Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNl 1976. Fjölbreytt úrvalaf vönduðumog fallegum sumarfatnaði á börnin. *elfur tízkuverzlun œskunnar Þingholtsstrœti 3 Sími10766 Jarðeigendur! Óskum eftir landi til túnþökuskurðar gegn góðri greiðslu. Uppl. í síma 30730 og 30766. Stúlka óskast á blaða- og bókadreif- ingu. Þyrfti að geta byrjað sem allra fyrst. Uppl. leggist inn á afgreiðslu Dagblaösins fyrir föstudagskvöld merkt: „Afgreiðslustörf 1105“. Líbanon: 6-10 þúsund manns til friðargœzlu Búizt var viö forseta Samtaka Arabaríkja til Líbanon i dag þar sem hann ætlar að gera enn eina tilraunina til þess aö koma á friði í landinu. Mohmoud Riad, sem hefur verið í Damaskus síðan á föstu- dag, sagði á blaðamannafundi þar, að friðargæzlusveitir Arabaríkja, sem í allt teldu á milli sex og tíu þúsund menn, gætu verið tilbúnar til farar innan tíu daga. Sýrlendingar hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að skipta sér af málefnum Líbana og ut- anríkisráðherra Egyptalands, Ismal Fahami, sagði í gær, að hann teldi, að algjört öngþveiti gæti skapazt á þessum slóðum Sendinefnd Libanon-stjórnar kom til New York í gær til þess að reyna að beita sér gegn því að málið yrði rætt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, enda telja þeir þetta vera málefni, sem þeim einum komi við. r m „ENGAR HREINSANIRIUGANDA" — segir Amin Idi Amin Ugandaforseti hefur staðfastlega neitað að einhverjar hreinsanir hafi farið fram í landinu eftir misheppnað morðtilræði _ við hann í síðustu viku. Þá sagði hann einnig, að enginn ráðherra hans hafi verið hand- tekinn Að sögn ferðamanna, sem komið hafa frá Uganda síðan tilræðið var gert, virðist sem hermenn hafi safnað saman fjölda fólks, sumir segja allt að 2000 manns, og tekið það af lífi. Þá á einn af ráðherrum í stjórn Amins að hafa verið fluttur til yfirheyrslu í fangelsi 1 Kampala. Amin, hefur, eins og. við mátti búast, brugðizt illa við þessum sögum og segir, að þær muni aðeins skaða samband Uganda við önnur lönd. Sér- staklega aðvaraði hann brezka þegna við því að breiða út ósannar sögur um ástand 1 innanríkismálum Uganda. Amin slapp nauðulega, er þremur handsprengjum var varpað að bifreið hans sl. föstudag. Segir í opinberri til- kynningu, að ein sprengjanna hafi lent í andliti forsetans, en ekki hafi hann þó sakað. Idi Amin Úgandaforseti. Ródesía: Smith telur umbóta- tillögur aðgengilegar Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu, hefur látið hafa eftir sér, að margar af þeim tillögum, sem nefnd, er kannað hefur leiðir til samstjórnar hvítra manna og þeldökkra, hefur lagt fram, séu að- gengilegar. Þó taldi hann, að breytingar- tillögurnar, sem gera ráð fyrir verulegum breytingum á kosningalögum og jarðalögum í Ródesíu, gætu mætt andstöðu og þá fyrst og fremst í hægri flokki hans sjálfs. Nefndin lét kosningaréttinn ekki til sín taka, en ef kosninga- aldurinn yrði lækkaður, er allt eins líklegt, að blökkumenn, sem eru 20 á móti hverjum einum hvítum, gætu kjörið stjórn með blökkumenn í meiri- hluta, en fyrir því eru þeir nú að berjast með vopnum. Sagði Smith í útvarpsræðu í gærkvöldi, að hann teldi margar af tillöigunumskynsam- legar, en samt gæti hann ekki fallizt á þær allar. Hann skýrði mál sitt ekki frekar. Áttu leið um Snœf ellsnes? í Ólafsvík starfar sumarhótel í fyrsta sinn nú í sumar k 38 vel búin tveggja manna herbergi. k Vistlegur matarsalur. k Heimilislegur matur, kaffi og kaffibrauö, grill- réttir allan daginn. k Þægileg setustofa þar sem spjallað er saman og horft á sjónvarp. Snæfellsnes er frægt fyrir stórbrotið og fagurt landslag ðtVVJUfL> OiN Ær ÞjÞjLiOíN TjO, - VJIO I III iwn UIMVUIV. SJÓBÚÐIR HF. Olafsvík, — Sími (93)6300 Þríðja kynlífs- hneykslið á 3 vikum Bandaríski fulltrúadeildarþing- maðurinn Allan Howe, sem er þriðji þingmaðurinn á þremur vikum til að flækjast inn í kynlífs- hneyksli, heyrir nú hvatningar úr öllum áttum um að hætta þing- mennsku. Howe, sem er 48 ára mormóni ög fimm barna faðir, kemur fyrir rétt í dag sakaður um að hafa sótzt eftir viðskiptum við vændis- konu. t ljós kom að „vændis- konan” var lögreglukona í leit að væntanlegum viðskiptavinum vændiskvenna. Howe sagði eftir að hann var handtekinn, að greinilega hefði handtaka hans verið settt á svið. Hinir tveir þingmemjirnir, Ohio-demókratinn Wayne Hays og Texas-demókratinn John Young, hafa verið sakaðir af riturum sínum um að borga fyrir kynlífsævintýri sín úr ríkissjóði. Talið er að þessi mál geti orðið til að skemma verulega fyrir demókrötum i þingkosningunum í haust. „Einkaritarinn" Elísabet Ray. Þingmaðurinn Wayne Hays.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.