Dagblaðið - 25.05.1977, Side 1

Dagblaðið - 25.05.1977, Side 1
Aðstoðar náffan -* Iríálst úháð dagblað 3. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 — 114. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI llr AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022 Fyrsta mark Vals var skorað með skalla Knattspyrnufélagið Valur er kortiið með kvennalið i knatt- spyrnunni, sem frá því í des- ember hefur æft undir stjórn Alberts Guðmundssonar og Juri Ilitsehev. 1 gærkvöld lék liðið sinn fyrsta opinbera leik. Gegn Viði í Garðinum í islandsmótinu, og fyrsta mark Vals skoraði Erna I.úðvíksdöttir. Skallaði kniittinn i mark Víðis með miklum tilþrifum eftir fyrirgjöf. Fyrsta mark Vals í kvennaknattspyrnunni var því skalli! — í marki Vals leikur Anna Eðvaldsdóttir (myndin) — systir landsliðskappanna kunnu Jóhannesar og Atla, og prýdd Dagblaðshúfunni fékk hún auð- vitað ekki á sig mark. DH-mynd Bj.Hj./hsim. Dansandi f jármála- „jöf ur” týndi 850 þús. — stolið veski með 125 þiísundum fannst Misjafna ágirnd hefur fólk á fé er það finnur eða veit af. Það sanna tvö mál sem rannsóknar- lögreglan hefur fengið til meðferðar. Á mánu- dag í síðustu viku tapaði utanbæjarmaður um- slagi með 850 þúsund krónum í reiðufé, þá er hann var á Öðali. Hafði hann fyrr um daginn fengið útborgaðar tryggingabætur, greitt ýmsar skuldir og hafnað tilboðum um geymslu fjárins. Brá hann sér síðan á Óðal, þar sem umslagið tapaðist á einhvern hátt úr vasa hans. Til þess hefurekken spurzt síðan. I fyrrakvöld kærði maður stuld á veski sínu eftir dvöl á veitingahúsi í grennd við Öðinstorg. t veskinu voru 125 þúsund krónur. Grunur féll á nokkra menn og voru þeir handteknir. 1 gær viðurkenndi einn þjófnaðinn og kvaðst hafa falið veskið í hjóli á bíl er stóð við veitingahúsið. Eigandi bílsins hafði einskis orðið var. t gær hringdi maður í eiganda veskisins, tilkynnti fund þess með öllu fénu og skilríkjum. Vildi hann ekki einu sinni þiggja fundarlaun fyrir. Skilvísi fólks er misjöfn. -ASt. Lögmaður telur ástæðutil rannsóknará störfum bama- verndamefndar — sjá kjallaragrein Halldórs Halldórssonar ábls. 10-11 Sú með Dagblaðshúfuna: ef auglýst er eftir vélritunarstií/fíu/ Það getur orðið dýrt spaug fyrir atvinnurekendur ef þeim verður á að mismuna kynjum í auglýsingum eftir starfsfólki eftir 1. júlí næstkomandi. Eftir þann tíma geta menn átt von á að þurfa annaðhvort að greiða þungar fésektir eða jafnvel lenda í fangelsi ef um mismun- um kynja er að ræða. Er þetta samkvæmt lögum um jafnrétti kvenna og karla sem eru frá 31. maí 1976. Veittur var aðlögunartími, sem rennur út 1. júlí í ár. Það er þvi vissara að orða auglýsingar eftir starfsfólki ,,rétt“. Ef þig vantar til dæmis vélritunarstúlku eða hrein- gerningarkonu skaltu gæta þess að auglýsa ekki eftir „stúlkum" heldur einungis vél- ritara eða hreingerara, annats getur farið illa fyrir þér! A.Bj. aet _ :,cuney,i-Ha--ast ^nnur vantar ihumarvinnslu stra^ , slm, ' . * * Da-migerðar atvinnuauglýs- ingar úr dagblöðunum, — þa‘r kunna aö verða ha-tlulegar innan skamms. Verkföll 3.—9.júní: Atvinnurekendur samþykkja 2,5 prósent ísérkröfumar — ASÍ-menn vilja nýtt 30% þrep ítekjuskattinn, meiri niðurgreiðslur á mjölk eða útborganlegan persónuafslátt Atvinnurekendur féllust i gærkvöldi á, að tvö og hálft prósent i kauphækkun mætti fara til að leysa sérkröfur verkalýðsfélaganna. Þetta er í samræmi við hugmyndir sátta- nefndar. ASl-menn komu sér í gærkvöldi niður á, hvernig þeir vilja haga skattalækkunum. Allsherjarverkföll verða boðuð á áveðnum svæðum, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Formannafundur verkalýðs- félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði samþykkti í gærtil- mæli til félaganna á höfuð- borgarsvæðinu um að boða alls- herjarverkfall föstudaginn 3. júní, í einri dag. Síðan stendur til að eins dags allsherjarverk- föll verði á öðrum svæðum, sem eru fjögur: 1) Vesturland, 2) Vestfirðir og Austurland, 3) Norðurland og 4) Suðurland og Reykjanes. Fundir verða í dag í sumum verkalýðsfélögum, en annars hefur stjórn og trúnaðarmannaráð nær alis staðar nú fengið heimild til að boða verkfall með viku fyrir- vara, svo að félagsfund þarf ekki til. Þessari öldu verkfalla á að ljúka 9. júní. ASÍ-menn komu sér í gær- kvöldi saman um að leggja til við ríkisstjórnina, að tveir milljarðar af þeim þremur, sem í boði eru í skattalækkunum, fari í að setja nýtt 30 prósenta þrep í tekjuskattinn. Nú greiða menn 20% upp undir 1400 þúsund króna árstekjur og 40% eftir það, að meðaltali. ASI- menn vilja, að reglan verði sú, að menn greiði 30% á bilinu frá 1400 þúsundum til 2ja milljóna, en það mundi kosta ríkið um tvo milljarða. Sá milljarður, sem þá yrði eftir af tilboði ríkis-. stjórnarinnar, kæmi svo annað- hvort sem auknar niður- greiðslur á mjólk, en ekki á kjöti, eða sem útborganlegur persónuafsláttur fyrir þá launalægstu og barnabætur. Framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambandsins sam- þykkti í gær að mótmæla sem ósönnum fullyrðingum ASÍ um, að fulltrúar vinnuveitenda hafi neitað að ræða við samninga- nefnd ASl síðustu daga og með þeim hætti tafið samningavið- ræður. Samningaumleitanir hafi tafizt, vegna þess hve sein- lega gengur að fá öll sérsam- bönd og félög innan ASl til að fallast á samræmda afgreiðslu á sérkröfum. Síðustu daga hafi sáttanefnd fyrst og fremst unnið að sameiginlegri lausn á sérkröfum. Meðan það hafi ekki tekizt, séu samningarnir í sjálfheldu. -HH FÉSEKTIR EÐA FANGELSI HJÁ HENNIVAR EKKERT SK0RAÐ!

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.