Dagblaðið - 18.11.1976, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976.
7
Aftökur
íKína
Svo virðist sem maður
nokkur hafi verið tekinn af lífi
fyrir að krota á veggspjöld i
borginni Changsha í Kína. Á
spjöldunum var greint frá
skipun Hua Kuo-feng i em-
bætti formanns kommúnista-
flokksins.
Ferðamenn sem komu til
Peking hafa greint vestrænum
fréttamönnum frá því að skýrt
hefði verið frá þessu í til-
kynningarspjöldum yfirvalda í
borginni. Þess hefði einnig
verið getið að „ungur maður“
hefði reynt að koma í veg fyrir
að maðurinn krotaði yfir nafn
Hua á veggspjöldunum.
Svo virðist sem maðurinn
hafi neitað að iðrast gerða
smna fyrir yfirheyrslur og var
hann þá dæmdur til dauða
fyrir andbyltingarstarfsemi.
Hua, sem tók við embætti
Mao formanns í fyrra mánuði,
kom fram ásjónarsvið í stjórn-
málum landsins sem stjórn-
andi Changsha-borgar, en hún
er hofuðborg fæðingarhéraðs
Maos, Hunant.
Þá segja ferðamenn að
tilkynnt hafi verið að kona
hefði verið liflátin fyrir að
stunda vændi, sem þar gengur
undir nafninu „glæpir kynj-
anna tveggja“. Hafði hún auk
þesá barið ömmu sína sem
hvatt hafði hana til þess að
„hætta að selja sig til kyn-
ferðislegra nota“.
Kínverjar sprengja
f jögur megatonn
Stjórnvöld í Kína hafa tilkynnt
að sprengd hafi verið vetnis-
sprengja þar í landi og að með þvf
hafi kjarnorkuvopnabúr þeirra
„risið í nýjar hæðir“.
Samkvæmt fréttum úr Dag-
blaði alþýðunnar, sem vitnuðu í
fréttir fréttastofu Nýja Kína, var
ekki farið út í tækniatriði vegna
sprengjunnar sem er hin fjórða á
þessu ári.
í fréttum frá Bandaríkjunum
segir hins vegar að hér hafi verið
um fjögurra megatonna sprengju
að ræða, sem er hin stærsta sem
Kínverjar hafa sprengt til þessa.
Eitt megatonn er samsvarandi
milljón tonnum af TNT.
Gary Gllmore:
Reyndi sjálfs-
morð á ný
Hinn dauðadæmdi morðingi,
Gary Gilmore, sem krafizt hefur
þess að hann verði tekinn af lífi!
reif lausar næringarleiðslur af
handleggjum sínum í gær og
segja læknar að það kunni að hafa
verið önnur tilraun hans á einum
sólarhring til þessa að svipta sig
lífi.
Talsmaður sjúkrahússins sagði
hins vegar að ekki sé ljóst hvort
hann reyndi að fremja sjálfsmorð
enn einu sinni. Gilmore er á
sjúkrahúsi eftir að hafa tekið inn
of stóran skammt af lyfjum.
Unnusta hans gerði slíkt hið sama
í íbúð sinni í Salt Lake City.
„Hann hefur ekki getað skaðað
— verður nú
fluttur i
fangelsi
sig mikið með þessu,“ sagði
talsmaður sjúkrahússins og bætti
því við, að Gilmore yrði bráðlega
fluttur til fangelsisins á ný.
Unnusta hans, Nicole Barrett, er
enn milli heims og helju eftir
sjálfsmorðtilraun sína og er ekki
vitað, hvort hún heldur lífi.
Gary Gilmore: > , Reyndi hann
að svipta sig lifi enn einu
slnni?
Veröa drykkjuveizlur
bannadar hjá Sameinuöu
þjóöunum?
Sendiherra Vestur-Þjóðverja
hjá Sameinuðu þjóðunum,
Rudiger von Wechmar barón,
lagði fyrir skömmu fram tillögu
í höfuðstöðvum samtakanna og
minnast menn þess ekki að
nokkur tillaga hafi valdið eins
miklu fjaðrafoki.
Hvatti hann til þess að
alþjóðaþingið legði blátt bann
við matarveizlum sendiráða,
hanastélssamkvæmum og
öðrum matarboðum á þeim
grundvelli, að þau væru heilsu-
spillandi og drægju verulega úr
vinnuþreki þingfulltrúa.
Tillöguna lagði hann fram í
viðeigandi umhverfi: Matar-
veizlu þar sem á borðum voru
m.a. heilsteiktar endur og
humar.
Arásin á Intercontinental:
VARIRAKSSTJORNIVITORÐI
MEÐ MANNRÆNINGJUNUM!
Jórdaníumenn hafa nú
ásakað írani um að hafa skipu-
lagt árás fjögurra skæruliða
Palestínumanna á Intercontin-
ental-hotelið í Amman, en í
bardaga er brauzt út í lok
umsátursins létu sjö manns
lífið
í opinberri tilkynningu sem
gefin var út vegna atburðarins,
segir að skæruliðarnir fjórir
hafi ráðizt inn í hótelið og tekið
150 gesti sem gísla í stutta
stund áður en til bardaga kom
milli öryggissveita, þar sem
þrir skæruliðanna féllu, auk
fjögurra annarra. Segir enn-
fremur í tilkynningunni að
skæruliðarnir hafi verið frá
landsvæöum Araba, sem
israelsmenn ráða yfir.
Þá segir í tilkynningu
jórdanska yfirvalda að fjórði
skæruliöinn, sem lifði bardag-
anna af, illa særður, hafi borið
vitni um það að þeir hafi verið
þjálfaðir til hermdarverjta með
skæruliðasveitunum i Irak og
með samþykki stjórnar
landsins.
Líður „Ungfrú Alheimur” undir lok?
Búizt við mótmæl-
um vegna tveggja
keppenda frá
Suður-Afríku
fegurðardrottning, sagði í gær-
kvöldi, að hún óttaðist að til ein-
hverra mótmælaaðgerða kynni að
koma.
Sjö stúlkur af 69 þátttakendum
hafa þegar lýst því yfir að þær
muni ekki taka þátt í úrslitunum,
vegna þess að tveir fulltrúar eru
frá Suður-Afríku, annar hvitur,
en hinn svartur.
Morey hefur kvartað yfir þvi að
„þessi sjúkdómur geti borizt út og
ég veit ekki hvar þetta endar. Ég
get ekki útilokað þann möguleika
að stúlkurnar gangi allar út í
beinni sjónvarpsútsendingu til
þess að mótmæla afstöðu stjórn-
valda í Suður Afríku.“
Búast má við því að keppnin
um titilinn „Ungfrú Alheimur
árið 1976“, kunni að verða vett-
vangur mikilla mótmæla í kvöld
og jafnvel ætla menn að þel-
dökkar fegurðardísir muni ganga
af sviðinu í miðri sjónvarpsút-
sendingu til þess að mótmæla
þátttöku ungfrú Suður-Afríku í
keppninni um titilinn.
Aðalskipuleggjandi keppninn-
ar, Julia Morley sem eitt sinn var
Ungfrú Alheimur frá því í fyrra:
Ganga allar stúlkurnar út í
kvöld?