Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR10.OKTÓBER2003 DVSPORT 37 f
Líklegast til Brann
KNATTSPYRNA: Ólafur Örn
Bjamason staðfesti við blaða-
mann DV Sport í gær að hann
væri að öllum líkindum á för-
um frá Grindavík til norska fé-
lagsins Brann, svo lengi sem
það héldi sér uppi í norsku
deildinni. Þrjár umferðir eru
eftir af tímabilinu í Noregi og
er Brann í 8. sæti með 28 stig.
„Það er langlíklegast að ég farí
til Brann. Ég er með lausan
samning í Grindavík og þeir
vita vel af tilboðinu frá Brann.
Þetta er þó alls ekki gert í nein-
um illindum," sagði Ólafur Örn.
Samningstilboðið sem hann er
með frá Brann hljóðar upp á
skuldbindingu í 3 ár og er
samkvæmt heimildum DV
Sports gott fjárhagslega fyrir
ÓlafÖrn.
Sturm Graz góður kostur
KNATTSPYRNA: Landsliðs-
markvörðurinn Árni Gautur
Arason hefur fá tækifæri fengið
að undanförnu hjá félagsliði
sínu, Rosenborg í Noregi, og er
víst að hann mun ekki teljast
norskur meistari með liðinu,
þar sem hann lék ekki nógu
marga leiki á tímabilinu. Samn-
ingur hans við félagið rennur út
um áramótin og telur hann það
af og frá að hann muni leika
áfram með því. Austurríska fé-
lagið Sturm Graz hefur sýnt
Árna Gauti áhuga og gert hon-
um tilboð. Honum er ekki frjálst
að skipta um félag fyrr en um
áramótin og því er alls óvíst
hvað gerist. Árni Gautur segist
þó ekki vita annað en félagið
hafi enn áhuga og taldi að
Sturm Graz væri góður kostur.
ívar hugsar sér til hreyfings
KNATTSPYRNA: Eftiraðhafa
fengið fá tækifæri með aðalliði
Wolverhampton Wolves í
ensku úrvalsdeildinni, er lands-
liðsmaðurinn ívar Ingimarsson
farinn að hugsa sér til hreyf-
ings. Þegar tímabilið hófst í
haust var hann staðráðinn í að
sanna sig fyrir knattspyrnu-
stjóra liðsins, Dave Jones, en
það hefur ekki gengið.
„Ég hef engar haldbærar skýr-
ingar fengið frá Dave Jones
hvernig standi á því," sagði (v-
ar við DV Sport í gær. „Ég er í
hórkuformi og reynt að sýna ,
allt það sem ég get en án
árangurs. Ég býst fastlega við
því að ganga frá mínum
málum eftir helgi og mun ég
þá væntanlega leika með liði í
ensku 1. eða 2. deildinni."
Rudi Völler vonar að frammistaðan gegn Skotum hafi ekki verið nein tilviljun:
Þurf um að sækja meira
Þýskir fjölmiðlar gleyma seint reiðikastinu sem
DV, Hamborg:
Leik íslands og Þýskalands í síð-
asta mánuði verður seint
gleymt í Þýskalandi. Lögð var
mikil áhersla á sigur í leiknum
en eftir markalaust jafntefli,
þar sem Þjóðverjar voru í mikl-
um vandræðum, lét landsliðs-
þjálfarinn Rudi Völler þýsku
pressuna heyra það á blaða-
mannafundi eftir leik. Sú ræða
hljómar enn í eyrum þýskra
blaðamanna þó svo að Völler
sjálfur vilji ekkert um hana
ræða.
„Þetta umræðuefhi er afgreitt af
minni hálfu," sagði Völler í viðtali
við SportBild á miðvikudag.
Ekki aðeins þýski landsliðshóp-
urinn verður í brennidepli þýskra
fjölmiðla á laugardaginn. Eftir að
Giinter Netzing og Richard Delling
fóru ófögrum orðum um þýska lið-
ið í sjónvarpsútsendingu ARD frá
leiknum á fslandi verður sérstak-
lega fylgst með hvað sérfræðingur-
inn segir að leiknum loknum á
morgun. Sjónvarpsstöðin ZDF
mun sýna beint frá leiknum og sér-
fræðingur þeirra er enginn annar
en Franz Beckenbauer.
Verður að rasa út
„Ég mun gefa mitt álit á leiknum
og liðinu alveg eins og ég hef hing-
að til gert," sagði Beckenbauer við
SportBild. En hefur hann áhyggjur
af viðbrögðum Völler?
„Nei, Rudi var árásargjarn ein-
faldlega vegna þess að hann var fúll
eftir leikinn. Hann sá hversu lélegt
liðið var. Og þegar Delling talaði
um nýja lægð í þýskum fótbolta
missti hann einfaldlega stjórn á sér.
Hann varð að fá að rasa út."
Viljum sækja meira
VöUer viðurkennir að leikurinn á
íslandi hafi einfaldlega verið slak-
ur. Hann segir sína menn hafa
skort vilja og ákveðni. „Við viljum
sækja meira fram á við og vera jafn-
framt á verði í vörninni."
Landsliðsþjálfarinn gerir ekki lít-
ið úr hlut Michaels Ballacks í þýska
landsliðinu en hann hefur verið
tæpur að undanförnu vegna
meiðsla en mun engu að síður spila
með á laugardaginn.
.„Michael veit vel að hann er
þungamiðjan í liðinu. Hann er sá
sem skapar sóknarleikinn og ég vil
að hann verði duglegur að því leyt-
inu til," sagði Völler.
Franz Beckenbauer er einnig
þeirra skoðunar að Ballack skipti
sköpum fyrir landsliðið.
„Svo lengi sém Oliver Kahn og
Michael Baliack spila, skiptir ekki
nokkru máli hverjir hinir 9 eru í
byrjunarliðinu," sagði Becken-
bauer. „Okkar styrkleiki felst í því
að við erum sterkur hópur, ekki
einstaklingslið."
Vandræði á vinstri kantinum
Mikið hefur verið rætt um stöðu
vinstra kantmanns. Tobias Rau er
meiddur og telja þýskir blaðamann
að valkostir Völler í þessari leik-
stöðu séu ekki miklir. Helst koma
„Og ég vona að
frammistaða okkar
gegn Skotlandi hafí
ekki verið nein tilvilj-
um. Ég vil halda áfram
á þessari braut. En það
næst aðeins efmenn
verða einbeittír."
til greina Michael Hartmann og
Christian Rahn en báðir hafa átt í
erfiðleikum með að festa sig í sessi í
félagsliðum sínum.
„Eg mun sjá til hvernig þeir
munu standa sig á æfingum. Ég ít-
reka þó að það þarf ekki endilega
að vera örfættur maður á vinstri
kantinum," sagði Völler.
Sjálfsagt er það rétt sem Becken-
bauer segir, aðalatriðið hjá þýska
landsliðinu hlýtur að vera að menn
standi saman. Og Völler getur tekið
undir það að reiðikast hans á fs-
Iandi hafi þjappað mönnum sam-
an.
„Ég held að það hafi gert það. Og
ég vona að frammistaða okkar gegn
Skotlandi hafi ekki verið nein tilvilj-
um. Ég vil halda áfram á þessari
braut. En það næst aðeins ef menn
verða einbeittir og að góð stemning
verði í hópnum. Aðeins þá er hægt
að ná árangri," sagði Völíer.
eirikurst@ctv.is
Líkleg byrjunarlið íslands og Þýskalands á morgun
DV, Hamborg:
Líklegt þykir að bæði Ásgeir
Sigurvinsson og Logi Ólafsson,
landsliðsþjálfarar fslands, og
Rudi Völler, landsliðsþjálfari
Þýskalands, muni spila sama
ieikkerfi, 3:5:2, og í fyrri leik lið-
anna á Laugardalsvelli.
Ásgeir og Logi þurfa að gera þrjár
breytingar á liði sínu vegna meiðsla
Heiðars Helgusonar og Lárusar
Orra Sigurðssonar og leikbanns Jó-
hannesar Karls Guðjónssonar.
Helgi Sigurðsson kemur væntan-
lega inn fyrir Heiðar, Pétur Mar-
teinsson fer af miðjunni i vörnina
og Arnar Þór Viðarsson og Brynjar
Björn Gunnarsson koma inn á
miðjuna. eirikurst@dv.is
Eiður Smári Guðjohnsen
Helgi Sigurðss
ArnarÞórViðarsson
Rúnar Kristinsson
Þórður Guðjónsson
Indriði Siqurðsson
Brynjar B. Gunnarsson
ermann Hreiðarsson
* Ólafur Örn Bjarnason
Pétur Marteinsson
ÁrniGauturArason
Bernd Schneíder
Michael Baliack
Christian Rahn
Frank Baumann
* Christian Wörns
Oliver Kahn
Carsten Rameiow
Andreas Hinkel
Arne Friedrich