Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 35
4- FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 DV SPQRT 35 sæ E ^#*í # eikinn leikhluta á Króknum ígær asta leikhlutanum, þar af fjóra þrista og kláraði leikinn hreinlega fyrir sína menn. Tindastólsmenn voru nálægt því að jafna þegar mínúta var til leiksloka, en gestirnir voru óstöðvandi undir lokin. Hjá Tindastóli var Brown besti maður, Cook átti góða spretti en átti í erfiðleikum í vörninni með Corey. Axel og Kristinn stóðu einnig fyrir sínu, en í heild vant- aði aðeins upp á liðsbraginn. Hjá Snæfelli var Corey lang- bestur framan af. Sigurður og Hlynur voru mjög drjúgir og Lýð- ur frábær í seinni hálfleiknum. Þá börðust þeir Hafþór og Andrés vel. M. KR-ingar keyrðu yf ir slaka Blika KR vann nokkuð þægilegan sig- ur á Breiðabliki þegar liðin mættust vestur í bæ í gærkvöld og urðu lokatölur 116-95. Það var í lok þriðja leikhluta sem heimamenn skildu Blika eftir og eftir það var einungis spurn- ing hversu stór sigur KR yrði. KR virtist ætla að gera út um leik- inn f fyrri hálfleik en Blikar komu til baka með 11 stigum í röð og minnkuðu muninn í aðeins fimm stig. Gestirnir héldu í við heima- menn áfram en eins og áður segir þá skildu leiðir og leikmenn KR rúlluðu yfir andstæðinga sína. Steinar Kaldal, fyrirliði KR, er í feiknaformi þessa dagana en hann hafði þetta að segja um leikinn. „Ég man ekki eftir því frá því ég byrjaði að spila með meistaraflokki að liðið hafi. skorað 116 stig í einum leik. Á móti hefðum við átt að fá færri stig á okkur. Við erum í feiknaformi og Ingi er búinn að keyra okkur vel út í sum- ar. Hann leggur llka áherlsu á það að keyra fram í sókn eftir fráköst þannig að það hefur eitthvað með það að gera að við skorum svona mikið núna. Meiri hraði hjá KR Við erum komnir með Helga Reyni Guðmundsson sem vill keyra boltann upp og síðan vill erlendi leikmaðurinn okkar líka keyra fram. Menn eru að taka vel í þessa breyt- ingu á okkar leik. Vonandi höldum við okkar striki hvað þetta varðar. Það eru lfka hlutir sem við getum lagað þrátt fyrir góðan sigur. Við vorum að tapa of mörgum boltum og þá leyfðum við þeim að tala of mörg sóknarfráköst. Þeir eru að fá margar auðveldar körfur í kjölfar- ið," sagði Steinar í lok leiks. Steinar að springa út Steinar er að spila glimrandi vel og kemur greinilega vel undirbúinn til leiks. Hann virðist hafa lagað skotið sitt örlítið og svo er hann að mata félaga sína vel. Vörnin er enn til staðar og hugsanlega er Steinar loks að springa út. Bandarfkjamaðurinn Chris Woods var drjúgur að skora og setti 40 stig nokkuð auðveldlega. Hann er virkilega kröftugur leikmaður sem nýtist KR-liðinu vel. Hann er vinnusamur í vörn og sókn og dríf- ur menn vel áfram. Baldur Ólafsson skilaði sínu og vann vel úr því sem hann fékk úr að moða. Hann og Woods hefðu þó mátt frákasta betur eins og liðið allt en Blikar tóku alls 20 sóknarfráköst. Skarphéðinn Ingason lék vel þann tíma sem hann hékk inn á en eins og svo oft áður þá var hann í villu- vandræðum. Mirko öflugur í fráköstunum Helgi Reynir Guðmundsson, sem gekk í raðir þeirra röndóttu, komst vel frá sínum fyrsta alvöruleik með liðinu. Hann var óöruggur til að byrja með en var fljótur að finna sig vel á vellinum. Hann er einn af fá- um leikstjórnendum í boltanum í dag sem hugsar um að gefa fyrst og skjóta síðan. Hann keyrði hraðann vel upp og fann félaga sína á réttum stöðum. Hjá Breiðabliki var Bandarfkja- maðurinn Kyrem Massey atkvæða- mestur. Hann lofaði góðu og hitti vel þar til um miðjan þriðja leik- hluta. Þá kom skelfilegur kafli hjá kappanum þar sem ekkert gekk Bakverðir Blika voru ótraustir framan afog voru ívandræðum með að halda boltanum inn- an liðsins. Óþarflega margir tapaðir boltar litu dagsins Ijós og það kann ekki góðri lukku að stýra upp. Hann þarf að vera miklu grimmari og frákasta meira til að hjálpa liðinu meira. Annars var Mirko Virijevic í miklum ham í frá- köstunum og frákastaði á við tvo. Hann tók alls 17 fráköst og þar af níu í sókn. Bakverðir Blika voru ótraustir framan af og voru í vandræðum með að halda boltanum innan liðs- ins. Óþarflega margir tapaðir boltar lítu dagsins ljós og það kann ekki góðri lukku að stýra. Pálmi var seinn í gang en góður þegar hann fann sig á vellinum. Vörnin er enn helsta vandamál Blika. Blikar byrjuðu f svæðisvörn og skiptu síðan yfir í maður á mann vörn en hvorug vörnin var að skila tilætluðum árangri. ben@dv.is KR-BREiÐABLIK 116-95 (55-46) Dómarar: Guðmundur Stefán Maríasson og Björgvin Rúnarsson 8 . Gæði leiks: 7 Áhorfendur: 250 Maður leiksins: Chris Woods, KR Gangur leiksins: 0-2,11-9, 20-13, (28-18), 37-22,46-30, 46-41, (55-46), 58-46, 70-62, 78-62, (89-67), 95-62,105-79,110-85,116-95. Stig skoruö fSrööstiStoðsendingar Chris Woods 40 ¦:¦¦ ,5 Skarphéðinn Ingason 17 ,1 BaldurÓlafsson 17 0 Steinar Kaldal 14 8 Helgi R. Guðmundsson 11 9 Hjalti Kristinsson 8 (3Í0 Jóhannes Árnason 3 1 Magni Hafsteinsson 2 ¦¦4)5 Magnús Helgason 2 fjft 1 ÓlafurÆgisson 2 3J2 ŒIÐA Stigskoruð fftsikhitiStoðsendingar Kyrem Massey 26 1 Pálmi Sigurgeirsson 21 i'S>12 Mirko Virijevic Jónas Ólason Frlðrik Hreinsson Loftur Einarson Þorarinn Andrésson Jóhannes Hauksson 18 ( I®1 11 (1)4 9 ns2 5 [8)2 4 1 t Hi SAMANBURÐUR Uð 1 Uð 2 35(12) Fráköst (sókn) 36(20) Woods 7, Skarphéðinn 7 - Virijevic 17 32 Stoðsendlngar 23 Helgi R. 9, Steinar 8 - Pálmi 12 17 Stolnirboltar 11 Woods 4, Skarphéðinn, Steinar 4 - Pálmi 5 1 Varln skot 8 Baldur-Virijevic4 18 Tapaðír boltar 24 16/6 (38%) 3ja stiga skot 22/10 (46%) 26/22(85%) Vitanýting 30/17(57%) Draumabyrjun Þótsarar frá Þorlákshöfn gerðu sérlítíð fyrir og unnusigurísínum fyrsta leikíefstu deild Það var stór stund fyrir Þor- lákshafnarbúa að sjá liðið sitt leika sinn fyrsta leik í efstu deild karla í körfubolta í gær- kvöld. Þórsarar hafa lengi ver- ið í toppslag 1. deildar og komust upp í vor eftir langa mæðu. Körfuboltinn hefur fengið góðan stuðning hjá bæjarbúum og liðið brást ekki trausti þeirra heldur vann sinn fyrsta leik, nokkuð óvænt, eftir mikla dramatík á lokamínút- um og í framlengingu. Þegar upp var staðið höfðu heima- menn sigur, 112-106, en að loknum venjulegum leiktíma var staðan 93-93. „Það er frábært að vinna fyrsta leik tímabilsins, þó að mér fyndist við leika undir getu," sagði Billy Dreher, spilandi þjálfari Þórs, og bætti við „En þegar þú færð sigur í fyrsta leik þá verðurðu að vera ánægður og við eigum eftir að bæta okkar leik og byggja ofan á þennan. Við hleyptum of mikilli spennu í þetta í lokin. Við misst- um boltann hvað eftir annað og tókum slæmar ákvarðanir á með- an þeir skoruðu úr þriggja stiga körfum. Við hefðum átt að klára leikinn í venjulegum leiktíma, með kannski 15 stiga mun. Það spá okkur allir tólfta sæti en ég get lofað því að svo verður ekki. Við stefnum á úrslitakeppnina og ég held að við eigum ágæta mögu- leika á því. ' Liðið var allt að leggja sig fram og Brisport lék t.d. meiddur, hafði ekkert æft alla vikuna en stóð sig vel. Við erum á réttri braut og ætt- um að geta veitt öllum liðunum í deildinni harða samkeppni," sagði Dreher að leik loknum. Ray Robins fór mikinn í liði Þórs. Hann skoraði fyrstu fímm stig leiksins og lauk fyrsta leik- hluta með þriggja stiga flautukörfu. Þórsarar höfðu frum- kvæðið en skotnýting ÍR-inga var léleg. Þórsliðið ætlaði greinilega að selja sig dýrt og vörnin var ágæt hjá þeim á köflum, sérstak- lega var Leon Brisport duglegur Þórsarar ætluðu greinilega að selja sig dýrt og vörnin var ágæt hjá þeim á köfl- um. varnarlega. í öðrum leikhluta snerist dæmið hins vegar við og Ólafur Sigurðs- son fór mikinn í liði ÍR. Drengur- inn var funheitur og gerði 10 af 24 stigum ÍR í þessum leikhluta. Ei- ríkur Önundarson mataði hann vel af stoðsendingum auk þess að skora tvær glæsilegar þriggja stiga körfur. ÍR-ingar virtust nú loksins komnir í gang og þeir höfðu þriggja stiga forskot þegar flautað var tií leikhlés, 45-48. Þriðji leikhluti var í járnum. Staðan hélst nokkuð jöfn en bæði lið gerðu mikið af mistökum. Ný- liðarnir áfjáðir í að sanna sig á meðan ÍR-ingar ætluðu ekki að láta forskotið af hendi. Þarna náði Reggie Jessie sér ágætlega á strik en hann virtist ekki þjást af flug- þreytu þó hann væri nýlentur. Að vísu missti hann nokkuð marks í þriggja stiga skotunum en var oft að koma sér í opin færi án þess að fá boltann. Hann á örugglega eftir að smella betur inn í ÍR-liðið. Ævintýraleg framlenging Þórsarar skorðu sex fystu stigin í fjórða leikhluta og virtust ætla að landa sigri. Þá tók við arfaslakur kafli hjá þeim þar sem þeim var al- gjörlega fyrirmunað að koma bolt- anum í körfuna. ÍR náði að vinna upp 12 stiga mun og komast yfir, 86-87. Þórsarar náðu sér þá á strik aftur og komust yfir, 92-91. í næstu sókn ÍR varði Brisport tvö skot í röð og Þór fékk boltann og víti. Robins skoraði úr öðru víta- skotinu en Eiríkur jafnaði fyrir ÍR, 93-93, þegar 17 sekúndur voru eftir. Framlengingin var í meira lagi ævintýraleg. IR-ingar náðu strax forskoti og virtust ætla að halda þvf en þeir Robins og Brisport héldu Þór á floti. Það var síðan Ágúst Örn Grétarsson sem tryggði Þór sigur f sínum fyrsta úr- Þetta var frekar dapurt hjá okkur. Við áttum að taka þennan leik. Það sem skilur liðin að er að við hittum ekki úr vítum i lokin. valsdeildarleik með tveimur vítaskotum. Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR, var ekki jafn kátur í leikslok. „Þetta var frekar dapurt hjá okkur, við áttum að taka þennan leik. Það sem skilur liðin að er að við hittum ekki úr vítum og það að misnota þrjú af átta vítum á síðustu mínút- í- unum gengur ekki. Þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu. Ég átti von á því að Þórsarar seldu sig dýrt, svona í íyrsta leik. Það kom mér ekkert á ðvart, þó að ég vissi ekki mikið um leikmennina sjálfa," sagði Eggert. GKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.