Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 24
22T Margir hafa misst veldur 17' þriðjung teknanna Yfirvinnubannið kemur harl niður á peningaráðum margra verka- og iðnaðarmanna. Margir hafa tapað þriðjungi tekna sinna, þar sem þeir geta ekki unnið yfirvinnu. Utreikningar Kjararann- sóknanefndar hafa sýnt, að Áhrif yfirvinnu- bannsins: Skortur hefur komið í ljós á ýmsum vörum og tafir orðið á afgreiðslu til búða vegna yfir- vinnubannsins. „Yfirvinnu- bannsins gætir víða, þar sem um innlendar vörur ræðir,“ sagði Gunnar Snorrason, for- maður Kaupmannasamtak- anna, í viðtali við DB. „Mjólkursamsalan hefur varla getað annað öllu. Til dæmis kemur fram vöntun á súrmjólk og undanrennu og þriðji hluti af atvinnutekjum verkamanna og iðnaðarmanna hefur undanfarin ár verið vegna yfirvinnunnar. Miðað við það, sem vafalaust er að marka, eru margir nú þriðjungi fátækari. „Þjóðin gengur fyrir yfirvinnu," sagði einn af sumum tegundum af jógurt. Við getum nú ekki lengur sótt neitt til samsölunnar heldur verðum við að bíða eftir, að Samsalan .keyri vörurnar til okkar. Þá verðum við að gæta þess að taka hvorki of mikið né of lítið. Nú er vöntunar farið að gæta í kjötvörum. Til dæmis pöntuðum við vínarpylsur í morgun en fáum þær ekki fyrr en á morgun. Ekki er hægt að afgreiða þær fyrr. Þá gætir forystumönnum verkalýðs- féiaganna í viðtali við DB. Tekjurnar af yfirvinnunni hafa á mörgum heimilum verka- manna og iðnaðarmanna verið þær tekjur sem hafa gert fólki kleift að hafa dálítið fram yfir það brýr.asta. skorts á ’ gosdrykkjum. Til dæmis kemur aðeins ein stærð af kókakóla, sú minnsta. Fresca hefur eiginlega ekki sézt, síðan yfirvinnubannið hófst, en það er framleitt í kókakólaverk- smiðjunni. Svo verkar skorturinn þannig, að aðrar gosdrykkjavörur seijast meira, þegar kókakóla vantar, svo að skortur verður á þeim. Svo má nefna sælgæti, en það hefur eiginlega verið svo síðan Kjararannsóknanefnd komst að þeirri niðurstöðu, að yfir- vinnan skipti verkakonur ekki jafnmiklu. 12-13 af hundraði af tekjum verkakvenna væru til komnar fyrir yfirvinnuna. HH um páska, að ekki hefur verið hægt að fá allar tegundir af innlendu sælgæti," sagði Gunnar Snorrason. Nýjar tegundir af ostum voru komnar fram en hafa varla sézt, frá því að yfirvinnubannið hófst. Gunnar sagði greinilegt, að auraráð fólks hefðu talsvert minnkað. HH Skortur á sumum innlendum vörum Reyndi úttekt úr stolinni banka- bók Uppi varð fótur og fit á fjórða tímanum i gær er lögreglubifreið með vælandi sírennur var ekið inn á hellulagt Lækjartorgið og lögreglumenn þustu inn í Útvegs- bankann. Þaðan hafði borizt kall vegna gruns um þjófnað á banka- bók sem verið var að reyna að taka fé út úr. Vestmannaeyingur hafði til- kynnt bankanum að frá sér hefðu horfið tvær bankabækur og bað hann bankann að vera á verði, ef einhver reyndi úttekt úr þeim. Þessi sami Vestmannaeyingur átti þriðju bókina við bankann. Þá bók hafði hann ekki tilkynnt glataða. En þegar náungi einn, sem sagður er „góðkunningi" lög- reglunnar kom með bók Vest- mannaeyingsins og útfylltan út- tektarseðil, höfðu bankamenn varann á. Þeir töfðu afgreiðsluna og kölluðu til lögreglu. I bókinni voru rúmlega 75 þúsund krónur og var reynt að taka út hluta upphæðarinnar. Rétt nafn eiganda var skráð og einnig rétt nafn þess er úttektina reyndi. Hafði maðurinn sem i bankann kom jafnframt persónu- skilríki eiganda bókarinnar og var talið að hann hefði stolið bæði bankabókinni og skilríkjunum Málið er í rannsókn. ASt Lögreglan mætt við bankann, — sökudólgurinn settur inn i lögreglubíl. — DB-mynd Sv.Þorm.- FIMM BÍLAR í ÁREKSTRI Fimm bílar lentu í hörðum árekstri á sjöunda timanum i gærkvöldi á Miklubraut, rétt austan við gatnamót Miklu- brautar og Grensásvegar. Fremsti bíllinn hafði numið staðar vegna umferðarteppu og næstu þrír á eftir honum. Bar þá að stóran bandariskan bíl á mikilli ferð yfir umferðarljósin og skipti það engum togum að hann lenti á aftasta btlnum og kastaði öllum bílunum saman. Engin slys urðu á mönnum, en eignatjón mikið. JH frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1977. Upplagstölur dagblaðanna: Dagblaðið númer tvö 1 Borgarnesi er dreifing dagblaðanna þessi: Morgunblaðið: 190 Dagblaðið: 130 Vísir: 110 Tíminn: 100 Þjóðviljinn: 45 Alþýðublaðið: ? Flugstefnu- vitinn á Egilsstöðum ónýttist 1 gærkvöldi um kl. 10 kviknaði í húsi því sem geymir flugleiðsöguvitann á Égilsstaðaflugvelli. Eyði- lagðist íjölstefnuradíóvitinn og er um hálfrar annarrar milljón kr. tjón af honum einum. Auk þess sviðnaði húsið en það var gamalt. Guðjón Tómasson yfir- maður radíódeildar Flug- málastjórnar kvað þetta ekki myndu skapa vandræði fyrir flugið og lán í óláni væri að nú fer í hönd bjart- asti tími ársins. Fjölstefnu- radíóvitinn gefur flugvélum stefnu til Egilsstaða eftir að þær koma inn yfir mitt land. En notast má við stefnuvita annars staðar, Blindflugs- möguleikar verða eftir sem áður í lagi. Lögreglumanni eystra tókst að mestu að ráða niður- lögum eldsins áður en slökkviliðið kom. Talið er að upptök óhappsins megi rekja til þess að loftnet með fljótandi háspennu hafi slitnað og myndað bruna í húsinu. Aldrei varð eldur mikill en reykjarkóf ógur- legt. ASt. Hvernigá aðfarameð trjáplönt- umar? Þessa dagana stendur yfir í græðireit Skógræktar- félags Hafnarfjarðar sýni- kennsla í meðferð trjá- plantna. Þar er sýnt hvernig taka á upp plöntur úr sáð- beði og hvernig á að dreif- setja i beð. Má þarna læra réttu handtökin með þvi að vinna 1-2 stundir við þessi skemmtilegu störf, sem unn- in verða undir handleiðslu Jóns Magnússonar plöntu- framleiðanda. Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar efndi í f.vrra til sýni- kennslu í sáningu trjáfræs og klippingu á víðistilkum og niðursetningu þeirra. Var þátttaka mikil og urðu margir sér úti um fræ og stilka og hófu ræktun eigin trjáplantna. Væri æskilegt að sem flestir þeirra not- færðu sér sýnikennsluna nú. Sýnikennslan verður alla daga þessa viku kl. 5-7 sið- degis. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.