Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 14
14
DAtlBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 197T.
Caroline í sumar
starfi hjá Daily
News
Nú er verið að ráða sumar-
fólk til starfa hjá fyrirtækjum
víðs vegar um heim. A stórblað-
inu Daily News í New York er
einnig verið að ráða fólk til
starfa yfir sumartímann.
Meðal þeirra sem sóttu um
vinnu hjá stórblaðinu var engin
önnur en Caroline Kennedy,
hin nítján ára gamla dóttir
Jackie Onassis og Kennedys
sáluga forseta.
Caroline kont til viðtals á
mánudaginn var og eftir að
rætt hafði verið við hana var
hún ráðin til starfa sem próf-
arkalesari. Caroline á að fá
156,89 dollara á viku sem eru
rúmlega 30 þúsund fsl. kr.
Caroline voru sýndar rit-
stjörnarskrifstofurnar og varð
uppi fótur og fit þegar hún birt-
ist. Tilvonandi samstarfsfólk
hennar vildi fá eiginhandar-
áritun forsetadótturinnar.
Móðir hennar, Jackie, byrjaði
sinn feril sem blaðaljósmyndari
þegar hún var kornung. Hún
vinnur nú hjá útgáfufyrirtæk-
inu Viking Press og velur
bækur sem fyrirtækið gefur út.
Caroline er enn við nám í
Radcliff College og fer aftur i
skólann í haust.
Margir af stórblaðamönnum heimsins hafa byrjað sem prófarkales-
arar eða sendlar á heimsblöðunum. Kannski Caroline Kennedy
verði „Watergate-blaðamaður" þegar fram líða stunöir.
Kristian litli með foreldrum sínum sem elska hann og hvort annað þrátt fyrir lágan aldur.
Hér á landi hefur verið mikið
rætt um það að unglingar byrj-
uðu allt of snemma á tilhugalíf-
inu. En erlendis er þetta
„vandamál“ einnig fyrir hendi.
Okkur barst nýlega í hendur
brezk grein um unglingabrúð-
kaup ársins eins og það var
orðað. Brúðhjónin voru tveir
sextán ára unglingar sem áttu
tveggja ára son saman.
Þau byrjuðu að vera saman
þegar þau voru aðeins tólf ára
og báðu þá þegar foreldra sína
um leyfi til að ganga í hjóna-
band. Þau urðu samt að gera
sér að góðu að bíða þangað til
þau urðu sextán ára en sá aldur
er lágmarksgiftingaraldur í
Bretlandi. Soninn Kristian
eignaðist brúðurin Jane þegar
hana vantaði viku i fjórtánda
afmælisdaginn. Sjálf vissi hún
nær þvr ekkert um kynferðis-
mál, hafði t.d. ekki hugmynd
um að hún væri ófrisk fyrr en
hún var komin fjóra mánuði á
leið.
Fyrstu viðbrögð hennar
þegar hún uppgötvaði þunga
sinn voru þau að segja kærast-
anum John upp og fá sér þröngt
lífstykki til að reyna að fela
breytinguna á vaxtarlaginu.
Það gekk þó ekki til lengdar því
móðir hennar komst að
leyndarmálinu þegar Jane var
komin sex mánuði á leið. Hún
og faðir Jane fóru þá heim til
foreldra Johns og rætt var í
sameiningu hvað hægt væri að
gera. Of seint var að fá fóstur-
eyðingu. Foreldrarnir ákváðu
því í sameiningu að hjálpa
hinum ungu foreldrum við
barnauppeldið, að minnsta
kosti á meðan þau voru í námi.
Brúðhjónin bera það bæði að
foreldrar þeirra hafi ekki
þvingað þau til að ganga í
hjónaband. Þau segja bæði að
það hafi verið eindreginn vilji
þeirra og þau séu mjög ástfang-
in og hamingjusöm. Jane
hugsar þessa dagana um heim-
ili foreldra sinna og sitt eigið'
barn um leið. John vinnur hins
vegar og safnar peningum til
búsins. Þangað til þau geta
komið yfir sig húsi ætla þau að
búa hjá foreldrum Johns. Þeim
þykir báðum mjög vænt um
drenginn sinn og gátu ómögu-
lega skilið hann eftir þegar þau
fóru i brúðkaupsferð.
c
Verzlun
Verzlun
Verzlun
3
Skrífstofu
SKRIFBQRD
Vönduð sterk
skrifstofu skrif-
borð i þrem
stæróum.
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiója.
Auóbrekku 57. Kópavogi, Simi 43144
Vindhlífar fyrir Hondu 50-350
og Yamaha 50.
Munnhlífar, silkihettur, Moto-
cross skyggni, hjálmar, dekk og
fl.
Sérverzlun með mótorhjól og
útbúnað. Póstsendum
Vélhjólav. H. Ólafsson
Freyjugötu 1, sími 16990.
SEDRUS HÚSGÖGN Súóarvogi 32, símar 30585 og 84047
Matador-sófasettið
hvílir allan líkamann sökum hins háa
haks,afar þægilegl oj> ótrúleua ódýrt.
Kr. 219.000 nieö al'borgununi t'i' þt'ss
er óskaö.
Bflasalan BILAVAL
Laugavegi 90-92
Símar 19168 og 19092
Hjá okkur er opið alla daga nema
sunnudaga frá kl. 10-19.00
Látið okkur skrá bílinn og mynda
hann í leiðinni.
Söluskrá ásamt myndalista liggur
frammi. — Lítið inn hjá okkur og
kannið úrvalið. Við erum við hliðina á
Stjörnubíói.
BÍLAVAL
SÍMAR19168
0G19092
CM)
6/ 12/ 24/ volta
aiternatorar
HAUKUR OG ÓLAFUR
Armúla 32 — Slmi 37700
Stigar
Handrið
Smíðum ýmsar
gerðir af
hring- og palla-
stigum.,
Höfum einnig
stöðluð inni- og
útihandrið í
fjölbreyttu úr-
vali.
Stálprýði
Vagnhöfða 6.
Sími 8-30-50.
ALTERNAT0RAR 6/ 12/
24 V0LT
VERÐ FRÁ KR. 10.800,-
Amerísk úrvalsvara, viðgerða-
þjónusta.
BÍLARAF HF.
BORGARTÚNI 19, SÍMI
24700.
Pep fyrir bensín,
dísiloliu og gasoliu.
Pep smvr um leið og
það hreinsar. Pep eykur
kraft og sparar eldsneyti.
Pep fœst hjá BP
og Shell um allt land.
Ferguson litsjón varps-
tœkin. Amerískir inlínu
myndlampar. Amerískir
transistorar og díóður
0RRI HJALTAS0N
llagamel 8. simi 16139.