Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976.
5
Lýðræði í framkvæmd á Hornafirði:
Nemendur og kennar-
ar sömdu um reyk-
lausan skóla
Heppuskóli, gagnfræðaskól-
inn á Höfn í Hornafirði, var
byggður árið 1972 og hófst
kennsla i húsinu 1973. Þá voru
nemendur um 60, eru nú 82.
Fyrstu gagnfræðingar frá
Heppuskóla voru útskrifaðir
1974. Þá var skólastjóri Heimir
Þór Gislason, en nú er Guð-
mundur Ingi Sigurbjörnsson
tekinn við. Tilefni þessa frétta-
korns er ekki að rekja sögu
skólans með tilheyrandi nafna-
skrám og ártölum, heldur að
vekja athygli á lýðræðislegu og
réttsýnu fyrirkomulagi, eða
öllu heldur samkomulagi milli
kennara og nemenda skólans.
sem aðrir skólar mættu að skað-
lausu taka til eftirbreytni.
Tiðni reykinga hjá unglingum
hefur aukizt.jafnt á skólatíma
sem utan hans.
Til að stemma stigu
við þessari þróun, þarf skilning
allra á vandamálinu og að eitt-
hvað sé gert. Þetta gerðu um-
ræddir við Heppuskóla sér
ljóst. Fundir voru boðaðir og
samkomulag gert. Fréttam.
Dbl. fór á stúfana eftir upplýs-
ingum hjá Guðmundi Inga
skólastj. „Við tókum eftir því
fljótlega í haust,“ sagði Guð-
mundur Ingi,,, að nokkrir nem-
endur söfnuðust saman á á-
kveðinn stað utan skólans i fri-
minútum til að reykja. Þessir
nemendur komu oft og einatt of
seint i tima og ýmis önnur
vandamál sköpuðust út af
þessu. Er skólastarfið hófst var
nemendaráð stofnað og við köll-
uðum ráðið til fundar. Eftir
umfjöllun var samkomulag gert
um að enginn reykti í eða við
skólann á skólatíma, hvorki
nemendur né kennarar. 1 þessu
samkomulagi fólst nokkur fórn
fyrir okkur kennara, sem vor-
um vanir að slappa af með
kaffisopa og reyk i frímínútum.
Nú, eftir V/i mánuð finnum við
ekki fyrir þessu og við sjáum að
þetta hefur einungis orðið okk-
ur til góðs, hvað þá nemendum,
sem hafa algjörlega haldið sam-
komulagið." Guðmundur Ingi
sagði ennfremur, að nú væri
fyrirhuguð nafnlaus könnun á
þvi hve margir nemendur
reyktu, nemendur fylltu út
spurningaeyðublað með ýmsum
spurningum um reykingar,
unnið yrði úr svörunum og
eyðublöðin siðan brennd.
„Krabbameinsfélagið er eini
aðilinn sem fær aðgang að nið-
urstöðum könnunarinnar,"
sagði Guðmundur Ingi.
v.v.
Nýir topp-
menn hjá
Sambandinu
Hjörtur Hjartar, framkvæmda-
stjóri Skipadeildar SlS, mun láta
af störfum um næstu áramót. Nú
hefur verið ákveðið að Axel Gisla-
son, 31 árs verkfræðingur, taki
við starfi Hjartar. Hann var áður
framkvæmdastjóri skipulags- og
framkvæmdadeildar. Við þvi
starfi tekur Kjartan P. Kjartans-
son sem var yfirmaður Lundúna-!
skrifstofu SÍS. Til London ferj
Gisli Theódórsson, sem starfað'
hefur sem aðstoðarframkvæmda-
stjóri Innflutningsdeildar.
Axel Gisiason
Kjartan P. Kjartansson
(íisli Theódórsson
Forstjóri ATVR vill minni
álagningu ríkið heimtar sitt
„Eg hef mælt með þvi að
meira hófs verði gætt i álagn-
ingu á létt vín en nú er,“ sagði
Jón Kjartansson forstjóri
ATVR á fundi með blaðamönn-
um i fyrradag. „Við erum hér i
landi sem ekki selur áfengt öl
og því ætti fremur að stuðla að
þvi að drukkið væri létt vin í
stað sterkra drykkja," sagði
Jón.
Hann gat þess einnig að á
tslandi væri hlutfall neýttra
drykkja mjög i hag sterkum
drykkjum miðað við það sem
væri á öðrum Norðurlöndum.
„I Sviþjóð t.d.“ sagði Jón
„auglýsir einkasalan mjög
sterklega notkun léttra vina i
stað hinna sterku. Ég veit ekki
hvert upplit yrði á mönnum ef
ÁTVR tæki upp á þvi að
auglýsa létt vin.“
Á íslandi er álagning á létt
vin mun lægri en á hinum
sterku. Er miðað að þvi, eins og
málin standa nú, að ná i ríkis-
kassann um 700 krónum af
hverri léttvínflösku en um
3.500 kr. t.d. af hverri vodka-
flösku. Tiliögur Jóns Kjartans-
sonar um lægri álagningu á létt
vin hafá ekki hlotið hljóm-
grunn ráðamanna enda gera
þeir sem semja fjárlög mjög
miklar kröfur til ÁTVR um
tekjuöflun fyrir ríkiskassann.
Er áfengið i augum ráðamanna
um verðlag þess jafn örugg
tekjulind og fjárfesting i stein-
steypu hefur verið á undan-
förnum óðaverðbólguárum.
-ASt.
Símar 23636 og 14634
Til sölu
Einstaklingsíbúð við
Laugaveg
2ja herbergja íbúð við
Laugarúsveg
3ja herbergja risíbúð í
Bústaðahverfi
4ra herbergja íbúð
mjög vönduð við
Æsufell
4ra herbergja íbúð við
Brúvallagötu
Raðhús og einbýlishús
í Mosfellssveit, eigna-
skipti möguleg.
Sala og sammip'
Tjarnarstíg 2, Seltjarnar-
nesi, kvöldsími sölumanns
23636.
Valdimar Tómasson,
viðskiptafræðingur, lög-
giitur fasteignasali.
Spariskírteini og
vegahappdrættis-
skuldabréf óskast.
Allir árgangar koma
til greina, Seðla-
bankaverð.
Fyrirgreiðsluskrifstofan/
verðbréfasala
Veslurgölu 17. sími 16223.
Þor le i f u r Guöm u ndsson.
simi 12469.
Síö brjóstahöld frá Profile, b, c og d skál
Skálmabuxur í litlum og stórum númerum
Úrval af undirkjólum
Verzlunin MADAM Glæsibæ - Sími 83210
Nýr fastur blaðauki í miðri viku.
Fjórar blaðsíður af skemmtilegum þrautum og heilabrotum.
Þrjár verðlaunaþrautir, þar af ein sérstaklega fyrir