Dagblaðið - 08.11.1976, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. NÖVEMBER 1976.
13
Alþýðuleikhúsið:
SKOLLALEIKUR
Höfundur: Böövar Guðmundsson
Höfundur tónlistar: Jón Hlööver Áskelsson
Leikmynd, búningar og grímur: Messíana
Tómasdóttir
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Gaman, gaman, loksins eitthvað
að ske í leikhúsinu! Og það sem
skeður, það gerist á Akureyri. Er
ekki ennþá meira gaman að þvi
einmitt vegna þess?
Alþýðuleikhúsið er fyrir all-
löngu orðin nafnkunn stofnun
víða um land. Engu að síður er
þetta nýlegt fyrirtæki, stofnað að
sögn leikskrár í júlí 1975, en
Skollaieikur er annað verkefni
þess. Það ætla ég að flestir áhuga-
menn um leiklist viti að kjarninn
í leikhóp Alþýðuleikhússins eru
þau Arnar Jónsson, Þórhildur
Þorleifsdóttir og Þráinn Karlsson
sem öll höfðu árin á undan
starfað í Leikfélagi Akureyrar
sem var á þeim tíma að koma sér
niður á rekstrargrundvöll at-
vinnuleikhúss á Akureyri. Eftir
viðskilnað við félagið hafa þau
kvatt til liðs með sér ýmsa aðra
starfskrafta að sunnan og norðan.
En hafi leikhússgestur að sunnan
alið með sér efasemdir um það
hversu réttmætt eða hyggilegt
væri að kljúfa starfshóp Leik-
félagsins í fyrra, þá fær hann nú á
sýningum leikflokksins í Lindar-
bæ svör við a.m.k. sumum spurn-
ingum sínum.
í leikskránni segir ennfremur
að markmið Alþýðuleikhússins sé
að flytja leiklistarunnendum um
allt land efni sem með einhverj-
um hætti vekur þá til umhugsun-
ar og umræðu um þau mál sem
brenna á okkur sem á íslandi
búum og öðrum íbúum þessa
heims...“, svo sem eins og í Skolla-
leik „sambúð manns við mann,
ótta hans og yfirgang við skoðanir
annarra, undirferli hans og mis-
beitingu þeirra valda sem hann
hefur tekið sér.“
Það sem sinni gleður
Merkisorð í þessari stefnuskrá
hygg ég að séu þrjú: með ein-
hverjum hætti. Með hvaða hætti
kemur Alþýðuleikhúsið til leiðar
umræðu og umhugsun um hver
þau viðfangsefni sem það kýs sér?
Það má, held ég, alveg eins spyrja
hvað það hafi verið sem sinnið
gladdi í Lindarbæ á fimmtudags-
kvöld. Og það .var ekki frásagnar-
efni leiksins í sjálfu sér, né neinn
bókmenntalegur boðskapur sem
sýningin bar áhorfanda sínum,
heldur leikmátinn, aðferðin að
efninu, sýningin sjálf eins og
hana bar fyrir augu á sviðinu.
Textinn, leiksagan fannst mér
veiklulegust í verkinu, og ósjálf-
rátt spyr maður sjálfan sig hvort
ekki hefði verið ráð að ganga
miklu gagngerar til verks. Ur því
þess er freistað að heimfæra
galdramál á samtímann, væri þá
ekki ráð að taka eitthvert raun-
verulegt galdramál til meðferðar,
reyna til dæmis að leikfæra sögu
séra Jóns þumlungs Magnús-
sonar, og leika sér um leið, eftir
þörfum, að þeim umhugsunar- og
umræðuefnum sem hún lætur í
té?
Hvað um það: Skollaleikur
segir einfalda, dálítið barnslega,
hugnæma sögu frá galdraöld um
unga elskendur úti í Hamborg
sem í fyrstunni fella hugi saman í
trássi vió umhverfi og aðstæður
sínar, berast þeirra hluta vegna
alla götu til íslands og vinna þar
um sinn gott og guði þóknanlegt
starf að hlú að sjúkum og sorg-
mæddum. En þau eru alveg frá
byrjun leiksoppar æðri
máttarvalda auðs og eigna. Það
eru peningarnir sem gilda í heim-
inum, en ekki ást, góðfýsi eða
mannkærleikur. Og þeirra hluta
vegna, valdanna og auðsins í
heiminum, eins og hann er bæði í
dag og í gær, eru þau fyrir rest,
elskendurnir góðu utan úr Ham-
bor'g, borin á bál uppi á íslandi.
Hvað er nú markvert við þetta?
Það er auðvitað ekki söguefnið
sjálft, eða þá einhver mórall sem
út af því verði leiddur heldur
aðferðin að segja frá: hinn ein-
faldi ýkjustíll sem sýningin
heldur frá upphafi til enda, allan
tímann með hirðusamlegum
snertipunktum við veruleikann
eins og hann er. Til að mynda
veruleika þess sem stungin eru úr
honum augun, eða skorin hefur
verið úr honum tungan, eða
brenna skal á báli, eða stendur
uppi soltinn og fær laun sín gold-
in í brennivini.
Það er vonandi ekki of pjattlegt
að segja það: en á sýningu Al-
þýðuleikhússins fannst manni
slúndum eins og komið væri til
Afhverju ekki séra Jón?
skáldsögur Jóns Björnssonar
fyrir Böðvar sjálfan. En af yfirliti
sínu um gott og vont í bókmennt-
unum og góðan og vondan, heil-
brigðan og sjúkan smekk á
bækur, dró Böðvar Guðmundsson
síðan ályktun um það hversu
meta skyldi ritdæmingar í
blöðum: „Enginn róttækur
höfundur þarf til dæmis að
æðrast þótt hann sé léttvægur
fundinn í ritdómum í Mogga, Dag-
blaði eða Vísi, sagði Böðvar, má
rithöfundur sem veit um sænsku
mælistikuna ætti líka að geta
sofið rótt þótt hún mæli skref
hans stutt og reikul.“
Það er ekki því að neita að mér
finnst nokkur vandi á höndum að
fara nú að tjá mig um texta eftir
Böðvar Guðmundsspn með ofan-
skráða kenningu hans á bak við
eyrað. Ég er sem sé mjög efins um
að leikrit Böðvars Guðmunds-
sonar sé raunverulega ,,róttækt“
verk á sama máta sem sýning
Alþýðuleikhússins að öðru leyti
ótvírætt framfleytir róttækum
nýjungum á sviðinu. Og hálf-bágt
finnst mér til þess að hugsa ef
þessi skoðun stafar ekki af raun-
verulegum smekk heidur sé hún
Gísli, sýslumaður á Hlíðarenda
(Jón Júlíusson), áminnir hér
Runólf biskup lærða (Þráin
Karlsson) um að sýna siðsemi
gagnvart kvenmanninum Matt-
hildi hinni þýzku (Kristínu A.
Ólafsdóttur).
útlanda: á sýningu framsækinna
leikflokka eins og þeir gerast þar,
en vantað hefur hér. Og gildi sýn-
ingarinnar held ég að felist á
meðal annars í nákvæmnisstefnu
hennar, hirðusemi um smáatriði
leiks, hinni ýtarlegu stílfærslu
frásagnarefnis og frásagnar-
háttar.
Það kenni ég hins vegar textan-
um um að óneitanlega dofnaði
áhugi manna þegar leið á leikinn,
eftir hlé, þegar kom að hinni lang-
dregnu réttarhaldasenu sem
aldrei sagði neitt sem ekki áður
var fram komið. En það er að vísu
tilgangur leiklistar eftir þessum
hætti að segja frá og bera þar með
boðskap. Eða hvað? En því skal
ekki neitað að meiri trú hef ég,
fyrir minn smekk, á „pólitísku
leikhúsi“ eftir aðferðum Alþýðu-
leikhússins frá Akureyri heldur
en t.a.m. Leikfélags Reykjavíkur
eins og þær nú birtast með Æsku-
vinum Svövu Jakobsdóttur.
Einkunnir
Það á nú líkiega ekki við and-
spænis Alþýðuleikhúsinu að fara
út í venjulega upptalningu leik-
enda og einkunnagjöf fyrir
frammistöðuna. Samt get ég ekki
stillt mig um að minnast á hvað
það var lifandis skelfing gaman
að sjá hann Arnar Jónsson upp á
nýtt: Þorleifur hans Kortsson var
aldeilis metfé stílfærslu í mann-
lýsingu, manngerðar og einstakl-
ings í senn. Þráinn Karlsson vita
allir sem séð hafa hvað hann
getur, og hér gerði hann það svo
að hvert hlutverk bar af öðru.
Evert Ingólfsson. er einkar geðs-
legur ungur leikari, og það á hann
að vera skv. leiknum. Þórhildur
Þorleifsdóttir hygg ég að loksins
fái að njóta sín sem leikstjóri:
henni ber skv. leikskránni heiður
og æra af hraða, nákvæmni, hinni
ýtarlegu vandvirkni sem öll sýn-
ingin ber með sér, og lifir raunar
af. Messíana Tómasdóttir hefur
samið sýningunni umgerð, ná-
kvæmlega við hæfi leiks og
leikstíls. Og þá er það músíkin.
Ekki ber ég beskyn á það, en það
finnst mér að hún hefði til að
bera þá réttu samblendni þess
gamla og nýja, fortímans og sam-
timans, sem sýningin öll vildi og
hefði þurft til að bera.
En það kemur þótt síðar verði.
Frá sœnsku
mafíunni
Böðvar Guðmundsson skrifaði í
haust dálitið kjánalega grein í
Þjóðviljann um bækur og ritdæm-
ingar. Þar hélt hann að mig
minnir fram þeirri gömlu góðu
skoðun að ekki sé deilandi um
smekk, en flestar bækur séu,
góðar fyrir einhvern smekk,
t.a.m. sögur eftir Svövu Jakobs-
dóttur, Thor Vilhjálmsson eða
Grétu Sigfúsdóttur, hver fyrir
sinn rétta lesanda. í hálfgildings
mótsögn við aðalkenningu sína
um hinn huglæga og persónulega
smekk á bækur og bókmenntir
hélt Böðvar því síðan fram að
menn gætu með ýmsum hætti
hópað sig saman um sameigin-
legar skoðanir og smekk á bækur
■eftir hagsmunum sínum eða
hugarástandi, þótt hann virtist
telja hitt útilokað að í einu og
sama mál- og menningarsamfélagi
gildi í meginatriðum sömu sjónar-
mið um gildi og tilgang bók-
mennta. Bækur eru ekki góðar
eða vondar, sagði Böðvar, þær eru
góðar eða vondar fyrir einhvern.
Þannig mega bækur Svövu
Jakobsdóttur vera bara nokkuð
góðar fyrir þann mannfélagshóp
sem Böðvar nefnir mafíu, og segir
hafa alist upp á brjóstum
sænskrar yfirstéttar, sögur Grétu
fyrir borgaralegar kerlingar, en
með einhverjum hætti for-
ákvörðun af skólagöngu í Svíþjóð,
eða þá því að ég skrifa hana hér í
Dagblaðið. En kannski Dagblaðið
sé, ef grannt er skoðað, ekki
almennilegt íhaldsblað, neitt
frekar en Böðvar Guðmundsson
raunverulega róttækur höfundur.
Og hvar stend ég þá með mfna
sjsoðun, sem ég vil samt í bili
leyfa mér að halda að sé rétt?
Hún er sem sé sú að þótt text-
inri sé viða hagmæltur og hnytt-
inn, að hætti höfundarins, og viða
njóti sín fyndni í einstökum setn-
ingum, tilsvörum og atvikum
leiks, sé leikritið í heild, leiksag^
og pesónugerð og þar með mann
skilningur og heimsýn leiks, ekki
fullnægjandi þeim kröftum sem
sýningin sjálf að öðru leyti býr að.
I stuttu máli sagt er leikritið fyrir
minn smekk of barnslegt án þess
að barnaskapur þess verði að vís-
vituðu áhrifsbragði í sýningunni.
En hún var að öðru leyti, einnig
fyrir minn smekk, góð og gleðileg
leiksýning og tilhlökkunarefni að
mega eiga á meira von að norðan.
Ódýr sófasett
vegna þess að við setjum þau
milliliðalaust ó markað í sýningor-
sal okkar að Grensásvegi 50.
Þetta er
Mánasettið
Verð kr. 198.000
Staðgreitt 178.000
4 Grensásveqi 50,sími 85815
VELJUM ISLENZKT VELJUM iSLENZKT VELJUM ISLENZKT VELJUM ÍSLENZKT VELJUM ISLENZKT VELJUM ISLENZKí
VELJUM ÍSLENZKT VELJUM ISLENZKT VFLJUM ISLENZKT VELJUM ISLEN
V