Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 39
+ FÖSTUDAGURW.OKTÓBER2003 DVSPOfíT 39 * Hárið fauk hjá Völler TfSKA: RudiVöllerskartar ekki lengur sömu hárgreiðsl- unni og hann hefur gert síð- astliðin 20 ár eða svo. Á þriðju- daginn síðastliðinn fór kapp- inn á hárgreiðslustofu og hugðist láta snyrta sig eins og venja þykir. Kallinn sökkti sér í dagblað og hafði ekki gætur á klipparanum sem vann sitt starf ötullega. Það næsta sem hann vissi var að hárið var næstum allt farið og Rudi varð náfölur. Konan hans var hins vegar hæstánægð með árang- urinn enda orðinn þreytt á síðu lokkunum. „Ég veit að sítt hár er ekki leng- ur ítísku en mérfinnst það flott," sagði Rudi, greinilega allt annað en sáttur við nýju greiðsluna. Þjóðverjar verða að vinna í dag KNATTSPYRNA: I dag verður leikin lokaumferðin í und- ankeppni U-21 landsliða fyrir Evrópumót ungmenna í knatt- spyrnu. Liðunum er raðað í riðla eins og A-liðunum en reyndar er einu færra í riðli ís- lands, þar sem Færeyjar sendu ekki lið til keppni. Þó svo að leikur (slands gegn Þjóðverjum í kvöld hafi ekkert að segja fyr- ir okkar menn, er hann mikil- vægur fyrir heimaliðið. Staðan í riðlinum er þannig að Skotland og Þýskaland eru jöfn í efsta sæti með 10 stig, Litháen er með 9 og (sland á botninum án stiga, hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í riðlinum til þessa. I hinum leiknum eigast því við Skotar og Litháar á heimavelli fyrrnefnda liðsins og nægir þeim sigur í þeim leik því Skot- ar hafa betur í innbyrðis viður- eignum við Þýskaland í riðlinum. Það er því líklegt að Þjóðverjar munu leggja mikla áherslu á að spila til sigurs gegn ísfend- ingum og treysta á að Litháar geri Skotum skráveifu í Skotlandi á sama tíma. Rússi dæmir KNATTSPYRNA: Dómararí leiknum mikilvæga á milli Þjóðverja og (slendinga i Hamborg á laugardag koma frá Rússlandi. Aðaldómarinn heitirValentin Ivanov en aðstoðarmenn hans eru Gennady Krasyuk, Vladimir Eniutin og fjórði dómari er Yuri Baskakov. ekki nóg þétt að vinna mig inn í það hlutverk og mun ég þroskast á því sviði með árunum." Hópurinn skiptir mestu máli öll þessi umrceða um meiðsli manna hefur verið áberandi. Franz Beckenbauer bendir á varðandi þýska liðið að það skipti ekki máli hverjir manna það að stœrstum hluta, það sé hópurinn sem skiptir máli. Ertu sammála því? „Ég er algjörlega sammála því. Til „En efallt fer á versta veg er 3. sætið íriðlin- um alls ekkert slakur árangur þegar maður tekur tillit til stærðar þeirra þjóða sem við er- umaðspilavið." þess að einstaklingur vinni leik upp á eigin spýtur þarf hann að vera Maradona. Það er liðið sem gerir einstaklinginn sérstakan. Ef þú ert með einhverja hæfileika þarftu fyrst og fremst að læra það að spila í liði, síðan kemur þú þínu á fram- færi. Ef þú ætlar einfaldlega að spila þinn leik gengur það aldrei upp og menn eru ekki tilbúnir að vinna fyrir þig. Maður er alltaf að hugsa um að láta félagana í liðinu líta vel út og oft eru það vanmetn- ustu mennirnir sem vinna mestu „skítavinnuna" á vellinum. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, segir í viðtali við SportBild að Þjóðverjar séu ekki að leika gegn íslandi, heldur Eiði Smára Guðjohnsen. Hvernig bregst þú við því? „Ég held að það fylgi því einfald- lega að ég leiki með stóru liði og hef skapað mér ágætlega stórt nafn. Ef það er málið vona ég að þeir missi einbeitinguna á öðrum leikmönn- um íslands ef þeir fara bara hugsa um mig." eirikurst@dv.is Islenska landsliðið æfði tvívegis íHamborg ígæt: Allir enn inni í myndinni sagði Logi Ólafsson lanásliðsþjálfarí um sína leikmenn DV, Hamborg: íslenska landsliðið æfði tvisvar í gær, fyrir og eftir há- degi, og voru allir leikmenn hópsins með á þeirri fyrri. Á síðari æfingunni hvíldu hins vegar þeir Pétur Marteinsson og Rúnar Kristinsson en báðir eiga þeir við meiðsli að stríða. Hvort þetta þýði að það verði þeir tveir sem munu ekki vera á leikskýrslu á laugardag kemur í ljós en Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar munu ekki tilkynna leikmanna- hópinn fyrr en 75 mínútum fyrir leikinn á laugardag. Þá fýrst kem- ur í Ijós hvaða 2 menn munu ekki komast á leikskýrslu. Bæði Pétur og Rúnar sögðu þó ástand sitt vera sæmilegt eftir fyrri æfingu dagsins. Pétur sagði að fyrri æfingin hefði gengið vel hjá sér án þess þó að neitt væri end- anlega ákveðið. „Ég æfði á fullu í morgun en meiðslin eru þess eðlis að ef ég reyni of mikið á mig núna þá eru minni lflcur á að ég verði með á laugardaginn. Því var ákveðið í samræmi við lækni og sjúkraþjálf- ara að hvíla mig og Rúnar í dag," sagði Pétur við blaðamann DV Sports á æfingu íslenska liðsins í Hamborg í gær. Hermann Hreiðarsson æfði á báðum æfingum og var í lok dags hæfilega bjartsýnn. Hann treysti sér þó ekki í að meta hvort hann yrði klár á laugardaginn en mun þó hafa fundið lftið til í gær. Verður úr vöndu að ráða Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var ánægður með fyrstu tvo dag- ana í Hamborg þegar blaðamaður hitti hann í gær. „Þetta hefur gengið vel. Þre- menningarnir sem voru meiddir sluppu allir gegnum fyrri æfing- una en svo hvfldum við Rúnar og Pétur. Hver dagur og klukkutími telur mikið í æfingunni þannig að við verðum að bíða til morguns [innsk. blm. í dag] til að sjá hvern- ig þeir verða þá," sagði Logi. „En það verður vissulega úr vöndu að ráða þegar við þurfum að ákveða hverjir verða í hóp og síðan sjálft byrjunarliðið. En andinn f hópnum er mjög góður og það hef- ur verið létt yfir okkur sem er mjóg mikilvægt til að ná upp góðum sig- urvilja í liðinu. Við vonum að það verði framhald á þessu." Logi sagði hann og Ásgeir hafa sérstaklega farið yfir varnarleik- inn í leikskipulagi liðsins á laugar- dag og svo sóknina þegar svo ber undir. Hann býst ekki við miklum breytingum frá síðustu leikjum, enda hafa þeir allir skiiað góðum árangri. „Fyrst og fremst leggjum við áherslu á að halda hreinu, svo vinnum við út frá því. Þjóðverjar munu væntanlega skipa liðinu á „En okkar leikmönn- um líður vel ínúver- andi skipulagi og eig- um við ekki að þurfa að breyta miklu út frá þvísem við höfum ver- ið að gera." svipaðan máta og gegn Skotum og vinnum ég og Ásgeir út frá því sem við sáum þar. En okkar leikmönnum líður vel í núverandi skipulagi og eigum við ekki að þurfa að breyta miklu út frá því sem við höfum verið að gera." eirikursx@dv.is -L~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.