Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 38
X 38 DVSPORT FÖSTUDAGUR10.OKTÓBER2003 Nowotny á batavegi KNATTSPYRNA: Jens Nowotny er allur að koma til eftir slæmt krossbandsslit og var hann í byrjunarliði Bayer . Leverkusen í fyrsta sinn í lang- 5* an tíma er lið hans vann Hansa Rostock sannfærandi, 3-0, um síðustu helgi. Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, fagnar þessu og vonast til að hann verði klár í slaginn fyrir úrslitakeppni Evr- ópumótsins á næsta ári, ef Þjóðverjar komast þangað. „Eg er ánægður með að hann skuli vera aftur kominn í slag- inn. Það eina sem hann skortir nú er leikæfing. Hann þarf bara að vera þolinmóður," sagði Völler sem sagðist bíða spenntur eftir því að fá tæki- færi til að nota hann. Ég á heima hér KNATTSPYRNA: Michael Hartmann, leikmaður Herthu Berlin, hefur mátt sæta tólu- verðri gagnrýni fyrir frammi- stöðu sína það sem af er tíma- bilinu. Nú þegarTobias Rau er meiddur gæti hann spilað stórt hlutverk í þýska landslið- inu. Af því hafa menn áhyggjur þar sem hann hefur ekki einu sinn átt fast sæti í liði Herthu Berlin á tímabilinu. „Ég hef á áralöngu tímabili sýnt góða og stóðuga frammi- stöðu. Þess vegna á ég heima í þessum landsliðshópi. Auðvit- að er ég ekki ánægður með sjálfan mig þegar illa gengur en ef Rudi Völler kallar á mig veit ég að hann þarf á mér að halda og ég mun standa undir nafni ef á reynir." Ballack lofar að vera með KNATTSPYRNA: Landsliðs- maðurinn Michael Ballackæfði ekki með þýska landsliðinu í gær en mikið er gert úr mikil- vægi hans í þýska landsliðinu. Hann lofar þó því að hann verði klár í slaginn á morgun. „Ég mun hafa það. Ég veit að ég er mikilvægur leikmaður og landsliðið er mikilvægara en félagsliðið," sagði Ballack en forsvarsmenn hans hjá Bayern Miinchen verða sjálfsagt ekki ánægðir með þessa afstöðu. „Michael er of mikilvægur leik- maður," sagði Rudi Völler landsliðsþjálfari. „Við megum einfaldtega ekki við því að missa hann úr hópnum því að hann er sá leikmaður sem get- ur dregið vagninn þegar á þarf að halda." Okkar besta kannski segit Eiður Smárí Guðjohnsen, fyríríiði íslenska landsliðsins í knattspymu DV, Hamborg: Eiður Smári Guðjohnsen er okk- ar besti knattspyrnumaður í dag, um það er engum blöðum að fletta. Hann er jafn mikil- vægur landsliði íslands og Michael Ballack því þýska og því geta íslendingar rétt ímynd- að sér viðbrögð þýskra knatt- spyrnuáhugamanna við >. meiðslavandræðum þess síðarnefnda. DV Sport er í Ham- borg og hitti hann til að ræða landsliðsmálin frá A til Ö. Fyrsta spurningin snýst vitanlega um það sem allir hafa áhyggjur af, meiðslum þremenninganna, Rún- ars Kristinssonar, Péturs Marteins- sonar og Hermanns Hreiðarssonar. „Það vita flestir að það eru ýmis vandamál að hrjá liðið, bæði meiðsli þeirra þriggja og bann Jó- A hannesar Karls. En þrátt fyrir það er mikil og góð stemning í hópnum og menn eru fullir tilhlökkunar," sagði landsliðsfyrirliðinn. Umræða fólks hefur áhrif Sjálfstraustið hlýtur að vera í lagi eftir gott gengi að undanförnu. „Það er alltaf gaman þegar vel gengur og við finnum líka auðveld- lega muninn á því hvernig fólkið er gagnvart okkur. Ég hef oft heyrt tal- að um hvað menn séu ánægðir með gengið síðan því var snúið við. Fyrir það tímabil var umræðan frekar leiðinleg og ég hef oft sagt að við þurfum stundum að minna okkur á að við erum ekki stórþjóð í knattspyrnu; þó svo að við getum * náð góðum úrslitum má ekki alltaf búast við of miklu af okkur. „Wþess að einstakling- ur vinni leik upp á eigin spýtur þarf hann að vera Maradona. Það er liðið sem gerir einstak- linginn sérstakan. Efþú ert með einhverja hæfi- leika þarftu fyrst og fremst að læra það að 2 spila í liði, síðan kemur þú þínu á framfæri." Ég er nefnilega of hræddur um að væntingarnar séu orðnar ansi miklar. Eftir að hafa séð þýska liðið heima standa sig illa vill fólk láta sig dreyma um að við náum þá að rúlla yfir það hér í Hamborg. Það er bara alls ekki raunhæft. Við þurftum að spila okkar besta leik á íslandi til að ná þeim úrslitum og samt náðum við ekki að vinna. Ég gæti trúað að það sama verði upp á teningnum .^hér, við getum auðveldlega allir spilað okkar besta leik og samt ekki haft neitt upp úr því. Það verður bara að koma í ljós." Þú hefur áður sagt að þú trúir þvi að einn daginn munirþú spilafyrir íslands hönd á lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Ertu enn þeirrar skoðunar? ** „Já, vissulega vonast ég til þess. Knattspymuferillinn er stuttur og ef tækifærið gefst þá myndi ég að sjálfsögðu vilja taka þátt í því." Munum viðfá eins gott tœkifæri ognú? „Það er ómögulegt að segja. En það er margt í þessum riðli sem er búið að vera mjög jákvætt, eins og útisigurinn í Litháen. En síðan aftur á móti hugsar maður til þess að ekki nema eitt stig gegn Skotum hefði getað dugað til að tryggja sér 2. sætið. Eins ef við hefðum unnið Þjóðverja heima væri 2. sætið tryggt og við gætum spilað upp á jafntefli til að vinna riðilinn. En ef allt fer á versta veg er 3. sætið í riðlinum alls ekkert slakur árangur þegar maður tekur tillit til stærðar þeirra þjóða sem við erum að spila við." Munum ekki liggja í sókn Rudi Vbller segist œtla að leggja mikla áherslu á að sœkja í leiknum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir ís- lenska liðið? „Ekki ætlum við að liggja í sókn, ég get alveg lofað því. Styrkurinn á andstæðingnum gefur hreinlega ekki færi á því. Við þurfum að vera þéttir fyrir í vörninni og kannski náum við að koma upp nokkrum góðum skyndisóknum á þá. Við þurfum sérstaklega að passa okkur fyrstu 15-20 mínútumar því ef þeir fara að leggja ofurkapp á að sækja, gætu þeir gleymt sér í vöminni. Hvað ástand leikmanna varðar hef ég ekki áhyggjur af neinum. Við þurfum allir að treysta hverjir öðr- „Ég gæti trúað að það sama verði upp á ten- ingnum hér, við getum auðvelálega allirspilað okkar besta leik og samt ekki haft neitt uppúrþví." um sem leikmönnum og sama hvort það eru meiðsli eða ekki, er- um við með sterkan hóp þar sem alltaf kemur maður í manns stað og allir vilja sýna sitt besta. Adrenalín- ið ætti að vera í leikjum sem þess- um á fullu hjá öllum leikmönnum." Hef þroskast sem fyrirliði Síðan þessi undankeppni hófst hefur verið skipt um þjálfara og þú gerður að fyrirliða. Hvernig hefur þú upplifað gengið á undanförnu ári? „í síðustu 7-8 landsleikjum hefur mér gengið vel og skorað 5 mörk sem er ágætt. Ég hafði oft heyrt því fleygt að fyrst ég geti spilað vel fyrir Chelsea, af hverju ég sé ekki að gera sömu rósir fyrir landsliðið. Það er bara aJlt öðruvísi að spila fyrir Chelsea en landsliðið og ég viður- kenni það fúslega að ég fer með svolítið öðruvísi hugarfar inn á völlinn þegar ég spila fyrir þessi tvö lið. Munurinn er hvorki neikvæður né jákvæður, bara öðruvísi. Aður fyrr átti ég það til að pirra mig á Mutum sem vom ef til vill ekki að ganga upp. Ég var þá kannski að vænta of mikils af sjálf- um mér og kannski öðmm leik- mönnum. Það gat farið í taugarnar á mér ef menn sáu ekki hlaup sem ég var að mynda eða þegar menn „Kannski kom með fyr- irliðabandinu meiri ábyrgð sem ég varð einfaldlega að takatilmín." voru ekki á sömu línu og ég þegar ég var að spila boltanum. Það er oft erfitt en síðan hefur hugarfar mitt breyst mikið í þessu sambandi og ég held að ég sé orðinn mun já- kvæðara, bæði innan vallar sem ut- an. Kannski kom með fyrirliða- bandinu meiri ábyrgð sem ég varð einfaldlega að taka til mín. Ég hef líka mjög gaman af því að vera fyrirliði. Það var ekki búist við að ég breytti einhverju miklu í kjöl- farið en ég held að ég sé jafnt og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.