Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAÍ 1976. — erum ánœgðir með árangur œfingarinnar, segir Guðjón Petersen „Flugslys" á Reykjavíkurf lugvelli: Lœknanemar áttu heiður- inn af þeim „slösuðu" Nœtursvall í góðviðrinu í Reykjavík: Sóttu á svalir Alþingis — rifu borða og brutu rúðu Mikil ólæti og ölvun áttu sér st,að f miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöldið og fram eftir nóttu. Stóðu ólætin með ýmsum blæbrigðum fram eftir nóttu allt fram undir kl. 4 að morgni laugardags. Áttu lögreglumenn í miklum önnum og friður komst ekki á fyrr en farið var með bíla og lið manna og óláta- hóparnir grisjaðir og þeir sem dólgslegast létu fluttir á brott. Tveir piltar klifruðu upp á svalir Alþingishússins og urðu lögreglumenn að sækja þá þangað upp. Þá var brotin rúða í hurð Þallar við mót Austur- strætis og Aðalstrætis. Gerðist það meðan söluskálinn var enn opinn og þóttust menn vera að mótmæla afgreiðsluháttum í Þöll. Oft var hringt og tilkynnt um slagsmál en þeim var ævinlega lokið er lögreglumenn komu á staðinn. Loks var ráðizt að aug- lýsingaborða Listahátíðar sem strengdur var yfir Austur- stræti. Var hann rifinn niður og hvarf með öllu. Hefur ekkert af honum fundizt enn. Ekki náðust þeir er þar voru að verki. Lögreglan telur að góða veðrið hafi haft þau áhrif að fólkið ráfaði um miðbæinn svo lengi. Eitthvað ófegurra mun orsök skemmdarverkanna sem framin voru og illindanna. —ASt. 13 teknir ölvaðir við akstur Þrettán ökumenn voru tekn- ir fyrir meinta ölvun við akstur á götum Reykjavíkur um helg- ina. Tölur þessar ná yfir tíma- biiið frá klukkan liðlega 3 að morgni föstudags til kl. 5.30 á Vestmannaeyjaflugvélin sem „sprengingin” varð í. Slökkviliðí- maður þvær froðuna af vélinni eftir æfinguna. Siökkvilið og björgunarsveitir sáu um að koma fólki á spítala. Læknanemar fyigdust með og dæmdu um hvort menn iétust í Hutningi. Siökkviiiðsmenn flytja „látna og slasaða” út úr véiinni. Stórtíðindalaus ölvunarhelgi Fangageymslur fullar Fangageymslur lögreglunnar snarfylltust snemma á föstu- dagskvöld. Er slíkt ekkert eins- dæmi. Ölvun var hins vegar mikil og almenn í Reykjavík þetta kvöld. Höfðu lögreglu- menn af því miklar annir. Ekki dró til stórtíðinda. Aðfaranótt laugardags var rúða brotin í hurð á bakhlið verzlunar SS við Háaleitis- braut. Ekki er vitað hvort ein- hverju var stolið enda óhægt um vik að kanna það í þeirri verzlun. Brotizt var milli íbúða í húsi við Bergstaðastræti. Þar var um skemmdarverk að ræða og engu stolið. Skemmdarverk voru unnin í ölæði í Umferðarmiðstöðinni á laugardagskvöldið og á sunnu- dagsmorgun var tilkynntur þjófnaður á hljómflutnings- tækjum úr íbúð í austurborg- inni. Ölvun var mikil á sunnudags- nótt, einkum er líða tók á nóttina. —ASt. Hlaut spark í andlit í Óðali Enn kom til átaka á Óðali við Austurvöll aðfaranótt sunnu- dagsins. Tveir gestanna urðu ósáttir og skyldu nú hnefar látnir ráða málum til lykta. Ekki var farið eftir neinum viðurkenndum hnefaleikaregl- um og fljótlega lauk átökun- um með því að annar gestanna sparkaði í andlit hins. Lögreglumenn af miðborgar- stöð komu á vettvang. Sá sem sparkið hlaut var fluttur í slysa- deild og þar gert að sárum hans Sá er sparkaði gisti fanga- geymslur. —ASt. Læknar þustu út á flugvöll ásamt hjálparsveitum. Hér stumrar eiun yfir „slösuðum” manni. A bak við er Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri. Lið hans þótti standa sig vel á æf ingunni. A spítulum tók gjörsamlega óviðbúið starfsfólk við flugfar- þegunum og veitti þeim að- hlynningu. DB-myndir Ragnar Th. Sigurðs- son. Flugstjóri Fokkerflugvélar, sem var að fara f áætlunarflug til Vestmannaeyja, tilkynnti klukkan níu mfnútur yfir þrjú á laugardaginn að sprenging hefði orðið f flugvél sinni. Slökkvilið Reykjavfkurflug- vallar og Reykjavíkur, svo og lögregla og hjálparsveitir, brugðu skjótt við og skunduðu á slysstað. Þegar þangað kom var öllum tilkynnt að um æf- ingu frá Almannavörnum væri að ræða. „Gegnumsneitt erum við mjög ánægðir með viðbrögð manna við þessu slysi,” sagði Guðjón Petersen fulltrúi Al- mannavarna er DB spurði hann um árangur æfingarinnar. „Þegar í stað komu þó í ljós nokkrir vankantar, svo sem á fjarskiptasambandi frá flug- turni við lögreglu. Einnig var greiningarlæknir frá Borgar- spítalanum nokkuð lengi á leið- inni, en orsakir þess koma í ljós er við förum að rannsaka frum- skýrsluna sem var gerð eftir „slysið”.” Fokkerflugvélin var full af farþegum, „af báðum kynjum, öllum stærðum , og gerðum”, eins og Guðjón kömst að orði. Það var hópslysanefnd, sem læknanemar við Háskóla Is- lands hafa komið á laggirnar, sem sá um að afskræma hina slösuðu. Hópslysanefndin fylgdi einnig hinum slösuðu eftir frá slysstað á spftalana og dæmdi um hvernig meðferðin hefði verið og hve margir hefðu látizt f meðförum. „Læknanem- arnir unnu ómetanlegt starf við þetta „flugslys”,” sagði Guðjón Petersen. Almannavarnir eru sérstak lega ánægðar með viðbrögð slökkviliðanna á Reykjavíkur- flugvelli og í Reykjavík. Við- brögð þeirra voru til fyrir- myndar og virðast slökkviliðin í mjög góðri æfingu. Lögreglan þótti koma óvenju seint á slys- stað. Guðjón Petersen sagði skýringuna á þvf vera þá að lögreglan dreifðist á lang- stærsta svæðið af öllum flokk- um. Hún hefði þegar farið f að loka öllum leiðum að flugvellin- um svo og að sjá um að flutn- ingar til sjúkrahúsa gengju sem greiðlegast. Undirbúningur þessa „flug- slyss” hófst fyrir um það bil mánuði. Það var Hafþór Jóns- son frá Almannavörnum sem átti mestan veg og vanda af skipulagningu þess í samvinnu við Gunnar Sigurðsson flugvall- arstjóra, Sverri Jónsson frá Flugfélaginu og yfirmenn lög- reglu og slökkviliðs. Á þeim rúmlega klukkutíma, sem tók að afgreiða „slysið” sveimuðu nokkrar flugvélar yfir flugvellinum. Meðal þeirra var flugvél frá Flugfélagi Is- lands, sem var að koma úr áætl- unarflugi frá Vestmannaeyj- um, og nokkrar litlar vélar. — AT — sunnudagsmorgun. Lögreglan á Selfossi tók tvö ökumenn um helgina grunaða um ölvun við akstur. —ASt. Á 6 hross en hefur enga aðstöðu Þau eru nú í vörzlu lögreglu Sex hross eru nú á vegum Árbæjarlögreglunnar í rétt við eitt hesthúsa Fáks við Elliðaár. Þarna hafa hrossin dúsað í fjóra daga og verða að minnsta kosti viku til viðbótar. Hross þessu eru í eigu gamals manns sem með engu móti vill missa þau. Hann hefur þó enga aðstöðu fyrir þau og því lentu þau í höndum lögreglunnar. Hrossunum var komið fyrir í vetur en var síðan sleppt á land lögreglunnar. Þau voru síðan rekin út og lentu á þvælingi unz taka varð þau úr umferð. Lögreglan hefur enga aðstöðu til að hýsa hross, þó henni beri skylda til slíks er hross lenda á vergangi. Hefur lögreglan augastað á bragga í Víðidal sem borgin á. Þann bragga hefur hún ekki ekki fengið þrátt fyrir þrábeiðni. Bragginn myndi leysa vandann. ASt. Lík konu fannst í fjöru Skerjaf jarðar Miðaldra kona fannst látin í fjörunni milli Nauthólsvíkur og olíustöðvarinnar í Skerjafirði kl. 16.13 á föstudaginn. Við athugun kom í ljós að hér var um að ræða lík konu sem aug- lýst hafði verið eftir meðal lögreglumanna. Hafði konan farið að heiman frá sér sl. mið- vikudag. Voru fjörur gengnar á fimmtudag í leit að henni en þá urðu leitarmenn einskis varir. Konan mun hal'a átt við van- heilsu að striða. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.