Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 15
dagbladh) MH>VIKUUAGUR2K. JULl 1976. 15 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Markaflóð í bikarnum! — 27 mörk voru skoruð ísex leikjum bíkarkeppni KSÍ í gœrkvöld Það skyldi þó aldrei verda að íslandsmeistarar ÍA sigruðu í bikarkeppni KSÍ! Sjö sinnum hafa Akurnesingar leikið til úrslita í bikarnum — aldrei sigrað. Nú, í gærkvöld brá svi viðað Akurnesingar sigruðu Víking 3-0 í 16-liðaúrslitum! Hvað er svo merkílegt við það? Jú, undanfarin ár hefur ávallt brugðið svo við, að það lið er sigraði Víking i bikarnum hefur staðið upp sem sigurvegari í lokin. Hafa heilladísirnar gengið í lið með Akranesi? Nú, en leikurinn í gærkvöld var fjörugur og vel leikinn af beggja hálfu — þó sérstaklega Akurnesinga. Skagamenn fengu sannkallaða óskabyrjun því eftir aðeins þrjár mínútur hafði Teitur Þórðarson skorað — með langskoti sem Uiðrik Ólafsson markvörður Víkings réð ekki við. Ekki leið nema ein mínúta og þá höfóu Skagamenn bætt við sínu öðru marki — Árni Sveins- son skoraði eftir sendingu Karls Þórðarsonar. Víkingar náðu sér aldrei á strik eftir þessa slæmu byrjun þó reyndu þeir að krafsa í bakkann og litlu munaði að Óskar Tómasson skoraði — en svo átti ekki að verða. Pétur Pétursson bætti við þriðja marki ÍA í síóari hálfleik og innsiglaði öruggan sigur ÍA. Jón Alfreðsson lék með að nýju — greinilegt var að þrátt fyrir æfingarleysi þá var hann félögum sínum mikil stoð — bæði í leik og móralskt. KR skoraði sex KR tryggði sér rétt í 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ, þegar það sigraði KA norður á Akur- eyri 6—2. Furðulegur 'leikur tveggja ólíkra háli'leikja. 1 þeim fyrri sóttu Akureyringar látlaust að marki KR — tókst aðeins að skora einu sinni. Það var á síðustu mínútu hálfleiksins, Jóhann Jakobsson var þar að verki. En þrátt fyrir markið voru Akureyringar aðeins að jafna metin — KR hafði skorað í sinni einu sókn að heitið gat — Sverrir Herbertsson. Í síðari hálfleik tóku KR-ingar öll völd og mörkin létu ekki á sér standa, enda vörn KA gatasigti líkust. Olafur Olafssón náði forystu fyrir KR, Haukur Ottesen bætti við þriðja marki KR og Halldór Björnsson hinu f jórða. Allt loft var úr KA og sáu þeir sjálfir um að skora fimmta markið. Hálfdán Örlygsson skoraði sjötta mark KR — 6—2. En markaskorari þeirra Akur- eyringa — Siglfirðingurinn Gunnar Blöndal átti síðasta orðið í leiknum, 2—6. KR heldur því áfram í 8-liða úrsiit — Akureyringar sitja heima með sárt ennið — hver ósigurinn rekur nú annan. IBK hóf vðrnina með stórsigri! Bikarmeistarar IBK hófu vörn titils síns í gærkvöldi þegar þeir fengu Vestmannaeyinga í heim- sókn — ósigraða í'2. deild í ár. Þegar upp var staðið höfðu Kefl- víkingar skorað fjórum sinnum. — Eyjamenn ekkert. En furðulegur var leikurinn — Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og áttu varnarmenn ÍBK fullt í fangi með að hemja spræka sóknarmenn tBV. Tvívegis fengu framrierjar IBV ágæt tæki- færi, en inn vildi knötturinn ekki — vörnin traust og Þorsteinn Olafsson markvörður öruggur í markinu., Það kom því nokkuð á óvart þegar Keflvíkingar skoruðu sitt fyrsta mark — gegn gangi leiksins. Jón Ölafur lék upp kantinn og gaf góða sendingu á Ólaf Júlíusson, sem skoraði af stuttu færi. Olafur skoraði annað mark IBK — þá eftir sendingu Sigurðar Björgvinssonar. Við þetta riðlaðist vörn tBV illa — og tvívegis fékk Steinar Jóhannsson góð tækifæri sem ekki nýttust. Staðan í hálfleik var því 2-0 Síðari hálfleikur byrjaði líkt og hinn fyrri — Eyjamenn sóttu stíft en þeim virtist gjörsamlega fyrir- munað að skora. Til að mynda átti Örn Oskarsson skot i stöng og Einar Olafsson bakvörður IBK bjargaði á línu. En ÍBK skoraðí sín mörk. Hinn bráðefnilegi Þórður Karlsson sendi góða sendingu fyrir markið á Gísla Torfason, sem skoraði eftir barning mikinn. Þórður var aftur á ferðinni skömmu síðar — lenti í návígi við Arsæl markvörð IBV — frá þeim hrökk knött- urinn til Rúnars Georgssonar sem skoraði örugglega, 4-0 Furðulegur leikur — en þrátt fyrir margar og góðar sóknir ÍBV þá hafði maður alltaf á tilfinningunni að vörn Keflvíkinga réði ávallt við sóknarmenn ÍBV. snerama Deygist krökurinn.... Skúli Helgason — Skúlasonar leikara — bregður á leik í hálfleik í leik FH og Þróttar. DB-mynd Bjarrileifur. Hefnd FH! FH hefndi ófara sinna gegn Þrótti á dögunum þegar liðið sigraði Beykjavíkurliðið í bikar- keppni KSt 2-0 á nýja gras- vellinum í Laugardal í gærkvöld. Því hafa FH-ingar tryggt sér rétt i 8-liða úrslit en greinilegt var á leiknum í gærkvöld, að þar fóru tvö neðstu lið 1. deildar — leikurinn var slakur og lítil skemmtun mjög fáum áhorfendum sem lögðu leið sina í Laugardalinn. Þróttur byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft að marki FH- inga, sem áttu fullt í fangi með að bægja leikglöðum Þrótturum frá marki sínu. En það tókst — og kom þar til fyrst og fremst klaufa- skapur Þróttara, sem illa notuðu upplögð tækifæri. FH náði síðan forystu á 30 mínútu fyrri hálfleiks með marki Olafs Uanivalssonar — sem skaut föstu skoti eftir að einn varnar- manna Þróttar hafði sent knött- inn til hans í vítateignum. Við þetta áfall dofnaði mjög yfir Þrótti og FH fór að sækja meira í sig veðrið án þess þó. að ógna verulega. Eftir því sem lengra á leikinn leið náðu Hafnfirðingar betri tökum á honum og síðara mark sitt skoruðu þeir á 40. mínútu siðari hálfleiks — Leifur Helgason var þá að verki. Því sigur FH 2-0 og sæti í 8-liða úrslitum. Völsunaar stöðvaðir — Blikarnir bundu enda á sigurgöngu þeirra á Húsavík Breiðablik slapp sannarlega vel frá Húsavík í gærkvöld þegar liðið heimsótti Völsung í bikar- keppni KSÍ. Breiðablik náði að sigra 3—2 og var talsverður heppnisstimpill yfir sigri 1. deildarliðsins. Völsungur hafði undirtökin í leiknum lengst af og tvívegis var 2. deildarliðið í forystu en að lok- um máttu Húsvíkingar sætta sig við tap, 2—3. Þar , með batt Breiðablik endi á sigurgöngu Húsvíkinga en í síðustu leikjum Ingi Björn í ham! Forystuliðið í 1. deild — Valur tryggði sér rétt í 8-liða úrslit bikarkeppni KSl í gærkvöld þegar Valur sigraði Hauka í Kaplakrika 4-1. Ingi Björn Albertsson var maður leiksins — fjórum sinnum sendi hann knöttinn í net and- stæðinga sínna og tryggði þar með sigur Vals. Annars var leikurinn í gærkvöld dæmigerður malar- leikur, mikið um langspyrnur. Þó fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara. Valsmenn höfðu ávalt undirtökin þó Hafn- firðingarnir berðust vel og sköpuðu sér nokkur ágæt mark- tækifæri. Ingi Björn naut góðrar aðstoðar Hermanns Gunnarssonar og Guðmundar Þorbjörnssonar þegar hann skoraði mörk sín. Hið fyrsta skoraði hann á 21. mínútu — eftir sendingu frá Hermanni. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ingi Björn við öðru marki Vals — eftir að Guðmundur hafði brotizt upp og gefið síðan á Inga Björn. Lofti Eyjólfssyni tókst- að minnka muninn fyrir Hauka fljót- lega í síðari hálfleik þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. En dýrðin stóð ekki lengi — á 30. mínútu átti Hermann góða sendingu á Inga Björn, sem skoraði örugglega. Ingi Björn skoraði skömmu síðar — hver skyldi hafa gefið á hann nema Guðmundur Þorbjörnsson. sínum hefur Völsungi vegnað mjög vel 1 2. deild og unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Nú, en Húsvíkingar náðu forystu fljótlega í leiknum og var þar að verki Hermann Jónasson við mikinn fögnuð fjöimargra áhorfenda. En mjög óvænt jöfnuðu Blikarnir fyrir hálfleik og var þar að verki Bjarni Bjarna- son. Húsvikingar létu mótlætið ekki á sig fá — Helgi Helgason náði forystu fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Ólafur Friðriksson svaraði þegar fyrir Blikana og Gísli Sigurðsson tryggði Blikun- um sigur með góðu marki. Heima- menn máttu sætta sig við ósigur — en þeir geta borið höfuðíð hátt, þvl þeir léku skínandi vel á köflum. MARTEINN TIL BELGIU „Eg fer utan á föstudag fái ég mig lausan úr vinnu og mun kynna mér aðstæður hjá belgíska 2. dcildarliðinu Union — þar sem Stefán Halldórsson er nú," sagði Marteinn Geirsson, landsliðs- maðurinn kunni úr Fram, en hið belgíska félag hefur sýnt mikinn áhuga á að fý Martcin (ieirsson i lið með scr og úri'danfarriá daga hefur vVrið ra'tl við Marlein nokkrum sinniini. lucoal annars um l'jarmálahlióina. „Eg vona að af samningum geti orðið," hölt Marteinn áfram, „en liðið cr frá Brusscl. Eg hcf cinu sinni komið á lcikvang félagsins — hann cr stór og glæsilegur. Fyrir nokkrum árum var liðið í 1. dcild cn missti sæti sitt. En vonanili lcr ;ið birta lil h.j;'i þcim." sngði Miirlcinn árt lokuni. Þcss' iri/i gcla áð l'nion Sl. Gillotsc hcl'iir' lengi vcrið slór- veldi i belgískri knattspyrnu — 11 sinnum hefur félagið unnið belgíska meistaratitilinn — aðeins Anderlecht hefur unnið oftar, 16 sinnum. Fyrir nokkrum árum hallaði hins vegar undan fæti fyrir Union — félagið missti sæti sitt í l.deild. Stefán Halldórsson mun í kvöld leika æfingaleik með Union og skýrast þá línurnar hvort Stefán gcri samning við félagið eða ckki. Því er hugsanlcgt að tveir ís- lendingar gcri samning við þclta fncga lið — þá yrðu fjórir at- vinnumcnn í belgískri knatt- spvrnu, fjölgun uin 100%! h halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.