Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 2
DAOBLAÐIÐ. MIDVIKUDAOUR 25. MAÍ 1977. ✓ Lúga í naflahæð Eigendur orlofsf jár afgreiddir eins og sóttargemlingar Launþegi skrifar: Nú nýlega þurfti ég að hafa samband viö orlofsdeild Pósts og síma vegna vandamála með orlofsgreiðslur. 1 Landssíma- húsinu við Austurvöll eru fulltrúar þessarar deildar til þess að veita upplýsingar því fólki sem til þeirra leitar. En þvilík aðstaða sem þessi opinbera stofnun býður viðskiptavinum sínum. Uppi á þriðju hæð kemur maður að herbergi einu eftir að hafa, gengið eftir ótal ranghölum, sem að vísu eru vel merktir. Herbergi þetta er harðlæst en fulltrúarnir veita allra náðar- samlegast viðtal í gegnum lúgu, líklega 30x50 cm að stærð. Þeg- ar ég kom þarna að var fyrir fjöldi af fólki sem beið þarna í biðröð á þröngum ganginum. Lúgan er u.þ.b. í naflahæð á meðalmanni til þess að koma tryggilega i veg fyrir of náin samskipti afgreiðslumanna og' viðskiptamanna. Þvílík forsmán. Það er eins og verið sé að afgreiða fólk sem er í sóttkví. Þeirri frómu bón er hér með komið á fram- færi við hina háu stofnun að hér verði ráðin nokkur bót á og það helzt áður en mjög langt líður. Meira af vekj- andi greinum Anna í Garðabæ hringdi: Ég vildi bara koma fram þakklæti fyrir grein Sigurðar Jónssonar sem birtist í Dagblaðinu fyrir skömmu undir nafninu: Að fljúga. Mér finnst að oftar mættu sjást svona vekjandi og góðar greinar sem mér fannst þessi grein Sigurðar óumdeilanlega vera. BREFKORN TIL LANDSSIMASTJORA Helgi Hannesson Strönd skrifar: Siminn er öryggista'ki fyrir sjúka og hruma. Öldruð kona og öryrki býr í Smáíbúðahverfi. Hún hefur síma 30341 á nafni sonar síns, sem nú býr norðanlands. Hún notar símann oftast heldur litið, t.d. febrúar til apríl i fyrra 52 skref af 300 sem innifalin eru í fastagjaldi. Nokkur und- anfarin misseri hef ég annazt fyrir hana greiðslu símagjalda. Það hefur ekki orðið að slysi þar til einu sinni nú í vetur. Snemma i marz barst konunni krafa um greiðslu eins símtals við sveitabæ (137 kr.) og fastagjalds marz til mai þessa árs: 5479 krónur sem greiðast skal fyrirfram. Það vildi svo til um þessar mundir að ég var talsvert lasinn af kvefi og veigraði mér við að fara niður í bæ til að borga reikninginn. (Ég er líka orðinn nokkuð gamall). Mánudag 21. marz greiddi ég reikninginn i Samvinnubankanum. Er sá reikningur úr sögu en síminn siður en svo. Sunnudaginn 20. marz var sími konunnar í góðu lagi. En er næst skyldi til hans taka, miðvikudaginn 23. marz, fékkst ekki hljóð úr honum. Þar við sat til föstudagsins 25. marz. Þá grennslaðist kunningi konunnar eftir hverju þetta sætti. Kom þá í ljós að starfs- menn símans höfðu lokað hon- um fyrir vanskil, vegna þess að fyrirframgreiðsla hafði dregizt sex dögum lengur en áskilið var. Auk þess á konan í vændum 600 kr. sekt fyrir þessa 6 daga vesöld mína. Landssímastjórnin telur ekki vangert við vesalinga. Þar bólar hvorki á miskunn né tillitssemi. Landssíminn er ríkisstofnun eins og allir vita og þess vegna einnig almenningseign og al- menningsþjónustufyrirtæki. Lasburða fólki finnst öryggi í að hafa einkasíma þegar þvi liggur á að ná til læknis eða vinar. En það á stundum erfitt með að greiða símagjöldin. Landssímastjóri hreykir sér í hæsta launaflokki og lætur sig litlu varða um sjúka og hruma. Hann grennslast ekki eftir nvað valdi ef greiðsla dregst nokkra daga. Það væri þó bæði einfalt og sjálfsagt að nota símann til þess. Hann hunzar þá mannasiði. Hann læðist að fólki og lokar símanum fyrir sex daga seinkun á fyrirfram- greiðslu og hækkar gjaldið auk þess um 10%, jafnvel á meðan skuldunautur er að greiða það. Þessu líkur þjösnaháttur er sem betur fer sjaldgæfur í voru þjóðfélagi. Þetta er i fyrsta sinni sem hann verður á mínum vegi, á minni löngu ævi. Staddur i Reykjavík, 20. apríl, H.H. HVAÐ ER AÐ GERAST Einar Hannesson fulllrúi veiði- málastjóra skrifar: Eins og lesendur hafa orðið vitni að hafa undanfarna daga átt sér stað hlaðaskrif um fisk- eldisstöðina á Laxalóni í tilefni þess að þar hefur komið upp hættuiegur smitsjúkdómur, nýrnaveiki, i fiski. Skúli Pálsson, eigandi Laxalónsstöðvar, hefur tekið þessu máli á versta veg og ráðist af heift á þá aðila sem fara með þessi mál á vegum hins opinbera og auk þéss dylgjað um að sjúkdómur þessi fyrirfinnist i eldisstöðvunum i Kollafirði og við Elliðaár. Hef- Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson Hringið ísíma 83322 kl. 13-15 eðaskrifíð ur Skúli Pálsson krafist þess að erlendir sérfræðingar verði látnir rannsaka þetta mál og skera úr um og að rannsókn verði einnig látin fara fram í tveimur fyrrgreindra eldis- stöðva. Nú liggur ljóst fyrir í sambandi við Laxalónsstöðina að sjúkdómurinn hefur verið greindur af erlendum sérfræðingum þvi að laxaseiði frá Laxalóni fóru til Noregs vorið 1976, þó að eigandi stöðvarinnar hafi látið undir höfuð leggjast að skýra frá þvf og þar með brotið á grófasta hátt reglur um þessi efni. Kom i ljós að seiðin voru nýrnaveik og bárust fréttir um það hingað til lands um sl. ára- mót!! Þá hefur breskur prófessor i fisksjúkdóma- fræðum nýlega greint sjúk- dóminn i seiðum frá Laxalóni en sérfræðingar á Keldum sendu seiði til hans í þeim tilgangi að fá staðfestingu í þessu efni. Þá er þess að geta að sýnis- hornataka för fram i tveimur fyrrnefndra eldisstöðva sam- timis töku þeirra á Laxalóni og leiddi niðurstaða i ljós að sjúk- dómurinn fannst hvorki í stöðinni við Elliðaár né í Kolla- firði. Af framansögðu er því ljóst að framferði Skúla Pálssonar, eftir að ljóst varð um sjúkdóm- inn í stöð hans, er stór-vitavert og til þess eins fallið að skaða framtíð fiskeldis hér á landi. I húfi eru hagsmunir áreigenda um land allt og annarra sem láta sig varða þessi mál. Við sem að veiðimálum vinn- um á vegum hins opinbera erum því ekki óvanir að Skúli Pálsson stundi rógsiðju gagn- vart okkur, en að hann skuli hafa gripið til jafnróttækra aðgerða og raun ber vitni síð- ustu daga hefði ég naumast trúað ef mér hefði verið sagt það áður en þessi herferð hans hófst, er beinist að virtum vísindamönnum við tilrauna- stöðina að Keldum. Oft var vitnað á sínum tima til ummæla sem maður nokkur átti að hafa látið sér um munn fara: „Hvað varðar mig um þjóðarhag“ þó að þessi maður hafi unnið þjóð sinni vel. En aðrir framkvæma þetta án þess að menn taki almennt eftir því. Að minum dómi er framferði Skúla Pálssonar nú á þennan veg. Hann heldur hættulegum fisksjúkdómi leyndum í stöð sinni. Hvers eiga viðskipta- vinir hans að gjalda? Hróp hans núna um að eigin ávirðingar séu annarra ber þess glöggan vott að hann skeytir ekkert um hagsmuni fiskeldis í þágu heildarinnar. Þá h.vgg ég að það sé einsdæmi að maður sem lendir í þeirri ógæfu að upp kemur smitsjúkdómur i „búfé" hans boði fréttamenn til fundar í húsakynnum hins sýkta sporðfjár og ráðist með heift á þá aðila sem gæta eiga hags- muna þessara málefna og fara með fisksjúkdómamál og dæla i blaðamenn ösannindum og rangfærslum um menn og.þessi málefni. Og að síðustu. Varðstaða óg gæsla i sambandi við að verjast fisksjúkdómum verður að min- uin dómi seint metin sem vert er. Það eru vissulega margvis- leg óþægindi sem opinberir aðilar þurfa að taka á sig sam- Á LAXALÓNI? Ölafur sonur Skúla á Laxaióni sýnir blaðamönnum fisk i kerum stöðvarinnar að Laxalóni. fara því að g:eta og fara með þessi málefni. Með varð- stöðunni eru opinberir aðilar að firra einstaklinginn ábyrgð á því máli. Þetta virðast sumir ekki skilja. Víst er að i þessu efni verður aldrei of varlega farið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.