Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 11
DACHI.Atm). MIDVIKUDACUK 25. MAl lí)77 11 N Reykjavikur. Að þeim fundi loknum skrifar Sævar: „Ég legg því til að Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur veiti henni allan þann stuðning, sem hægt er til að fá heim barn sitt.“ Þetta er skrifað fyrir Barna- verndarnefnd Reykjavíkur og mun í skjóli þagnarskyldu nefndarinnar heita trúnaðar- mál. Ekki er ljóst hvers vegna yfirmaður fjölskyldudeildar gefur út þessa stuðningsyfirlýs- ingu. Astæðan kann að vera sú, að móðirin talaði „skynsam- lega“ og „innilega" um dóttur sína, að því er fram kemur á sama pappír. I framhaldi af þessu skrifaði svo Jón Magnús- son, formaður Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur, yfirlýs- ingu þess efnis, að nefndin veiti móðurinni „fullan stuðning og aðstoð við ætlun hennar að sækja dóttur hennar". „Hlutdrœgir... vanhœfir...brotlegir...“ Með þessu gera þessar tvær stofnanir sig sekar um stórkost- lega vanrækslu í starfi, því þessar stuðningsyfirlýsingar eru gefnar án þess að kannaðir séu hagir barnsins hjá föður sinum eða hann látinn á nokkurn hátt vita hvað sé á seyði. Ég læt vera að dæma um hvort Barnaverndarnefnd (Jón Magnússon) og starfsmaður hennar (Sævar Guðbergsson) hafi framið lögbrot. Hins vegar er rétt að vitna til bréfa lög- fræðings föðurins til nefndar- ínnar og Barnaverndarráðs. 1 bréfi til ráðsins segir lög- fræðingurinn: „Ég tel að barnaverndar- nefnd og þeir aðilar fram- kvæmdavaldsins sem stuðluðu að brottnámi .1 (dótturinnar) frá föður sínum 11. desember 1975, hafi gerst freklega brot- Hauspokafólk á skemmtistöðum Sjónvarpsvikan mín hófst á þriðjudegi eins og þær gera flestar og það eina sem ég hafði áhuga á það kvöldið var íslenski þátturinn um áfengið, Ríkið í rikinu. Gamlar kreddur gerðu myndatökuna í mörgum tilfellum spaugilega. Þegar fólk á skemmtistöðum borgarinnar var myndað var eins og mynda- tökumaðurinn væri alltaf að glopra vélinni niður því auðvitað varð að sýna þá tillits- semi að láta andlit þeirra, sem voru að skemmta sér, ekki sjást Ér gert ráð fyrir að þetta sama fölk sé með hauspoka á skemmtistöðum og viLji ekki þekkjast? Öllu skiljanlegra var þetta á lögreglustöðinni en óneitanlega virðist allt mun óeðlilegra fyrir vikið. Hvað um það, er ekki góðra gjalda vert að leiða okkur i sannleika um drykkjuskap okkar? Seinni þálturinn var mun óþvingaðri. Þá er það miðvikudagurinn. Um Rokkveitu rikisins ætla ég ekki að segja neitt frekar, það er óþarfi, en kvöldið var ágætt. Sænsl^u myndirnar um reiðina voru alveg frábærar og spennan i tálmyndinni náði hámarki en endirinn var ósköp dapurlegur. Kn svona getur það víst farið, laun syndarinnar eru dauði, stendur einhvers staðar. Stjórnmálin frá stríðslokum voru heldur ruglingsleg í þetta sinn, mér fannst farið allt of hratt yfir sögu á allt of stóru svæði, sem er öll Suður- Ameríka. Kannski verður farið nánar í smáatriðin seinna, mikið er eftir enn. Söngvakeppnin var rúsína föstudagsins og áreiðanlegterað þessi keppni er vinsæl þó umdeild sé og oft harkalega niðurnídd fyrir glans og snobb- hátt. En það er gaman að horfa og hlusta. Eftirtektarvert fannst mér í þetta sinn hve margt af þessu listafólki stælir Abba, til dæmis með því að tileinka sér skrítinn fatnað og tilþrifamikla sviðsframkomu, svo og að hafa lögin sem einföldust, svo þau gengju beint inn i hverja manneskju. En allt kom fyrir ekki, enda ekki nema eitt Abba-fyrirbæri til. Mér finnst allt að því glæpur hjá dagblöðunum að ljóstra því upp í sjónvarpsdag- skrá sinni áður en keppnin er send út hver hafi ••orið sigur úr býtum.SIíkt má fyrirgefa þegar liðinn cr mánuður eða meira síðan hún fór fram en í þessu tilfelli reiddist ég og svo var um marga fleiri. Laugardagurinn var, eins og venjulega, góður með sínum ágætu læknum og litla lávarðinum, en ég saknaði bleika pardussins. 1 staðinn kom einhver ítölsk hringavit- leysa um lífið í smásjá. Dans- þátturinn frá Hveragerði var að hinum undanfarandi ólöstuðum sá ásjálegasti, þó ég skilji ekki hvaða erindi slíkir þættir eiga í sjónvarpi. Ég sé fyrir mér það fáa fagfólk sem er í dansi hér á landi sitja og setja út á hjá hinum, því þarna er samkeppni eins og víðast annars staðar. Myndin Viva Zapata var ágæt og þá einkum hlutur Brandos í henni. Þarna kom í ljós að blessað kerfið er alltaf samt við sig. En dag- skráin var búin klukkan rúm- lega ellefu. Hefði ekki verið hægt að hafa einn lið enn á undan myndinni? Það er ekkert vit að lofa þeim fáu hræðum sem heima sitja á laugardagskvöldum ekki að vaka fram að miðnætti. Stundin okkar er greinilega farin að þreytast. Þátturinn úi hesthúsunum var það eina með lífsmarki síðast. Allar þessar austanljaldsteiknimyndir og Davíð og Goliat er orðið svo þrautleiðinlegt og væmið að maður fær næstum klígju og ég veit um börn sem segja bara OOOOoooh! í fyrirlitningartón þegar þeim er sagt að koma inn og horfa á barnatímann. í frétt- unum fengum við að vita allt um Lagarfoss, ef við skyldum ekki hafa lesið blöðin. Það er eins og ekkert annað íslénskt skip hafi nokkurn tíma siglt áður. Það minnir mig á aðra fleytu, Brendan, sem við fáum skilmerkilegar upplýsingar um í veðurfregnatímanum. Hvað á það að þýða? Þá kom önnur legir í starfi sínu, jafnvel svo alvarlega að ástæða kann að vera til rannsóknar á því efni.“ í bréfi lögfræðings föðurins til Barnaverndarráðs segir enn- fremur. „Það hefur verið minn skiln- ingur að barnaverndarnefnd- um bæri að taka það ráð upp, „sem ætla má að barni eða ung- menni sé fyrir beztu“. 1 því sambandi sé skylt að afla sem gleggstra gagna um hagi barn- anna. Því tel ég óverjandi, að barnaverndarnefnd geti lögum samkvæmt gefið út yfirlýsingu í líkingu við þá, sem gefin var. . . Þetta leiðir til þess að ekkert mark er takandi á síðari störfum nefndarinnar í máli þessu. Öll nefndin og starfs- menn hennar höfðu í upphafi augsýnilega gerst hlutdrægir og voru því vanhæfir til frekari starfa. Hvers vegna nefndin gekkst að þessu sinni með ólíkindum rösklega fram við að nema barn á brott frá því heimili er það hafði dvalist langtímum saman skal ósagt látið.“ Gagnrýni léttvœg talin Það skyldi þó ekki vera vegna þess, að það er ekki sama hvor er, Jón eða séra Jón? Að minnsta kosti bendir margt í meðferð málsins til þess, að þjóðfélagsstaða manna (metin í krónum) og persónuleg kynni hafi haft sitt að segja. Barnaverndarráð gerði ekkert með athugasemdir og al- varlega gagnrýni lögfræðings föðurins. Siðar skrifaði liig- fræðingurinn ■ svo Barna- verndarnefnd sjálfri og lagði fyrir hana spurningar. 1 bréf- inu tckur hann fram, að hugsanlegt sé að nefndin hafi farið út fyrir verksvið sitt í málinu og ekki gætt verklags- reglna barnaverndarnefnda, m.(i.o. brotið liig um barna- verndarnefndir. Kjallarinn Halldör Halldórsson Seint og um síðir svaraði svo starfsmaður Félagsmálastofn- unar bréfi lögfræðingsins og reynir að sjálfsögðu að halda uppi vörnum, en fellur illilega á eigin bragði. Þar segir hann, að það sé „hlutverk nefndar- innar eingöngu að gefa umsögn um hagi og aðstæður þess aðila, er dvaldi í hennar um- sagnardæmi“. Stuðningsyfirlýs- ing starfsmanns Félagsmála- stofnunar og Barnaverndar- nefndar er ekki „umsögn um hagi og aðstæður" málsaðila. Stuðningsyfirlýsing er stuðningsyfirlýsing, og ekkert annað. Formaðurinn fyrrum starfsmaður málsaðila! í litlu þjóðfélagi kunnings- skaparins,. eins og Island er, eru ávallt vissar hættur á van- hæfi opinberra starfsmanna til að fjalla hlutlægt um viðkvæm úrlausnarefni. Slíkar aðstæöur voru í þessu máli. Éftir að faðir- inn var kominn heim og hafði skrifað Barnaverndarnefnd bréf vegna málsins, setti hann sig i samband við formann nefndarinnar, Jón Magnússon, Formaðurinn skýrði H frá því, að Sævar Guðbergsson hefði fengið þetta úrlausnarefni til umfjöllunar, en bætti því við að ekki þætti rétt að Sævar tæki skýrslu af H vegna þess, að þeir hefðu verið saman í gagnfræða- skóla (fyrir nær því einum og hálfum áratug). Jón bætti því við, að hann ætlaði sjálf- ur að taka málið að sér og jafnframt að taka skýrslu af H. En hvað skyldi svo detta upp úr manninum næst? Jú, að hann þekkti foreldra K, barnsmóður H og það væri nú bara betra! Síðar varð föðurnum ljóst, að Jón Magnússon hafði verið starfsmaður föður K. H hefur sagt mér, að varla sé hægt að tala um að þeir Sævar væru málkunnugir. Þetta staðfestir þau ummæli kunnugs manns, að „Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er nú ekkert til að vera stoltur yfir“. Gerði sjálf Barnaverndarnefnd sœttir óhugsandi? Og hvað gerði svo Barna verndarnefnd i málinu? Bæði H og K voru boðuö á fund hennar, en aðeins H mætti. K mætti til viðtals við Sævar Guð- bergsson einu sinni og Jón Magnússon einu sinni. i bæði skiptin var móðirin í fylgd annaðhvort móður sinnar eða föður. Sáttatilraunir Barna- verndarnefndar tókust ekki og í lok febrúar á síðasta ári sam- þykkti nefndin, að ekki yrði gerð breyting á forræði barns- ins. I umsögn nefndarinnar segir einnig: „Barnaverndar- nefnd Reykjavikur hefur reynt án árangurs að ná samkomulagi um umgengnisrétt fyrir föður við barnið. Barnavendarnefnd telur ekki rétt að svo komnu máli að kveða á um umgengnis- rétt, en móðir og dóttir fái að vera í friði fyrst um sinn." Eg ítölsk teiknimynd, mun betri en hin kvöldið áður, enda getið i dagskránni. Mig óar við því, að einhver ósköp af stuttum ítölskum innskotsmyndum hafi verið keypt í pakka fyrir lítið. Dapurleikinn réð ríkjum hjá húsbændum og hjúum, en ef að líkum lætur kemur bráðlega önnur í húsmóðursætið á heim- ilinu. Ég horfði á norsku tein- æringana Örn og Hrafn með öðru auganu, enda búin að fræðast um þá áður, er„þeir komu hingað. Hljóðið skrúfaði ég niður, því ég var að hlusta á útvarpið á þeim tíma, það má ekki gleymast, enda oft mun athyglisverðari hlutir þar á ferðinni en í sjónvarpinu. Ég hef víst sagt það áður að svokölluð „æðri tónlist“ nýtur sín illa i plastkassanum minum og hef ég raunar ekki of mikinn áhuga á henni hvort eð er. Anneliese Rothenberger nýtur sín hins vegar ágætlega þó maður heyri ekki til hennar því þetta er fallegasta kona og glæsilega klædd að auki. En hvernig er það, tekur þessi Iistahátíð aldrei enda þó löngu sé búið að slíta henni? ætla að leyfa mér að halda því fram, að með því að gefa út stuðningsyfirlýsingar við annan málsaðila án þess að kynna sér aðstæður hins hafi Barnaverndarnefnd strax í upphafi gert liðlega lausn máls- ins alla erfiðari og jafnvel orðið þess valdandi, að „sáttatil- raunir" tókust ekki. Niðurstaða nefndarinnar er ekki rökstudd enda þótt lög geri ráð fyrir rök- studdum úrskurðum barna- verndarnefnda. „Er þetta ekki bara einhver hjúskaparmiðlari?“ Áður en skilizt verður við Barnaverndarnefnd Reykja- víkur er rétt að fram komi, að faðirinn í þessari sögu lagði fram álit bandarísks sér- fræðings, sem þekkti aðstæður þeirra H og K. Þar tekur sér- fræðingurinn, vel menntaður maður í hjúskaparfræðum, af- stöðu með kröfu H um forræði og umgengnisrétt. Þetta plagg lagði faðirinn H fram með bréfi sínu til Barnaverndarnefndar í upphafi máls ásamt öðrum vott- orðum, sem hann hafði aflað sér. Á fundi Barnaverndar- nefndar spurði formaður nefndarinnar hvort þetta væri ekki bara einhver venjulegur „hjúskaparráðgjafi” og annar nefndarmaður. Magnús Magnússon, bætti urn betur og spurði hvort þetta væri ekki bara „hjúskaparmiðlari"! Eina sérfræðingsálitinu, sem lagt var fram i nefndinni, var visað á bug án rökstuðnings. Alitið var b.vggt á viðtölum. sem sér- fræðingurinn átti við þau H og K santan og sitt i hvoru lagi. Hér verður látið staðar nuntið, þar sent þætti Barnaverndar- nefndar Reykjavikur sleppir, en i ntestu grein og hinni sið- ustu verður vikiö að þa'tti Barnaverndarráðs i þessu máli. llalldór Halldórsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.