Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 10
10 DACIBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1977. BIAÐIÐ frfálst, nháð dagblað Utgefandi Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. Íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Hnndrit: Asgrirv..' : Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefansdóttir, Gissui* Sigurösson, Hallur Hallsson, Halgi Pétursson, Jakob F. Magnusson, Jónas Haraldsson, Katrin Pálsdóttir, Olafur Jónsson, Omar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson,Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Pormóösson. Skrifstofustióri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkeri: Þ.uinu Þorieifsson. Dmilingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumóla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Pverholti 11. AÖalsími blaðsins 27022 (10 linur). Askrift 1300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf. Armúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf. Siðumula 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Sumt vel, annaðmiður Vel hefur að mörgu verið staðið í viðræðunum um nýja kjara- samninga. Sáttasemjari og sátta- nefnd hans eiga þar töluverðan hlut að máli. Starf þeirra hefur einkennzt af meiri fagmennsku og frumkvæði en nokkru sinni fyrr, án þess að nok.kuð hafi dregið úr trausti því, sem deiluaðilar bera til þeirra. Höfuðsamtök deiluaðila eiga einnig tölu- verðan þátt í, að betur hefur gengið en oft áður. Bæði Alþýðusambandið og Vinnuveit- endasambandið hafa komið sér upp virkri hag- fræðiþjónustu, sem veldur því, að minna en áður er deilt um, hvað séu staðreyndir og hvað ekki. Deiluaðilar tala sama talnamál og eru því fljótari að komast að kjarna málsins. Skyndiverkföllin eru það, sem helzt hefur miður farið, og eiga báðir deiluaðilar nokkra sök á því. í fyrsta lagi var rangt að beita þeim. Og í öðru lagi brugðust atvinnurekendur rangt við, þegar skyndiverkföllunum var hætt að sinni. Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, hefur haldið því fram, að menn ráði því, hvort þeir mæti til starfa eða ekki. Þessi afsökun er bæði billeg og hættuleg og getur jafnvel komið launamönnum í koll, ef atvinnurekendur vildu síðar beita svipaðri rökleysu sjálfir. Samningar gilda áfram, þótt þeir hafi runnið út, og gera það unz verkfall hefst eða nýir samningar hafa verið gerðir. Menn eru samningsbundnir við störf sín, nema veikindi, frí eða löglega boðuð verkföll hamli. Enn ömurlegra er, þegar félögin reyna að ljúga sig frá skyndiverkföllunum með því að segja þau vera frjálsar aðgerðir einstaklinga á vinnustöðum. Kunnugir menn vita, að þau eru skipulögð af félögunum. Og menn verða alltaf minni fyrir að fara vísvitandi með rangt mál. Atvinnurekendur voru eðlilega gramir út af skyndiverkföllunum. Skiljanleg var hótun þeirra um, að þeir treystu sér ekki til að halda áfram samningaviðræðum, ef skyndiverkföll héldu áfram. Það var líka skynsamlegt af sam- tökum launamanna að taka mark á hótuninni og hætta skyndiverkföllum til að greiða fyrir samningum. Hins vegar mistókst atvinnurekendum alveg að meta þann friðarvilja, sem fólst í fráhvarfi Alþýðusambandsins frá skyndiverkföllunum. Þegar þeir höfðu fengið sitt fram, áttu þeir að setjast niður við að semja. En það hafa þeir ekki gert, heldur verið þverari en nokkru sinni fyrr. Þar með hefur Vinnuveitendasambandið hleypt illu blóði í viðmælendur sína.. Það er eins og sambandið hafi verið að reyna að sýna fram á, að skyndiverkföll séu það eina, fyrir utan verkföll, sem geti knúið atvinnurekendur til samninga. Þessi ósanngjarna og óskynsam- lega afstaða sambandsins getur hæglega hefnt sín. Nú virðast það fremur vera atvinnurek- endur, sem standa í vegi fyrir því, að gengið verði frá þeim samningum, sem allir vita, að byggðir verða á umræðugrundvellinum, er sáttanefnd hefur lagt fram. En næg ástæða er samt til £Pð vona, að samningar náist fljótlega, án þess að til frekari verkfalla þurfi að koma. Verkfóll á verkfóll ofan á Indlandi — verkalýðsfélögin eru eins og leyst úr álögum síðan nýja ríkisstjómin tók við Þaö má með sanni segja að stjórnarskiptin á Indlandi hafi vcrkað sem vílaminspranía a starfsemi verkalýðsfélaga þar í landi. Neyðarástandslögin sem giltu fyrir síðustu þingkosning- ar hömluðu allar aðgerðir í 21 mánuð, en eftir að haftinu var loks aflétt hefur verkföllum ekki linnt. Alvarlegust eru verkföll hafnarverkamanna í Bombay, stærstu hafnarborg Indlands. Þá er einnig litið alvarlegum augum á vinnustöðvun starfs- manna við olíuhreinsunar- stöðina í héraðinu Gujarat i vesturhluta landsins. — Bæði þessi verkföll hafa staðið hátt á aðra viku og virðist ekkert benda til þess að þeim fari að linna. Mjög er óttazt að nú fari bensinskortur brátt að gera vart við sig í norðvesturhluta landsins. Mánaðarlangt verkfall sjómanna á fljótabátum og hafnarverkamanna í Calcutta hefur tafið mjög útflutning varnings úr jútu. Nú hafa safnazt saman birgðir að verð- mæti um 10.5 milljónir sterlingspunda. — Þá er fjöldi smærri starfshópa í verk- föllum. Indverski sjóherinn var kvaddur til að afgreiða olíu- og farþegaskip sem höfðu orðið innlyksa vegna vinnustöðvunar kranamanna og annarra verka- manna við höfnina í Bombay. Um það bil 75 skip hafa stöðvazt síðan þeir hófu aðgerðir sínar 10. maí síðast- liðinn. Annað tveggja verka- lýðsfélaga starfsmanna hafnar- Desai forsætisráðherra lítur mildum augum á verkföllin i Indlandi, — kveður þau eðiilega afieiðingu þeirrar „grafarþagnar“ sem ríkti yfir verkaiýðsfélögum landsins á meðan neyðarástandslög Indiru Gandhi voru í gildi. innar krefst að ýmsum kvöðum verði aflétt af meðlimum þar eð þeim hafi ólöglega verið komið á meðan neyðarástandslögin voru í gildi. Samtök flutninga- og hafnar- verkamanna, sem eru mun stærra félag, fór í eins dags verkfall til að leggja áherzlu á kröfur sínar um hærra kaup og að fullum rétti verkalýðsfélaga verði komið á á ný. — I þessu félagi eru um 40.000 manns. Olíuhreinsunarstöðvarnar í Bombay og Koyali í Gujarathér- aði sjá norðvesturhluta Ind- lands fyrir bensini. Þar starfa um 3.000 verkamenn og þeir eru allir í verkfalli um þessar mundir. Menn hafa nú áhyggjur af því að birgðir i Punjab, Haryana, Delhi og vest- urhluta Uttar Pradesh fari brátt að ganga til þurrðar. I síðastnefnda héraðinu er orkukreppa raunar hafin. Morarji Desai forsætis- ráðherra bregður svo sem ekki þótt læti séu meðal verka- manna. Hann sagði á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu að ekki hefði verið við öðru að búast eftir þá ,,grafarþögn“ sem rikt hefði í starfsemi félaganna síðastliðin tvö ár. Ýmiss konar innri erfiðleikar hafa safnazt fyrir, að sögn for- sætisráðherrans, og það getur tekið nokkurn tíma að koma þllu í eðlilegt horf. Desai sagði ennfremur að ókyrrðin meðal verkamanna hefði verið nokkuð ýkt og ekki væri ástæða til neinna alvar- legra aðgerða á þessu stigi. Verkföll og verkbönn voru bönnuð á meðan títtnefnd neyðarástandslög voru í gildi. Það var Indira Gandhi sem kom þeim á. Á meðan þau giltu stórjókst nýting vinnuaflsins á Indlandi og dagsverkum í iðnaði fjölgaði. — Það hafði aftur þau áhrif að framleiðsla útflutningsafurða jókst mjög. Viðskiptajöfnuðurinn varð hag- stæður um 47.5 milljónir á nýafstöðnu fjárhagsári, sem endaði 31. marz síðastliðinn — „Bamavemdarnefnd brotleg..., vanhæf, hlutdræg..." — sagði lögmaður um starf nefndarinnar og telur jafnvel ástæðu til rannsóknar íþvíefni Fyrir hálfum mánuði birti ég hér í Dagblaðinu grein, þar sem með dæmi var sýnt fram á, að á tslandi eru á því herrans ári 1977 sjálfsögð mannréttindi ekki tryggð í íslenzkum lögum. Ég skýrði lauslega frá sögu ungs manns, sem ekki hefur fengið að sjá barn sitt eða umgangast í nær því eitt og hálft ár eftir að hafa einn annazt um það í sjö mánuði án þess að þeir,' sem létu honum eftir uppeldið, létu sig það nokkru skipta. Þannig var sagap einnig dæmi um fótum troðin mannréttindi, siðferði- legt brot þeirra sem hafa mein- að föðurnum í sögunni að sjá og hitta barn sitt. Um þennan þátt málsins mætti fara mörgum orðum, en að slepptri allri siðferðilegri vandlætingu, þá er svo ótal margt í þessari sögu, sem vekur að minnsta kosti undrun manns, að ég læt mér nægja að ne'fna nokkur dæmi þess. Þessi atriði varöa viðskipti föðurins við þær stofnanir, sein um barnaverndarmál fjalla og fleiri. Ekki úrskurður, heldur vottorð grein um þetta mál var faðirinn við nám í Bandaríkjunum, þegar barnið vaf tekið frá honum með lögregluvaldi. Móðirin fór til Bandaríkjanna ásamt bróður sínum og hafði undir höndum útskrift úr íslenzku lagasáfni, þar sem full- trúi í dómsmálaráðuneytinu vottaði, að samkvæmt íslenzk- um lögum ætti móðir forræði yfir barni sínu. Islenzka sendi; ráðið í Washington leit á þetta plagg sem úrskurð. I bréfi frá sendiráðinu til utanríkisráðu- neytisins kemur þetta ótvírætt fram: „Megin atriði niáls þessa virðist sendiráðinu vera þau, að K hafði undir höndum lög- mætan úrskurð ísienzkra stjórnvalda um forræði yfir barninu. ..Á grundvelli þessarar vitleysu voru banda- rískir lögreglumenn fengnir til að taka barnið frá föðurnum. Rétt- er að taka fram, að skjöl lagalegs eðlis frá erlendum ríkjum verða að hljóta stað- festingu þarlendra dómstóla til að öðlast gildi. Auk þess er rétt að taka fram, að ég hef rætt við þann fulltrúa i dómsmálaráðu- neytinu, sem lét móðurina fá plagg það, sem um ræðir, og hefur fulltrúinn staðfest og raunar lagt á það rika áherzlu. að það hafi einungis verið ætlað sem vottorð um fyrirmæli íslenzkra laga en ekki úrskurður. Þannig ætti að vera ljóst, að strax í upphafi sögu var farið aftan að föðurnum. Tóku ofstöðu ón þess að kynna sér mólið En þá víkur sögunni hingað heim til Islands. Barnið var tekið fiá föðurnum um miðjan desember 1975 og hálfum mánuði síðar kom hann hingað heim til að leita réttar síns. Hann er hér ennþá og hefur þvi orðið að gera hié á háskólanámi sínu á meðan. Auk þess vildi hann fá einhverja skýringu á þvi hvernig að þessu rnáli hefði verið staðið hér heima og víkur þá sögunni að Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur og Félags- málastofnun Reykjavíkur. Áður en móðirin hélt til Bandaríkjanna til að sækja barnið, sem hún fór frá, fór hún á fund Sævars Guðbergs- sonar. yfirmanns fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.