Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR
Fókus DV
En að öllum líkindum verðurþað þó ofurhetj-
an Spiderman sem mun fara með sigur af
hólmi i baráttunni um athygli bíógesta á
næsta ári.
Nú þegar Fróði hefur komið
hringnum í réttar hendur og Hilmir
er snúinn heini er eins og leggist
einhver ládeyða yfir mann. Hvað
getur mögulega toppað þrfleikinn
Hringadróttinssögu? Ævintýra-
myndir hafa þó síður en svo liðið
undir lok, því mikið sverðaglamur er
í vændum árið 2004. Tvær myndir
um hinn stríðglaða Alexander af
Makedóníu eru í vændurn, og á eftir
að koma í ljós hvor verður fyrri til.
Ein þeirra heitir Alexander, skartar
Colin Farrell í aðalhlutverki og er í
leikstjórn Oliver Stone, en hin þeirra
heitir Alexander the Great, skartar
Leonardo Di Caprio og er í leikstjórn
Baz Luhrman. Oliver Stone á að baki
myndir eins og Platoon, The Doors
og JFK, en Baz Luhrman hefur gert
myndir eins og Strictly Bailroom,
Romeo and Juliet og Moulin Rouge.
Nú á bara eftir að koma í ljós hvort
Alexander Stone’s stökkvi ölvaður
upp á stríðskerrur og lýsi því yfir að
hann sé konungur Hellena, áður en
hann verður myrtur af samsæri illra
ólífuolíukaupmanna, eða hvort í
mynd Luhrmanns hann dansi léttur
á fæti um Persaveldi syngjandi „By
the Rivers of Babylon”, verður skot-
inn í hverri prinsessunni á fætur
annarri og drekkur síðan eitur í ást-
arsorg.
Paris tekst á við sólbrúna og
stælta karlmenn
Nei, þetta er ekki annað heimilis-
myndband frá Hilton fjölskyldunni,
heldur stórmyndin Troy í leikstjórn
kafbátaforingjans Wolfgang Peter-
sen. Kyntáknið Orlando Bloom leik-
ur hetjuna Paris sem berst gegn kyn-
tákninu Brad Pitt í hlutverki AkJdles-
ar. Báðir munu klæðast pilsum í
anda tímabilsins, en ólíkt Forn-
Grikkjum herma fregnir að báðir
munu vera í nærfötum innanundir,
sem mun vafalítið valda milljónum
kvenna um allan heim vonbrigðum.
Minna er um stjörnur í nýrri
mynd um Artúr konung. Góðu frétt-
irnar eru þær að Bretar gera mynd-
ina, en það var einmitt Bretinn John
Boorman sem gerði meistaverkið
Excalibur um títtnefndan konung,
þótt reyndar hafi peningarnir í þeirri
mynd verið amerískir. Slæmu frétt-
irnar eru þær að Jerry Bruckheimer
framleiðir.
Uma Thurman sveiflar sverðinu
aftur í Kill Bill tvö. Öruggt er að
margir fleiri af mismunandi kynjum
og litarháttum munu verða drepnir
á fallegan og stflfærðan hátt, óviss-
ara er hvort mikið meira muni örla
fyrir söguþræði.
Annar maður sem lendir í úti-
stöðum í Japan er Tom Cruise í
myndinni The Last Samurai, en
hann leikur amerfskan hermann
sem þarf að velja sér bandamenn í
átökum milli keisarans og sam-
úræja. Líklega munu margir Japanir
falla í valinn sama hvernig fer.
Eitthvað loðið loðir við Hugh
Jackman
Hugh Jackman tekst á við úlfa-
menn í myndinni Van Helsing, en
hvort Wolfman Jack komi við sögu
er óljóst. Jackman hefur sjálfur áður
leikið úlfamann sem Wolverine í X-
Men myndunum tveimur. En sem
Helsing tekst hann einnig á við
skrýmsli Frankenstein, Dr. Jekyll og
herra Hyde, og erkióvin sinn Dra-
kúla. Van Helsing hefur áður verið
leikinn af sörunum Laurence Olivier
og Anthony Hopkins, svo það mun
koma í ljós hvort Hugh berji spýtum
í hjartað á vandauðum af jafn mikilli
list og verði riddari eins og Sir Mick
fyrir vikið, en sá síðarnefndi var að-
laður fyrir að hafa enst í hljómsveit
vandauðum í 40 ár.
Gary Oldman, sem síðast átti í
útistöðum við Helsing í myndinni
Bram Stoker’s Dracula árið 1992, er
þessa dagana uppteknari af að atast
í undrastráknum Harry Potter í hlut-
verki Sirius Black, en næsta Harry
Potter mynd, Flarry Potter and the
Prisoner of Azkaban, er væntanleg
næsta sumar.
Johnny Cash og the Alamo
Indverska nóttin M. Night
Shyamalan hefur áður tekist á við
drauga (6th Sense), ofurhetjur (Un-
breakable) og vatnshræddar og
fremur vitlausar geimverur (Signs).
Nú er viðfangsefni hans 19. aldar
furðuverur í myndinni The Village.
Sigorney Weaver fer með aðalhlut-
verk, og eiga furðuverurnar sára
tíma í vændum ef hörkukvendið tek-
ur þá Alien-tökum. Henni til aðstoð-
ar eru Joaquin Phoenix og Adrien
Brody á píanó. Joaquin mun hins
vegar munda gítarinn sem kántrí-
hetjan Johnny Cash í myndinni I
Walk the Line, og ljóskan Reese
Witherspoon mun leika eiginkonu
hans June Carter, en myndin er enn
í vinnslu.
Vin Diesel leikur íjöldamorðingj-
ann geðþekka Riddick í framhaldi
Pitch Black, The Chronicles of Ridd-
ick, og mun Dame Judi Dench fara
með hlutverk óáþreifanlegrar veru.
Óskarverðlaunahafinn Akiva
Goldsman skrifar handrit, en hann á
að baki myndir eins og A Beautiful
Mind og Batman and Robin. Verður
fróðlegt að sjá hvorri þessi mun
frekar lflcjast.
Handritshöfundur myndarinnar
um Artúr konung, John Lee
Hancock, leikstýrir myndinni The
Alamo, sem fjallar um hetjulega bar-
áttu Bandaríkjana gegn Mexíkó, sem
mun líklega efla þjóðernisvitund
hinna annars feimnu og varkáru
Bandaríkjamanna.
Kristur og Köngulóarmaður-
inn
The Passion fjallar um 12 klukku-
tíma í lífi Jesúsar Krists. Kristur hef-
ur aðeins hálfan sólarhring til að
sleppa úr klóm illra Rómverja og
æðstupresta, en hann þarf að velja á
milli föður síns, konunnar sem hann
elskar og örlög alls mannkyns.
Hasarhetjan Mel Gibson leikstýrir,
en hann var síðast bak við vélina í
hinni mjög svo blóðugu Braveheart.
En að öllum líkindum verður það
þó ofurhetjan Spiderman sem mun
fara með sigur af hólmi í baráttunni
um athygli bíógesta á næsta ári.
Meðan Súpermann situr enn í hjóla-
stól og fátt er vitað um fyrirhugaða
fimmtu mynd um ævintýri hans
sveiflar Spidey sér óðum í átt að bíó-
gestum. Fyrri óvinur hans, Green
Goblin, átti það til að tala við sjálfan
sig og endaði með að drepa sig á
svifbretti sínu, en í þetta sinn er
óvinurinn hinn illi Dr. Octopus, sem
rétt eins og Spidey sjálfur hefur dá-
læti á dýrum með átta örmum. To-
bey Maguire leikur Spiderman, en
Alfred Molina leikur erkifjanda
hans. Ofurhetjukvikmyndir hafa
verið afskaplega vinsælar upp á
síðkastið, en engin þó meira en
Spidey, og því líkur á að hann sveifli
sér á toppinn aftur.
valur@dv.is
1. Uma Thurman tekur á því í Kill
Bill 2.
2. Thomas Jane, sem fer með hlut-
verk The Punisher, er hörkutól
þrátt fyrir eftirnafnið enda var
honum líklega mikið strítt I skóla.
3. Adam Sandler reynir við Drew
Barrymore, (50 First Dates, en hún
segist aldrei muna eftir honum og
kennir minnistapi um.
4. Ewan MacGregor leikur pabba
Billy Crudup i myndinni Big Fish.
5. Julia Roberts, sem lék glöðu
vændiskonuna í Pretty Woman,
fer með hlutverk kennslukonu í
kvennaskóla í Mona Lisa Smiles.
6. Kyntröllið Ron Pearlman, bróðir
Cörlu úr Cheers, leikur hinn
snoppufríða Hellboy.
7. Úlfamaðurinn Hugh Jackman
leikur blóðsugubanann Van Hels-
ing.
8. Tom Cruise ríður feitum hesti í
The Last Samurai.