Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR W.OKTÓBER2003 FRÉTTIR 11 Siðareglur LÖGREGLAN: Almenningur getur nú nálgast kynningarefni um lögregluna með aðgengi- legum hætti á Netinu. Á vefn- um er hægt að kynna sér siða- reglur lögreglunnar; kynna sér afbrotatölfræði, fræðilegar rannsóknirog sögu lögregl- unnar, svo fátt eitt sé nefnt. Lögregluvefurinn hefur net- slóðina www.lr.is. Aukið peningamagn í umferð KAUP: Vaxtaþróun á peninga- markaði endurspeglar nú mikið magn lauss fjár í umferð. Helstu ástæðu þessarar þróunar má rekja til þess að í september í fyrra hóf Seðlabankinn kaup á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyris- forðann. Alls hefur bankinn keypt gjaldeyri fyrir um 40 millj- arða króna og stendur gjaldeyr- isforði bankans nú í 46 milljörð- um króna. Kaup bankans hafa komið fram í miklu framboði á krónum sem þrýst hefur vöxtum á peningamarkaði niður og undir stýrivexti Seðlabanka. Með áframhaldandi kaupum á gjaldeyri má því ætla að vextir á peningamarkaði kunni að lækka meira og að munurá peninga- markaðsvöxtum og stýrivöxtum aukist enn frekar. Vjnnur ekki framar í ísbirninum Bubbi Motthens tók ekki lagið íútgáfuhófi ítilefni nýrrarplötu STOLTUR: Bubbi Morthens vann til gullplötu á fyrsta söludegi nýrrar hljómplötu. DV-mynd VALG Á vinnustofu listmálarans Tolla fór í gær fram fjörugt útgáfu- teiti í tilefni af nýrri hljómplötu Bubba Morthens. í útgáfuhófi í gærkvöldi í tilefni af nýrri hljómplötu Bubba Morthens var honum afhent gull- plata sem tákn um sex þúsund seld eintök. Þó hefur umrædd plata, Þúsund kossa nótt, ekki verið „á götunni" nema þessa viku. Svo eft- irvæntingarfullir hafa aðdáendur stjörnunnar verið að þeir höfðu þegar tryggt sér 6.200 eintök í net- sölu til að missa ekki af fyrstu sendingu. Stríð og friður, þriggja manna hljómsveit sem leikið hefur með Bubba á þremur síðustu plötum hans veitti einnig gullplötum við- töku en það eru þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Arnar Ómarsson trommuleikari og Jakob Svo eftirvæntingarfullir hafa aðdáendur stjörn- unnar verið að þeir höfðu þegar tryggt sér 6.200 eintök ínetsölu til að missa ekki af fyrstu sendingu. Magnússon bassaleikari. Hófið fór fram á vinnustofu list- málarans Tolla, bróður Bubba, í húsakynnum gamla ísbjarnarins á Seltjarnarnesi og var því málverka- sýning í leiðinni. Bubbi sagði að venjan fram til þessa hefði verið að spila nokkur lög í útgáfuhófum, eins og til frekari kynningar á plöt- unni, og raunar hefðu hljóðfæri verið komin á staðinn þegar gam- alt loforð rifjaðist upp fyrir honum. Eins og menn minnast sagði hann í texta á fyrstu plötu sinni fyrir rúm- lega 20 árum að hann ætlaði aldrei aftur að vinna í ísbirninum. Þetta vildi hann standa við, og því var engin tónlist í útgáfuhófinu. Síðasta plata Bubba, Sól að morgni (2002), seldist í tæpum 14 þúsund eintökum og hefur notið gríðarmikilla vinsælda. Nýja platan er að sögn Bubba lokaplata í þríleik sem hófst með Lífið er ljúft (1993) og hefur Sól að morgni í miðið. All- ar leggja þessar plötur í texta og tóni áherslu á hin sönnu lífsgæði, hamingjuna í skauti fjölskyldunnar og ástina til hennar. Þó hefur Bubbi ekki gleymt að reiðast órétt- læti heimsins og taka upp hansk- ann fyrir lítilmagnann eins og heyra má á nýju plötunni í lögum eins og „Mamma vinnur", „Fastur liður" og „Fagur er fiskur í sjó". PÁÁ/SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.