Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Blaðsíða 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 9 Áætlanir eru uppi um að markaðssetja læknisaðgerðir á íslandi. Fyrst og fremst horft til útlendinga sem vilja fara til annarra landa í aðgerðir til þess að vera í friði á meðan. Til greina kemur að bjóða upp á tæknifrjóvganir, fegrunar- og lýtaaðgerðir, liðskiptaaðgerðir og aðgerðir vegna kvensjúkdóma, eins og þvaglekaaðgerðir. Áætlanir eru uppi um að Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja útvíkki starfsemi sína með því að reka skurðlækningadeild sem myndi ann- ast aðgerðir á fólki sem flygi hingað til lands sérstaklega í þeim tilgangi. Fimm manna hóp- ur námsmanna við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hefur undirbúið verkefnið í tengslum við nám sitt f Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. „Við höfum kannað viðhorf heilbrigðis- ráðuneytisins, bæjaryfirvalda á Suðurnesjum, íjármálastofnanna og Bláa lónsins til þessa, og viðbrögðin eru góð“, segir Konráð Lúðvfksson, yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem er í forsvari fyrir hópnum. „Hugmyndin er Öll auglýsingastarfsemi í tengslum við þetta verkefni yrði þannig að hún valdi engri úlfúð að bjóða upp á vissar tegundir af aðgerðum hér og tengja það við annað sem er þekkt í okkar umhverfi, sérstaklega Bláa lónið sem er þekkt vörumerki víða erlendis. Þá er hér góð nálægð við alþjóðaflugvöll". Einkafyrirtæki yrði stofnað innan veggja Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sem nyti að- stöðunnar þar og greiddi fyrir hana. Fyrst og fremst er horft til einstaklinga sem eru vel hreyfanlegir, fólk sem vill fara til annarra landa í aðgerðir til þess að vera í friði á meðan. Til greina kemur að bjóða upp á tæknifrjóvganir, fegrunar- og lýtaaðgerðir, liðskiptaaðgerðir og aðgerðir vegna kvensjúkdóma, eins og þvag- lekaaðgerðir. „Við vissum ekki hvort það væri réttlætanlegt að fara af stað með svona starf- semi undir þaki hins opinbera, en það er ráðu- neytinu ekki óþóknanlegt svo fremi sem allir samningar eru gegnsæir", segir Konráð. Beðið er eftir frekari viðbrögðum ráðuneytisins, en næsta skref er að fara út í markaðssetningu. Er þar helst horft til Norðurlanda og Bretlands. Þeir sem unnið hafa verkefnið ásamt Konráð, Helga Kristín Friðjónsdóttir, Svanhildur Aðal- steinsdóttir, Elín Björg Ragnarsdóttir og Páll Ketilsson. Læknum á íslandi er óheimilt að auglýsa sig öðruvísi en að tilkynna að þeir hafi byrjað störf á nýjum stað. Konráð segir að öll auglýs- ingastarfsemi í tengslum við þetta verkefni yrði þannig að hún valdi engri úlfúð. „Lækn- arnir sjálfir verða ekki auglýstir persónulega, heldur eingöngu stofnunin eða fyrirtækið sjálft". brynja@dv.is DESEMBERTILBOÐ - 15% AFSLATTUR út desember á hágæðarafgeymum fyrir flestar gerðir bifreiða. Frí ísetning og þriggja ára ábyrgð. www.toyota.is ' •! ; | ---—-—L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.