Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 3
I)ACíBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACIUR25. MAl 1977. 3 Leigubílstjóri: Brunagötin ekkert á móti heilsutjóninu Leigubílstjóri kom aó mál við blaðið og Sýndi okkur bakið í aftursæti bíls síns. Þa'r gat að líta allmörg ljót brunagöt eftir sígarettur þrátt fyrir að skiltinu sem stillt var upp á sætisbakið fyrir myndatökuna, hefði greinilega verið komið fyrir i bílnum. En brátt fyrir þetta beina fjárhagslega tjón bílstjórans var hann ekki óhressastur yfir því heldur sjálfum reykingun- um. Sagði hann það tillitsleysi farþega að brenna bíl sinn ekkert á móti því að þeir sköðuðu heilsu sína með þessu. Raddir lesenda EYDANIR, EYVERJAR OG HALLDÓR E. Haraldur Guðnason, Vest- mannaeyjum skrifar: íslensk stjórnvöld eru ,,flott á þvi“ eins og fólk segir stund- um, a.m.k. þegar útlendingar eiga í hlut. Fyrir nokkru gaf á að líta landsföður einn af átta á skjánum, þar sem hann var að skrifa undir samning við Mikla norræna símafélagió um jarð- stöð á íslandi. Sú stöð kostar miljarð og sjónvarpssending úr öðru landi hingað kostar miljón kr. á klukkustund og betur þó. „Dýrt er drottins orðið" sagði kallinn. En hvort tveggja er að álkrónan er vesöl og blað ráðherrans flytur þann góða boðskap, að vel megi svo fara að stöðin verði sett upp í Borgar- firði, kannski við sporð frægrar brúar? Nú er í tísku að þrengja uppá okkur íslendinga, ýntiss konar útlendu farga.ni, svo sem lita- sjónvarpi, elkemspigerverki, norskhydrói og hver veit hvað. Við heimtum norskar mengun- arfabrikkur. — Utlenda auðfélagið stórdanska, sem ekki hefur staðið við skuldbindingar sínar I seinni tið um viðundandi fjar- skipti, skal hvorki borga skatt né tolla. Þeim gaf sem þurfti. Ennfremur skal tryggja þessu stórgróðafélagi a.m.k. 70-80 milj. kr. hagnað árlega af rekstri á íslandi til 1991. Það er ekki sama hvort maður er bara Jón eða séra Jón, Eydani (stór-dani) eða eyverji. Á árinu 1973 voru flutt inn ibúðarhús fyrir rausnarlegt framlag Norðurlandaþjóða vegna jarðeldanna i Vest- mannaeyjum. Ekki var við það komandi að gefa eftir aðflutningsgjöld og söluskatt af þessum gjafa- húsum. Fjórir þingmenn úr þrem flokkum báru fram þings- ályktunartillögu þess efnis að tollum yrði varið til upp- byggingar í Eyjum. Nei, ónei, þessi gjöld, um 480 milj. kr, skyldu renna í ríkis- sjóð og þaðan til hafnarfram- kvæmda í Þorlákshöfn, því bátafloti úr Eyjum ætti að fá inni þar í höfninni ef á þyrfti að halda. Gallinn var bara sá að þessi kenning Halldórs E. var alger falskenning. Það var endanlega samið við Alþjóðabankann um lán til Þorlákshafnar um miðj- an sept. 1973, tveim og hálfum mánuði eftir að gosi lauk. Hitt var svo annað, að Þor- lákshöfn var alls ekki í stakk búin til að taka á móti neinum Eyjaflota til frambúðar — þó framkvæmdum væri lokið eins og þeim er háttað nú. í nóv. sl. voru hafnar- mannvirkin i Þorlákshöfn vígð með viðhöfn, sem vera bar, því betri höfn þar fagna allir, en fyrst og fremst Sunnlendingar. Hitt var leiðinlegt er blöð sögðu frá, að nafn „föður Þorláks- hafnar", Egils Thorarensen, hefði gleymst í veisluglaumn- um. En við þessa athöfn flutti Svanur Kristjánsson sveitar- stjóri i Þorlákshöfn athyglis- verða ræðu, sagði sannleikann um tildrög framkvæmda en fór ekki kringum málið. Hann sagði meðal annars: „Róðurinn var þungur og ekki hefði verið gott að segja til um hvenær stækkun hefði orðið að raunveruleika, ef ekki hefðu orðið náttúruhamfarir í Vestmannaeyjum. Það er kald- hæðnislegt að setja þetta svona fram, en ég leyfi mér að segja, að eldgosið í Eyjum rak smiðshöggið á verkið. Þakkarvert er hversu fljótt ástandið bantaði í Eyjum, en ef gosið hefði hætt nokkrum mánuðum fyrr, hvað hefði það getað þýtt fyrir hafnarfram- kvæmdirnar hér? Náttúruhamfarir í Eyjum voru ekki forsendur fyrir hafn- arframkvæmdum hér.“ IZ E R KVIKMYNDASETT Du Comet P122 nýjo sýningarvélin er mjög fullkomin og f stað þess að sýsla með vandasamar stillingar getur þú reglu- lega notið myndarinnar. Það er sjálfvirk filmuþræðing og sterk ZOOMLINSA (18/30 mm) gefur hárná- kvæma mynd. Þú getur sýnt á mismunandi hraða, (18—24 m/sek. og 6—8 m/sek.) og einnig sýnt eina mynd í einu eins og ljósmynd, eða jafnvel afturábak lil frekari skemmtunar. Ovenju sterkur myndlampi (12V/100W TUNGSTEN HALOGEN) gefur kost á geysistórri mynd og hægt er að sýna alll að 120 mtr. (ea. 35 min.) samfellda filmu, jafnt SUPER 8 og STANDARD 8. Electric zoom 444 de luxe nýja kvikmyndatökuvélin þín er mjög vandaður gripur, alsjálfvirk og jafn einföld í notkun og venjuleg ljósmyndavél. T.T.L. rafeindaauga stillir ljósopið sjálf- krafa og gefur merki ef birta er ónóg til myndatöku. Sterk rafstýrð ZOOMLINSA (f/1.8 — 1 l/38mm) gefur þér kost á að taka fjarlæg imyndefni í smáatriðum. Það eru 3 upptökuhraðar, „REFLEX" sjón- auga í gegnum linsu með stiilanlegu sjón- gleri ( + /+ dioptre) og innbyggður lampi til að kanna ástand rafhlaðna. Auk þess fylgir linsuhlif og lúxus taska með hálsól Brriiitarliolli 20 - Simi I52S5 Stórt kvikmyndatjald (125x125 sm) hvítt með svörtum kanti og strekkjara upprúllað i málm-sívalning. Kvikmyndalampi fyrir innimyndatöku með 1000W HALOGEN-peru, ljósmagn 33000 lux. Nýja kvikmyndasettið þitt á eftir að veita þér og fjölskyldunni ómældar ánægjustundir með litlum kostnaði, en 15 metra kvikmynd kostar ekki meira en 12 litljósmyndir. Með settinu* fylgir auk þess stutt kvikmynd svo þú getur strax prófað nýju sýningarvélin. — GÓÐA SKEMMTUN — Við bjóðum þér þetta vandaða kvikmyndasett ó sérlega iiagstœð- um kjörum. ÚTBORGUN KR. 55.000 + burðargjald OG KR. 13.900 á mánuði í 4 mánuði. Sendu okkur kr. 55.000 í ávísun, eða inn á Gíróreikning 50505 og við sendum þér settíð um hæl. Ef þú ert ekki fullkomlega ánægður með viðskiptin getur þú skilað settinu, gegn fullri endurgreiðslu. innan 10 daga frá móttöku. ao auki ema bUPER 8 litfilmu. sem er þin eign, jafnvel þótt þu akveAir aö skila settinu. . =3 Spurning dagsins ^ 1 —L Ert þú fylgjandi eða and- vígur dvöl hersins hér ó landi. Stefán Hermannsson nemi: Andvígur. — Vegna þess að við höfum ekkert með herinn að gera. Hann er frekar fyrir okkur en hitt. Gústaf Jónasson jarðýtustjóri: Ég held að hann hafi ekkert að gera hér. Ég er heldur andvígur honum en hitt. Það er ósómi að hafa þetta hér á landi. Ingvar Arnason dósent: Algerlega andvígur henni. t fyrsta lagi er herinn hér á röng- um forsendum. Hann hefurekkert varnargildi fyrir landið. Ef til átaka kemur eykur hann heldur á hættuna heldur en hitt. Helga Sveinsdóttir húsmóðir: Hvorugt. En ég er ekkert með þessum göngum. Annars hef ég ekki búið á Suðurnesjum og því ekki haft kynni af þeim. Sveinn Þór Guðmundsson strætis- vagnsstjóri: Frekar á móti henni. Ég tel þetta vera framvarðarstöð fyrir Bandarikin til að taka skelli af þeim ef eitthvað verður. En ef þeir eru hér um kyrrt vil ég að þeir borgi. Sigurður Sigurðsson nemi: Andvígur. Eg er i fyrsta lagi friðarsinni. í öðru lagi er ég and- heimsvaldasinni og i þriðja lagi ýtum við undir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna með því að leyfa dvöl hersins hér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.