Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1977. 5 Flugleiðir skiluðu nær hálfum milljarði íhagnað byggist á eindæma góðri nýtingu Flugleidir skiluðu 462 milljóna króna rekstrarhagnaði á síðasta ári. Þetta stendur eftir þegar búið ér að taka tillit til afskrifta og fjármagnskostnaðar. Þetta er annað árið í röð sem hagnaður verður af rekstri félagsins. Reiknað er með 466 milljónum í afskriftir og 416 milljónum í fjár- magnskostnað. Þá eru aðrar tekjur, af sölu eigna og tjónabætur, 224 milljónir. Þar vegur þyngst sala á eignarhlutum í CL-44 flugvélunum þremur. Afgangur til ráðstöfunar sam- kvæmt rekstrarreikningi er þá alls 685 milljónir en var 512 milljónir árið 1975. Eignir Flugleiða námu samtals í árslok 11.776 milljónum en skuldir 9.650 milljónum þannig að eigið fé er um 2,1 milljarður króna. Hagnaöurinn byggist fyrst og fremst á mikilli nýtingu. Hleðslu- nýtingin var með eindæmum góð, eða 75,7 af hundraði. A aðalfundinum í gær var þó bent á að hagnaðurinn var aðeins þrír af hundraði af heildartekjunum. Með hleðslunýtingu eins og hún var 1975, það er 71,9 af hundraði, hefði orðið tap á rekstrinum. Þetta kom fram í ræðu Arnar Ö. Johnsons forstjóra í gær. Alls fluttu flugfélögin þrjú. Air Bahama: GREIDDU FLUGLEIÐUM 300 MILLJÓNIR — FÓRU ÍTAP Tap varð á rekstri Air Bahama á síðasta ári, en félagið greiddi samt miklar fúlgur til Flugleiða. Tapið var ekki mikið, rúmar 13 milljónir króna, en Air Bahama greiddi Flugleiðum rúmlega 300 milljónir. Félagið flutti 78.031 farþega, þar af tæplega fimm þúsund í leiguflugi. Þetta var um fimm þúsunda aukning frá árinu áður. Sætanýting batnaði og varð 74,3 af hundraði. Afkoman versnaði mikið frá fyrra ári. Ástæðan er sögð vera mikil samkeppni á þessu markaðssvæði. Fyrri hluta síðastá árs og fram á sumar náðist ekki samkomulag um fargjöldin sem hækkuðu þá minna en á öðrum flugleiðum. Gjaldmiðlar í Evrópu stóðu þá veikar en árið áður gagn- vart Bandaríkjadollar en meiri- hluti fargjaldanna er seldur í Evrópu. Útgjöldin eru hins vegar aðallega greidd í Bandaríkja- dollurum. Air Bahama greiddi háa leigu til Flugleiða. Flugleiðir fara með alla yfirstjórn og er greitt fyrir það ákveðið hlutfall af sölu Air Bahama. Flugleiðir annast alla markaðs- og sölustarfsemi fyrir Air Bahama og fá umboðslaun fyrir. Þannig voru greiðslur Air Bahama til Flugleiða á árinu alls 1,6 milljón dollarar eða rúmlega 300 milljónir íslenzkra króna. HH. Félag hópferðabflaeigenda opnarafgreiðslu: TÖLDU SIG AFSKIPTA í UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI Félag hópferðabílaeigenda hefur nú opnað sjálfstæða afgreiðslu að Suðurlandsbraut 6. Félagsmenn eru nú 40 og hafa yfir að ráða 60 hópferða- bifreiðum. Félagið er opið öllum þeim sem leyfi hafa til að reka hópferðabifreiðir. Þegar Umferðarmiðstöðin var reist árið 1966 var rekstur hópferðabifreiða á byrjunar- skeiði hjá öðrum en sérleyfis- höfum. Tóku þeir á leigu aðstöðu í hinni nýju Umferðar- mistöð. Telja hópferðamenn, sem standa utan við BSl, að þeir hafi verið afskiptir um af- greiðsluaðstöðu. Hefur ekki tekizt samkomulag um sérstaka afgreiðslu hjá BSl sem annaðist hópferðir eingöngu á jafnréttisgrundvelli allra sem fást við hópferðaakstur. Hafa nú félagar áðurnefnds félags stofnað sjálfstæða af- greiðslu sem fyrr segir. Borgar- ráð Reykjavíkur hefur látið þeim í té aðstöðu fyrir bifreiðir við gamla Reykjaveginn fyrir neðan Suðurlandsbrautina. Bæði afgreiðslan og aðstaðan er hugsuð sem bráðabirgðalausn í erfiðri stöðu. Gera hópferða- menn þessir sér góðar vonir um að skipist til samvinnu allra hópferðarekenda þegar leigu- samningur um Umferðarmið- stöðina verður endurnýjaður. Vænta þeir þess að fá þar inni fyrir afgreiðslu hópferðabif- reiða og telja slíka tilhögun sjálfsagða og í samræmi við tilgang umferðarmiðstöðvar höfuðborgarinnar. -BS. Doktorsvörn Lárusar Lárus Helgason læknir ver doktorsritgerð sína við Háskóla Islands næstkomandi fimmtu- dag kl. 2 eftir hádegi. Ritgerðina nefnir hann: „Fsyciatric service and mental illness in Iceland", sem lauslega mætti þýða: „Sálfræði- þjónusta og geðrænir sjúkdóm- ar á íslandi. Andmælendur af hálfu heknadeildar Háskólans eru þeir dr. med. Niels Juel- Nielsen, , prófessor við Háskólann í Odense, og dr. med. Nils Retterstöl, prófessor frá Háskólanum í Osló. Svo sem venja er til er öllum heimill aðgangur að doktors- vörninni. Hún fer fram í stofu nr. 101 í Háskölanum, Liig- bergi, og hefst hún sem fyrr segir kl. 2 eftir hádegi næst- komandi l'immtudag, hinn 26. mai. -BS. FLUGLEIÐIR HF — vélar félagsins innanlands sem utan voru þétt setnar síðasta árið en lítið má út af bera til að tap verði á rekstrinum, segja forstjórar félagsins. DB-mynd Bjarnleifur. Flugfélag tslands, Loftleiðir og Air Bahama, í áætlunarflugi 665.780 farþega árið 1976 sem var 4,5 prósent aukning. Þetta var fyrsta árið sem aukningar gætti i flutningum yfir Norður- Atlantshaf eftir samdrátt sem varð í kjölfar olíu- verðhækkananna. Sætanýting var mjög góð, 77,4 prósent. Starfsfólki fjölgaði um 57. Mest varð fjölgunin í flugáhöfnum, 41, vegna pílagrímaflutninga í lok ársins. 1607 störfuðu hjá Flug- leiðum, Flugfélaginu og Loft- leiðum, þar af 467 erlendis. Til viðbótar koma svo Starfsmenn Air Bahama, 67. Starfsfólk Hótel Esju var 69. •HH. Chevrolet Nova árg. 1974, ekin 17 þúsund km. Peugeot 304 árg. 1974 Chevrolet Concors árg. 1976, 2ja dyra, ekinn 12 þúsund km, alls konar skipti. Cortina 2000 XL árg. 1974 Toyota Corolla árg. 1971 Mazda 929 árg. 1975 Hornet árg. 1974 2ja dyra. Range Rover árg. 1976, alls konar skipti. Willys Wagoneer árg. 1976, ekinn 17 þúsund km. Scout árg. 1974, alls konar skipti. Benz 280 árg. 1974, alls konar skipti. Cherokee árg. 1974. Citroén GS árg. 1971, góðir greiðsluskil- málar. Vantar allar gerðir bíla á söluskrá. bilasqla GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 — Reykjavik Símar 19032 & 20070 Víö |>orum oó ábyrgja/l þjónu/lu okkor bjóðum auk þess hagstæðasta verðið myndðþn mtsíKxa Hafnarstræti 17 — Suðurlandsbraut 20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.