Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGURW.OKTÓBER2003 SKOÐUN 15 Loksins fékk eldislaxinn sporð KJALLARI Eiríkur St. Eiríksson ritstjórí Skipa.is og höfundur Stongaveiilihandbókanna Það hefur komið á daginn sem allir hugsandi menn vissu að myndi gerast. Eldislaxinn sem slapp úr geymslukví í Norðfirði 20. ágúst sl. er farinn að koma fram í laxveiðiánum fyrir aust- an. Þeir sem reyndu að telja fólki trú um að laxinn myndi fljótlega drep- ast í hafinu vegna þess að hann kynni ekki að bjarga sér vissu þetta líka. Þeir sem ábyrgðina báru stungu höfðinu hins vegar í sand- inn og báðu til Guðs um að stroku- laxarnir gufuðu upp í hafinu eða það sem betra væri, færu til Fær- eyja! Minkur í hænsnakofa Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra, sem hefur á ráðherraferli sínum lagst gegn innflutningi á krókódílum og gott ef ekki strútum líka, virðist vera undarlega sam- settur maður. Öðrum þræði vill hann vera fulltrúi alls hins þjóðleg- asta og besta í landinu og sem slík- ur kjassar hann kýr og hrósar hrossum í hástert. A hinn bóginn virðist einnig búa í ráðherranum fól sem hagar sér eins og minkur í hænsnakofa. Dæmi um það er af- staða ráðherrans til eldis á laxi af norskum stofni hér við land, inn- fiutnings á lifandi laxfiskum til landsins og viðbrögð hans við um- hverfisslysinu í Norðfirði þegar tæplega 3000 eldislaxar sluppu úr geymslukví á hafnarsvæðinu. Ósannindi j Fyrst eftir að eldislaxarnir, sem nú er farið að kalla „Norðfirðinga", sluppu úr kvínni bar ráðherrann sig borginmannlega og gerði lítið úr þeim skaða sem strokulaxarnir gætu unnið á náttúrulegum laxa- Stofnum. Taldi hann sig hafa búið þannig um hnútana með frábærri reglugerð sem kveður á um að fisk- eldi megi ekki stunda f nágrenni laxveiðiánna. Af ummælum ráð- herra máttí ráða að „Norðfirðing- arnir" væru ekki með sporð og því ósyndir með öllu eða þá að þeir bæru svo mikla virðingu fyrir reglu- gerðum landbúnaðarráðuneytisins að þeir voguðu sér ekki inn á firði eða flóa f næsta nágrenni laxveiði- áa. Síðar beit ráðherrann höfuðið af skömminni með ósannindum um að í laxeldisævintýrinu hinu fyrra hefði Faxaflói verið fullur af eldiskvíum. Þá hefði ekki verið tek- ið á málum af sömu festu og nú væri gert. Hér á e.t.v. við hið forn- kveðna að betra sé að veifa röngu Kostaboð „Við höfum þvf ákveðið að bjóða ykfcur að ganga til liðs við Ungajafnaðarmenn (ungliða- hreyfingu Samfylkingarinnar), «— enda teljum við líklegt að Sam- ! fylkingin eígi betur við ykkur en |y Sjálfstæðisflokkurinn." EStjórn Ungrajafnaðarmanna i yfírlýsingu tilþeirra 1152 einstak- Elingasem stjórn Heimdallarskráði ekkiffélagiðfyriraðalafund. MARGBROTINN RAÐHERRA: „Öðrum þræði vill hann vera fulltrúi alls hins þjóðlegasta og besta í landinu og sem slíkur kjassar hann kýr og hrósar hrossum í hástert. Á hinn bóginn virðist einnig búa í ráðherranum fól sem hagar sér eins og minkur í hænsnakofa," segir greinarhöfundur. tré en öngvu en rétt er að ráðherr- ann geri nánari grein fyrir ummæl- um sínum. Hið óumflýjanlega Því miður reyndist bænhiti Guðna Ágústssonar ekki nægilegur til að koma í veg fyrir hið óumflýj- anlega. Fyrstu strokulaxarnir eru Afummælum ráðherra mátti ráða að „Norð- firðingarnir" væru ekki með sporð og því ósyndir með öllu eða þá að þeir bæru svo mikla virðingu fyrir reglugerðum landbún- aðarráðuneytisins..." komnir fram í Selá, Hofsá og Breið- dalsá, sjö hængar og ein örmerkt hrygna. Allir fiskarnir voru kyn- þroska. Enginn veit um fjölda þeirra „Norðfirðinga" sem nú eru á hrygningarstöðvum náttúrulegu laxastofnanna í umræddum ám og víðar. Því var haldið fram á heima- síðu Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað 22. ágúst sl. að laxinn sem slapp væri að stærstum hluta ókyn- þroska lax sem óvíst væri að leita myndi í ferskvatn. „Fiskurinn er eldislax og alinn upp sem slíkur og mun því líklega leita að eldiskvíum þar sem hann er vanur að fá æti. Hæpið er að þessi lax eigi miklar lífslíkur við náttúrulegar aðstæður og því líklegt að mest af honum drepist." Orð ráðherrans í Fréttablaðinu 7. október sl. mátti lesa eftirfarandi: „Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hann vonaði að laxinn sem slapp út úr eldiskví í Norðfirði fyrir nokkrum vikum myndi annað hvort drepast eða fara til Færeyja. Hann sagðist vonast til þess að laxinn yrði ósjálfbjarga í hafinu eins og Keikó. Guðni svaraði fyrir- spurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um tíl hvaða aðgerða landbúnaðar- ráðuneytíð hygðist grípa til að bregðast við því að eldislaxinn slapp. Kolbrún spurði ráðherrann hvort hann væri að fara með böl- bænir til handa færeyskum sjávar- útvegi en ráðherrann sagði slíkt af og frá. Hann sagði að slysið f Norðfirði hefði verið hörmulegt slys en það myndi ekki þýða endalok fyrir sjó- kviaeldi við Island." Tifandi tímasprengjur Svo mörg voru þau orð og merki- leg. Það merkilegasta er að ráðherr- ann virðist loksins hafa áttað sig á því að jafhvel eldislax er með sporð því án hans væri víst lítið um Fær- eyjaferðir. Það hefur lengi legið fyr- ir að lax sem sleppur úr eldi getur synt mörg þúsund kílómetra áður en hann kemur fram og yfirleitt fylgja strokulaxarnir hafstraumum. Bann við fiskeldi í Faxaflóa og í öðr- um fjörðum og flóum í nágrenni laxveiðiáa er því marklaust. Tifandi tímasprengjur á Austfjörðum geta eyðilagt laxveiðiár á Vesturlandi svo lengi sem leyft verður að ala hér lax af framandi stofni. Sagan hefur leitt í ljós að það voru mistök að heimila innflutning á minkum til landsins upp úr miðri síðustu öld. Sömu rök voru notuð þá og eru notuð nú varðandi laxeldið. Mink- urinn átti ekki að sleppa út í náttúr- una frekar en eldislaxinn. Enn á eft- ir að reyna á sjálfar eldiskvíarnar en í ljósi þess að óveður í Vestmanna- eyjum rústaði Keikókvína á sfnum tíma er Ijóst að laxeldiskvíar stand- ast ekki verstu vetrarveður. Það er enn tími til að grípa í taumana og koma í veg fyrir stórkostlegt um- hverfisslys og óborganlegan skaða á náttúrulegum laxastofnum lands- ins. Vonandi sér landbúnaðarráð- herrann að sér, nú þegar hann hef- ur áttað sig á því að m.a.s. eldislax- ar eru með sporð. Annars ætti hann að panta sér far til Færeyja sem fyrst - aðra leiðina. Lítil viðbrögð „Nú má velta fyrir sér: Hvað ætli hefði gerst ef komið hefði í Ijós að morðingi Önnu Lindh væri fulltrúi öfgasamtaka eða einhvers konar pólitískur morð- ingi? Jú, það hefðí örugglega ekki skort viðbrögð, aukið fjár- magn til öryggislögreglu og vík- ingasveita, hertar reglur þvers og kruss og þar fram eftir götun- um. Á þess konar viðbúnaði hafa valdsmenn alltaf kunnað tökin." Ármann Jakobsson áMúrn- um.is, umskortd viðbrögðum við þvíaðsvo virðistsem morðingi önnu Lindh sé geðsjúkur maður ,sem kerfið var ekki að sinna sem skyldi". Verri en illmertmn „Barátta Schwarzeneggers við fjármál Kaliforníuríkis verður lík- lega erfiðari en barátta hans við illmennin á hvita tjaldinu, sér- staklega í Ijósi þess að hann þarf Amold Schwarzeneggers að búa við meirihluta demókrata í þinginu og getur því lent í erf- iðleikum með að koma hug- myndum slnum íframkvæmd." Vefþjóðviljinn á Andríki.is. Steinhissa „Ég árti á dauða mínum von fremur en því að hinn nýi félags- málaráðherra léti hafa sig í það að gefa ítalska verkatakanum, Impregi- ló, siðferðisvottorð í bak og fyrir." Össur Skarphéðinsson á SamtylkingJs. össur Skarphéðinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.