Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Síða 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24 10S REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550S000 Davíð mætir í Kryddsíldina Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur þekkst boð um að mæta í Kryddsfld Stöðvar 2 sem send verður út á gamlársdag samkvæmt venju. Raddir voru uppi um að Davíð myndi sniðganga Kryddsfldina að þessu sinni vegna skoðana sinna á •eignarhaldi fjölmiðla en nú hefur öllum vafa þar að lútandi verið eytt: „Við bjóðum öllum foringjum stjórnmálaflokkanna til þessa þáttar með góðum fyrirvara og Davíð hefur meldað komu sína,“ segir Karl Garð- arsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sem Zíjfórna mun umræðum ásamt þeim Þór Jónssyni og Eddu Andrésdóttur. „Og þarna verða fleiri en foringjarn- ir því Páil Óskar og Monika skemm- ta og svo kjósum við mann ársins." Kryddsfldin hefst stundarfjórð- ungi fyrir klukkan eitt á morgun en áður hitar Egill Helgason upp með Silfur sitt frá hádegi og lítur yfir farinn veg ásamt valinkunnum mönnum af ýmsum stigum þjóðfélagsins. I sjálfri Kryddsíldinni er gestum boðið upp á kryddsíld með snafs og bjór: „Jú, jú, þetta er alvöru áfengi og menn ráða því að sjálfsögðu hvort þeir neyta þess. Það er svona upp og ofan hvort þeir þiggja það,“ segir Karl fréttastjóri. U M -VERSLUN & ÞJONUSTA RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf. arshöfða 1. Rvk. Simi 514 1122 www.n-verslun.is • Ein skærasta popp- stjama samtímans, Biggi í •■Waus, vinnur nú að gerð sólóplötu sem væntanleg er á markað áður en langt um líður. Maus gaf út disk fyrir jólin og er hann söluhæstur í flokki rokkhljóm- sveita; nálgast þrjú þúsund eintaka múrinn en það samsvarar þriggja milljóna eintaka sölu í Bandaríkjunum. Biggi er þó ekki sá eini í Maus sem hyggur á sóló- feril á þessu sviði því fleiri meðlimir sveitarinnar munu vera í svipuðum að- gerðum. Biggi sló þó flest- um tónlistarmönnum .’fendsins við fyrir jólin þeg- ar hann samdi sérstakt jólalag, hljóðritaði og sendi út í stað jólakorta. Fengu útvaldir og una glaðir við ... • Háir og lágir lentu í vandræðum í umferðinni í snjónum sem kyngdi niður í áður óþekktum mæli í höfuðborg- inni í gær. Meðal þeirra var bisk- upinn sem festi veraldlegt farartæki sitt í Mjóddinni. Til allrar guðs lukku bar björg- unarsveitarmenn að og losuðu þeir biskupinn og bifreið hans. Eftir það gat ^ v?fcrra Karl Sigurbjömsson ekið veginn breiða að mestu hindrunarlaust til sinna heimabyggða... Verðurhannjafn hress og í fyrra? / Þaö syngun enginn leiður maður 13 í fangakórnum a Hrauninu Elvis Presley Söng Jailhouse Rock. fangavörður sem var á tónleikunum en vildi ekki láta nafns síns getið. Um hollustu söngs innan múr- anna þarf vart að orðlengja. Heims- frægt er þegar kántrýsöngvarinn Johnny heitinn Cash söng fyrir fang- ana í San Quentin fangelsinu al- Sr. Gunnar Björnsson Stjórnar föngunum. ræmda. Fer ekki sögum af ann-arri eins betrun forhertra í langan tíma. Þá lét Elvis Prelsy ekki sitt eftir liggja þegar hann sveiflaði sér í rimlunum í Jailhouse Rock. Svo ekki sé minnst á Fangakórinn eftir Verdi. Eða eins og einn tónleikagestanna orðaði Johnny Cash Söng iSan Quentin fangelsinu. það: „Þegar söngur heyrist úr fang- elsi veit maður að það er von.“ Ekki er gert ráð fyrir að fangarnir þrettán á Litla-Hrauni syngi utan fangelsisveggjanna. Til þess fá þeir ekki leyfi þótt áhuginn sé mikill, bæði innan girðingar og utan. Fangkórinn á Litla-Hrauni hélt sína fyrstu tónleika á aðventunni. Var kórnum vel tekið en í honum eru 13 fangar. Gestir á tónleikunum voru álíka margir. Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á svæð- inu, hefur æft og stjórnar kórnum en á efnisskránni voru alþekkt jólalög. Að sögn fangavarðar sem á hlýddi var söngur fanganna ómþýður og samstilltur og engin rödd annarri betri. Eða eins og hann orðaði það eftir tónleikana sem fram fóru í íþróttasal fangelsisins: „Fangarnir virðast hafa gaman af þessu og þarna sannaðist að það syngur eng- inn leiður maður.“ Ekki mættu þó allir fangarnir á Litla-Hrauni á tónleika félaga sinna. Munu vera skiptar skoðanir meðal fanganna um framtakið, og þá sér- staklega það uppátæki að syngja jólalög í íþróttasalnum. Margir fang- anna munu vera trúleysingjar og hafa meiri áhuga á íþróttum en trú- málum. Fangarnir þrettán, sem í kómum eru, gáfu þó ekkert eftir og allt í sönginn og láta aðfinnslur sem vind um eyru þjóta. Á aðfangadag hélt kórinn svo aðra tónleika sína samhliða messu séra Gunnars Björnssonar í fangels- inu. Enn og aftur var sungið í íþróttasalnum við svipaðar undir- tektir og fyrri daginn: „Þetta er í fyrsta sinn sem kór er starfræktur hér í fangelsinu og von- andi er hann kominn til að vera. Upphafið má rekja til þess að Jó- hannes í Bónus gaf hingað píanó og á þvf byggist allt þetta starf," sagði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.