Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 Fókus DV Fjórtán ára stúlka fannst látin í grennd við Carbondale í Illinois á aðventunni árið 1969. Lögregla var ráðalaus og morðinginn virtist hafa gufað upp. Að morgni jóladags fundust tvær ungar konur myrtar. Þá loks komst lögreglan á sporið. Á morgni jóladags vöknuðu íbúar Carbondale við skelfileg tíðindi. Tvö morð höfðu verið framin í bænum. „Lisa er farin heim," sögðu skólafé- lagamir við móður Lisu Levering laug- ardaginn 29. nóvember 1969. Það var kalt í veðri þennan dag og Ann Lever- ing ákvað að sækja dóttur sína í félags- miðstöðina í Carbondale í Illinois í Bandaríkjunum. Lisa, sern var fjórtán ára, hafði yfirgefið félagsmiðstöðina um hálfri stundu áður en móður hennar bar að garði. Ann þótti þetta skrýtið enda hefði hún átt að rekast á dóttur sína þegar hún ók að félags- miðstöðinni. Ann Levering ók aftur heim. Húsið var mannlaust og engin ummerki um dótturina. Hún hringdi í vini dóttur sinnar en enginn hafði haft spurnir af henni. Þegar feið á kvöldið hafði Ann samband við lögreglu og sagði víst að eitthvað hefði komið fyrir dóttur sína. Hún færi aldrei út án þess að láta vita af sér. Leit hófst þegar í stað og stóð fram eftir nóttu en án árangurs. Daginn eft- ir fengu lögreglumenn fyrstu vísbend- inguna. Tvær ungar stúlkar sögðu frá manni sem hefði stöðvað bíl sinn við félagsmiðstöðina og boðið þeim far. Þær höfnuðu boðinu. Stúlkumar lýstu manninum sem 25 ára hvítum karl- manni, með brúnt liðað hár. Bíllinn var ljósleitur en þær vissu ekki hverrar tegundar. „Þetta gæti verið maðurinn. Hugs- anlega hefur hann þröngvað dóttur þinni inn í bílinn," sagði Hazel lög- Sérstæö sakamál reglumaður við Ann Levering. Leitin að fjórtán ára stúlkunni hélt áfram af fullum krafti og skömmu síðar fannst annar skórinn hennar og taska. í tösk- unni vom skilríki Lisu og aðrir munir sem hún hafði jafnan meðferðis. „Mér finnst líklegt að Lisa hafl gengið af stað frá félagsmiðstöðinni og árásarmað- urinn hafi elt hana. Hún hefur senni- lega byrjað að hlaupa og misst skóinn og töskuna á hlaupunum. Svo virðist Játaði sekt sína Kenneth Rogers gafekki viðhlítandi skýringar á morðæði sinu. Hann játaði fúsiega sekt sína en sagðist ekki hafa meira að segja um máiið. Wilma Rogers Hún var nýgift og hamingjusöm þegar bundinn var endi á lifhennar. sem árásarmaðurinn hafi náð henni,“ sagði Hazel lögreglumaður. Hundurtil aðstoðar Lögreglumenn vom ráðþrota en leitin að Lisu hélt áfram. Bæjarbúar tóku þátt í leitinni en enn án árangurs. Sex dögum síðar fengu lögreglumenn aftur vísbendingu. Heimilishundur á bóndabæ, um átta kílómetra frá Car- bondale, kom heim með skó í kjaftin- um. Húsmóðirin á bænum hafði heyrt fregnir af hvarfi Lisu og lagði saman tvo og tvo. Hún hafði samband við lögreglu og við skoðun kom í ljós að um skó Lisu var að ræða. Hundurinn var fenginn til aðstoðar og leit hófst í nágrenni bóndabæjarins. Hundurinn leiddi lögreglumenn að stöðuvatni í grenndinni og þar fannst iík Lisu Levering. Tæknideild lögreglunnar var kvödd á staðinn en hvorki fundust fót- spor né för eftir bíldekk. íbúar á svæðinu vom yfirheyrðir en enginn hafði orðið nokkurs var. Ekki fýrr en Lathin Downs, 24 ára verka- maður, var yfirheyrður. Hann mundi eftir ljósbláum bfl á svæðinu þremur Lisa Levering Lifsglaður unglingur sem átti sér einskis ills von þegar hún gekk heim á leið eftir skemmtun ífélags- miðstöðinni. dögum eftir að Lisa hvarf. „Hann var á ferðinni um miðnættið. Ég held þetta hafi verið Chevrolet og hann virtist vera mannlaus," sagði Lathin. Réttar- læknir úskurðaði sama dag að Lisu hefði verið nauðgað og hún síðan kyrkt. Hún hefði sennilega dáið fáein- um stundum eftir að hún yfirgaf fé- lagsmiðstöðina. Þekktir kynferðis- glæpamenn í Carbondale og nágrenni voru yfirheyrðir en ekkert kom út út þvi. Engin merki um átök A morgni jóladags vöknuðu íbúar Carbondale við skelfileg tíðindi. Tvö morð höfðu verið framin í bænum. Claude Worthern heimsótti Wilmu dóttur sfna, sem bjó í hjólhýsi skammt utan Carbondale, klukkan 1L um morguninn. Wilma var 25 ára og var nýgift Kenneth Paul Rogers, 29 ára, af- greiðslumanni í bókaverslun. Enginn svaraði þegar Claude knúði dyra í hjól- hýsinu. Hann opnaði dyrnar og fór inn. Við Claude blasti hreint hræðileg sjón. Wilma lá á gólfinu og við hlið hennar var nakin stúlka. Það var Bar- Barbara Case Brúðarmær Rogershjónanna. Hún bjó hjá Rogershjónunum eftir brúðkaupið. bara Case, 22 ára, sem hafði verið brúðarmær Wilmu. Barbara hafði búið með nýgiftu hjónunum í nokkrar vikur. Claude Worthern lét lögreglu vita þegar í stað. Réttarlæknir sem kom á staðinn taldi að konurnar hefðu verið myrtar kvöldinu áður. „Þær voru báðar myrt- ar. Barböru Case var augljóslega nauðgað og hún síðan kyrkt með raf- magnssnúru. Wilma ber engin merki um kynferðislegt ofbeldi," sagði James Wilson réttarlæknir. Barbara hafði einnig verið kyrkt og taldi Wilson kon- urnar hafa verið myrtar með nokkurra mínútna millibili. Claude Worthern skýrði svo frá að Wilma og eiginmaður hennar hefðu ætlað að heimsækja sig á aðfanga- dagskvöld. Þau hefðu ekki komið og þegar þau svöruðu ekki síma að morgni jóladags liefði hann ákveðið að kanna málið. Hann kvaðst ekki vita til þess að fólkið hefði átt í útistöðum við glæpalýð eða verið hótað. Kenneth Rogers var horfinn. Tæknideild lögreglunnar skoðaði hjólhýsið hátt og lágt. Það kom lög- reglumönnum á óvart að engin merki voru um átök í hjólhýsinu fyrir utan lampa sem lá á hliðinni. „Ég velti fyrir mér hvað hefur orðið um tengdason þinn. Fötin hans eru hér og engin merki þess að hann sé farinn í lang- ferð," sagði Hazel lögreglumaður við Claude Worthern. Bifreið Kenneths stóð fyrir utan hjólhýsið og vakti það grunsemdir um að Kenneth hefði sjálfur orðið fórnarlamb ofbeldis- manna. Reyndi að hengja sig Við eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að Barbara Case átti ljósbláan Ch- evrolet en slíkur bfll hafði einmitt sést í grennd við felustaðinn þar sem lík Lisu fannst. Lýsing á Kenneth Rogers og ljósbláa bílnum var þegar send til Hjólhýsi Rogershjónanna Jólahald i þessum híbýlum einkenndist afskeifiiegu of- beldi. Tvær ungar konur voru myrtar á skelfi- tegan hátt. allra lögreglustöðva í grenndinni. Ekki leið á löngu þar til leitin að bfln- um bar árangur. Ljósblái bíllinn fannst yfirgefinn nálægt bænum Ripley í Tennessee. í framsætinu lá óundirritað bréf. „Ég myrti Lisu Levering. Ég myrti Barböru og eigin- konu mfna. Ég elska hana mjög mikið. Hvers vegna? Vegna þess að ég er mjög, mjög veikur." Lögregiumenn sáu blóðbletti á stýrinu og á framsæti bflsins. Það gaf til kynna að ökumaðurinn kynni að hafa slasast. Það var þó ekki fyrr en næsta dag að upp komst að vegalög- reglan hafði tekið Kenneth Rogers upp í lögreglubfl þar sem hann gekk eftir þjóðveginum. Kenneth Rogers sagði til sín og skýrði frá því að hann væri meiddur á hendi eftir að hafa reynt að skera sig á púls. Kenneth var handtekinn með það sama og hnepptur í gæsluvarðhaid. Við yflr- heyrslur sagði Kenneth • lítið um ástæður morðanna. Hann kvaðst hins vegar hafa reynt að hengja sig í kirkju. Roger Kenneth játaði brot sínu fúslega í réttarsal. „Ég er sekur. Meira hef ég ekki að segja," sagði hann. Roger var dæmdur í tvöfalt lífstíðar- fangelsi fyrir morðin á konunum þremur. Skömmu áður en afplánun dómsins hófst var Roger ákærður fyrir nauðgun sem átti sér stað tveimur dögum áður en hann myrti konu sína og brúðarmey. Hann hlaut þriðja lífs- tíðardóminn fyrir þann glæp. Hazel lögreglumaður sagði að loknum rétt- arhöldum að líkast til hefði lögregla aldrei fundið morðingja Lisu Levering ef Kenneth Rogers hefði ekki myrt konu sína og vinkonuna, Barböru Case. arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.