Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1977. Fimm milljaröa bók- haldslegt tap árið f75 Tapá trygginga- rekstri á íslandi Þrjátíu tryggingafélög með samtals 408 starfsmenn voru starfandi hér á landi í lok ársins 1975. Mörg þessara félaga eru þó varla meira en til á pappírnum eða e.t.v. ekki nema með einn starfsmann og litla starfsemi út á við. Þessar upplýsingar og margar fleiri er að finna i nýútkominni skýrslu Tryggingaeftirlitsins fyrir árin 1975-76. Skýrslu þessa geta menn fengið keypta hjá Bóka- búð Lárusar Blöndal ef áhugi er fyrir hendi. Bókhaldslegt tap allra trygg- ingafélaga á Islandi var yfir heildina tæpir fimm milljarðar árið 1975, sem er 0,05% af ið- gjöldum. Tap varð á rekstri 7 félaga en gróði af starfsemi 21 félags. Eitt erlent trygginga- félag hefur starfsleyfi á Is- landi, sænska tryggingafyrir- tækið Ansvar International Försákringsaktiebolag, annars eru öll tryggingafyrirtækin ís- lenzk. Kostnaður við starfsemi Tryggingaeftirlitsins nam fyrir árið 1975 tæpum átta milljón- um. Þann kostnað greiða trygg- ingafélögin og er kostnaðinum jafnað niður í hlutfalli við bók- færð iðgjöld þeirra árið áður BH Fimleika- stelpur íÍR: „Við bjuggumst aldrei við ann- arri eins aðsókn og var á fim- leikanámskeiðið. Við hefðum getað haldið þrjú námskeið," sagði Þórir Kjartansson íþrótta- kennari en hann kennir fimleika á námskeiði hjá ÍR sem hófst í Breiðholtsskóla nýlega. Um 30 stelpur frá 7 til 12 ára voru mættar til leiks. Námskeiðið stendur í 10 daga. Að því loknu verður haldin íýning og foreldr- arnir fá að sjá hver árangurinn hefur orðið eftir námskeiðið. Fimleikadeild ÍR hefur nýlega fest kaup á nýjum tækjum, t.d. tvíslá. Stefnt er að þvi að kaupa nýja ólympíuslá, sú gamla er ekki nógu góð fyrir liprar stelpur. Svo virðist sem áhugi á fimleik- um fari mjög vaxandi, sérstaklega meðal stúlkna. Það sést bezt á þeirri aðsókn sem var á nám- skeiðið hjá ÍR. Olga Korbut á sinn þátt í því hversu vinsæl íþrótta- grein fimleikar eru. Hver veit nema við eignumst góðan flokk fimleikakvenna sem fara utan og sýna listir sínar eins og stúlkur úr iR gerðu upp úr 1920. -KP. Ifr Mikill áhugi er á fimleikum hjá stelpum, svo mikill að færri komust að en vildu á námskeið- inu sem haldið er þessa dagana hjá ÍR. DB-mynd Bjarnleifur Olga Korbut á sinn þátt í fimleikaáhuganum hér Heymardaufir fá aðstoð Félagið Heyrnarhjálp gengst fyrir ferð út á land til aðstoðar heyrnardaufum eins og undan- farin ár. Vinnuhópur, sem í er háls- nef og eyrnalæknir, fer ásamt tveimur starfsmönnum félagsins um Austfirði og Norðurland. Það verður tekið á móti fólki á eftirtöldum stöðum: Á Höfn í Hornafirði hefst vinna þann 31. maí. Síðan verður farið til Fáskrúðsfjarðar, Eskifjarðar, Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar, Egilsstaða, Vopnafjarðar, Húsa- víkur, Dalvíkur, Ölafsfjarðar, Siglufjarðar, Sauðárkröks, Blönduóss og llvammstanga en þar lýkur ferðinni þann 16. júní. Auk skoðunar læknis og heyrnarmælinga verða veittar leiðbeiningar um meðferð heyrnartækja, einnig verða tekin hlustarmöt. Fólki sem notfæra vill sér þessa þjónustu er bent á að snúa sér til heilsugæzlustöðva eða héraðslæknis í viðkomandi héraði og panta tíma. —KP. Ást er að borða skreið Börn í Víðistaðaskóla efndu í síðustu viku til mikillar sýningar í skóla sínum í Hafnarfirði. Farið var á ýmsa staði utan skólans og tilgangurinn var fyrst og fremst sá að börnin sæju að nám er ekki bundið við skólann eingöngu. Árangur þeirra ferða var síðan til sýnis. Sérstök deild var um helztu atvinnugreinar Islendinga, land- búnað, sjávarútveg og iðnað. I sjávarútvegsdeildinni rákum við augun í þetta skemmtilega vegg- spjald. Krakkarnir höfðu sýnilega séð fyrirsögnina „Ást er að borða skreið" í DB fyrir nokkru og það aukið hugmyndaflug þeirra um íslenzkan sjávarútveg. Fordinn var reyndar fertugur en ekki þrítugur Átta strokka Fordinn sem sagt frá frá í DB á mánudag og sagður var vera frá þvi árið 1947 er heldur eldri. Hann er gerður árið 1937 og er því fertugur á þessu ári en ekki þrítugur. Biðst DB afsökunar á þess- um ntisskilningi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.