Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Side 15
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 1 h DESEMBER 2003 15
spurningar um
lagalegt gildi hans.
„Miðað við þenn-
an samning gæti til
að mynda geim-
vera frá öðrum
hnetti ekki leigt sér
myndbandsspólu
hér á jörðinni/1
segir Bjarni.
„Þingsályktunar-
tillaga VG tekur
ekki tillit til þess-
ara þátta en hugs-
ast getur að þing-
menn flokksins
muni velta þessu
upp í náinni fram-
tíð."
Menn eiga að vera vinir í geimnum
Þingsályktunin felur það í sér að bann sé lagt
við vopnum sem geta grandað gervihnöttum og
öðrum tækjum tengdum áðurnefndri friðsam-
legri notkun geimsins. Bjarni segir að það sé
vissulega nauðsynlegt fyrir Islendinga að taka
þessi mál til stöðugrar skoðunar. „íslendingar
þurfa að velta þessum málum stöðugt fyrir sér.
Það er skylda okkar við alþjóðasamfélagið að við
höldum okkar frumkvæði í þessum málum.
Hins vegar má benda á það að himingeimurinn
hefur álíka réttarstöðu og úthafið. Þetta þýðir að
það er bannað samkvæmt alþjóðalögum að
granda gervihnöttum og geimförum, rétt eins og
það er bannað að skjóta á skip á úthafinu. Að
minnsta kost í þeim tilvikum þegar þau eru
merkt einhverju ákveðnu ríki. Málið er nokkuð
óljósara ef um sjóræningjahnetti eða geimskip
er að ræða, að ógleymdum farartækjum ill-
skeyttra geimvera. Það kann að vera að VG sé að
hugsa rnálið út frá þeim nótum. I sjálfu sér er
það ekki ólíklegt miðað við þá framsýni sem rík-
ir í málefnum alþjóðalaga hér á landi." Bjarni
telur einnig brýnt að velta fyrir sér friðhelgi him-
ingeimsins. „Ég átta mig reyndar ekki á hvað
hugtakið friðhelgi himingeimsins merkir. Kann
að vera að þingmenn VG séu að hugsa um frið-
helgi einkalífsins í þessu samhengi. Þrátt fyrir
það miðast öll alþjóðalög við það að mennirnir
eigi að vera vinir í geimnum. Þau Hlynur, Kol-
brún og Ögmundur leggja sín lóð á þá vogarskál
og það er vel.“
Hlynur „Jódi" Halisson
Kom inn sem varaþingmaður á
dögunum og vatt sér beint í að
tryggja frið í alheiminum.
Miðað við þennan
samning gæti til að
mynda geimvera frá
öðrum hnetti ekkileigt
sér myndbandsspólu
hér ájörðinni. Þings-
ályktunartillaga VG tek-
ur ekki tiilit til þessa en
hugsast getur að
þingmenn flokks-
ins muni velta
þessu upp í
náinni
framtíð.
P
Kolbrún „Lea"
Halldórsdóttir
Vill frið á jörð og
víðarog mun eftil
vill berjast næst
gegn klámi á
Mars.
Ástralskur ævintýramaður fastur á Suðurskautslandinu
Ofurhugi fær ekki að kaupa bensín
Ástralski ævintýramaðurinn, Jon
Johanson, dúsir nú á Suðurskauts-
landinu og kemst hvorki lönd né
strönd. Ástæðan er sú að flugvél Jo-
hansons er bensínlaus. Johanson
vann það afrek á dögunum að verða
fyrstur manna til að fljúga á heima-
smíðaðri flugvél yfir Suðurpólinn.
Hann flaug frá Nýja-Sjálandi yfir
Suðurpólinn og hugðist sfðan halda
til Argentínu. Eftir flugið yfir pólinn
var mótvindur gríðarmikill og nauð-
lenti Johanson vél sinni við banda-
rísku herstöðina McMurdo.
Nú þarf Johanson að fylla vél sína
af bensíni en þá neita bandarískir
hermenn að selja honum eldsneyti.
Johanson þarf ekki nema 400 lftra af
bensíni til að komast á leiðarenda.
„Bandaríkjamenn segjast ekki kæra
sig um nærveru Johansons," sagði
Dick Smith, vinur Johansons, við
fjölmiðla.
Smith segir herinn hafa boðist til
að fljúga Johanson til Nýja-Sjálands
en hann verði þá að skilja flugvél
sína eftir. Johanson getur ekki hugs-
að sér að skilja flugvélina eftir enda
hefur hann flogið henni umhverfis
jörðina. Johanson fær að gista í her-
stöðinni og bandarísku hermenn-
irnir hafa gefið honum að borða
öðru hverju. Dick Smith segir
bandaríska hermenn kunna því illa
að fá ævintýramenn í heimsókn.
Sjálfur hefur hann nauðlent vél
sinni við McMurdo-herstöðina.
„Þetta var á þakkargjörðardaginn og
það eina sem þeir buðu mér var
kaffísopi," segir Smith.
Áströlskum stjórnvöldum hefur
verið gert kunngjört um vanda Jo-
hansons en óvíst er hvort þau grípa
til aðgerða til að bjarga honum úr
„prísundinni" á Suðurskautsland-
inu.
Bensínlaus ævintýramaður Jon Johanson fær ekki að kaupa 400 litra afbensíni.Á meðan
er hann strandaglópur á Suðurskautslandinu.
Óheppin í ást-
um og spilum
Fólk hefur löngum trúað
því að þeir sem eru
óheppnir í ástum séu
heppnir í spilum og öfugt.
Þetta hefur nú verið af-
sannað, ef marka má niður-
stöður nýrrar breskrar
rannsóknar. Þeir sem eru
óheppnir í ástamálum virð-
ast einnig hafa litla lukku
þegar kemur að spilum.
Niðurstöður rannsóknar-
innar benda til þess að fólk
í góðum samböndum sé
líklegra til að vinna í
keppnum en aðrir. Rúm-
lega helmingur fráskildra
segist, samkvæmt rann-
sókninni, sjaldan eða aldrei
vinna sigur. Rúmlega tvö
þúsund manns tóku þátt í
rannsókninni.
Magadans
fyrir matar-
lausa
Heimilislausir, fátækt
fólk og eldri borgarar eiga í
vændum mikla skemmtun
á veitingahúsinum Hirtin-
um í Leipzig í Þýslandi.
Sjálfboðaliðar verða við
störf á veitingahúsinu fram
að jólum og munu reiða
fram dýrðlegar þriggja rétta
máltíðir fyrir þurfandi
borgarbúa. Og það er ekki
allt, því maga-
dansmeyjar,
tónlistar-
menn og
grínistar
munu troða
upp, matar-
gestum til
skemmtunar.
Veitingahúsið fékk um
fjörutíu einstaklinga og
Qölda fyrirtækja til að
styðja framtakið. Forráða-
menn veitingahússins eru í
litlum vafa um að uppá-
tækið muni heppnast vel
og jólastemningin verði
ríkjandi. „Gestirnir eiga að
gleyma drunga hversdags-
ins meðan þeir staldra við
hjá okkur, þótt ekki sé
nema stutta stund," segir
píanóleikarinn Manfred
Shuetze en hann verður
fyrstur til að stíga á svið á
veitingahúsinu.
Margrét Eir
söngkona
„Ég hefþað mjög fínt þessa
dagana. Mér liði samt enn bet-
ur efþað væri snjór. Annars er
bara hrikalega mikið að gera.
Ég er úti um allan bæ að
Hvernig hefur þú það?
syngja og árita vegna nýju
plötunnar minnar. Það er heil-
mikill pakki. Svo er líka allt á
fullu í félagsmiðstöðinni Ekkó í
Kópavogi. Ég er í hlutastarfi
þar og nú erum við að undir-
búa jólaballið. Svo hefur mig
alltaflangað að baka
smákökur og heftekið
frá tíma á laugar-
dagsmorgun til að
sinna því. Þetta
verða fyrstu
smákökurnar
sem ég
baka.“