Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Síðast en ekki s/'sf DV *K Rétta myndin Það er sifellt verið að aka á skiltið og ekkert lát á. Enda sett upp á röngum stað þar sem það flækist bara fyrir á horni Lækjargötu og Bankastrætis. Ha? „Það kom ósk frá forsetaembætt- inu um að forsíðunni yrði breytt og við urðum við þvt',“ segir Steinar J. Lúðvíksson, aðairitstjóri hjá Fróða um nýjasta tölu- blað Mannh'fs sem dreift var í versl- anir í gær. Þar prýðir Dorrit Moussai- eff forsíðuna en fyrirsögnin er ekki sú sama og send var í prentsmiðjuna Odda. í upphaflegu útgáfunni var Dorrit kynnt til leiks sem Demanta- drottningin á Bessastöðum en nú stendur þar einfaldlega Dorrit Moussaieff. „Það þurfti hvort eð er að breyta forsíðunni þannig að þetta var minna mál en ella,“ segir Steinar. Það var Örnólfur Thorsson, skrif- Forsetinn stöðvar Mannlíf stofustjóri forsetaembættisins sem setti fram óskina um breytingu á orðalagi fyrirsagnarinnar. Eigandi Fróða og aðalútgefandi, Magnús Hreggviðsson, var staddur í Osló þegar þetta gerðist og fór ekki var- hluta af aðgerðum. „Fyrirsögnin á forsíðunni var í engu samræmi við efni viðtalsins og afar villandi fyrir væntanlega lesend- ur tímaritsins. Við bárum því fram- ósk þess efnis að staðið væri við gef- in fyrirheit, það er að segja að textinn væri borinn undir Dorrit og sam- þykktur af henni, en það hafði gleymst hvað varðaði fyrirsögn á for- síðu," segir Örnólfur Thorsson. • ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrver- andi alþingismaður, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Hrunamanna- hreppi með aðsetur á Flúðum. ísólfur Gylfi er þó enn heimilisfast- ur á Hvolsvelli þar sem eiginkona hans býr og sinnir einnig sveitar- stjórnarmálum. „Fyrst um sinn verð ég hér í sum- v arhúsi," segir ísólf- ur Gylfi sem unir hag sínum vel á Flúðum þó vetur sé enda mikill hiti þar í jörðu. „Eg hef enn ekki afskrifað pólitfkina," segir hann. • I hádeginu á sunnudag mæta allar stjörnur íslenskra fjölmiðla og keppa í fótbolta. Um er að ræða ár- legt Fjölmiðlamót í Knattspyrnu og er búist við hörku- keppni enda alls ekki víst að Stöð 2 vv vinni leikinn eins og í fyrra. Þar fór ívar Guðmundsson mikinn en í liði Síðast en ekki síst RÚV í fyrra stóð Logi Bergmann upp úr enda hávaxinn með afbrigðum. í ár er fólk hvatt til þess að mæta í Fífuna í Kópavogi, stund- víslega kl. 12 og hvetja sinn fjölmið- il til dáða. • Tónleika bresku rokksveitarinnar Muse í Laugardalshöll hinn 7. des- ember næstkomandi er beðið með mikill eftirvæntingu. Eins og áður hefur verið greint frá seldist upp á tónleikana á nokkrum klukkutím- um og miðar hafa gengið á milli fyr- ir tvöfalt verð og ríflega það. Þegar erlendar stórsveitir koma hingað til lands slást íslensku böndin um að fá að hita upp fyrir þau og hefur nú verið gengið frá upphitunarbandi fyrir Muse. Er það rokksveit- in Mínus sem fær '1 þann heiður en hún þykir helsta von okkar í rokk- bransan- um um þessar mundir... ^ HVA!? ^ BÚU ALLTÍ LASl v SJÖ&SI? ..-.OSPASASfelES: *éS KAUPXÞÁ BAkA BÆMFwmTÆmr HA. HA! NEI! FJANÚAKORNW ERT ÞU REFUR SlbDI! Snillingurinn sem slennur við gagnngrunninn Mikla athygli hefur vakið sú nið- urstaða Hæstaréttar að átján ára stúlka, Ragnhildur Guðmundsdótt- ir, hefði rétt til að leggja bann við því að upplýsingar úr sjúkraskrá föður hennar yrðu fluttar inn í gagnagrunn Kára Stefánssonar. Þykir niðurstaðan setja strik í reikn- ing Kára, þótt hann haldi því raun- ar fram að hæstaréttardómurinn hafi engin áhrif á það sem íslensk erfðagreining sé nú að fást við. Látni faðir Ragnhildar sem hún vill fría undan því að lenda í gagna- grunninunt var Guðmundur Ing- ólfsson djasspíanóleikari, en Ragn- hildur er dóttir hans og Birnu Þórð- ardóttur, sem er kunn baráttukona fyrir ýmsum málefnum. Viðmælendur DV segja að væri Guðmundur enn á lífi hefði niður- staðan Hæstaréttar sl. fimmtudag orðið til að gleðja hann. „Hann var líka baráttumaður alla tíð og vildi hafa hlutina á hreinu,“ segir Vern- harður Linnet sem þekkir líklega ís- lenska djassögu manna manna best - og jafnframt þá menn sem hafa helgað sig þessum stíl tónlistar. Guðmundur, sem fæddist árið 1939, hóf ungur klassískt píanónám hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og þótti undrabarn við hljóðfærið en hélt síðan utan til frekara náms úti í Kaupmannahöfn. Þar suður við Eyrarsund varð honum hinsvegar ljóst að klassískur píanóleikur yrðu seint hans ær eða kýr og því lagði hann klassíkina á hilluna og helgaði sig djassi. í tvígang fór hann til náms í djassleik úti í Noregi en árið 1977 sneri hann alkominn heini. Hann starfaði eftir það eingöngu við djassleik og er örfárra manna hér á landi sem hefur tekist að hafa í sig og á af því einu að leika djass. Þótti hann fágætlega fimur við pí- anóið en lék jafnframt af svo mikilli og djúpri tilfinningu að unun var að á að hlýða. Orðið „snillingur" var fyrr en varði komið fram á varir allra sem um list Guðmundar fjöll- uðu. „Guðmundur var afburðamaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur,“ segir Vernharður. Þótt snilld Guðmundar á því sviði hafi verið alkunn vissu hins vegar færri að á sínum yngri árum var Guð- mundur frábær skíðamaður og seinna náði hann ekki síður góðum árangri á golfvellirtum. Guðmundur lést af völdum krabbameins árið 1991. Jón Ólafsson Pottþéttur titringur Sjónvarpsauglýsing til kynn- ingar á nýjum geisladiski frá Skíf- unni, Pottþétt 33, olli geðshrær- ingu í höfuðstöðvum sjónvarps- T deildar Norðurljósa þegar hún barst þangað. Auglýsingin sýnir dularfull launráð viðskiptamanna, naktar stúlkur á kúlupennum og einkaþotu í aðflugi. Loks kemur svo diskurinn sjálfur. Þótti sum- um sem stuttur söguþráður aug- lýsingarinnar minnti um of á síð- ustu atburði í lífi Jóns Ólafssonar og var því beðið með birtingu hennar. Allt þar til Jón hafði afsal- að sér stjórnarformennsku í fyrir- tækinu. Nú geta allir séð. Flott auglýsirig. Veðrið +IJ: ■* 9ie Nokkur vindur r Q/ * * * * * Nokkur vindur Nokkur vlndur"3 ”2 Nokkur vindur > * * ▼ 0 Nokkur vindur * * -V,- * —_vindur ♦o<£y ,2 * * A Nokkur vindur ^~~\^Strekkingur — »*/ „Qv Nokkur___ l vindur/--' • vmdur Strekkingur *2* * ** V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.