Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 Fókus DV íslendingar voru 290.490 talsins þann 1. desember síðasdiðinn samanborið við 288.201 í fyrra sem samsvarar fjölgun um 0,79%. Ef áfram heldur sem horfir muni íslendingar skríða yfir 300 þúsundin ein- hverntíma seint á árinu 2007. 1.291.046 einstaklingar höfðu farið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. desem- ber síðastliðinn en gera má ráð fyrir að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið nærri 1.400.000 manns. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans á tímabilinu janúar-nóvember 2003 var 1.888.053 tonn. Því er hægt að áætla að heildaraflinn yfir almanaksárið hafi farið nærri 2.000.000 tonna Vöruskipti við útlönd voru neikvæð um nærri 12.600 milljónir á árinu sem leið. Þar af var útflutningur um 152.317 milijónir króna og minnkaði hann því um nærri 6,4% frá árinu 2002 á meðan innflutningur jókst um rúm 9% en samtals var flutt inn fyrir tæpar 200.000 milljónir króna. Atvinnuþátttaka á árinu fór nærri 84% en alls voru 159.900 manns á aldrinum 16-74 við störf á árinu á meðan 6800 voru at- vinnulausir. Alþingiskosningar fór fram á árinu og höfðu 185.392 fyrir því að mæta á kjörstað af þeim 211.289 sem voru á kjörskrá. Auð og ógild atkvæði voru 2220. Kynferðisbrot sem bárust inn á borð ríkis- saksóknara voru á árinu 2002 alls 187 tals- ins sem er talsverð aukning frá fyrra ári en ekki liggja endanlegar tölur fyrir árið 2003 fyrir. Þó fullyrðir lögreglan að fjölgun hafi verið á slíkum brotum á árinu. Kynferðis- afbrotamál sem vörðuðu fullorðna ein- staklinga voru 58 en af þeim enduðu 19 með ákæru. Kynferðisbrot gagnvart börn- um voru alls 34 talsins og af þeim var ákært í 13 málum. Brot sem upp komu vegna barnakláms voru 9 á árinu 2002 og voru 7 af þeim kærð en 2 lögð niður. / SamkvæmL bráðabirgðatölum ATVR má áætla að hér á landi hafi verið seldar um 345.000.000 sígarettur og um 11.800.000 vindlar á árinu 2003. Þetta kostaði lands- menn nálægt 6 milljörðum króna. Áfengisneysla var í meira lagi á árinu en áæda má að hér á landi hafi um 350.000 lítrar af vodka og ókrydduðu brennivíni verið seldir á árinu, 10.200.000 lítrar af bjór og um 1.050.000 lítrar af rauðvíni. Afengisneyslan gæti þó verið öllu meiri þar sem smygl og heimabrugg er ekki tek- ið með í reikninginn. Meðalmanneskja leysir vind um 14 sinn- um á dag sem samsvarar því að hver ein- staklingur hafi rekið við 5110 sinnum á ár- inu. Samtals má því gera ráð fyrir að land- menn hafi prumpað um 1.500.000.000 sinnum yfir allt árið. Samkvæmt upplýsingum manneldisráðs er meðalneysla íslendinga á sykri með því hæsta sem gerist í heiminum. Hver lands- maður innbyrðir að meðaltali um 53 kíló af sykri á ári samanborið við 43 kíló í Sví- þjóð og Noregi og 33 kíló á hvern Dana og Finna. Gosdrykkjaneysla íslendinga er eins og allir vita mjög mikil. Hver landsmaður innbyrðir að meðaltali um 160 lítra á ári miðað við um 140 lítra á hvern Norð- mann, 100 lítra á Svía en í Finnlandi drekka menn ekki nema tæplega 60 lítra af gosi á ári. Sælgæti er einnig mjög vinsælt meðal landsmanna enda flestir á þvf að hér fá- ist besta nammi í heimi. Tæplega 5000 þúsund tonn af sælgæti voru melt af þjóðinni á þessu ári en árið 1980 voru þetta ekki nema rúmlega 1000 tonn. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra getur kæst því meðalnytin hjá íslensku kúnni er 4900 lítrar á ári miðað við rúma 4000 lítra fyrir um 15 árum síðan. Á sama tíma hefur mjólkurneysla lands- manna hins vegar minnkað úr tæpum 200 lítrum á ári í 151 lítra. Neysia á alls kyns öðrum mjólkurvörum, s.s. skyri og ostum, hefur þrátt fyrir það aukist og er nú um 15 kíló á ári. Meðalþyngd kvenna hér á landi við 25 ára aldur er 67,5 kg en 30 árum síðar eru þær orðnar 74 kg. Karlarnir eru aftur á móti 81,7 kg við 25 ára aldurinn en 88 kg þegar þeir ná hálfsextugu. Samkvæmt óformlegri könnun smokkafyrirtækisins Durex eru íslend- ingar meðal þeirra þjóða sem eru hvað ánægðastar með kynlíf sitt en við höf- um mök að meðaltali 96 sinnum á ári. Við sáðlát dæla karlmenn 2-3 teskeið- um af sæðisvökva sem eru á milli 10-15 miliilítrar. Samkvæmt því má reikna með að hver karlmaður dæli um 960- 1440 ml af sæði þegar kynlíf er stundað með öðrum á ári hverju. Ekki verður lagt í að reikna hversu mikið magn karl- mennirnir kalla fram einir og óstuddir enda ekki tölur til yfir slíkt. Á síðasta ári er talið að um 120-160 manns hafi starfað við löglegan kynlífs- iðnað á íslandi. Veltan af þeim iðnaði er talin hafa verið nálægt hálfum milljarði króna yfir árið. Tæplega 2200 íslendingar greindust með klamydíusýkingú á árinu eða nærri 750 af hverjum 100 þúsund íbúum landsins. Þeir voru hins vegar færri sem greindust með lekanda, innan við fimm, eða einn af hverjum 100 þúsund. Tæplega 80 íslendingar greindust aftur á móti með lifrarbólgu C og tæplega 10 með sárasótt. 20 Á slysa- og bráðadeild Landsspítalans komu að meðaltali 181 einstaklingur á dag. Daglega fæddust um 8 börn og 48 fóru í skurðaðgerðir. Þá gáfu 55 manns blóð daglega og 53 voru svæfðir eða deyfðir. Eldhús sjúkrahússins fram- reiddi yfir 4000 máltíðir á dag og 4 tonn af sorpi féllu til daglega. Þá þvoði þvottahús Landspítalans 4,5 tonn af þvotti á hverjum degi. SMS sendingar landsmanna voru þónokkrar yfir árið en send skeyti voru nálægt 150 milljónum á árinu. Hver ein- staklingur hefur því sent rúmlega 500 SMS-skeyti yfir árið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.