Dagblaðið - 08.11.1976, Page 12

Dagblaðið - 08.11.1976, Page 12
12 IÍAÍJBLAÐIÐ. MANUDAíJUR 8. NOVEMBER 1976. Ný sending Loðfóðraðir kuldaskór fyrir alla fjölskylduna. Tilvaldir skór fyrir íslenzka veðráttu, þola | frost og bleytu. Mjög slitsterkir. Litur: Dökkbrúnt Stærðir 24-46 Verð frá 2315 til 3465 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjusræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181 BIFREIÐASTILUNGAR Við framkvæmum véla-, hjóla-, Ijósastillingu og ballansstillingu á hjólbörðum Eftirfarandi atriði eru yfirfarin í vélastillingu: 1. Skipt um kerti og platínur. 2. Mæld þjappa. 3. Athuguð og stillt viftureim. 4. Hreinsuð eða skipt um loftsíu. 5. Stilltur biöndungur og kveikja. 6. Mældur startari, hleðsla og geyi 7. Mældir kerlaþræðir. 8. Stilltir ventlar. 9. Hreinsuð geymasambönd. 10. Hreinsaður öndunarventill. 11. Hreinsuð eða skipt um bensínsíu 12. Þrýstiprufað vatnskerfi Vélastilling sf. AUÐBREKKU 51 KÓP. SÍMI 43140 0. ENGILBERTSSON Laust starf — Grindavík Laust er starf á skrifstofu bæjar- fógetans í Grindavík. Vinnutími frá kl. 12.00 til 17.00 alla virka daga nema laugardaga. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til undirritaðs fyrir 15. nóvember nk. Bæjarfógetinn i (Jrindavík, Keflavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Greda tauþurrkarar Veruleg verðlækkun á CREDA TD 275 (2,75 kg) þurrkurum vegna lækkunar á gengi sterl- ingspundsins. Fyrirliggjandi útblásturs- barkar og veggfestingar fyrir TI) 275. 1 k 4 ARAAULA 7 - SIMI 84450 Myndlist Um samklippingar Magnúsar að Kjarvalsstöðum Undanfarin misseri hefur tölu- vert borið á samklippingum og álímingum (collage) í myndverk- urn ungra listmálara. mörgu listáhugafólki til hrellingar. „Rusl", „rifrildi" og „móðgun", — þetta eru upphrópanir sem flogrð hafa um sýningarsali þessara listamanna. En samklipp- ingar eru ekki fæddar í gær, þær eiga sér 60 ára hefð erlendis sem meiri háttar listgrein og reyndar langa og slitrótta hefð hér á landi. Á 19. öld var það í tísku að klippa saman blaðsnifsi allskonar og myndir, auk taubúta og að líma skeljar og kuðunga á stokka, á spjöld og þykir mér meir en lík- legt að dætur á betri heimilum í Reykjavík hafi stundað þennan leik. Síðan eignumst við klipp- myndir Muggs sem unnar eru upp úr 1920, — „Sjöunda dag í Para- dís“ sem gerð er úr glitpappír og vatnslitum, svo og ásaumsmyndir hans eins og „Flyðruna" sem sam- sett er úr silki, ull og moldvörpu- skinni. Síðan fikta listamenn eins og Scheving, Þorvaldur og fleiri við samklippingar á árunum kringum 1950 og fyrir Nínu Tryggvadóttur var sá vinnumáti skref í átt til glermyndagerðar hennar. Seinna mætti nefna sam- klipp manna eins og Einars Þor- lákssonar og Sigurjóns Jóhanns- sonar eftir 1960, svo og samsetn- ingar Braga Ásgeirssonar um svipað leyti, en sameiginlegt ein- kenni nær allra þeirra verka sem gerð eru fram yfir 1970, — ef fráskildar eru tímabundnar popp- klippingar Sigurjóns og myndir Braga, er að þau eru hjáverk, leikur eóa þá hluti af þróun ákveðinnar hugm.vndar. — en aldrei uppistaða meiri háttar myndverka. Stórkostlegir möguleikar Það er ekki fyrr en á allra síðustu árunt að myndlistarmenn hér á landi hafa uppgötvað þá stórkostlegu ntöguleika sem „collage" býður upp á, eins og þeir koma fram í verkum hinna kúbísku forvera og myndum nokkurra amerískra listamanna. Með samklippingunt er hægt að brúa bilið milli hlutveruleikans og hins óhlutbundna, auk þess sem þær opna leiðir til margræðs og ríkulegs samspils ýmisskonar áferðar og iita i myndverki. Sá listamaður sem nú stendur einna best að vígi á þessu sviði hér er Magnús Kjartansson. Hann klippir saman og límir úr allskyns úrgangi, en ávallt með óvenju sterkri tilfinningu fyrir mynd- heild og litgildi. Föng hans hafa ávallt persónulega þýðingu: úr- klippur úr blöðum sem hann hefur lesið, sporvagnsmiðar frá Kaupmannahöfn þar sem hann var við nám, arkir utan af póst- sendingum sem hann eða kona hans hafa fengið, afgangs vegg- fóður eða tau úr eigin húsi, ný- tæmdir kaffipokar og merki utan af gosdrykkjaflöskum eða öðrum veigum. Traustir innviðir Samsetningar Magnúsar eru aldrei háðar tilviljuninni ein- göngu og innviði mynda sinna treystir hann frekar með ákveðn- um pensildráttum sem marka bakgrunn eða skáhallandi slóða, tengja úrklippurnar eða skipta myndfletinum í áherslur. I sumum myndum hans er snertur af landslagi, en í öðrum afneitar hann rúmsköpun og setur saman einskonar myndasögur, þar sem áhorfandinn verður æ að vera á varðbergi, stilla sjón sína og endurskoða ályktanir sínar í sam- ræmi við ummyndanir og útúr- dúra listamannsins. Magnús er ekki fyrr búinn að beina athygli okkar að læsilegri blaðaúrklippu eða girnilegum ávexti úr vikuriti þegar hann sposkur bregður fyrir Krókur og lykkja okkur fæti með afstrakt fram- haldi og máluðum tilbrigðum úr samhengi, — allt í þeim tilgangi að tjá margbreytilegt og raunar óskiljanlegt eðli umhverfis okkar. Tengsli við umheiminn Tengslin við umheiminn eru því sjaldan rofin til fulls, heldur jafnan undirstrikuð með tilvitn- unum í tákn eða merki sem við öll þekkjum. Eitt þeirra er SS merki Sláturfélagsins sem birtist í ýmsum gervum í ótal myndum Magnúsar. Stöku sinnum er hlut- verk þess einvörðungu myndrænt og litur þess og lögun notuð sem rím innan í myndheild, annar- staðar er merkið höndlað af glettni, en oftar má ætla að lista- maðurinn sé að vitna í ofneyslu allsnægtarþjóðfélagsins. Lista- verk Magnúsar Kjartanssonar eru reyndar öll andóf og afneitun á þesskonar þjóðfélagi, þar sem þau eru gerð úr leifum þess og úr- kasti og eru þau jafnframt sönn- un þess að innan listar eru allir vegir færir séu hæfileikar og hugsun fyrir hendi. Sýningu Magnúsar lýkur í kvöld. Geirfinnur fundinn. Mjög góðar tveggja herbergja íbúðir við Arnarhraun, Álftamýri, Gaukshóla, Hringbraut og Vallargerði. Einnig ódýrar 2ja herb. íbúðir við Njálsgötu og Öldugötu. Ovenju hagstætt. 3ja herb. íbúðir nýlegar og í byggingu, einnig góðar 3ja herb. íbúðir í eldri steinhúsum. Góð kjör í mörgum tilvikum. Sölum.: Hjörtur Bjamason . Sölustj.: úrn Scheving Lögm.: Ólafur ÞortákMon Í Norðurmýri Góð 130 ferm efri sérhæð með mörgu, svo sem góðum bílskúr. Góð eign sem býður upp á mikla möguleika. Höfum trausta kaupendur að einbýlishúsum i Arbæjar- hverfi, Kópavogi og víðar. Stórar sérhæðir koma einnig til greina. Góð útborgun i boði. EH5NAÞJÓNUSTAM fASTEÍGWA- OG SKIPASALA njAlsgötu Íó siivri; 2

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.