Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
550 55 55
Við tökum við fréttaskot-
um allan sólarhringinn.
Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri
viku greiðast 7.000 kr.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
írönsk bar-
áttukona
fær f riðar-
nóbelinn
*«.
íranski mannréttindalögfræð-
ingurinn Shirin Ebadi hlýtur
friðarverðlaun Nóbels í ár. Geir
Lundestad, formaður norsku
Nóbelsnefndarinnar, greindi
frá þessu klukkan níu í morgun
að íslenskum tíma.
Ebadi hlýtur verðlaunin fyrir þrot-
lausa baráttu sína fyrir mannrétt-
indum og lýðræði í heimalandi sínu.
Nóbelsnefhdin lagði áherslu á starf
hennar í þágu kvenna og barna.
„Ég er mjög ánægð og stolt," sagði
? Ebadi í viðtali við norska ríkissjón-
varpið NRK í símaviðtali frá Parfs.
„Þetta er mjög gott fyrir mig, mjög
gott fyrir mannréttindi í íran, gott
fyrir lýðræðið í íran og sérstaklega
gott fyrir réttindi barna í íran."
Ebadi varð fyrst kvenna í íran til
að gegna dómarastarfi en hún
neyddist til að láta af því starfi í kjöl-
far klerkabyltingarinnar.
Verðlaunahaflnn er aðeins ellefta
konan til að hljóta þennan eftirsótta
heiður frá því stofhað var til friðar-
verðlaunanna árið 1901.
Skömmu fyrir klukkan níu í morg-
un þótti ljóst að hverju stefndi þar
sem Nóbelsnefndin hafði samband
við fjölskyldu Ebadi til að fá síma-
númer hennar.
Mikill fjöldi þekktra manna var til-
nefndur til friðarverðlaunanna að
þessu. Þeirra á meðal voru Jóhannes
Páll páfi, Vaclav Havel, fyrrum for-
seti Tékklands, og írski poppsöngv-
arinn Bono. Tilnefndir voru 165, eða
fleiri en nokkru sinni.
Verðlaunaféð nemur um eitt
hundrað milljónum íslenskra króna.
Verðlaunin verða afhent við hátíð-
lega athöfn í Ósló þann 10. desem-
ber næstkomandi.
Ebadi hefur áður unnið til verð-
launa í Noregi fyrir baráttu sína. Það
var árið 2001 þegar hún fékk Rafto-
verðlaunin.
FRrÐARVERÐLAUNAHAFI: íranski lögfræðingurinn og baráttukonan Shirin Ebadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir ötula bar-
áttu fyrir mannréttindum og lýðræði í Iran.
Nýliðar Þórs Þ. unnu fyrsta leikinn
Intersport-deild karla í körfubolta hófst með fjórum leikjum ígær-KR, Snæfell, Haukarog ÞórÞ. ásigurhraut
Nýliðar Þórs frá Þorklákshöfn
komu á óvart í fyrstu umferð
Intersport-deildar karla í körfu-
bolta og unnu sinn fyrsta úrvals-
deildarleik frá upphafi - lögðu ÍR-
inga, 112-106, í framlengdum leik
í Þorlákshöfn í gær.
Bandarískir leikmenn voru
áberandi í fyrstu leikjunum og þrír
þeirra skoruðu yfir 40 stig í leikj-
um gærkvöldsins. Mest skoraði
ÍR-ingurinn Reggie Jessie eða 46
stig en hann lenti á íslandi fyrr um
daginn.
Af hinum leikjunum er það að
segja að KR-ingar unnu öruggan
sigur á Blikum og skoruðu 116 stig
í leiknum. Haukar og Snæfell
unnu síðan bæði útisigra á erfið-
um völlum, Haukar unnu 81-89 á
fsaflrði og Snæfell vann 85-92 á
Sauðárkróki.
Sjá allt um leikina i Intersport-
deild karla á bls. 34 til 35.
Vaxandi suÖaustanátt og þykknar upp suðvestan til, 10-15 og skýjað síðdegis,
i^St^ljS A m/ir/iiffi en mun hægari og bjart norðan- og austanlands. Hiti 0 til 7 stig og hlýjast sunn-
¦zOflO Q UlOÍQUft anlands en víða frost í nótt, einkum inn til landsins.
n
c^
dCkc^é
<£*
0
^
Veðriðídag
<4>
f9^^
©
7
Veðrið kt.eimorgun
SmÁQuglýsingar t
Sólarlag
íkvöld
Rvlk 18.27
Ak. 18.12
Sólarupprás
á morgun
Rvfk8.04
Ak.7.55
Síðdegisflóð
Rvík 18.36
Ak. 23.09
Árdegisflóð
Rvík6.22
Ak. 10.55
Akureyri
Reykjavík
Bolungarvík
Egilsstaðir
Stórhöfði
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
London
Barcelona
NewYork
Parfs
Winnipeg
alskýjað
hálfskýjað
alskýjað
rigning
hálfskýjað
rigning
skýjað
skýjað
skýjað
léttskýjað
þokumóða
skýjað
heiðskírt
3
12
14
15
17
13
15
550 5000 y