Dagblaðið - 18.11.1976, Side 4

Dagblaðið - 18.11.1976, Side 4
 v DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976, Bækur hafa ekki hækkað eins mikið og annað: Vaxandi samkeppni við aðra af þreyingarmiðla Segja má að það teljist meðal þjóðarsiða okkar Islendinga að gefa bækur til jólagjafa, en nú fer einmitt sá tími i hönd þegar bækur taka að streyma á mark- aðinn. „Það er næsta ótrúlegt hversu litlar verðhækkanir hafa orðið á nýjum bókum,“ sagði Sigriður Sigurðardóttir, verzlunarstjóri hjá Isafold, í samtali við DB. „Hækkunin er að meðaltali um 20% og jafnvel enn minni í sumum tilfellum. Nýjar islenzkar skáldsögur kosta t.d. innbundnar um 2.400 krónur en kr. 1.980 í pappírs kiljuformi. Barnabækur má enn fá mjög ódýrar og hafa t.d. Tinnabækurnar vinsælu aðeins hækkað um 120 krónur frá í fyrra, en þær kosta nú kr. 960.-. Ævisögur eru jafnan dýr- ari en skáldsögur enda oftast meira til þeirra vandað með myndum og öðru, og ef nefnt er. dæmi, þákostat.d. endurminn- ingar séra Jóns Auðuns kr.. 3.840.-“ En því hafa bækur hækkað svo litið, þegar almennt verðlag hefur hækkað um 30% frá sama tíma í fyrra? örlygur Hálfdánarson bóka- útgefandi telur þetta merki sannrar, frjálsrar samkeppni. „Jafnvel þó bókaútgefendur eigi með sér gott samstarf, þá er mikil samkeppni milli þeirra innbyrðis eins og gefur að skilja, og eru þeir bókstaflega verðhræddir," sagði hann. „Þetta er að sjálfsögðu bót fyrir kaupendur, en mjög slæmt fyrir útgefendur, sem þyrftu að hækka verðið að miklum mun. Kostnaðarhækk- unin hefur orðið a.m.k. 30% svo að hagnaðurinn af bókaút- gáfu verður sifellt minni. Bók- in stendur nú í harðnandi sam- keppni á markaðinum, því svo margir gjafamöguleikar hafa komið til og fólk á þess nú kost V að finna sér mun fleira til af- þreyingar en lestur bóka. Þvl er það I raun og veru nauðsyn- legt, ef bókaútgáfa á ekki að leggjast niður hér á landi, að halda verðinu I lágmarki." „Það er óhætt að fullyrða að þessi þjóðarsiður okkar Islend- inga, að gefa bækur I jóla- gjöf, sé I rauninni máttarstólpi og undirstaða bókaútgáfu hér á landi," sagði örlygur að lokum. JB Stiklað á stóru — annað bindi sjáifsævisögu Gunnars Benediktsssonar: BYLTINGARSINNAÐUR KLERKUR SEGIR FRÁ Um árabil var séra Gunnar Benediktsson ákaflega umdeildur maður. Þeim, sem muna aðgerðir þessa byltingarsinnaða klerks, hlýtur að vera mikill fengur I sjálfsævisögu hans. — Annað bindið, „Stiklað á stóru — frá bernsku til brauðleysis", kemur út á jólamarkaðinn. Utgefandi er Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Á bókarkápu segja útgefendur m.a. um séra Gunnar: „Frásagn- argáfa séra Gunnars, hispursleysi og ritleikni er þjóðkunn. Aldrei hefur hann verið hreinskilnari og opinskárri um einkamál sin og ævikjör en í þessari bók....“. „Stiklað á stóru“ er 191 blað- siða að stærð. Bókin kostar 3.450 krónur. -AT- Stálpípur — Þanar Tilboð óskast I stálpípur fyrir hitaveitur, þvermál 508 m/m. Heildarlengd er ca 27.200 m. Þanar fyrir pípurnar, alls ca 175 st. Útboðsgögn verða opnuð á sama stað föstudaginn 17. des. nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 30 ferm. timburhús til sölu til brottflutnings. Hentugt fyrir sumarbústað eða vinnuhús. Húsið er fulleinangraö og klætt að innan. Uppl. í síma 41640 á daginn og 40250 á kvöldin. Kópavogsbúar Leitið ekki langt yfir skammt. Allar nýlenduvörur með 10% lægri élagningu en heimilt er. Mjög ódýr egg, kr. 400,- kg. Strásykur í 25 kg sekkjum á 110 kr. kg Strásykur í 10 kg sekkjum á 112 kr. kg Við erum í leiðinni að heiman og heim. VERZLUNIN KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640 Þetta er ein af myndunum sem prýða bók séra Gunnars,— hér er hann ásamt syni sinum við samantekt. Ný Ijóðabók: Tilvistariögmálið: Fjallað um spádóma biblíunnar með hliðsjón af atburðum í nútíð „Tilvistarlögmálið" nefnist ljóðabók, sem er nýkomin út. Þar fjallar höfundurinn, Björn E, Hafberg, um spádóma biblíunnar með hliðsjón af atburðum sem áttu sér stað í Evrópu, sérstaklega fyrir og eftir seinni heimsstyröldina. Niðurstaða höf- undar er sú, að glötunin ein sé íramundan, verði blaðinu ekki snúið við. „Tilvistarlögmálió" er fjórða bók Björns E. Hafberg. Fyrsta bók hans kom út árið 1974. Suð nýjasta er gefin út á kostnað höf- undar og fjölrituð i Letri. Hún er 55 blaðsíður að stærð. -AT- Endurminningar eiginkonu neðanjarðarprestsins Arið 1971 kom út bók, sem nefndist Neðanjarðarkirkjan og fjallaði um baráttu rúmenska prestsins Richards Wurmbrands. Nú fyrir jólin gefur bókaútgáfan Örn og Örlygur út endurminning- ar eiginkonu Wurmbrands, Sabinu, og nefnist Bókin „Ljós mér skein“. I þessari bók segir frú Wurmbrand frá því, hvernig bjargföst trú á guð veitti henni styrk til að lifa af meðferðina. sem hún hlaut i rúmenskum fang- elsum. Bókina þýddi Sigurlaug Árnadóttir frá Hraunkoti i Lóni. Hún er 211 blaðsiður að stærð og kostar 2.950 krónur. -AT- BÓK UM FERÐ LEWIS 0G CLARKS — til vesturstrandar Bandaríkjanna Fyrir þremur árum hóf göngu sina nýr bókaflokkur hjá Erni og Örlygi, sem nefnist Frömuðir landafunda. Þriðja bókin i þeim flokki er nú komln út i þýðingu Örnólfs Thorlaciusar. Bókin heit- ir „Lewis og Clark og ferðin yfir Norður-Ameríku“. Ritstjóri þessa bókaflokks er Sir Vivian Fuchs. Hann er löngu viðkunnur fyrir eigin könnunar- leiðangra og hefur m.a. farið þvert yfir Suðurskautið. Áður hafa komið út hjá Erni og Örlygi bækur um hnattsiglingu Maggelans og pólferðir Amunds- sens og Scotts. Það er Örnólfur Thorlacius sem hefur umsjón með bókaflokknum á islenzku. I verzlunum kostar bókin 2.950 kr. -AT- Fjórða Emmu- bókin er komin út — og nefnist Emma verður ástfangin Fjórða stúlknabókin um Emmu er komin út og nefnist „Emma verður ástfangin“. Fyrri bækurn- ar nefnast „Emma“, „Émmusystur", og „Emma spjar-’ ar sig“. Útgefandi þeirra er bókaiitgáfan Örn og Örlygur. Það er Iðunn Reykdal, sem hef- ur þýtt Emmubækurnar. Bókin er prentuð i Viðey hf og bundin hjá Arnarfelli hf. „Emma verður ást- fangin“ kostar 1.690 krónur. -AT- UPP Á LÍF 0G DAUÐA — 9. bók Francis Cliffords á íslenzku Hörpuútgáfan á Akranesi send- ir f-á sér niundu bókina eftir Francis Clifford. Hún nefndist „Upp á lif og d.auða“. Skúli Jens-' son þýddi bókina. Francis Clifford nýtur mikilla vinsælda hér á landi fyrir bækur' sínar. Hanrt hlaut árið 1969 1. verðlaun Crime Writers’ Association og hefur siðan hlotið fjölda viðurkenninga. Prentun og bókband er unnið í Prentverki Akraness hf. Verð bókarinnar i bökaverzlunum er 2.520 krónur. -AT- KÖNNUN KYRRAHAFSINS — nýjasta bókin í bókaflokknum Lönd og landkönnun „Könnun Kyrrahafsins" nefnd- ist nýjasta bókin frá Erni og Ör- lygi í bókaflokknum um mann, kynssöguna frá sjónarhorni land- könnuða. Flokkurinn heitir Lönd og landkönnun. t þessari bók er greint frá Vasco Nunez de Balbao, sem fyrstur Evrópumanna leit Kyrra- hafið augum, fyrstu landnemum á Kyrrahafseyjunum, hnattsigling- um, Kyrrahafi nútimans og mörgu fleiru. Bækurnar í flokk- inum eru prentaðar í Júgóslavíu, en annað iðnverk er unnið hjá Prentstofu C.. Benediktssonar. Sérlega vel er vandað til útlits bókarinnar. Þýðandi „Könnunar Kyrrahafs- ins“ er Steindór Steindórsson frá Hlöðum, en Örnólfur Thorlacius og Hákon Tryggvason hafa umsjón með islenzku útgáfunni. Verð bókarinnar er 2.994 krón- ur. -AT-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.