Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 1 h DESEMBER 2003
Sport 0V
Houllier alls
óhræddur
Gerard Houllier, stjóri
Liverpool, segir að hann sé
á réttri leið með Liverpool
og að honum finnist hann
alls ekki vera undir pressu
frá stjórn félagsins en
stjórnarformaður Liver-
pool sagði að
lágmarkskrafa félagsins í ár
væri að það kæmist í
Meistaradeildina. „Þessi
ummæli eru ekkert ný af
nálinni því takmarkið er
það sama og það hefur
alltaf verið," sagði Houllier.
„Við erum að vanir að sigra
hjá Liverpool og það er
alltaf stefnan að vinna titla.
Það er engin pressa eða
krísa innan félagsins heldur
kemur hún öll utan frá."
Boa Morte í
leikbann
Luis Boa Morte, leikmaður
Fulham, hefur verið
dæmdur í eins leiks bann
og til að greiða 4000 punda
sekt vegna atviks sem átti
sér stað í leik Fulham og
Leicester í október. Boa
Morte náðist á myndband
er hann traðkaði á Frank
Sinclair, varnarmanni
Leicester, en Boa Morte var
eitthvað heitt í hamsi þrátt
fyrir að hafa skorað tvö
mörk í leiknum. Þetta er
annað bannið sem Boa
Morte fær í vetur en hann
fékk þriggja leikja bann fyrr
í vetur vegna rauðs spjalds
sem hann fékk gegn
Liverpool.
Chelsea vill
fá Nedved
Zdenek Nehoa,
umboðsmaður tékkneska
landsliðsmannsins Pavels
Nedveds, segir að Chelsea
sé á höttunum eftir Nedved
og að Sven-Göran Eriksson
sé maðurinn sem
skipuleggi allt dæmið.
„Forseti Juventus, Luciano
Moggi, hefur tjáð mér að
Chelsea hafl gert tilboð í
Nedved en hann hefur ekki
mikinn áhuga á að selja.
Hann vill gera nýjan
samning við skjólstæðing
minn. Það var væntanlega
Eriksson sem stóð á bak við
tilboðið en hann verður
næsti þjálfari liðsins," sagði
Nehoa sem virðist vita
meira en flestir aðrir.
Þessar fréttir eru ekki góðar
fyrir Eriksson sem hefur
ítrekað verið orðaður við
stjórastöðuna hjá Chelsea
síðan Roman Abramovich
keypti félagið.
Chelsea komst í hann krappann er þeir mættu tyrkneska félaginu Besiktas í
Meistaradeildinni á þriðjudag. Þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram á
hlutlausum velli í Þýskalandi fóru Tyrkirnir hamförum á pöllunum.
Það var allt á suðupunkti þegar
Besiktas og Chelsea mættust á
heimavelli þýska liðsins Schalke í
Gelsenkirchen. Leikurinn fór fram á
hlutlausum velli vegna sprenging-
anna sem voru í Istanbul á
dögunum.
Það að leikurinn færi fram í
Þýskalandi hafði engin áhrif á
stuðningsmenn þýska liðsins sem
létu öllum illum látum á
áhorfendapöllunum og rigndi
margvíslegum hlutum yfir leikmenn
Chelsea meðan á leik stóð.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, mun bíða skýrslu dómara
áður en ákveðið verður hvort
tyrkneska félaginu verði refsað. Sú
ákvörðun liggur þar að auki
væntanlega ekki fyrir fyrr en í
febrúar.
Það var þungt hljóðið í
leikmönnum Chelsea eftir leikinn.
„Ég er viss um að UEFA er með
einhverjar reglur vegna svona atvika
og það er tími til kominn að þeir taki
í taumana. Það var heppni að
enginn skyldi slasast. Það var meira
að segja grýtt í okkur smápeningum
á meðan við hituðum upp,“ sagði
Frank Lampard og félagi hans John
Terry bætti við:
„Þetta var svipað og þegar við
lékum með landsliðinu í Tyrklandi á
dögunum nema þessir áhorfendur
voru enn brjálaðri."
Jimmy Floyd Hasselbaink sagði
að lætin hefðu hvatt Chelsea-liðið
áfram.
„Lætin gáfu okkur kraft til að gera
enn betur og það gerðum við. Við
vissum að þeir myndu ögra okkur.
Það er ekki gaman að láta hrækja á
sig en hvað getur maður gert? Ekki
slæst maður við 50.000 manns."
henry@dv.is
Háspenna-Lífshætta Leikmenn Chelsea áttu fótum sínum fjörað launa i Gelsenkirchen á
þriðjudag. Á stóru myndinni sést markvörður tiðsins, Carlo Cudicini, henda reyksprengju af
vellinum sem stuðningsmenn Besiktas höfðu kastað inn á völlinn.A smærri myndinni má svo
sjá varamenn Chelsea verja sig gegn fljúgandi aðskotahlutum með regnhlifum.
Þór frá Þorlákshöfn missir tvo sterka leikmenn sem eru hættir og á leið heim
Dreher og Robins hættir
Það gengur mikið á í herbúðum
nýliðanna í Intersportdeildinni, Þórs
frá Þorlákshöfn, þessa dagana.
Þjálfarinn, Billy Dreher, hefur óskað
eftir því við stjóm félagsins að hætta
störfum og Raymond Lee Robins er
einnig hættur og er á leið heim.
„Billy óskaði eftir því við okkur að
fá að láta af störfum," sagði Kristinn
Guðjón Kristinsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali
við DV Sport í gær. „Hann gaf nokkrar
skýringar fyrir því af hverju hann vildi
hætta. í fyrsta lagi þá var hann mjög
ósáttur við árangur liðsins í vetur og
hann telur það vera liðinu fyrir bestu
að hann hætti að þjálfa það. Robins er
einnig hættur hjá okkur og hann fer
væntanlega af landi brott fljótlega,"
sagði Kristinn en þess utan hefúr
Dreher ekki getað leikið mikið með
félaginu í vetur en hann hefur verið
meiddur undanfarinn mánuð.
Hættir 19. desember
„Hann mun þrátt fyrir það stýra
liðinu fram til 19. desember. Þá stóð
alltaf til að hann fengi að fara heim í
jólafrí en nú er ljóst að það jólafrí
verður lengra en í fyrstu var talið.
Þetta er náttúrulega nýtilkomið en
það er ljóst að við munum leita okkur
að erlendum þjálfara sem einnig
getur spilað en hvenær við finnum
þann mann er erfitt að segja til um á
þessari stundu. Einnig munum við
fylla skarð Rays og næstu dagar verða
vel nýttir til þess að skoða þá
möguleika sem við eigum í stöðunni.
Það er vissulega á brattann að sækja
en við erum hvergi nætti búnir að
gefast upp og þjöppum okkur bara
saman," sagði Kristinn.
Billy Dreher lék 7 leiki fyrir Þór og
skoraði í þeim 16,7 stig að meðaltali í
leik. Tók 4,3 fráköst og gaf 5,1
stoðsendingu.
Robins lék 10 leiki fyrir nýliðana í
vetur og var með 20,6 stig að meðaltali
í leik. Hann gaf 2,7 stoðsendingar en
var sterkur undir körfunni þar sem
hann var að rífa niður 9,5 fráköst að
meðaltali. henry@dv.is
Lýkur keppni Billy Dreher hættir með Þór
frá Þorlákshöfn siðar i mánuðinum.