Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Page 23
DV Fókus 7 8 Þótt bein sjálfsvörn sé talin réttlætanleg ástæða fyrir að drepa annan mann, þá telst refsivert að myrða til að bjarga lífi sínu með þessum hætti. einsdæmi í þá daga. Skipbrotsmenn höfðu áður viðurkennt að hafa lagt sér til munns kjöt látinna félaga sinna, þegar hungurdauðinn blasti við þeim, og jafnvel að hafa beinlín- is drepið þá til þess að éta þá. Fram að þessu hafði verið litið svo á að um eins konar neyðarrétt sjómanna væri að ræða í tilfellum sem þessum og menn höfðu aldrei verið sóttir til saka fyrir athæfi af þessu tagi, enda þótt mörgum sem viðurkennt höfðu mannát væri í reynd útskúfað úr mannlegu samfélagi. Nú brá hins vegar svo við að þremenningarnir af Mignonette voru handteknir og færðir fyrir dómara, sakaðir um rnorð og mannát. Réttarhöldin vöktu enn meiri athygli á rnálinu og á þeim hátindi Viktoríutímabilsins í Bretlandi sem þá var við lýði og allt gekk út á fágaða mannasiði og sið- iegt yfirborð, þá fór þessi saga um mannát hinna óhefluðu sjómanna sem eldur í sinu bæði um ríki Viktor- íu og víðar um veröldina. Niðurstað- an varð sú að þeir félagar voru dæmdir til sex mánaða þrælkunar- vinnu og mátti það út af fyrir sig kallast vel sloppið, úr því yfirvöldin fóru af stað með málssókn á annað borð. Málið þykir reyndar enn hafa nokkurt gildi f lögfræði f þeim skiln- ingi að það er fordæmi um að þótt bein sjálfsvörn sé talin réttlætanleg ástæða fyrir að drepa annan mann, þá telst refsivert að myrða til að bjarga lífi sínu með þessum hætti. Allir þrír fluttu síðan úr landi. Tom Dudley fór til Ástralíu þar sem hann kom undir sig fótunum þótt hann ætti æ síðan við mikla for- dóma að stríða vegna málsins og væri aldrei kallaður annað en Mannætu-Tom. Dudley er sagður hafa kostað hreinsun á minningar- steini sem settur var upp í kirkju- garði nálægt fæðingarstað Richards Parkers við Southampton. Steinninn er til minningar um Parker og er því haldið fram að Dudley hafi greitt fjölskyldu í nágrenninu væna summu fyrir að halda steininum hreinum til allrar framtíðar. Sú fjöl- skylda á hins vegar að hafa skamm- ast sín svo mjög fyrir að tengjast þannig þessari voðafega mannætu- sögu að steinninn var aldrei hreins- aður nema að næturþeli. Verðlaun fyrir furðulegustu tilviljunina Þótt sagan um Richard Parker og hin hörmulegu endalok hans hefði vakið gífurlega athygli á sínum tíma, þá fór svo að hún féO í gleymsku og dá. Og enginn virðist á þeim tíma hafa tengt hana við lítt þekkta bók eftir bandarískan rithöfund sem þá var látinn fyrir allmörgum árurn og var reyndar enn ekki orðinn al- mennilega frægur. Það var ekki fyrr en árið 1974 sem þau tengsl urðu opinber og þá fyrir tilverknað ann- ars frægs rithöfundar. Sá var Arthur Koestler, Mið-Evrópumaður sem varð frægur fyrir skáfdsöguna Myrk- ur um miðjan dag, þar sem hann fjallaði um „hreinsanir" eins og þær sem Jósef Stalín stóð fyrir innan kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Koestler var um miðja öldina mjög áberandi í pólitískri umræðu en hann var líka mikill áhugamaður um yfirskilvideg fyrirbæri og eftir að hann og kona hans frömdu sameig- inlegt sjálfsmorð árið 19XX, södd líf- daga, þá runnu eigur hans til að stofna rannsóknarstöðu um yfir- náttúruleg efni við háskólann í Edin- borg í Skotlandi. Árið 1974 hafði Koestler hins veg- ar boðið allhá verðlaun þeim sem sendu sér besta dæmið um ótrúlega tilviljun úr raunveruleikanum. Verð- launin vann Nigel Parker, afkom- andi bróður Richards Parkers - ef við höfum skilið skyldleikann rétt. Alt- ént þekkti Nigel þessi sögu frænda síns og hafði lesið þá bandarísku skáldsögu sem hún tengdist með furðulegum hætti. Sú bók var The Narrative of Arthur Gordon Pym eft- ir Edgar Allan Poe en hún kom út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar nú fyrir jólin. Bókin er bæði æsileg og skemmtileg sjóferðasaga, með afar óvæntum endi, en meðal þess sem áður drífur á daga söguhetjunn- ar Pyms er þegar hann velkist um Suður-Atlantshafið matar- og vatns- laus dögum saman í litlum báti. Fé- lagar hans heita Ágústus, Peters og ... Richard Parker. Það sem meira er, Richard Parker er káetupilturinn um borð, þótt hann sé reyndar öllu meiri bógur en káetudrengurinn um borð í Mignonette. Eftir mikið og langt volk er þó farið að draga af þessum Parker: „Parker, þótt hann væri hryggi- lega tærður og svo veikburða að hann gat ekki lyft höfðinu upp frá bringunni, var ekki jafnlangt leiddur og hinir tveir. Hann þraukaði af mik- illi þolinmæði, kvartaði aldrei og reyndi að vekja von með okkur á all- an hátt sem honum hugkvæmdist." Hið skelfilega neyðarúrræði Er þeir eru að þrotum komnir sjá skipbrotsmennirnir fjórir til skips en það fer framhjá án þess að taka eftir þeim. Og þá verður ögurstund um borð í báti þeirra. „Þegar við höfðum róast að nokkru héldum við áfram að horfa á eftir skipinu uns við um síðir misst- um sjónar á því, en loftið hafði fyllst rakamóðu og léttur vindur var tek- inn að blása. Um leið og það var al- veg horfið sneri Parker sér skyndi- lega að mér og svipur hans var þannig að hrollur fór um mig. Hann hafði á sér yfirbragð sjálfsstjórnar sem ég hafði ekki tekið eftir hjá hon- um fyrr en nú, og áður en hann hreyfði varirnar sagði hjarta mitt mér hvað hann ætlaði að segja. Hann lagði til, í sem skemmstu máli sagt, að einn af okkur skyldi deyja svo að hinir fengju komist af... Ég hafði í nokkurn tíma leitt hug- ann að möguleikanum á að við neyddumst til að lúta að þessu hinsta, skelfilega neyðarúrræði og hafði á laun ákveðið að mæta dauð- anum í hvaða mynd eða við hvaða kringumstæður sem væri, fremur en að grípa til slíkra ráða. Og þessi ákvörðun hafði ekki haggast að neinu leyti við þær ógurlegu hung- urkvalir sem ég nú leið. Þeir Peters eða Ágústus höfðu hvorugur heyrt uppástunguna. Ég tók Parker því á eintal; og meðan ég í huganum bað Guð um kraft til að telja hann af þeim hræðilegu áformum sem hann bjó yfir, vandaði ég um við hann í langan ti'ma og þrábað hann á auð- sveipasta hátt í nafni alls er honum væri heilagt og hvatti hann með rök- um af öllu því tagi sem alvara máls- ins gaf tilefni til að beita, að láta hugmyndina lönd og leið og nefna hana við hvorugan þeirra hinna. Hann hlustaði á allt sem ég sagði án þess að reyna að andmæla nein- um af röksemdum mínum, og ég var farinn að vona að hann fengist til að gera eins og ég óskaði. En þegar ég hætti að tala sagðist hann vita mjög vel að allt sem ég sagði væri satt og að grípa til slíkra meðala væri hrylli- legasti kostur sem manni gæti hug- kvæmst; en að hann hefði nú þrauk- að svo lengi sem mannlegt eðli fengi afborið; að það væri ónauðsynlegt að allir færust, þegar til greina kæmi og jafnvel líklegt að með dauða eins gætu aðrir bjargast um síðir; hann bætti við að ég gæti sparað mér þá fyrirhöfn að reyna að fá hann til að hætta við ráðagerð sfna, því hann hefði að fullu gert upp huga sinn um þetta... Hugmynd Richards Parkers Þegar ég fann að honum varð ekki haggað af neinu sem ég sagði í mildum tóni, breytti ég um fram- komu og sagði að hann hlyti að sjá að ég hefði beðið minni skaða en nokkur okkar við þau stóráföll er við hefðum orðið fyrir; og að þar af leið- andi væri heilsa mín og styrkur á þessari stundu langtum meiri en hans, eða þeirra Peters eða Ágústus- ar; í sem skemmstu máli sagt væri ég fær um að fá mínu framgengt með valdi, ef mér þætti nauðsyn bera til; og reyndi hann á einhvern hátt að kynna þeim hinum blóðugar mannætufyrirætlanir sínar, hikaði ég ekki við að kasta honum í sjóinn. Við þessi orð greip hann þegar um hálsinn á mér og um leið og hann dró upp hníf, gerði hann nokkrar ár- angurslausar tilraunir til að stinga mig í kviðinn; ekkert annað en ákaft magnleysi hans kom í veg fyrir að honum tækist að vinna þetta grimmdarverk. Á meðan, þar sem ég fylltist óskaplegri reiði, dró ég hann út að hlið skipsins og var eindreginn ásetningur minn að kasta honum útbyrðis. En honum var forðað frá þessum örlögum vegna íhlutunar Peters, sem nú gekk nær, skildi okk- ur að og spurði um orsakir illind- anna. Parker sagði honum hverjar þær væru, áður en ég gat fundið leið til að hindra hann í því á einhvern hátt. Áhrifin, sem orð hans höfðu, voru jafnvel enn skelfilegri en ég hafði búist við. Bæði Ágústus og Peters, en svo er að sjá sem þeir hafi lengi alið með sér á laun sömu óttalegu hugmyndina og Parker hafði aðeins orðið fyrstur til að brydda upp á, studdu hann í fyrir- ætíun hans og kröfðust að henni yrði strax hrundið í framkvæmd. Ég hafði reiknað með að í það minnsta annar þeirra réði enn yfir nægum hugarstyrk til að taka af- stöðu með mér í að standa gegn sérhverri tilraun til að láta svo hræðileg áform verða að veruleika; og með hjálp annars þeirra hefði ég ekki óttast að ég gæti ekki hindr- að að það gerðist. En þar sem þær væntingar mínar brugðust, varð Skipbrotsmenn höfðu áður viðurkennt að hafa lagt sértil munns kjöt látinna fé- laga sinna, þegar hungurdauðinn blasti við þei. fullkomlega nauðsynlegt að ég hugsaði um öryggi sjálfs mín, því frekari mótstöðu af minni hálfu gætu félagar minir, svo hræðilegar sem kringumstæður þeirra voru, litið á sem næga afsökun fyrir að neita mér um að gerast fullgildur þátttakandi f harmleiknum sem ég vissi að senn yrði að veruleika ..." Enn einn Richard Parker ét- inn? Þeir félagar draga um mislangar flísar og skal sá verða drepinn og ét- inn sem fær minnstu flísina. Ágústus og Peters draga strax langar flfsar og eftir mikið taugastríð milli sögu- mannsins Pyms og Richards Park- ers, þá dregur Parker flísina sem merkir að hann skuli deyja. Og sögu- manninum Pym verður svo mikið um að hann fær aðsvif. „Ég rankaði við mér nógu snemma til að verða vitni að lokum harmleiksins með dauða þess manns sem einkum hafði stutt að því að setja hann á svið. Hann sýndi alls enga mótstöðu og var stunginn í bakið af Peters, en þar með féll hann samstundis dauður. Ég fæ mig ekki til að dvelja við þann ægilega máls- verð sem á eftir fylgdi. Slíkt er hægt að setja sér fyrir sjónir með hjálp ímyndunaraflsins, en orð hafa eng- an mátt til að láta hugann meðtaka makalausan hrylling veruleikans. Látum nægja að segja að eftir að hafa slökkt brennandi þorstann sem þjáði okkur í blóði fórnarlambsins og komið okkur saman um að fjar- lægja hendurnar, fæturna og höfuð- ið og fleygt þessu, ásamt innyflun- um, í sjóinn, gleyptum við í okkur, bita fyrir bita, afganginn af líkaman- um á fjórum síeftirminnilegum dög- um.“ Bók Poes kom út 1838, fjörutíu ámm áður en skútan Mignonette lagði úr höfn með Richard Parker innanborðs. Þessi tilviljun þykir að vonum hin furðulegasta, en reyndar hafa rannsóknir manna leitt í ljós að vilji menn leggja fyrir sig sjó- mennsku, þá sé nafnið Richard Parker afar óheppilegt, því ólán og hörmungar virðast beinlínis elta menn með þessu nafni um leið og stíga á skipsfjöl. Árið 1796 höfðu sjóliðar í breska sjóhernum gert uppreisn á skipalæginu Nore í Thames-ánni. Þeirri uppreisn stýrði fyrrum sjóliðsforingi að nafni Ric- hard Parker og eftir að uppreisnin hafði verið bæld niður var Parker formálalítið hengdur. Og árið 1846, þá fórst skipið Francis Speight og með því hluti áhafnarinnar. Aðrir komust af en til þess að halda lífi áður en þeim var bjargað, þá neyddust þeir til að grípa til þess ráðs að éta hluta af líkum fé- laga sinna. Og meðal sjómannanna sem fórust - og voru því væntanlega étnir - þá var einn sem hét ... Ric- hard Parker. Illugi@dv.is Febrúar2003 „Þetta var ekki poppur. “ EivörPáls- dóttir tók þátt í Eurovision, en sigraði ekki. „Það er ömurlegt hvað ömurlegt hvað íslenskir skemmtistaður eru mikill óraun- veruleiki. Þar eru flestirað leika einhvern annan og mjögfáir eru þeir sjálfir. Þess vegna held ég að það sé mjög óraunverulegt að œtla að fina maka sinn á djamminu." Kolbrún Bjömsdóttir í Djúpu lauginni í helgarviötali. „Ég á enga vini sem hafa verið í eiturlyfjum eða öðrum al- varlegum vand- ' rœðum. Hins- vegar hefég séð margafara illa að ráði sínu. “ Jón Ólafsson tónlistarmaður. „Eina sem við lœrum um Vatna- jökul í skóla er að hann erstærsti jökull í Evrópu - það gerir hann að hálfgerðri klessu á landa- kortinu. En hjá Ómari lifn- aði hann við, hann gafokk- ur það sem við eigum. Ef eitthvað er tákn fyrir ísland er það Vatnajökull. Björk benti á að okkur vantaði tákn. Ómargaf okkurþað." Elísabet Jökuldóttir í við- tali um hálendismál. Hars 2003 „Get ekki stjórnað mínu lífi afótta við 1 að það líti illa útgagnvart ein- hverjum öðrum. Ég hefaldrei gefið frelsi mitt eftir til Sjálfstæðisflokks- Hreinn Loftsson í viðtáli eftir bolludagssprenging- una miklu „Hér er rekin á hendur mér rógsherferð illra inn- rættra manna í Sjálfstæðis- flokknum. En hún rennur út í sandinn þegar menn sjá hver óheilindi þessara manna eru. Eftir einn bœj- arstjórnarfundinn á dögun- um siguðu þeir meira að segja löggunni á migsem lét mig blása til að athuga hvort ég vœri ölvaður á bílnum. “ Andrés Sigurmundsson, bœjarfulltrúi í Vestmanna- eyjum, ómyrkur í máli á hendur samherjum sinum í bœjarstjóm. flpril 2003 „Vissulega reyn- ir talsvert á lík- amann að vera ólétt og eðlilega er ég oft þreytt. Það skal ég vel alveg viðurkenna og ég sé enga ástœðu til að vera að leika einhverja ofurkonu. En þetta er hins vegar afskap- lega ánægjuleg tilflnning, einsog það aðflnna spörkin inn í maganum á sér. Að uppgvöta þannig lífið sjálft er alveg stórkostlegt. “ Þorgeröur Katrín Gunn- arsdóttir þingmaður og verðandi ráðherra í viðtali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.