Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR10.OKTÓBER2003 FÓKUS 19
Önnur plata bresku hljómsveitarinnar Starsailor, Silence Is Easy,
kom út fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson kynnti sér sögu
þessarar efnilegu sveitar sem vakti mikla athygli með fyrstu plötu
sinni, Love Is Here, fyrir tveimur árum.
Rlvörugefnir
fullkomnunarsinnar
„Mig hefur alltaf langað til þess að vera virtur söngvari," seg-
ir James Walsh, söngvari bresku hljómsveitarinnar Starsailor,
í nýlegu viðtali við breska tímaritið Q. Og hann heldur áfram:
„Ég hata það þegar söngvarar fara fullir á svið af því að það sýn-
ir að þeir bera ekki virðingu fyrir áheyrendum og það er rangt.
Það að vera á tónleikaferðalagi er ekki spurning um að skemmta
sér. Það snýst um að gleðja áheyrendur og öðlast virðingu þeirra.
Það er erfið vinna." Þetta viðtalsbrot sýnir vel hvaða augum
James lítur starf Starsailor. Onnur platan hljómsveitarinnar,
Silence Is Easy, kom út á mánudaginn og eins og á þeirri fyrri,
Love Is Here, sem kom út fyrir tveimur árum, er mikið lagt í að
ná rétta hljómnum á nýju plötunni. Allt lagt undir til þess að
útkoman verði fullkomin.
Nafnið fencið frá Tim Buckley
Starsailor kom fram á sjónarsviðið í Lancashire (Englandi árið
2000. Hún er skipuð James Walsh, gítarleikara og söngvara,
James Stalfox f bassaleikara, Ben Byrne .trommuleikara og
Barry Westhejfd hljómborðsleikara. Þeir héldu sína fyrstu tón-
leika í Heavenw Social klúbbnum f Londonr í apríl það ár. Upp
úr því vakti þpiggja laga demóplata með þefm athygli hjá helstu
plötufyrirtækjunum og um sumarið streymdú tilboðin til þeirra.
Þeir völdu EMÍ og fyrsta smáskífan þeirra, Fever, kom út í jan-
úar 2001. Fyrsta stóra platan þeirra, Love^'Here, kom svo út í
september saMa ár og hlaut mjög góðar viðtökur. Hún innihélt
m.a. lögin AÍcoholic, Good Souls, Poor Misguided Fool og
Lullaby sem Háðu miklum vinsældum og fþngu t.d. mikla spil-
un í útvarpi Aérlendis. Starsailor eru undir Shrifum frá tónlist-
armönnum ejns og Van Morrison, Neil Yöung, John Lenrion
og Tim Bucttjey, en sveitin heitir eftir plétú þess síðastalda frá
1970. StarslJilor á líka tónlistarlega margt sameiginlegt með
hljómsveitum eins og Travis og Coldplay^em líkt og Starsailor
spila vandaq og melódískt popprokk.
Skinkusamlokur hjá Phil Spector
Árið 200Í var Love Is Here gefin út í Bandaríkjunum. Þegar
þeir voru ap spila á tónleikum í Los Angeles {jamúar það ár
mætti Nicole nokkur Spector baksviðs og sagði
þeim að hun væri mikill aðdá- , *
andi þeirra. Það hefði líklega
ekki þótt j frásögur færandi
að 'Nicole
ptökusnillingsins
:or. Hún sagði
nn væri líka
dáandi og
mat til
ina daginn
fengu þeir
lokur að
onhrigði!)
máltíð til-
'hil þeim
svo að hann ætlaði að pródúsera næstu plötuna þeirra. Þeir tóku
þetta mátulega alvarlega en voru að sjálfsögðu mjög stoltir, enda
hafði Phil haldið sig frá allri stúdíóvinnu síðan hann tók upp
Ramones-plötuna End of the Century árið 1980. Til þess að
staðsetja Phil Spector aðeins í poppsögunni nægir að geta þess að
hann er maðurinn sem bjó til Wall of Sound hljóminn snemma
á sjöunda áratugnum. Hann þótti þá ótrúlega frjór og ferskur
upptökumaður og notaði ólíklegustu ráð til þess að ná fram ná-
kvæmlega þeim hljómi sem hann var að leita að. Ef það þýddi að
fá 20 trommara til þess að spila samtímis sama taktinn þá fékk
hann bara tuttugu trommara í hljóðverið. Phil Spector var á bak
við kvennapoppsveitina Ronnettes. Hann hljóðritaði líka The
Righteous Brothers og hann pródúseraði John Lennon á átt-
unda áratugnum. Ahrif Phils Spectors eru mjög mikil. Eftir að
hann kom til sögunnar sáu menn að það var hægt að gera ótrú-
lega hluti í stúdfóinu og upp frá því fékk pródúserinn meira og
stærra hlutverk í sköpunarferli hljómplötunnar heldur en áður
hafði þekkst.
Framhald af fyrri plötunni
Ollum á óvart stóð Phil Spector við sitt og mætti til London
sumarið 2002 til þess að taka aðra plöáfi Starsailor upp í Abbey
Road, stúdíóinu. I byrjun gekk allt vél. Phil mætti á hverju
kvöldi með nýja hárkollu á hausnum og [agði sig allan fram við
verkið, Þegar á leið fór þó að bera á sljóléika hjá honum og eftir
nokkrar vikur var ákveðið að hætta samstarfinu. Það eru samt á
nýju pjötunni tvö lög sem Phil á heiðurinn af, þ. á m. fyrsta
smáskífan og titillagið Silence Is Easy. Eftir að upptökunum með
Starsailoc lauk komst Phil aftur í fréttirnar'snemma á þessu ári
þegar hin fertuga b-myndaleikkona Lana Clarkson fannst myrt
á heimili hans. Phil hafði á sér orð fyrir ofbeldi og miðaði víst
byssu á Dee Dee Ramone þegar hann var áð taka upp End of
the Century plötuna með Ramones, en hanrt hefur samt neitað
allri sök.-Þáð er samt margt sem bendir til þess að Starsailor-lög-
in tvö verði hans síðustu verk, a.m.k. í langan tíma.
Starsailor kláráði plötuna síng,
án utanaðkomandi pró
Utkoman er . ftarrthald
fyrstu
af-
nema
dóttir
Phils Spj
þeim að
mikill a
bauð þei
þeirra fe
eftir. Þa:
skinkusa'
borða
og í miði
kynnti *
iíog ætti ekki
valdá aðdáendum
hennar vonbrigð-
um. James Walsh
hefur mjög sér-
staka og sterka
söngrödd sem
flestir telja
hans helsta
kosc Þar á
meðal Phil
Spector.
Safnplata R.E.M. tekur á sic mynd
l-'.ins og vanalega þegar
jólahátíðin nálgast er von
á ótal „best of" plötum ;
næstu vikum. Þó að þaí'
séu margir um hituna þá cr
óhætt að spá þvf að R.E.M.
safnið, ln-Time:The Very
Best Of R.E.M. 1988-2003
eigi eftir að slá flestum
öðrum við í áhuga og sölu.
Platan er væntanleg 28.
október, en auk hefðbund-
innar einfaldrar plötu sem
inniheldur 18 af bestu lög-
um sveitarinnar mun koma út tvöföld útgáfa sem inniheldur
aukadisk með is fágætum upptökum og DVD-plata. Á aðal-
safnplötunni verða m.a. Man on the Moon, What's the
Frequency Kenneth?, All the Way Tto Reno, Losing My
Religion, Orange Crush og Everybody Hurts, auk tveggja
nýrra laga, Bad Day og Anim.il. Á aukaplötunni verður hins
vegar m.a. óraf mögnuð útgáfa af Pop Song89, tónleikaútgáf-
ur af Turn You Inside-Out, Drive, The One I Love og Country
Feedback, demó-útgáfur af The Lifting og Beat a Drum og
breyttar útgáfur af Why Not Smile og Leave ...
Human Leacue í handhæcar umbúðir
Fyrir marga er
breska hljómsveitin
Human League besta
sönnunin á því að Her-
bert Cuðmundsson var
ekki eini flotti 8o's
popparinn. Hljómsveit-
in gaf út ágæta plötu
með nýju efni, Secrets,
fyrir tveimur árum, en í
síðustu viku kom á
markaðinn safnplata
með henni sem heitir einfaldlega The Very Best of Human
League. Eins og flestar nýj.n safnplötur þessa dagana þá er
hún fupphafi fáanleg ítvöfaldri útgáfu. Á aðalplötunni eru
öll þekktustu lög sveitarinnar, þ. á m. Don't You Want Me,
Love Action, Open Your Heart, Mirror Man, (Keep Feeling)
Fascination, All I Ever Wanted af Secrets og hið frábæra
Being Boiled sem upphaflega kom út hjá Fast-útgáfunni 1978
og sem hefur notið mikilla vinsældaa undanfarið, er m.a.
grunnurinn í lagi Richard X og Liberty X, Being Nobody. Á
aukaplötunni eru u endurgerðir gerðar fyrir dansgólfið.
OC LÍKA ...
Fimmta plata rapparans með rámu röddina, DMX, Grand
Champ, fór beint á topp Billboard listans. Hann er þar með
fyrsti listamaðurinn ísögunni sem kemur öllum fimm fyrstu
plötunum sínum á toppinn vestra ... Gítarinn sem George
Harrison spilaði með i siðasta sinn með Bi'thimim árið 1969
var boðinn upp nýtega. Óþekkturaðdáandi keypti gripinn fyr-
ir litlar 430 þúsundir dollara, eða ríflega 330 milljónir ís-
ienskra króna ... Ný plata með fslandsvininum Marc Almond
kemur út 28. október. Hún er tekin upp í St. Pétursborg og af
þvf tilefni syngur Marc helming laganna á rússnesku ...
Næsta plata The Streets sem átti eina af plötum ársins f fyrra
kemur út á næsta ári. 14. október geta hins vegar hörðustu að-
dáendur kappans sótt mini-lp með honum á Netið. Hún á að
heita All Got Our Runnins og tnniheldur 8 tög, bæði ný og
áður óútgefnar endurgerðir af eldri lögum ... Missy Elliort er
óstöðvandi. ídesemberbyrjun er von á nýrri plötu með henni
sem á að fylgja eftir
meistaraverkinu Under
Construction frá því í
fyrra. Nýja platan á að
heita This Is Not a Test
og mun innihalda fram-
lag gesta á borð við Jay-
Z, R. Kelly, Aliciu Keys
og Busta Rhymes...
mi-j ih:ijii n ii :
Flytjandi: Ýmsir
Platan: -v-- Míh^: w
Present Clones
Útgefandi: Star Trak/Skifan
Lengd: 63:44 min. + DVD
•••*
Flytjandi: Grandaddy
Platan: Sumday
Útgefandi: V2/Smekkleysa
Lengd: 52:31 mín.
iwm
*±/'&3i+æ,t.
••••
Flytjandi: The Chemical
Brothers
Platan: The Sin^les 93
-03
Útgefandi: Virgin/Skífan
Lengd: 131:20 min. (2 diskar)
Þetta er kynningarútgáfa frá plötufyrir-
tækinu Star Trak sem er rekið af þeim
Neptunes félögum, Pharrell Williams
og Chad Hugo. Meöal flytjenda eru
hljómsveit þeirra sjálfra N.E.R.D,
Busta Rhymes, Clipse, Ludacris, Nelly,
Snoop Dogg, N.0.R.E og Dirt McGirt
(betur þekktur sem 01' Dirty Bastard).
Inniheldur smellinn Frontin meB
Pharrell og Jay-Z.
FjórOa plata Grandaddy sem kemur frá
smábænum Modesto í Kalifornlu.
Sveitin var stofnuð árið 1992 af hjóla-
brettastráknum Jason Lytle sem spilar
á gítar og syngur og fékk hann til liðs
við sig Kevin Garcia á bassa og Aaron
Burtch sem trommuleikara. í seinni tíð
hafa svo bæst við þeir Tim Dryden á
hljómborð og Jim Fairchild grtarleikari.
Chemical Brothers fagna 10 ára
starfsafmæli þessa dagana með út-
gáfu á safnplötu og DVD. Safnplatan,
The Singles 93 - 03, inniheldur 13
lög, þar af tvö glæný, - Get Yourself
High sem kanadíski rapparinn K-0S
kemur fram i og The Golden Path sem
þeir gerðu meö Flaming Lips. Meö
fyrsta upplagi fylgir aukaplata meö b-
hliðum og áður óútgefnu efhi.
¦vnr
ivern
Velgengni Neptunes sem pródúsera
undanfarin ár er fyrst og fremst að
þakka óvenju miklum hæfileikum
þeirra til þess aö framleiða ómót-
stæðileg grúv - eiturfersk sánd, lykkj-
ur og takta. Þeir sem fila lögin sem
þeir hafa gert með Kelis (Caught out
There), 01' Dirty Bastard (Got Your Mo-
ney) og Nelly (Hot In Herre) fá fullt fyr-
ir sinn snúð hér.
Síöasta plata Grandaddy, The Sopht-
ware Slump, kom þeim endanlega á
kortið þegar hún kom út áriö 2000.
Fram að því hafði þeim gjarnan verið
líkt við Pavement og fleiri sveitir en á
henni náöu þoir að fullkomna eigin
hljóm. Tðnlist Grandaddy flokkast lág-
stemmd (lo-fi) en hún skapar sér
óneitanlega sérstöðu með afar
skemmtilegri notkun á hljómboröum.
The Chemical Brothers spila tónlíst
sem höfðar bæði til danstónlistar og
klúbbafðlks og rokkunnenda. Á meðal
laga hér eru Chemical Beats, Block
Rockin' Beats, Hey Boy, HeyGirl, Sett-
ing Sun sem Liam Gallagher syngur og
Out Of Control sem Bernard Sumner
úr New Order og Bobby Gillesppie úr
Primal Scream koma fram í.
skemmtileaar
staðreyndir
Clones fór beint á toppinn I Bandaríkj-
unum. Með fyrsta upplagi plötunnar
fylgir DVD sem inniheldur þrjú mynd-
bönd (víð lögin Frontin með Pharrell og
Jay-Z, Hot Damn með Clipse og
Rock'N Roll með Fam-Lay) og heim-
ildamynd um Neptunes og Star Trak-
fýrirtækið. Fram undan hjá Star Trak
eru plötur með Clipse, Fam-Lay, Kelis,
N.E.R.D o.fl.
Eftir að The Sophtware Slump kom
Grandaddy á kortiö urðu margir til að
hrósa sveitinni fyrir frumlegan hljðm
sinn og platan var víða inni á listum
yfir bestu plötur ársins. Nokkrar sveit-
ir, svo sem Red Hot Chili Peppers,
urðu auk þess fyrir nokkrum áhrifum
af hljðmi þeirra á næstu plötum sín-
um.
Chemical Brothers vöktu fyrst athygli
sem plötusnúðar á hinum goðsagna-
kennda Lundúna-klúbbi The Heavenly
Social. Þar blönduðu þeir saman rokki
og danstónlist og þar varð big-beat
tónlistin til. Þeir spiluðu m.a. oft
Tomorrow Never Knows með Bítlun-
um. Það lag hafði svo mikil áhrif á lag-
iö þeirra meö Noel Gallagher, Setting
Sun.
niöurstaSa
Frábær plata full af flottum lögum.
Neptunes á ekki í neinum vandræðum
meö taktana. Af 18 Iðgum hér eru
a.m.k. 12 afbragð og geri aðrir betur.
Það eina sem dregur plötuna niour eru
háskólapönklögin tvö um miðbik henn-
ar (með Spymob og The High Speed
Scene). Vonandi láta þeir félagar þá
steingeldu tðnllstarstefnu eiga sig í
framtíöinni... traustl júlíusson
Grandaddy róa enn á sömu miö á
Sumday og á síðustu plötu. Þeir ná
ekki alveg sömu hæðum á þessari því
ekki er eins mikiö af sterkum lögum
og á þeirri siðustu. Sumday er hins
vegar jafnari og sterkari þegar á heild-
ina er litið. Fínasta plata sem rúllar vel
þó lítið sé af „smellum".
höskuldur daöl magnússon
Rott safn. Ólíkt tðnlist sumra annarra
danstónlistarmanna frá tíunda ára-
tugnum þá hljómar tónlist Chemical
Brothers fersk enn í dag. Aukadiskur-
inn gefur þessari útgáfu mjög aukið
vægi fyrir þá sem eiga plötur sveitar-
innar fyrir. Aðdáendur ættu þvi aö
tryggja sér eintak á meöan tvöfalda út-
gáfan er enn i boði ...
traustl júlíusson