Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 Fréttir DV Himinninn logaði Rauður logandi himinn- inn í Ópinu, einu frægasta málverki Edwards Munch, hefur verið mönnum ráð- gáta um áraraðir. Nú hafa stjörnufræðingar komið fram með tilgátu sem þeir telja skýra rauðan himininn í málverk- inu. Stjörnufræðingar telja að eldgos sem varð á eynni Krakatá í Indónesíu árið 1883 hafa valdið hughrifum hjá málaranum. Þótt eldgosið væri hinum megin á hnettinum segja stjörnufræðingar að log- andi rauður himinn hafl sést víða í Evrópu frá nóv- ember 1883 og fram í febr- úar 1884. Óp Munchs er dagsett árið 1893. Sýknuð af barnamorði Angela Cannings, sem var dæmd í lífstíðarfangelsi íyrir að myrða barnunga syni sína, var sýknuð í gær. Angela neitaði alla tíð að hafa banað sonum sínum en annar lést sjö vikna og hinn 18 vikna. Talið var að hún hefði kæft þá. Angela hélt því fram að banamein sona sinna hefði verið vöggudauði. Afrýjunardómstóll, skip- aður þremur dómurum, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar stoðir fyrir sakfellingu Angelu. Dómararnir segja orsakir vöggudauða enn ráðgátu meðal vísindamanna. Það sé hins vegar þekkt stað- reynd að börn, sem virðast fullkomlega heilbrigð, látist í svefni án þess að eðlilegar skýringar liggi fyrir. Angela hefur misst þrjú börn því dóttir hennar, Jemma, lést aðeins þriggja mánaða árið 1989. Hún dó í svefni. Verði sviptur aðalstign Þingmenn breska íhaldsflokksins kröfðust þess í gær að Robert Muga- be, forseti í Zimbabwe, yrði sviptur aðalstigninni sem Elísabet drottning veitti honum árið 1994. Þing- mennirnir sögðu það hneyksli ef einræðisherr- ann fengi að halda nafn- bótinni „sir“. Andrew Robathan þingmaður sagði: „Ef það var þess virði að veita honum að- alstign er vel þess virði að svipta hann henni.“ Tony Blair forsætisráðherra féllst á þau rök að með því að svipta Mugabe nafnbótinni væri haldið uppi þrýstingi á breytt stjórnarfar í Zimbabve - en landið gekk sem kunnugt er úr Breska samveldinu á dögunum. Leiðtogar samveldisríkj- anna, sem eru 54, höfðu fyrr á árinu vikið Zimbabve tímabundið úr samtökun- um. Það var gert í kjölfar forsetakosninga í landinu þar sem sannað þótti að Mugabe hefði beitt svindli til að tryggja sér sigur. Þingmenn Vinstri grænna friðhelgi íiimingeimsins. ís\ervs\c\xr sérfræðingur í geimrétti tetur ué þingmennirnir séu tieldur se\rv\r að taka við sér því E.mil Jowssow fyrrveranái utanríkisráðhoxxa skuldbatt íslendinga áriö l$<c& þess að vígvæðast ekki i „Þarna er verið að þræða saman og búa til nýtt svið í alþjóðarétti sem liggur á milli geim- og her- réttar. Geimstríðsrétt mætti kalla þetta," segir Bjarni Már Magnússon laganemi, sem hefur rannsakað geimrétt sérstaklega, um þingsálykt- unartillögu vinstri-grænna um bann við geim- vopnum. „Þessi tillaga sýnir að íslendingar eru fjarri því að missa stöðu sína sem frumkvöðlar í alþjóðalögum." Þrír þingmenn VG, Hlynur Hallsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson, standa að tillögunni um bann við geimvopnum. Hún felur það í sér að allar rannsóknir sem tengjast hernaði í geimnum verði bannaðar og það sama gildi um öO hernaðarumsvif fyrir utan gufuhvolfið. Enn fremur felur tillagan í sér að óheimilt verði að smíða vopn sem grandað geti gervihnöttum og geimskipum. Tillagan hvetur einnig ríkisstjórnina til þess að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir gerð alþjóðasamnings sem tryggi friðhelgi himin- geimsins. Ögmundur „Obi-van" Jónasson Styður dyggilega við bakið á Hlyni. Ögmundur veifar sverði réttlætisins gegn kúgurum himingeimsins. íslendingar mega ekki nota geiminn tii vopnaskaks Þrátt fyrir að Bjarni segi tillöguna þarft framlag í umræðuna um geimrétt telur hann hana ekki gaOalausa. Hann bendir á að íslendingar, sem og Bandaríkjamenn, séu aðOar að alþjóðasamningi sem banni nú þegar hvers konar hernaðarumsvif og vopnakerfi tO nota í geimnum og því sé í raun tOgangslaust fyrir þingið að álykta um það á ný. „Islendingar voru svo heppnir að eiga utanríkis- ráðherra árið 1968 sem var framsýnn og sá hvert stefndi í málefnum himingeimsins. Hann beitti sér fyrir því að stjórnvöld undirrituðu alþjóða- samning þar sem þau og aðrar þjóðir skuldbinda sig til að nota geiminn eingöngu í friðsamlegum tilgangi. Þetta felur í sér að hvorki íslendingar né Bandaríkjamenn mega vígvæðast í geimnum. Þannig að ef þingið samþykkir þetta núna er það svipað og það væri að álykta að landhelgin skuli færð út í 200 mílur. Þetta er endurtekið efni." Samningurinn sem Bjarni vísar í er alþjóða- samningur um rannsóknir og not ríkja á himin- geimnum, tungli og stjörnum. Þessi samningur kveður á um að geiminn skulli eingöngu nota í friðsamlegum tilgangi. Hugmyndafræðin að baki þessum samningi og öðrum álíka er að afnot af geimnum tryggi sameiginlega arfleifð mannkynsins. Bjarni segir að þetta hafi verið tímamótasamningur en ljóst sé að uppgötvanir um tilvist lífs á öðrum plánetum myndi vekja Minnisblað félagsráðgjafa setur allt á annan endann í máli Michaels Jacksons Drengurinn sagði Jackson aldrei hafa áreitt sig Lögregla og félagsmálayfirvöld hreinsuðu Michael Jackson af áburði um kynferðisofbeldi fimm dögum áður en hann var handtek- inn. Minnisblað félagsráðgjafa, sem nú hefur verið dregið fram í dagsljósið, bendir til þess að Gavin Arvizo hafi svarað neitandi þegar hann var spurður hvort Jackson hefði beitt hann kynferðislegu of- beldi. Þrátt fyrir þetta lagði Gavin fram kæru á hendur Jackson í síð- asta mánuði. í minnisblaðinu, sem á að vera trúnaðarmál, kemur fram að nið- urstaða rannsóknar á meintu kyn- ferðisofbeldi Jacksons skuli hætt enda eigi ásakanir um slíkt ofbeldi sér enga stoð. Lagaskýrendur vestra sögðu í gærkvöld að minnisblaðið væri „skelfilegt" fyrir saksóknarana sem vinna að málinu gegn Jackson. Lögreglan í Santa Barbara hefur haft með rannsókn málsins að gera en það var hins vegar lögregl- an í Los Angeles sem rannsakaði málið í fyrravetur. Lögreglunni í Los Angeles barst ábending frá kennara um að atriði í heimildarmynd Martins Bashirs, þar sem söngvarinn heldur í hönd Gavins litla, væri rannsóknar virði. f umræddu atriði segir Jackson að Gavin litli sé „perluvinur" sinn og þeir deili gjarna svefnherbergi þegar hann og bróðir hans komi í heimsókn. Lögreglumenn, sérmenntaðir í kynferðisbrotamálum, eru sagðir hafa eytt mörgum klukkustundum í yfirheyrslur yfir Gavin og fjöl- skyldu hans. Öll héldu því fram síðastliðinn vetur að ekkert óeðli- legt hefði átt sér stað á búgarði söngvarans. Móðir Gavins hafði meira að segja á orði að hún liti á Jackson sem föðurímynd barna sinna. Það varð mikill fögnuður í her- búðum lögmanna Jacksons þegar tíðindi af minnisblaðinu bárust. Talsmaður þeirra sagði minnis- blaðið undirstrika þá staðföstu trú þeirra að Jackson væri saklaus. Tom Sneddon, saksóknari í Santa Barbara, ætlar ekki að láta minnisblaðið stoppa sig. Hann sagði við CNN í gær að ákæra á hendur Jackson yrði lögð fram í næstu viku eins og ráð hefði verið fyrir gert. Sneddon sagðist hafa vit- að af minnisblaðinu löngu áður en hann handtók söngvarann og það breytti í engu afstöðu hans til málsins. Michael Jackson Móðir drengsins leitá hann sem föðurímynd barna sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.