóðs af almennu
vörugjaldi af bensíni lækkað um
5,6% frá árinu 2000. Tekjur af sér-
staka vörugjaldinu hafa á sama
tíma hækkað um 0,7%. Samanlagt
BENSÍNGJÖLD 2000-2003, í MILLJ. KR ¦
á verðlagi hvers árs 2000 2001 2002 2003 2008 5470 Breyting
Vörugjald af bensfni 2127 1981 1890 -5,6%
Sérstakt vörugjald af ben. 5430 5447 5493 0,7%
Samtals: 7557 7428 7383 7478 -1,0%
hafa tekjurnar lækkað um 1%; þær
verða 79 milljónum króna minni á
þessu ári en árið 2000. Tölurnar
eru á verðlagi hvers árs og því er
hér um að ræða talsvert meiri
lækkun að raungildi.
Runólfur Olafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, mótmælir því
að skattar af bensíni eigi endilega
að hækka í takt við verðlag. „Mér
finnst vera í þessu sú ranghugsun
að það sé bara lögmál að einhver
skattur hækki. Hver s'egir að
ákveðin hagkvæmni með útboð-
um í vegagerð eigi ekki að skila sér
til almennings?" spyr Runólfur og
bendir á að sífellt fleiri verkefni
séu færð undir verksvið Vegagerð-
arinnar og greidd af bifreiðaeig-
endum: „Styrkur til innanlands-
flugs, viðhald gamalla flugvalla,
reiðvegir, ferjur; þetta eru dæmi
um ný verkefni sem bíleigendur
eru nú látnir borga þegar þeir
dæla bensíni á bflinn sinn."
olafur@dv.is
I