Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Page 11
XJV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 11 Spennandi koíningar lieðic) eftir úrslitum. Iramsókn var i lykilstoðu eftir kosningar eins og ofl (íður. Sjrílfstædisflokkur topaði fjórurn þingmónnum. malaar vik og átök vilnun kemur til framkvæmda árið 2004. Ibúar á Hyjafjarðasvæðinu sökuðu einnig ráðamenn um svik þegar í ljós kom eftir kosningar að Héðinsfjarðargöngum yrði frestað um tvö ár. Ætlunin var að hefja framkvæmdir við Héðinsfjarðar- göng haustið 2004 og var efnt til út- boðs. Ríkisstjórnin ákvað að taka ekki lægsta tÚboði í ffamkvæmdina vegnayfirvofandi þenslu íþjóðfélag- inu vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Verkið yrði boðið út að nýju árið 2006. Viðbrögð íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu voru mjög hörð, og sögðust þeir ekki skilja hvaða að- stæður hefðu breyst á tveimur mán- uðum sem gæfu tilefni til frestunar. Ákvörðunin var endurskoðuð og gerð ganganna frestað um eitt ár en ekki tvö. Öryrkjamálið Deilur um loforð og efndir, svik og átök settu svip sinn á stjórnmála- umræðu haustsins þegar rfkisstjórn- in ákvað að verja milljarði króna í að hækka bætur yngstu öryrkjanna, samkvæmt nokkurs konar friðar- samkomulagi sem gert var við Ör- yrkjabandalagið. Útreikningar heil- brigðisráðuneytisins gerðu ráð fyrir að það kostaði 1500 milljónir að efna samkomulagið, og reyndi Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, ítrekað að fá aðra ráðherra til að samþykkja þá fjár- hæð. Fjármálaráðherra sagði við Jón að hann fengi ekki meira en millj- arð. Forsvarsmenn öryrkja sökuðu •Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um svik. Einar Oddur Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, sakaði Jón um að hafa gert leynisamning við öryrkja, og ráðherrar úr flokki Jóns studdu hann ekki í baráttunni. Öryrkjabandalagið hætti samvinnu við ríkisstjórnina vegna Evrópuárs fatlaðra 2004 og enn einn kaflinn var skrifaður í átakamiklum samskipt- um Öryrkjabandalagsins og rílds- stjórnarinnar, og eru fleiri málsókn- ir í burðarliðnum af hálfu banda- lagsins. Eftir situr Jón Krist- jánsson, beygður en ekki brotinn, og vill sitja áfram í rfldsstjóm. Það vilja líka aðrir ráðherrar Fram- sóknarflokksins, en þeim fækkar um einn 15. september, þeg- ar Halldór As- grímsson tekur við forsætisráð- herraembættinu og utanrflds- og um- hverfisráðuneyti færast yfir til Sjálf stæðisflokks. Þungaskattur var hækkaður og vöru- gjald á bensíni, en samtals mun þetta auka tekjur ríkissjóðs um einn milljarð á ári. Bensínverð hækkaði í kjölfarið, og þar með var íslendingum boðið uppá dýrasta bensín í heimi. Jón Kristjánsson Ráðherrar Fram- sóknarstuddu hann ekki þegar kom að ör- yrkjamálinu. Ótrúlegar sviptingar urðu í viðskipta- lífinu í ár og hefur eignarhald stærstu fyrirtækja landsins gjörbreyst. Tekist á um völd og áhrif Sala ríkisbankanna Sala á tæplega lielmingshlut rfkisins íLandsbankanum til Sam- sonar varð að veruleika á síðasta degi ársins 2002. Kaupverðið var 12,3 milljarðar króna, en lækkaði um 700 milljónir í lok ársins vegna afskrifta bankans. Þar með var innreið Björgólfsfeðga í íslenskt viðskiptalíf hafin. S-hópurinn svo- kallaði keypti, ásamt þýskum fjár- festingarbanka, tæplega helm- ingshlut ríkisins í Búnaðarbank- anum á 11,9 milljarða króna. í hópnum em Egla hf., VÍS, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn og Eignar- haldsfélagið Samvinnutryggingar. Kolkrabbinn leystur upp í viðskiptum af áður óþekktri stærðargráðu hérlendis urðu margþætt viðskipti með eignir Kolkrabbans svokallaða. Burðar- ás, fjárfestingararmur Eimskipafé- lagsins, seldi að fullu eignarhluti sína í Sjóvá-Almennum, fslands- banka og Flugleiðum til Fjárfest- ingarfélagsins Straums og íslands- banka í skiptum fyrir hlutabréf í Eimskipafélagi íslands. Lands- bankinn og tengdir aðilar keyptu Eimskipafélagið og ætla sér að að- skilja þrjá meginstólpa þess, út- gerðarfélagið Brim, fjárfestingafé- lagið Burðarás og flutningastarf- semina. Þegar eru hafnar þreifing- ar varðandi sölu á eignum Brims. Jón Helgi keypti Kaupás Norvik, móðurfélag BYKO í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, keypti matvörukeðj- una Kaupás á árinu fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Kaupás rek- ur verslanirnar Nóatún, 11-11, Krónuna, Húsgagnahöllina og Intersport. Ætla má að yfirtakan á Kaupási muni kosta Jón Helga þrjá til fjóra milljarða króna. Kaupás hefur um fjórðung mat- vörumarkaðarins. Hræringar á fjölmiðlamark- aði DV varð gjaldþrota. Þrotabúið var keypt af Frétt ehf. sem einnig gefur út Fréttablaðið. Jón Ásgeir Jóhannesson og Landsbankinn eiga nú stærstu hlutina í Frétt ehf., og Jón Ásgeir einnig í Norðurljós- um eins og staðan er nú, þar sem Landsbankinn á vemlegra ltags- muna að gæta. Jó íahappdrcztti Krabbameins- Útdráttur f Á I ^ fi Q I 11 Q 24. dzsetnBer 2003 * ^ J 11 I J Vinnintjar Ford Focus C-MAX, 2.370.000 kr. 8550 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð, 1.000.000 kr. 121997 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. 60 18297 29560 50647 67275 89187 103833 116548 1279 18920 29695 51448 70206 91121 103921 120869 4966 19862 32173 52945 70480 93059 104624 123028 5650 19967 32454 54960 71770 93797 105062 123675 6581 21131 32966 55673 72484 94711 105416 124245 7855 21380 34774 56969 73304 95010 106087 125441 10005 22431 35316 57346 73833 95282 106258 126536 10860 22770 36151 59697 76414 95366 107422 127079 11001 23787 36190 60148 77024 95964 108372 129628 11531 23990 36592 61995 78411 97518 108875 130187 12629 24418 38427 63369 78622 98451 112593 131141 13282 25170 38599 63471 84681 99381 112874 131917 13625 25941 42733 63501 85710 99886 112989 133398 14344 26222 46930 63556 85744 101269 113439 134174 14723 26422 47028 65014 86814 101673 113470 134599 15034 27480 47631 65431 87015 102270 113651 15706 27971 48978 65728 87920 102345 113998 16974 28101 49125 66122 88013 102894 115824 18113 29504 49184 67127 88539 103394 116321 A ‘XTaÉSamrinsféfaflið palfar (andstnömum veittan stuðning 2 Krabbameinsfélagið Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að'Skógarhlíð 8, sími 5401900. Byrjað verður að greiða út vinninga 8. janúar nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.