Dagblaðið - 12.05.1976, Page 24
Dráttarhruulin í Kcflavík. — vi'tlvanjjUr hrortalcnra vihburrta (DB-
mynd OV).
Re.vkvískir lögregluþjónar á
vakt í gærkvöldi og i nótt.
fengu fyrirskipun um aö gefa
þýzka sendiráóinu við Túngötu
og bústað sendiherrans sér-
stakan gaum. Áttu lögreglu-
menn að aka reglulega framhjá
húsunum og kanna hvort
nokkuð óeðlilegt væri á se.vði i
nágrenninu. Attu þeir alls ekki
að stoppa við húsin. sæju þeir
ekkert, heldur vera stöðugt á
ferðinni.
Ráðstafanir þessar standa i-
sambandi við sjálfsmorð Ulriku
Meinhof, seni stuðningsmenn
hennar túlka sem morð þýzkra
yfirvalda og hafa þegar framið
riermdarverk.
Sem kunnugt er, var sett
skothelt gler í vestur-þýzka
sendiráðið í fvrra, svo það
verður að teljast vel útbúið í
þessu tilliti. Blaðinu er ekki
kunnugt um að lögreglan hafi
arðið vör við neitt óeðlilegt í
nótt.
-G.S.
Búnoðarbankinn keypti
Yotmúki ú 30 milljóiiir
Búnaðarbanki lslands hefur
nú keypt jörðina Votmúla í
Sandvíkurhreppi á 30 milljónir
króna. Til viðbótar við það
kemur uppgjör jarðagjalda, en
ábúandi og í þessu tilfelli eig-
andinn, Þórkell G.
Björgvinsson, fær að búa á jörð-
inni um sinn, sem þó er háð
einhliða samþykki kaupenda.
Fasteignamat jarðarinnar er
um 1200 þúsund, en Þórkell
keypti jörðina árið 1970 á 1950
þúsund krónur. Fyrir hönd
Búnaðarbankans undirrituðu
Stefán Hilmarsson og Magnús
Jónsson og ekki er minnzt á
vaxtagreiðslur í kaupsamningn-
um, sem gerður var 7. maí s.l.
„Mönnum þykir það dálítið
furðulegt, að bankinn skuli
geta snarað út þessari upphæð
á meðan bændur geta ekki
fengið meira en 500 þúsund til
jarðakaupa,” sagði Páll Lýðs-
son, hreppstjóri Sandvíkur-
hrepps, í viðtali við DB „Þetta
er sama upphæð og Selfoss-
hreppi bauðst að kaupa jörðina
á og bankinn á örugglega eftir
að hagnast á þessum viðskipt-
um.
„Það eina sem ég get sagt við
þessar fréttir er að ég sem
oddviti þáverandi hrepps-
nefndar var fylgjandi kaupun-
um,” sagði Öli Þ. Guðbjartsson
oddviti Selfosshrepps er blaðið
hafði samband við hann. „Mín
skoðun á málinu hefur ekki
breytzt.”
—HP.
Mörgu ósvarað í Geirf innsmólinu:
Var ham fifondl?
GUÐRtJN ERLA, — hún hefur
viðurkennt að hafa skotið
mann sem gæti verið
Geirfinnur. Saga hennar virðist
þó næsta ótrúleg eins og Saka-
dómur hefur skrifað hana og
matað fjölmiðla á henni.
Hver hefur sagt að maður-
inn, sem Erla skaut og talinn
er hafa verið Geirfinnur, hafi
verið lifandi þegar hún skaut á
hann? Þetta er ein af mörgum
spurningum sem vakna við ó-
fullkomna fréttatilk.vnningu
frá Sakadómi Reykjavíkur.
Ekkert hefur komið fram
um að það hafi verið staðfest
aó maðurinn hafi enn verið
lifandi, eftir þá meðferð sem
hann hafði hlotið.
Hvað var þetta fólk að gera i
Dráttarbrautinni í Keflavík í
þetta sinn? Hafði það komið
þangað af sjálfsdáðum eða var
það boðað þangað? Hver
boðaði það?
Hvers vegna bað lögreglan
ekki fvrr um upplýsingar frá
aimenningi um mikilvæg at-
riði málsins en búið var að láta
gæzlufahgana fjóra lausa?
Dagblaðið nefndi í gær fjöl-
margar aðrar spurningar, sem
ósvarað er.
—HH
FRETTATILKYNNINGIN
BEINLÍNIS VILLANDI
— segir Hafsteinn Baldvinsson hrl.
„Fréttatiikynning sakadóms
er beinlínis villandi um viss
atriði,” sagði Hafsteinn
Baldvinsson hrl., réttargæzlu-
maður Magnúsar Leópolds-
sonar frkvst., í viðtali við Dag-
blaðið. Benti lögrriaðurinn í
þessu sambandi á eftirfarandi
kafla til dæmis um þetta:
I tilkynningu sakadóms segir
orðrétt: „Kristján Viðar og Erla
töldu sig bera kennsl á nokkra
þeirra, sem voru þarna staddir
á athafnasvæði Dráttarbrautar-
innar. og voru þeir Einar
Gunnar Bollason, Magnús
Leópoldsson, Valdimar Olsen
og Sigurbjörn Eiríksson til-
greindir í þvi efni, en þeir hafa
staðfastlega neitað því."
Erlu og Kristjáni Viðari
hefur alls ekki borið saman í
framburði sínum fyrir rétti um
þetta atriði. Er rétt, að fram
komi, að Erla hefur borið að
hafa séð Magnús Leópoldsson
þarna, sem og stóran mann með
vindil, sem hún telur að geti
hafa verið Sigurbjörn Eirlks-
son.
Kristján Viðar hefur hins
vegar borið að hann hafi þarna
séó Einar Bollason og Valdimar
Olsen á umræddum tíma.
Það sem fram hefur komið
við yfirheyrslur um þetta atriði
er því í raun mjög á annan veg
en skilið verður í frásögn
fréttatilkynningar sakadóms.
Er full ástæða til að itreka það
sem fram kom í Dagblaðinu í
gær, að fréttatilkynningin
vekur mun fleiri spurningar en
hún svarar. Engum þeirra
hefur enn verió svarað, og þá
ekki frekar greint frá fjar-
vistarsönnunum fvrrverandi
gæzlufanga en öðrum veiga-
miklum atriðum.
BS
Portúgal við bankann...
Það þarf ekki glöggt gests-
auga til að sjá að íslendingar
eiga við ofdrykkjuvandamál að
stríða. Jafnvel i hjarta borgar-
innar má sjá rónana svonefndu
vera að blanda sér morgun-
kokkteilinn, Eau de Portugal
blandað út í maltöl. Síðan hefja
þeir drykkju sína, jafnframt
því sem þeir svífa á fólk og
spyrja: „Máttu missa
hundrað. ..?” Þessi sat undir
vegg sjálfs Útvegsbankans og
blandaði (DB-mynd Björgvin),
fijálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1976.
i«
„ISLAND HEFUR
AÐDÁUN
ÞJÓÐANNA
— segir bandarískt blað
um iandhelgismdlið
„Litla ísland hefur skapað
sér aðdáun þjóða og einstakl-
inga um allan heim með því að
slíta stjórnmálasambandi við
Bretland vegna þorskastríðs-
ins og taka að sér hlutverk
„músarinnar, sem öskraði”?”
Þetta segir í leiðara blaðsins
Albuquerque Journal í Nýju
Mexíkó í Bandaríkjunum.
Blaðið ræðir um, að miklu
meiri hætla sé samfara skorti á
alþjóðalögum um fiskveiðilög-
sögu og efnahagslögsögu en
hættan sé, sem stafi af átökum
í Mið-Austurlöndum annað
veifið.
Aðgerðir íslendinga og
væntanleg útfærsla Banda-
ríkjamanna muni ýta við öllum
þjóðum í þessum efnum. —HH
Héðinsinnbrotíð:
Lögreglan vill
tala við bílstjóra
Eins og flestum er
kunnugt var framinn stór-
þjófnaður í Vélsmiðjunni
Héðni í nóvember sl.
Að gefnu tilefni álítur
rannsóknarlögreglan að við-
komandi aðili hafi tekið sér
far með leigubíl úr vestur-
bænum upp í Laugavegsapó-
tek og síðan aftur vestur í
bæ. Maðurinn, sem mun
vera sá hinn sami og sat í
gæzluvarðhaldi vegna
málsins í vetur, er talinn
hafa ver-ið með blæðandi sár
undir hökunni.
Rannsóknarlögreglan
beinir þeim eindregnu til-
mælunt til viðkomandi bíl-
stjóra, að hann gefi sig fram.
— JB —
Ekið í veg fyrir
lögreglumann
ú bifhjóli
Ekið var t veg fyrir lögreglu-
mann á bifhjóli á gatnamótum
Skothúsvegar og Sóleyjargötu
um klukkan hálffimm í gær.
Lögreglumaðurinn féll af
hjólinu, en slapp ómeiddur.
Ökumaður bílsins, sem
slysinu olli, ber að hann hafi
ekki séð mótorhjólið nógu
snemma til að forðast
árekstur, þar eð það hafi verið
í hvarfi við bil sem ók á undan
því. —AT—
V-ÞYZKA SENDIRAÐIÐ UNDIR
STRÖNGU EFTIRLITI
— Víðbúnir hryðjuverkum
Baader-Meinhof