Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 12
-\ 12 FfíÉTTIfí FÖSTUDAGURW.OKTÓBER2003 Útlönd Heimurinn íhnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Ömurlegur landsfundur STJÓRNMÁL Landsfundur breska (haldsflokksins, sem lauk í gær, var sá versti í manna minnum. Andrúmsloftið á fundarstað í Blackpool var öm- urlegt og niðurdregið. Þetta er mat þingmannsins Michaels Portillos sem sagði í viðtali við BBC að hann teldi ekki að lain Duncan Smith yrði vikið úr leiðtogaembættinu. Formaður flokksins, Teresa May, sagði að Duncan Smith myndi leiða flokkinn í næstu kosningum. Ekki er þó Ijóst hvort frammistaða hans í ræðustól í gær hafi þótt nógu góð til að þagga niður í óróa- seggjunum. Duncan Smith réðst harkalega að Tony Blair forsætisráðherra og fékk dúndrandi klapp fyrir. í haldi INDÓNESÍA: Lögreglan í Indónesíu hefur handtekið bíl- stjóra flutningabíls sem lenti í árekstri við langferðabíl á mið- vikudag, með þeim afleiðing- um að rúmlega fimmtíu börn fórust. Bílstjórinn flúði af vett- vangi eftir slysið. Að sögn indónesísku lögregl- unnar er verið að yfirheyra bíl- stjórann. George W. Bush Bandaríkjaforseti ver gjörðir sínar íírak: Enga hálfvelgju í öryggi George W. Bush Bandaríkjafor- seti hélt enn í gær uppi vörnum fyrir stríðið í írak og sagðist hafa látið til skarar skríða til að vernda bandarísku þjóðina fyr- ir brjálæðingnum Saddam Hussein. Ekki væri hægt að tryggja öryggi landsins með einhverri hálfvelgju. „Ég lét til skarar skríða af því að ég ætlaði mér ekki að láta öryggi landsins í hendur brjálæðingi. Eg ætlaði mér ekki að sitja með hend- ur í skauti og treysta á geðheilsu og hófstillingu Saddams Husseins," sagði Bandaríkjaforseti í New Hampshire í gærdag. Greinilegur kosningabaráttu- bragur var á ræðu hans, enda New Hampshire ríkið þar sem fyrstu al- vöru forkosningarnar fyrir forseta- kjörið fara fram á næsta ári. Enn meira mannfall Bush hefur legíð undir miklu ámæli heima, bæði vegna vaxandi efasemda um réttmæti stríðsins, þar sem enn hafa gjöreyðingar- vopn Saddams ekki fundist, og vegna mikils mannfalls í röðum bandarískra hermanna í frak frá því hinu eiginlega stríði lauk 1. maí. Mannfallið hélt áfram í gærkvöld þegar tveir bandarískir hermenn týndu lífi og fjórir særðust í fyrirsát í Sadr-borgarhverfinu í Bagdad. Hermennirnir voru í eftirlitsferð um hverfið þegar ráðist var á þá. Drepinn á nærbuxunum Fyrr um daginn fórust tíu írakar í sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í þessu sama hverfl í Bagdad, þar sem sítar eru í meirihluta. Þá féli bandarískur hermaður einnig í gærdag og spænskur stjórnarerind- reki var skotinn þar sem hann var að reyna að flýja berfættur og á nærbuxunum einum fata undan árásarmönnum. Mennirnir höfðu bankað upp á heima hjá honum. Spánverjinn, hinn 34 ára gamli José Antonio Bernal, var liðþjálfi í spænska flughernum og vann fyrir leyniþjónustudeild spænska sendi- ráðsins í Bagdad. Ekki er vitað hvað morðingjunum gekk til. „Þetta var hryðjuverk. Hann var atvinnumaður í öryggismálum og við vitum ekki hvers vegna hann opnaði dyrnar, með svona þjálfun að baki," sagði embættismaður í spænska utanríkisráðuneytinu í viðtaii við spænska útvarpið. Mannvitsbrekkan Bush sagði síðan í Kentucky í gærkvöld að endurreisnarstarfið í Irak miðaði í rétta átt. „Mér er alveg sama hvað þið les- ið," sagði forsetinn og hafði fátt nýtt fram að færa í röksemdafærslu sinni fyrir því að til betri vegar horfði í írak. „Hryðjuverkamennirnir íírak telja að með árás- um á saklaust fólk tak- istþeim að veikja stað- festu okkar. Þeir telja að við munum hlaupast á brott frá ögrandi verkefnum." Paul Wolfowitz, andstoðarland- varnaráðherra og einn aðalhaukur- inn í stjórn Bush, sagði í gær að Bandarflcin myndu ekki láta nær daglegar árásir á hermenn sfna slá sig út af laginu. Hann lýsti því þess í stað yflr að bandarísku hersveit- imar í i'rak væru á góðri leið með að hafa sigur í baráttu sinni. „Hryðjuverkamennirnir í írak telja að með árásum á saklaust fólk takist þeim að veikja staðfestu okk- ar. Þeir telja að við munum hlaup- ast á brott frá ögrandi verkefhum. Þar fara þeir villir vegar. Banda- ríkjamenn eru ekki af þeirri sort- inni sem leggur skottið á milli lapp- anna," sagði Wolfowitz á samkomu íhaldssamrar rannsóknarstofnunar þar sem hann var heiðraður sem „frelsari" fraks. Wolfowitz þykir ein mesta mannvitsbrekkan í liði Bush og var helsti hugmyndafræðingurinn að baki ákvörðunar forsetans um að ráðast á frak. NATO til í að aðstoða George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, lét að því liggja í gær að bandalagið væri reiðubúið að veita Tyrkjum marg- víslega aðstoð ef tyrkneskir her- menn verða sendir til gæslustarfa í írak. Tyrkneska þingið samþykkti á dögunum beiðni stjórnvalda um að fá að senda hermenn til fraks. Bandarfkjamenn vilja að Tyrkir, eina múslímaþjóðin í NATO, sendi allt að tíu þúsund hermenn til íraks við fyrsta tækifæri. Óvíst um fundi Efasemdaraddir heyrast nú í nokkrum Evrópurfkjum um líkurn- ar á því að í þessunrmánuði verði efnt til ráðstefhu rfkja sem eru reiðubúin að láta fé af hendi rakna til endurreisnarstarfsins í frak nema bandarísk stjórnvöld fallist á ályktun í Öryggisráðinu þar sem Sameinuðu þjóðunum er fært auk- ið hlutverk. Hvíta húsið, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og spænsk stjórnvöld ítrekuðu þó í gær að ráð- stefnan yrði haldin í Madríd dag- ana 23. og 24. október, eins og fyrir- hugað hefði verið. Skipti þá engu þótt ekki hefði náðst samkomulag um pólitíska framtíð íraks á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. BUSH FÉKK BORGARA: George W. Bush Bandaríkjaforseti brá sér inn á skyndibita- stað í Manchester í New Hampshire í gær og fékk sér hamborgara, gómsætan ef marka má myndina. Bush er á yfirreið um landið til að verja stríðið f Irak og eftirleik þess. Vaxandi gagnrýni gætir í garð forset- ans fyrir stríðsreksturinn. Clint Eastwood er afar ánægður með kosningu Schwarzeneggers: Á eftir að standa sig veí í embætti og koma á óvart Clint Eastwood fagnar kjöri Arnolds Schwarzeneggers í embætti ríkisstjóra Kaliforníu. Eastwood var ræðumaður hins virta Félags studenta í Oxford í gær og gerði nýafstaðnar kosning- ar í Kaliforníu að umtalsefni. „Ég óska honum velfarnaðar því guð veit að Kalifornía þarfnast góðrar stjórnar," sagði Eastwood og bætti við að hann væri sann- færður um að Schwarzenegger mundi standa sig vel í embætti og ætti eftir að koma fólki á óvart. Eastwood er ekki óvanur stjórn- málum því hann gegndi embætti RÍKISSTJÓRINN: Arnold Schwarzenegger, rtkisstjóri Kaliforníu, segir bókhald rlkisins verða sitt fyrsta embættisverk. bæjarstjóra Carmel í Kaliforníu um nokkurra ára skeið. Hann sagði marga hafa hvatt sig til framboðs nú en afskiptum af stjórnmálum væri lokið af sinni hálfu. Schwarzenegger hélt blaða- mannafund í gær þar sem hann sagði nána skoðun á rfkisbókhald- inu verða sitt fyrsta embættisverk. Nauðsynlegt væri að skera úr um hversu stór fjárlagahalli rfkisins væri, hann er taiinn nema 8 til 10 milljörðum dala, og finna leiðir til úrbóta. Fjárlög næsta árs þurfa að vera tilbúin um miðjan desember og verða lögð fyrir þingið í janúar á næsta ári. Arafat talinn þjást af magakrabba ARAFAT: Leiðtoginn er sagður við bága heilsu.Talsmenn hans segja hann þó ekki í lífshættu. Slæmt heilsufar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, hefur vakið mikla athygli að undan- förnu. Arafat hefur nærst á fljótandi fæðu undanfarna daga og hefur vart staðið undir sjálfum sér. í nýjasta tölublaði bandaríska viku- ritsins Time segir líklegt að Arafat þjáist af magakrabbameini. Tals- menn leiðtogans gefa ekkert út á þá skýringu og segja hann ekki í lffs- hættu. Hörð átök ísraela og Palestínu- manna voru við Rafah-flótta- mannabúðirnar á Gaza í nótt. Fimm Palestfnumenn féllu og að minnsta kosti tuttugu slösuðust. -4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.