Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 22
22 TILVERA FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 4 Wvera Fólk ¦ Heimilið ¦ Dægradvö! Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824 -550 5810 Níræður listamaður LISTASAFN BORGARNESS: Á morgun opnar Jóhannes Arason sýningu, sem ber yfirskriftina Þetta þarf skýringar við, í Lista- safni Borgarness. Á sýningunni verða útskornar klukkur, leir- munir og málverk ásamt völd- um Ijósmyndum af grjóthleðsl- um Jóhannesar og endurbygg- ingum á gömlum torfhúsum. Jóhannes fæddist 30. septem- ber árið 1913 í Múla í Kollafirði. Hann útskrifaðist sem búfræð- ingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1935 og rak bú í áratugi. Árið 1980 sneri Jóhann- es sér alfarið að torfi og grjót- hleðslu. Sýningin er sett upp í tilefni af 90 ára afmæli Jóhann- esar og er þetta fyrsta einkasýn- ing hans. Sýningin stendurtil 5. nóvember. Þrjá sýningar GERÐARSAFN: I kvöld kl. 20.00 verða þrjár einkasýningar opn- aðar í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. (austursal eru val- in verk úr einkasafni Þorvalds Guðmundssonarog Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur. (vestursal opnar Guðrún Gunnarsdóttir sýningu sem hún nefnir Þræði. Verkin eru unnin úr vír, papp- írsþráðum og límbandi. Þetta "íilgangslaus morð ík KVIKMYNDA6A6NRYNI Hilmar Karlsson hkarl@dv.is í um það bil hálftíma fylgjumst við í nærmynd með nokkrum nemend- um við grunnskóla í Portland. Þeir hugsa um útlitið, kennsluna, foreldra sína, áhugamál og hitt kynið. Sem sagt ósköp venjulegir unglingar. Einn þeirra, John, gengur út úr skólanum og mætir tveimur félögum sínum, klæddum hermannabúningum með töskur í hendi. John kastar á þá kveðju og þeir segja honum að hypja sig sem lengst burt frá skólanum. Þarna vitum við að dagurinn í skól- anum er ekki lengur venjulegur. Það er einnig þarna sem Gus Van Sant hættir að nota beina atburðarás og fer að skjótast með söguna fram og aftur, meðal annars til tveggja nemenda sem skrópa í skólanum eft- ir hádegi - eru heima hjá öðrum þeirra. Meðan annar spilar Beet- hoven á píanóið er hinn í stríðsleik í tölvunni. Saman horfa þeir síðan á heimildarmynd um upphaf Hitlers- tímabilsins í Þýskalandi. Við höfðum áður séð þessa drengi í skólanum og þá féllu þeir í hópinn og engínn hefði getað ímyndað sér hvað það var sem ólgaði í hugum þeirra. Þegar við höfum svo kynnst skól- anum, nemendunum og skólalífinu í gegnum linsuna hjá Van Sant er eins og klippt sé á sakleysið. Fórnarlömb- in liggja í blóði sínu; náðu aldrei að ALEX: Hann er ekki ógnvekjandi þar sem hann er í matsal skólans. skilja hvað um var að vera. Piltarnir tveir fara í rólegheitum um skólann, skjóta á þá sem fyrir þeim verða og hafa gaman af, enda hafði annar þeirra sagt við hinn áður en til inn- göngu var ráðist: „Við skulum skemmta okkur." Regnboginn Elephant ••*• Það er engin spurning að Col- umbine-morðin eru fyrirmynd Gus Van Sant í Elephant. Van Sant skellir ekki skuldinni á einn né neinn (öfugt við Michael Moore, sem setti ábyrgð- ina á skotvopnaeign Bandaríkjanna) heldur er hlutlaus í lýsingu á at- burðarás sem þó er örlagarík; at- burðarás sem í raun gæti orðið í hvaða grunnskóla sem er. Hugvit Van Sants er mikið þegar kemur að því að tengja persónur og atburði saman. Hann hleypir okkur að persónunum og skírskotar þannig til tilgangsleys- isins með þessum morðum. Við erum skilin eftir með opið sár - án þess þó að tilfinningaþunginn í myndinni hafi valdið því. Elephant er nefnilega ekki tilfinningaþrungið drama heldur frekar köld raunsæis- mynd um örlagaríka atburði. Snilld Gus Van Sants felst meðal annars í notkun hans á kvikmynda- vélinni, möguleikum hennar til að segja meira en mörg orð. Þegar farið er áfram og til baka og endursýnd at- riði frá öðrum sjónarhornum tekst honum að koma vel til skila sakleys- inu sem hann er greinilega upptek- inn af og um leið að segja okkur að lífið sé oft tilviljunum háð. Að mati Van Sants er áhrifamest að vera ekki með neinar skýringar, gefa krökkun- um frekar rými í sínu daglegu amstri og segja okkur af hverju þau voru þar sem þau voru. Það gefur síðan per- sónunum gildi að leikararnir eru krakkar sem aldrei hafa leikið áður. í þessu tilviki er það ekki leikreynslan sem skiptir máli, heldur hæfileikinn til að setja sig í spor annarra. Elephant er látlaus en um leið sterk kvikmynd um tilgangslaus morð. Hún er lítil saga um óhugnan- legan atburð, saga sem aðeins nýtur sfn í kvikmynd hjá afburða kvik- myndagerðarmönnum og slíkur maður er Gus Van Sant. Leikstjórn, klipping og handrit Gus Van Sant. Kvikmyndataka: Harris Savides. Aðal- lelkaran Alex Frost, Eric Duelen, John Robin- son, Elias McConnell, Jordan Taylor og Carrie Finklea. Fólkið sem enginn sér KVIKMYNDA6A6HRYNÍ SifGunnarsdóttir sif@dv.is Okwe er læknir frá Nígeríu sem flú- ið hefur heimaland sitt og býr nú sem ólöglegur innflytjandi í London. Þar sem hann er ekki til vinnur hann störf þar sem það er bara til trafala ef skrifa þarf launaseðla, greiða orlof o.s.frv. Á daginn ekur Okwe leigubíl og á nætumar er hann næturvörður á huggulegu hóteli. Á milli starfa tygg- ur hann ólöglegar plöntur til að halda sér vakandi en ef hann þarf aðeins að leggja sig gerir hann það hjá vinkonu sinni Senay (Tautou), tyrkneskum innflytjanda sem er undir eftirliti yf- irvalda. Til þess að fá landvistarleyfi má hún ekki leigja neinum hluta af sínu húsnæði og hún má heldur ekki vinna - hvernig hún á nákvæmlega að komast af er hulin ráðgáta, enda leigir hún sófann og vinnur við að þrífa á sama hóteli og Okwe. Eina nóttina þarf Okwe að laga stíflað klósett og bregður þegar hann sér hverju hefur verið troðið ofan í skálina: Mannshjarta. Enginn virðist vita hver var í herberginu og þeir sem T hann spyr segja honum að skipta sér ekki af því sem honum kemur ekki við. Dirty Pretty Things er ein af þess- um frábæru myndum sem eru svo miklu meira en einfaldur söguþráð- ur. Bæði er hún sakamálasaga, það er verið að gera ljóta óTöglega hluti á hótelinu og Okwe blandast illu heilli í * málið, en hún er líka ðtrúleg lýsing á SENAY: AudreyTautou í hlutverki tyrk- nesks innflytjanda sem er undir eftirliti yf- irvalda. lífi ólöglegra innflytjenda og að lok- um óvenju hugljúf ástarsaga. London er, eins og aðrar stórborgir, suðu- pottur allra þjóðarbrota heims. Fjöldi fóiks er pappírslaus í borginni og því algjörlega réttlaus. Þetta fólk býr við aðstæður sem ættu ekki að vera til í vestrænu velferðarþjóðfélagi, það er traðkað á því í vinnunni, en þó er það þjóðfélaginu algjörlega nauðsynlegt því það vinnur störfin sem enginn annar vill snerta - illa launuð þrif og þjónustustörf. Regnboginn Dtrty Pretty Things ••.•• Stephen Frears hefur aldrei verið hræddur við að fara nýjar leiðir enda á hann að baki margar einkar góðar og afar ólíkar myndir. Fyrir næstum 20 árum var hann á þessum sömu innflytjendaslóðum í myndunum My Beautiful Laundrette og Sammy and Rosie Get Laid, en í þeim var áhersl- an meira á samskipti Englendinga og nýbúa. f Dirty Pretty Things talar enginn ensku með „enskum hreim". Allir eru frá einhverjum öðrum stað, nema útlendingalöggan og hótelhór- an. Frears leikstýrir þessum bland- aða hópi snilldarlega og segir okkur sögu persónanna án brellna og meló- dramatfkur. Leikararnir eru ótrúlegir, bæði auka og aðal, t.d. er gaman að sjá vin okkar Zlatco Buric úr dönsku serí- unni Taxa leika hér rússneskan dyra- vörð. Tautou (hin sjarmerandi Amelie) leikur Senay af innlifun og maður fylgist með henni missa sak- leysi sitt en aldrei trúna á drauminn um betra líf. En límið sem öllu heldur saman er Chiwetel Ejofor í hlutverki hins yfirvegaða Okwe. Okwe hefur upplifað bæði sorg og hrylling en samt er hann fullur yfirvegunar og stolts og neitar staðfast að fara niður á sama skítaplan og þeir sem vilja notfæra sér stöðu hans - eða stöðu- leysi - í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir svart- an söguþráðinn og ómöguleg lífsskil- yrði aðalpersónanna er Dirty Pretty Things síst af öllu dapurleg eða von- laus því að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst eins og máltækið segir og oft er þessi hjálp innra með manni sjálfum. Missið ekki af henni. Leikstjóri: Stephen Frears. Handrit Steve Knicjht. Kvikmyndataka: Chris Menges. Tónlist Nathan Larson. Aðalleikaran Chiwetel Ejofor, AudreyTautou, Sergi Lopez, Sophie Okonedo, Benedict Wong. HOLES: Holur grafnar í leit að týndum fjársjóð Bíófrumsýningar: FjársjóÖsleit, dáleið- ariogblaðakona Það er mikill fjöldi kvikmynda í bíóum borgarinnar sem hægt er að velja úr þessa dag- ana. Auk mynda í almennum sýningum er enn verið að sýna það besta frá breskum bíó- dögum og í síðustu viku hófst kvikmyndahátíð í Regnbog- anum í tengslum við Edduna en einmitt í kvöld verða úrslit kunn. Þrjár kvikmyndir bæt- ast við í dag, Veronica Guerin, Doctor Sleep og Holes. Þá var spennumyndin S.W.A.T frum- sýnd í gær. Veronica Guerin Framleiðandinn atorkusami, Jerry Bruchheimer, er ekki alltaf í stóru myndunum. Veronica Guer- in er hin hliðin á honum, tiltölu- lega ódýr kvikmynd sem er á mannlegum nótum. Félagi hans, leikstjórinn Joel Schumacher, hvíl- ir sig einnig frá stóru myndunum og tekst vel upp. Þeir félagar fóru síðan á fjörurnar við Cate Blanchett að leika tiltilhlutverkið og hefur hún fengið góða dóma fyrir leik sinn. Myndin gerist um miðjan tí- unda áratuginn þegar hálfgert stríðsástand ríkti í Dublin á ír- landi. Glæpamenn réðu ríkjum með ofbeldi og eiturlyfjasölu og gerðu allt til að ná völdunum hver af öðrum. Versti óvinur þeirra þá var samt ekki lögreglan heldur blaðakonan Veronica Guerin (Cate Blanchett) sem skrifaði um glæpi í dagblöð. Hún rannsakaði mal og varð það til þess að það komst upp um marga glæpamenn sem leiddi til þess að fjölskylda hennar var alltaf í hættu. Holes Holes er byggð á metsölubók, sem komið hefur út á fslensku undir nafninu Milljón holur. Stanley Yelnats (Shia LaBeouf) er ranglega sakaður um að hafa stolið skósendingu sem átti að gefa munaðarleysingjahæli bæjarins og þarf hann nú að velja á milli fang- VERONICA 6UERIN: Cate Blanchett leikur (rska blaðakonu sem berst við glæpalýðinn á síðum blaðs slns. ~4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.