Dagblaðið - 18.11.1976, Page 2

Dagblaðið - 18.11.1976, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976. ✓ Verða reikningar Sædýrasafnsins birtir? Ymsar greinar hafa að und- anförnu birzt í blöðum varð- andi Sædýrasafnið í Hafnar- firði. Má þar t.d. benda á greinar í Þjóðviljanum 10. og 30. sept. sl. eftir Borgþór Kjærnested, fréttagreinar í sama blaði 14. og 15. sept., greinargerð frá stjórn safnsins 23. sept., viðtal við yfirdýra- lækni 17. sept. og viðtal við forstöðumanninn 28. sept. Þarna kemur fram að þaö muni kosta um 100 milljónir króna að koma safninu í viðun- andi ástand og það skuldi nú þegar um 38 milljónir króna. I stjórn Sædýrasafnsins eru: Hörður Zóphaníasson skóla- stjóri, formaður, Markús örn Antonsson borgarfulltrúi, Axel Jónsson alþm., Helgi Jónasson fræðslustjóri, Jón Tómasson símstöðvarstjóri í Keflavík og Ragnar Pétursson kaupfélags- stóri í Hafnarfirði. Mest hefur verið rætt um slæma meðferð dýranna í safn- inu og að eigi sé fullnægt ákvæðum reglugerðar þeirrar sem það á að starfa eftir. §ú hlið málsins verður þó ekki rædd hér heldur verður fjár- hagshliðin tekin lítillega til at- hugunar. Forstöðumaður safnsins, Jón Gunnarsson, heldur því fram, að um hálf milljón manns hafi komið í safnið á þeim sjö árum, sem það hefur starfað, og á þessu ári hafi fengizt um átta milljónir í aðgangseyri. Nú kemur fram að aðgangur að undanförnu hafi kostað 120 kr. fyrir börn 5—11 ára en 240 kr. fyrir 12 ára og eldri og sýningarskrá kostar 380 kr. Samkvæmt þessu kostaði það 1100 kr. fyrir hjón með tvö börn, 5-11 ára, að koma í safnið og kaupa sýningarskrá og eru Isbirnirnir i Sædýrasafninu virðast una sér vel, ef dæma má af þessari mynd. DB-mynd Björgvin. m ■ > það 275 kr. á hvern gest að meðaltali. Ef gert er ráð fyrir að 70 þús. gestir hafi komið - í safnið á þessu ári og hver greitt að meðaltali 275 kr. verður útkom- an 19.250.000 kr. eða rúmlega 11 millj. kr. hærri upphæð en inn hefur komið á þessu ári. Ef sýningarskránum er sleppt úr þessu dæmi greiðir hver gestur að meðaltali 180 kr. eða 70 þús. gestir samtals 12,6 millj. króna, en ef gestir safnsins hafa aðeins verið börn á aldrinum 5—11 ára verður upphæðin 8,4 millj. króna. Hér er því erfitt að koma endum saman, jafnvel þótt eitt- hvað bætist við aðgangseyrinn síðustu mánuði ársins. Annað- hvort eraðsókninmun minni en forstöðumaðurinn vill vera láta eða aðgangseyririnn skilar sér ekki allur. Nú skuldar safnið um 38 milljónir króna og átta sveitar- félög hafa heitið því fjárhags- legum stuðningi og gerir for- stöðumaðurinn ráð fyrir að safnið fái á þessu ári sem opinbera styrki álíka háa upp- hæð og inn hefur komið í að- gangseyri. Það fer því ekki á milli mála að í þetta fyrirtæki hafa farið miklir fjármunir og þess vegna er. það sanngjörn krafa að reikningar þess veroi rbirtir almenningi til athugunar svo að svör fáist við ýmsum spurningum. Hverjir hafa lánað safninu fé? Hve mikið hefur Framkvæmdastofnun rikisins lagt til safnsins? Hve mikil framlög hafa komið frá sveitarfélögum eða öðrum aðilum. Hefur safnið greitt ein- hverja skatta til ríkis eða sveitarfélaga? Ef ekki fást skýr og greinar- góð svör við þessum spurning- um ber tvímælalaust að loka safninu. Kópsvatni 10. nóvember 1976, Guðmundur Jónsson Vegna skrifa um Kákasusgerilinn Sigurunn Konráðsdóttir hringdi: „Þegar ég hafði lokið við að lesa greinina í mánudagsblaði DB um Kákasusgerilinn kom mér í hug atvik sem kom fyrir mig fyrir nokkrum árum. Það var árið 1940 að ég fór norður í land með son minn ungan. Hann hafði þá aldrei 4C Það þarf að gæta ýtrasta hrein- lætis í meðferð Kákasusgerils- ins. Hér er mjóikinni hellt á hann. smakkað nema brjóstamjólk og svo gerilsneydda mjólk þvi hann var þá kominn með pela. Þegar norður kom var ekki hægt að fá gerilsneydda mjólk og barnið varð að fá venjulega nýmjólk. Það skipti engum togum, eftir einn sólarhring var barnið orðið fárveikt af of- næmi. Það var ekki hægt að ná til læknis og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þá var það að ein- hver benti mér á gamlan mann, sem Guðmundur hét og fluttist síðar til Akraness, — sem var staddur í húsi þar skammt frá. Hann hafði fengizt við hómó- patalækningar og fór ég til hans. Hann sagði strax að það væri hægt að lækna barnið með kol- súru kalki, en það var ekk: hægt að fá nema í Reykjavíkur- apóteki og því ekki hægt að koma því við. Þetta kom þó ekki að sök því Guðmundur benti mér á að hægt væri að fá súrmjólk sem sýrð hefði verið með nýmjólk á bæ þar í grennd- inni. Ég fékk þessa súrmjólk handa barninu og því bráðbatn- aði og hefur aldrei fengið bólu á sinn líkama síðan eða of- næmisvott. Eg efast ekki um að það er hollt að drekka þessa geril- mjólk sem þið voruð að skrifa i.m “ Þeir geyma kjötið ef frysti- geymslan bilar Frábær þjénusta hjá Fonix Hrafnhildur. Guðmundsdóttir hringdi: „Mér datt í hug að skýra al- menningi frá biturri reynslu sem ég varð fyrir í sambandi við Héimilistæki h/f, sem auglýsa i blöðunum „frábæra þjónustu“ er þau veiti viðskiptavinum sínum. Ég hef aðra reynslu af fyrirtækinu. Eg á frystikistu frá Heimilistækjum og hún var sneisafull af kjöti. Svo kom það ólán fyrir að kistan bilaði. Ég hrindi strax í Heimilistæki. og þeir sendu mann heim til þess að lita á kistuna. Sá úrskurðaði að kistan þyrfti að fara í viðgerð til þeirra. Var lofað að hún yrði sótt mánudaginn á eftir, en þetta gerðist á föstudegi. Ég sagðist geta komið kjötinu í geymslu yfir helgina en ekki lengur, þannig að mér væri mikið í mun að fá hana viðgerða á mánudeginum. Ekki hólaði á neinum til þess að sækja kistuna. Það var hringt aftur í fyrirtækið, þar sem fengust heldur ógreið svör, svo ekki sé meira sagt. Núna er búið að hringja fjórum sinnum i fyrirtækið, síðast i dag (mánudag) var hringt og þá fengust þau svör að þeir vissu ekkert hvort þeir gætu sótt hana í dag. A föstudaginn síðasta gat ég ekki lengur fengið kjötið mitt geymt hjá vinum og kunningjum, þannig að ég ákvað að kaupa mér nýja frysti- kistu. Við hjónin fórum í Fönix og keyptum okkúr frystiskáp. LEI skrifar: „Maður sem nefnir sig OUT skrifar grein í Dagblaðið 15. þessa mánaðar og nefnir hana „Sjö fiska stelpur í Nígeríu þriggja sjússa stelpur á Islandi." Nú má helzt ráða af innihaldi greinarinnar að OUT finnst afar ódýrt að geta fengið islenzkan kvenmann af hvaða stærð og kaliberum sem er upp í til sín án þess að þurfa að Áður en gengið var frá kaupunum spurði ég hvað fyrirtækið gerði ef skápurinn bilaði fullur af kjöti. Viðmæl- andi minn i Fönix svaraði þá mjög kurteislega að þá tæki fyrirtækið kjötið í geymslu á meðan gert væri við skápinn! Þetta kalla ég frábæra þjónustu og vil gjarnan að þetta komi fyrir sjónir almennjngs." kosta meiru til en þrem til sex sjússum á skemmtistað. Satt að segja fyndist okkur stelpum það okurverð. Við erum alvanar því, að íslenzkir karlmenn séu til í tuskið alveg ókeypis. Jafnvel bjóði sig fram. Og se’ boðinu ekki tekið umsvifalaust eru þeir fúsir að greiða með sér, sumir allt að þrem sjússum, til að fá að veita sína meistaralegu þjónustu." NIÐURGREIDDIR KARLMENN Ferðir Flugleiða tvisvar í viku til Færeyja ættu að auðvelda okkur kynnin við Færeyinga. Þessi mynd er frá Þórshöfn. Tvær ferðir í viku til Færeyja Sveinn Sæmundsson hafði sam- band við DB: „Þann 9. nóvember skrifar Færeyingur búsettur á Islandi grein í DB. Þar kvartar hann undan því að póstur sé lengi á leiðinni til sín. Þann 1. október bættu Flug- leiðir við einni ferð til Færeyja svo nú eru farnar tvær ferðir þangað í viku. Flogið er á fimmtudögum og sunnudögum frá Reykjavík til Egilsstaða og þaðan til Þórshafnar. íslendingum gefst nú tæki- færi á að dveljast í Færeyjum yfir helgi. Einnig gera þessar ferðir íslendingum kleift að auka samskiptin við Færeyinga á öllum sviðum, t.d. í við- skiptum. Með þessari viðbótar- ferð ætti póstur alls ekki að vera nema tvo-þrjá daga á milli.“

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.