Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 14
14 SKOÐUN FÖSTUDAGUR10.OKTÓBER2003 Umönnun aldraðra er forgangsverkefni xO '53 Æskilegt er að aldraðir fái notið ævi- kvölds heima ef heilsufar og aðrar að- stæður leyfa. Til þess að svo megi verða þarf að vera til staðar öflug þjónusta við þennan aldurshóp, enda við þverrandi heilsu að búast hjá mörgun. Þar kemur til heimahjúkrun, heimaþjónusta, dag- vistun og hvfldarinnlagnir auk aðstoðar sjálfboðaliða. Augljóst er að þjónusta veitt með þessum hætti er hagkvæmari en dvöl á stofnun. Aðstæður margra aldraðra eru hins vegar þær að stofnanavist er eina úrræðið. Þar ræður alvarlegur heilsu- brestur, einmanaleiki, t.d. eftir fráfall maka, eða að maki er það veikburða að hann er í mesta lagi fær um að annast sjálfan sig. Við þær aðstæður verður samfélagið að vera reiðubúið að koma til aðstoðar. Aldraðir eru sá hópur þjóð- félagsþegna sem stækkar hvað hraðast um þessar mundir og þvf miður fjarri lagi að knýjandi og aukinni eftirspurh eftir þjónustu hafi verið mætt. Flestir þekkja dæmi úr eigin fjölskyldu eða frænd- garði af þessum mikla vanda. ftrekað er reynt að koma öldruðum einstaklingum í vistun, einstakling- um sem algerlega eru ófærir um að sjá um sjálfa sig, en ekkert gengur. Biðlistarnir eru langir þótt ástandið sé mismunandi eftir sveitarfélögum í landinu. Það er sums staðar þokkalegt úti á landi en verst í Reykjavík. Úrlausnir eru ekki til í kerfinu nema fyrir takmarkað- an hóp fólks. Hundruð manna verða að bíða í lengri tíma, jafhvel við óbærilegar aðstæður. Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður vakti enn og aftur athygli á þessu ástandi í fyrirspurnartíma á Al- þingi fyrr í vikunni. Hún benti með réttu á að mikil bið væri eftir hjúkrunarrýmum, sérstaklega í höfuðborg- inni. Þar væri ástandið alls óviðunandi. ítrekað er reynt að koma öldruðum einstaklingum ívistun, einstakling- um sem eru algerlega ófærir um að sjá um sjálfa sig, en ekkert gengur. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra varð fyrir svör- um. í máli hans kom fram að alls bíða 463 aldraðir eft- ir hjúkrunarrými. Þar af eru 390 aldraðir í mjög brýnni þörf, 26 í brýnni þörf og 47 í þörf fyrir hjúkrunarvist. Bak við þessar tölur er hörmungarsaga fólks sem fær enga úrlausn. Það að vera metinn í mjög brýnni þörf eftir hjúkrunarrými, en fá ekki úrlausn, þýðir það eitt að ástandið á heimili hins aldraða er algerlega ðvið- unandi. Ástandið í þessum málum ber þess glöggt vitni að forgangur þeirra mála sem hið opinbera kemur að er rangur, hvort heldur er hjá ríkinu eða viðkom- andi sveitarfélögum. Þótt öllum sé kunnugt um það ófremdarástand sem ríkir í vistunarmálum aldraðra ræða menn, svo dæmi séu tekin, um það að grafa göng milli héraða fyrir rúma 6 milljarða króna og byggja tónlistar- og hótelbyggingu fyrir 12,4 milljarða króna. Það aldraða fólk sem lagði grunninn að þvf þjóðfélagi sem við búum í, en hefur lokið sínu ævistarfi, á tilkall til þess að forgangurinn sé réttur. Um- önnun hinna elstu í samfélaginu er for- gangsverkefni. í svari heilbrigðisráð- herra, í fyrrgreindum fyrirspurnartíma á Alþingi, kom fram að hjúkrunarrým- um fyrir aldraða fjölgaði um 185 á höf- uðborgarsvæðinu á síðasta kjörtímabili. Gert erráð fyrir að hjúkrunarrýmum fjölgi um 59 á þessu ári og 118 á næsta ári. Enn fremur er gert ráð fyrir að hús- næði Vífilsstaða komist í gagnið í upphafi næsta árs en þar er gert ráð fyrir 50 hjúkrunarrýmum. Þetta eru vissulega áfangar í rétta átt en biðlistarnir sýna að fjarri lagi er að nóg sé að gert. Fram kom fyrr á árinu að á landinu öllu bíða nú nær þúsund aldraðir eftir þjónustuhúsnæði eða hjúkrunarrými. Rfkið tekur þátt í kostnaði við uppbyggingu og rekstur öldrunarstofhana en ítreka verður ábyrgð sveitarfélaga í þessum málaflokki. Þau hafa upplýs- ingar um þarfir íbúanna og hljóta því að hafa frum- kvæði að uppbyggingunni. Þarfir aldraðra í neyð eru brýnni en milljarðahús eða göng. Grímur Auðvitað getur verið að mig sé að misminna en mér finnst samt endilega eins og nú í vor hafi einhverjir menn verið linnulítið að bjóðast til að lækka á manni skattana. Það er eins og mig minni að hver einasti stjórnmálaflokkur, nema auðvitað vinstri-grænir, hafi látið eins og nú væri einmitt rétti tíminn til að lækka skatta svo um munaði. Vinstri-grænir eru auðvitað á móti skattalækkunum og vilja helst koma skattprósentunni upp í með- alkjörfylgi Stalíns en hæst náði hann sem kunnugt er 121% fylgi enda vinsæll og vel látinn, allt þar til hann varð vel Iátinn í kistu sinni, en við það minnkaði fylgi hans nokkuð. En hvað um það, allir almenni- legir stjórnmálaflokkar og Samfylk- ingin lofuðu gríðarlegum skatta- lækkunum og í trausti þess að vinstri-grænir næðu ekki hreinum meirihluta fóru margir að ímynda sér að hvað úr hverju færu launa- umslögin að gildna. Nú um mán- aðamótin var fjárlagafrumvarpið svo kynnt, og hvað? Skattalækkan- ir? Nei það er nú ekki svo, meira að segja það eina sem einhverjir kalla skattalækkun, prósentslækkun svokallaðs hátekjuskatts, er varla nein lækkun því skatturinn átti að falla niður um áramótin en nú á að framlengja hann. Bara aðeins reyndar. Bara í tvöþrjú ár ha? Bara eitt glas enn og svo kem ég heim. Síðasti séns Jæja, stjórnvöld verða auðvitað að fá að njóta sannmælis og í fjár- lagafrumvarpinu segjast þau stefna að tuttugu milljarða króna skatta- lækkunum á kjörtímabilinu og auðvitað er það talsvert og allt það. En er þetta ekki hálfgerður vesal- dómur? Af hverju eru skattar ekki bara lækkaðir álmennilega núna, Skattalækkararnir MÖRGU LOFAÐ: Grimur minnir á að allir almennilegir stjórnmálaflokkar - og Samfylkingin - hafi lofað skattalækkunum. þó ekki væri til annars en að senda þau skilaboð að menn ætli í raun að gera eitthvað róttækt í skatta- málum? Svona eitthvað annað og meira en að lækka „hátekjuskatt- inn" um prósent. Auðvitað er gott svo langt sem það nær ef stjórnvöld standa við þá áættun að lækka skatta um tuttugu milljarða króna, en málið er að það væri hægt að gera svo miklu betur. Og það sem meira er, ef sú ríkisstjórn sem nú situr gerir það ekki þá eru eiginlega engar líkur á nothæfum skatta- lækkunum svo langt sem augað eygir. Ef ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins getur ekki lækkað skatta svo menn muni um, dettur þá nokkrum í hug að ríkis- stjórn annarra verði mikið ágengt? Eiginlega ætti ekki að nota orðið ágengt; slfk ríkisstjórn myndi ekki einu sinni reyna. Vitfirring En skattar sem ríki og sveitarfé- lög taka af borgurunum er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin - og sú sem í raun skiptir meira máli - eru þau útgjöld hins opinbera sem gera skattheimtuna nauðsyn- lega. Ef ríki eða sveitarfélög eyða peningum þá verða þau að sækja Útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, eru svo geysileg að það er varla að maður geti hugsað tilþess án þess að missa vitið og stund- um virðist sem þau hafi einmitt orðið örlög . þeirra sem sýsla með fjármál ríkis og stærstu sveitarfélaga. þá til borgaranna. Alltaf er það nú heldur óviðkunnanlegt þegar hið opinbera tekur lán til að fjármagna eyðslu sína því þá eru skattgreið- endur framtíðarinnar f raun látnir borga eyðsluna á skattgreiðendum dagsins í dag. Ef hið opinbera fjár- magnar ekki eyðslu sfna með þjón- ustugjöldum eða eignasölu þá er skásti möguleikinn sem eftir er að fjármagna hana með opinberum gjöldum af borgurunum. Og þess vegna hlýtur barátta fyrir lækkuð- um sköttum að fela í sér baráttu fyrir stórlega minnkandi útgjöldum hins opinbera. Útgjöld hins opinbera, rflds og sveitarfélaga, eru svo geysileg að það er varla að maður geti hugsað til þess án þess að missa vitið og stundum virðist sem þau hafi einmitt orðið örlög þeirra sem sýsla með fjármál ríkis og stærstu sveit- arfélaga. Það eru næstum endalaus útgjöld sem mætti skera niður og í framhaldinu lækka skatta á fólk - og mætti samt hlífa því sem mörg- um yrði sárt um, eins og heilbrigð- iskerfinu, menntakerfinu og um- boðsmanni fslenska hestsihs. Endalaus gæluverkefhi kosta millj- arða á milljarða ofan. Mótmælaskorturinn Fæðingaroriof kostar meira en 20 mUljarða króna á hverju einasta kjörtímabili. Endalausar sam- gönguframkvæmdir, eins og þver- un fjarða sem enginn nema Sturla Böðvarsson hefur nokkru sinni ekið, kosta nú ekki lítið. Orkuveita Reykjavíkur byggði sér höfuðstöðvar fyrir þrjá milljarða og það eftir að hafa tapað tveimur milljörðum á Línu.neti. Þannig mætti telja næstum endalaust en þó er varla nokkur maður sem mót- mælir látlausum kröfum þrýsti- hópanna um nýjar og nýjar fram- kvæmdir. Kannast nokkur við að það sé nokkur alvöruniðurskurður í gangi nokkurs staðar? Það er kannski von að það séu engar skattalækkanir í haust. Kannski fáum við engar skattalækkanir fyrr en við tökum höndum saman um að mótmæla útgjaldakröfum þrýstihópanna. Og það sem meira er, kannski verð- skuldum við ekki skattalækkanir fyrr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.