Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. MAI 1977. Bylting ístarfsemi Skipaútgerðar ríkisins: Þrjú nýtízkuleg skip verði keypt en þau gömlu seld Sami starfsmannaf jðldi anni þreföldu flutningamagni og skipin endurheimti mikið af þeim f lutningum sem bílar hafa yf irtekið Hjá ráðamönnum samgöngu- mála á tslandi eru nú til athug- unar hugmyndir um algera endurnýjun allrar strandferða- þjónustu'sem Skipaútgerð rík- isins annast. Hugmyndirnar nýju þýða algera byltingu í starfsemi skipaútgerðarinnar. Er gert ráð fyrir að núverandi skip verði seld en ný og hag- kvæmari skip keypt eða smíðuð i þeirra stað. Vegna nýtízku- legra byggingarlags hinna nýju skipa myndi lestun og losun taka margfalt styttri tima en nú og mannafli sparast. Þrjú ný skip myndu sennilega ekki hafa fleiri menn í áhöfnum en skipin tvö hafa nú. Gert er ráð fyrir þreföldun á flutninga- magni Skipaútgerðarinnar. t fjárhagshlið hugmyndanna er gert ráð fyrir að ,;byltingin“ kosti um hálfan annan milljarð en þjððhagslegur ágóði af breytingunni gæti orðið um milljarður á ári. DB ræddi við Guðmund Einarsson, s*m nýlega var skip- aður forstjðri Skipaútgerðar rfkisins, en hann er höfundur hugmyndanna um algera bylt- ingu í starfi Skipaútgerðarinn- ar. — Hugmyndirnar eru ávöxt- ur af gagngerri skoðun á allri starfsemi fyrirtækisins, sagði Guðmundur. ör þróun á siðustu árum í gerð strandferðaskipa hefur gert það að verkum að skipin sem útgerðin hefur á að skipa í dag eru orðin úrelt og eru hemill á plön um breyt- ingar og hagræðingu í rekstri. Kemur þetta fyrst og fremst i Ijós ef litið er á tæki sem notuð eru við lestun og losun. Núver- andi skip geta t.d. ekki flutt vörur á vögnum. Lestun og losun þeirra er mjög seinvirk. Afköstin við losun og lestun eru 10—15 tonn á klukkustund víðast úti á landsbyggðinni en í Reykjavík komast þau upp í 30 tonn á klukkustund. í nýtizku strandferðaskipum i Noregi er reiknað með 200 tonna afköstum á klukkustund þegar um almenna pallavöru er að ræða en meira ef um sam- stæða vöru er að ræða, t.d. áburð, sement o.fl. Þrátt fyrir þessi margföldu afköst starfa færri við hana en hér gera í dag. Engin hífing fer fram en lestun og losun fer fram með vélknúnum lyfturum um op á skipshlið og skut. Hlerinn sem lokar opinu á skipshliðinni er jafnframt brú í land. Sérstakur lyftibúnaður er tengdur við þennan hlera og má lyfta honum allmarga metra upp eða niður. Á teikningu sem við höfum af nýtízku norsku skipi er gert ráð fyrir sjö og hálfs metra mun á stöðu hler- ans. Flóð og fjara standa því ekki lengur í vegi fyrir þvi að vélknúnir lyftarar annist alla lestun og losun. Hjá Skipaútgerð ríkisins hefur farið allmikill tími í að binda vörur niður í lestarnar. Nú er farið að nota annan út- búnað og losna við þá fyrir- höfn. Eru það gúmmípúðar sem lagðir eru í auð rúm lest- anna og síðan blásnir upp. Eim- skip hefur að einhverju leyti tekið þessa nýjung í sína þjón- ustu, sagði Guðmundur. Mestur hluti af flutningi strandferðaskipanna er almenn stykkjavara. En auk þess koma til afbrigðileg stykki og yrðu skipin því einnig að hafa lyfti- krana og góð lestarop. Lyfti- kranann þarf auk þess að nota á frumstæðum höfnum og þar sem losun fer m.a. fram í smá- báta á sjó úti. Hliðaropin á hinum nýju mundur, að með eðlilegri aukn- ingu væru flutningarnir orðnir 50 þúsund tonn. Síðan er gert ráð fyrir að með stórbættri þjónustu og hraðari afgreiðslu myndi Skipaútgerðin yfirtaka álfka flutningamagn, eða 50 þúsund tonn, af þeim vörum sem nú eru fluttar með bílum. Stafar það fyrst og fremst af því að flutningsgjöld með skip- unum eru miklu lægri en með bllum. Meiri hraði í ferðum og afgreiðslu myndi laða flutning- ana til skipanna. Þá er gert ráð fyrir um 30 þúsund tonna sem- entsflutningi og um 20 þúsund lesta flutningi á áburði og fleiru. Guðmundur sagði að athuga þyrfti vel um hagkvæmni flutn- inga á ósekkjuðu sementi og sementsflutningum yfirleitt með skipum. Steypustöðvar úti aukast og jafnvel færast enn meira frá bílaflutningum til skipanna en gert er ráð fyrir. Hringferðir og „pendúlferðir“ Guðmundur sagði að í sumar væri 1 athugun að hafa annað skipið í hringferðum en hitt í svokölluðum ,,pendúlferðum“, aðra frá Reykjavík vestur um til Akureyrar, hina frá Reykja- vik austur um land. Hringferð 'um landið, eins og þær hafa verið tfðkaðar hjá útgerðinni, er 1260 sjómflna sigling. Tekur siglingin 107 klukkustundir en ferðin 12 sólarhringa með hinni seinvirku lestun og losun f höfnum. Er þá stopp skipsins í Reykjavlk meðtalið. Þetta þýðir að skipin eru aðeins um 35% Teikning af nýtizku norsku strandferðaskipi. Mestur hluti lestunar og losunar fer fram um op á skipshlið og skut. Hlerar opanna eru jafnframt brýr i land. Afköst við Iosun eru 200 tonn á tfmann í stað 10-30 við íslenzku sklpin i dag. Lestarop sem opnast og lokast með vökvatækjum eru í þilfarshæð svo alit þllfarið nýtist til flutninga ef með þarf. Ef af verður mun Skipaútgerðin huga að stærri skipum. skipum eru þannig gerð, að sögn Guðmundar, að þau krefj- ast einskis aukaútbúnaðar í höfnum landsins. Meira um- stang yrði að leysa vanda með op á skut skipanna. Væri hann þó lfklega auðleystur á Norður- og Austurlandi þar sem minni munur væri á flóði og fjöru en á Suður- og Vesturlandi. Þreföldun flutninganna Eins og er annast Skipaút- gerðin flutning á um 40 þúsund tonnum yfir árið. Gert er ráð fyrir að með þremur nýtízku- legum skipum mætti auka flutningana i 150 þúsund tonn á næstu árum. Gerbreyting fyrir- tækisins tæki minnst 4—5 ár og má þá gera ráð fyrir, sagði Guð- á landi legðu sfaukna áherzlu á að fá ósekkjað sement eins og steypustöðvar í og við Reykja vfk. Mætti þá flytja sementið f stórum tönkum á hjólum, sem dregnir væru að og frá borði. Taldi Guðmundur að sements- flutningar gætu orðið hag- kvæmir fyrir Skipaútgerðina. Sumartoppur væri í slfkum flutningum en þá er lægð í flutningum hjá Skipaútgerð- inni. Á stundum getur Skipaút- gerðin nú ekki annað þeim flutningabeiðnum á áburði og almennri stykkjavöru við þær aðstæður sem fyrirtækið býr við nú. Með nýjum skipum og hagkvæmari, tíðari ferðum og betri afgreiðslu, munu flutn- ingar fyrir önnur skipafélög tíma á siglingu en lestun og losun tekur um 65% tfma þeirra. Nú er í ráði að fækka við- komustöðum á hringferðinni, þannig að siglingin verði 1000—1050 sjómílur og taki 90 stundir á siglingu. Standa vonir til að þá verði hægt að móta hringferðina þannig að hún hefjist á sama vikudegi og skipið sé á sem líkustum tíma í hverri viðkomuhöfn f hverri viku. Ýmislegt gerir þetta erfitt, t.d. það að sæta verður sjávarföllum við innsiglingu til Hornafjarðar. Áætlun þessi er þvf mjög þröng og ekki útséð um hvort hún tekst, sagði Guð- mundur. Nýju skipin myndu leysa þetta hlutverk auðveld- lega, þar sem núverandi lest- unar- og losunartimi yrði að verulegu leyti úr sögunni, eða að minnsta kosti miklum mun styttri. Nýju skipin — og fjármólahliðin Guðmundur sagði að í Noregi væri nú verið að smíða strand- ferðaskip fyrir þarlenda aðila. Kosta þau 10,5 m. n. kr. eða um 370 milljónir ísl. kr. 'Þau eru með hliðaropinu og opi á skut en við skutopið er ekki brú f land frá skipinu. En vegna þeirrar áherzlu sem Skipaút- gerðin leggur á aukna mögu- leika til vagnaflutninga, yrði skutppið að vera með hleraút- búnaði sem nota mætti sem brú f land. Gera má ráð fyrir að slíkur útbúnaður og aðrar nauðsynlegar breytingar mundu hækka verð skipanna. Hugsanlegt er líka að ný skip yrðu byggð hér sem uppfylltu allar kröfur. Norsku skipin, sem I smfðum eru, eru 299 lestir brúttó eða 700 tonn deadwight. Skipaút- gerðin myndi, ef af yrði, senni- lega huga að örlftið stærri skipum. Yrði það heppilegra vegna mögulegra vagna- flutninga og eins vegna .auk- innar sjóhæfni. Á nýju skipunum norsku er útbúnaður þannig að þau krefj- ast ekki nema 8 manna áhafnar. Á islenzku skipunum tveimur eru nú 17 menn á' hvoru skipi. Þó þrjú skip yrðu fengin með stórauknum flutningsmöguleikum er því ekki talið að fjölga þyrfti í starfsliði Skipaútgerðarinnar, hvorki hvað áhafnir snertir né við lestun og losun, jafnvel þó um þreföldun á flutninga- magninu yrði að ræða. í dag er 150-200 milljón króna halli á rekstri Skipaút- gerðar rikisins. En kæmust hugmyndirnar f fulla fram- kvæmd og flutningar næðu 150 þúsund tonnum á ári yrði tekju- aukinn 3-400 milljónir króna nettó. Er þá ekki reiknað með vöxtum af lánum. Með tilfærslu flutninga frá bflum til skipa er reiknað með að rfkissjóði myndusparast um 300 milljónir kr. á ári f vega- málum. Notendur spara lfka miklar fjárhæðir vegna lægri farmgjalda hjá skipaútgerðinni en hjá bílunum. Alls er gert ráð fyrir að þjóðhagslegur sparn- aður af umbyltingu Skipaút- gerðar rfkísins til nútfmahorfs myndi verða um milljarður á ári hverju, sagði Guðmundur Einarsson. „Hér er varlega áætlað og þetta eru engar skýjaborgir. Ég held að það sé töluverður vilji hjá ráðamönn- um að athuga þessar tillögur gaumgæfilega." —ASt. Þegar Bakkus er með í för Það fer ekki ýkja mikið fyrir bfllagi á þessari Mazdabifreið sem aðfaranótt þriðjudags lenti í umferðaróhappi rétt sunnan við Kópavogslækjar- brú. Tveir menn voru i bílnum en þeir hlutu hvorugur alvarleg meiðsli. Bfllinn lenti á staur í bcygju rétt sunnan við brúna. Hafnarfjarðar- lögreglan rannsakar mál þetta og tjáði rannsóknar- lögreglumaður DB að grunur væri um ölvun við akstur i þessu tilviki. DB-mynd Ragnar Th.Sig. I I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.