Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 15
15 I)At'iBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAC.UR 25. MAl 1977. Það er víðar dýrt að lifa en á íslandi Art Buchwald bendir á ýmsan kostnað við barnauppeldi sem aldrei ertekinn með íkostnaðar- áætlunum Sú frétt sem vakti einna mesta athygli vestur í Banda- ríkjunum síðustu vikurnar var að reiknað hefur verið ná- kvæmlega út hvað uppeldi barna þar í landi kostar foreldr- ana. Talið er að uppeldið kosti bandaríska foreldra 64.000 doll- ara sem lætur nærri að vera 12,8 milljónir ísl. kr. Er þá reiknað með háskólamenntun í ríkisstyrktum háskólum. Lág- launafjölskyldur geta komið börnum sínum til manns fyrir 44 þúsund dollara (um 8,8 milljónir ísl. kr.) en þá er ekki reiknað með að viðkomandi ungmenni gangi menntaveg- inn. Samkvæmt upplýsingum prófessors Thomas Espenshade frá háskólanum í Flórída er þetta 60% aukning frá árinu 1969. Dálkahöfundurinn og háð- fuglinn Art Buchwald telur að þessar tölur séu alltof Iágar: Þótt tekið hafi verið tillit tií fæðiskostnaðar, segir Buch- wald, eru stórir kostnaðarliðir sem alls ekki er reiknað með. Meðal þeirra eru eftirfarandi liðir: ★ Tryggingargjöld af bifreið táningsins: 1.000 dollarar á ári. ★ Auka bílatryggingar fyrir foreldrana vegna tjóns sem börn þeirra valda: 3.000 dollar- ar. ★ Viðgerðir á húsinu eftir „partí" sem táningurinn hefur haldið fyrir 50 ,,nánustu“ vini sína: 2.000 dollarar. ★ Fast og fljótandi fæði handa vandalausum sem einhverra hluta vegna eru alltaf í heim- sókn: 6.000 dollarar. ★ Viðgerð á húsgögnum og gólfteppum vegna skaða sem illa uppalinn hundur tánings- ins hefur valdið: 2.500 dollarar. ★ Aðgöngumiðar að rokkhátíð- um fyrir barnið frá ellefu ára aldri þar til það er farið að vinna fyrir sér, sem getur orðið í kringum þrítugt: 3.800 dollar- ar. ★ Kostnaður vegna tannrétu inga með spöng: 2.000 dollarar. ' ★ Kostnaður vegna nýrrar tannspangar; sú gamla týndist í helgarútilegu: 1.200 dollarar. ★ Kostnaður vegna ýmiss konar fatnaðar, vettlinga, trefla, yfirhafna o.fl. sem barnið hefur gleymt hjá vinum sínum sem það man ekki lengur nöfnin á: 800 dollarar. ★ Stereo-hljómflutningstæki sem eru bráðnauðsynleg til þess að friða táninginn: 100—1.000 dollarar, allt eftir því hvort barnið borgar út í hönd eða notar viðskiptakort foreldra sinna. ★ Afmælisgjafir til annarra barna sem halda afmælis- veizlur sem foreldrar þeirra hafa ekki efni á: 1.200 dollarar. ★ Afmælisveizlur sem þú heldur fyrir barnið þitt og hefur engan veginn efni á: 2.000 dollarar. ★ Símakostnaður vegna barns- ins, þegar það hringir heim og lætur skrifa símtalið, frá sumarbúðunum, heimavistar- skólanum eða bensínstöðvum úti á landi og þegar foreldr- arnir hringja til barnsins í sumarbúðirnar eða heima- vistarskólann til þess að athuga af hverju barnið hefur ekki hringt heim í þrjár vikur: 5.600 dollarar. ★ Stöðumælasektir sem sendar eru foreldrunum vegna þess að bíllinn er skráður á þeirra nafn: 780 dollarar. ★ Sektir vegna vanskila á bókasafninu: 150 dollarar. ■k Kostnaður við að fá ein- hvern til þess að slá grasflötina vegna þess að börnin „hafa ekki tíma“ til þess að gera það: 3.400 dollarar. ★ Kostnaður við kaup á íþróttabúningum fyrir minnst þrjár íþróttagreinar: 890 dollar- ar. ★ Ný föt fyrir dúkkurnar Barbie og Ken: 4.500 dollarar. ★ Plötur og segulbönd sem börnin verða að eignast því annars myndu þau deyja!: 4.700 dollarar. ★ Heimsóknir á slysavarðstof- una: 2.000 dollarar. ★ Miðar á skólaböll og kostnaður við fatnað og pen- ingar til þess að „fara út eftir“ að skólaballið er búið: 600 doll- arar. ★ Kostnaður vegna endur- kaupa á áfengi sem horfið hefur úr vinskápnum þínum á óskiljanlegan hátt: Frá 1.500—5.000 dollurum, allt eftir því hvaða tegundir af áfengi þú drekkur og hve ,vei þér hefur tekizt að fela lykilinn að vínskápnum. Auk þessa alls er ýmis annar kostnaður sem prófessor Espenshade tók heldur ekki með í reikninginn: Sektir vegna eiturlyfjaneyzlu, vegna ósæmilegrar hegðunar á al- mannafæri eða vegna mótmæla gegn kjarnorkuverum, fjár- kröfur sem bornar eru fram af nágrönnunum vegna skemmda sem eignir þeirra hafa orðið fyrir vegna barnanna, — kostnaður við fóstureyðingu, — happdrættismiðar fyrir alls kyns góðgerðarstarfsemi sem börnin þin hafa ekki getað selt og ýmis annar kostnaður sem ekki er gott að henda reiður á. Til þess að áætla hann ekki of lágan leggur Buchwald til að þessi liður verði 8.780 dollarar. „Kostnaðaráætlun prófessors Espenshades var ágæt svo langt sem hún náði en hann hefur ekki talað við rétta fólkið þegar hann leitaði sér upplýsinga,“ segir Art Buchwald. Eins og sjá má kemur þarna fram ýmis kostnaður sem er óhjákvæmilegur ef maður á börn, hvort sem heldur er í Bandaríkjunum eða hér á íslandi. Það væri fróðlegt að vita hvort eitthvað af þessum kostnaði sé reiknað með I vísi- tölunni okkar? Ekki er það sennilegt. Við gefum hér upp kostnað- inn i dollurum en ef þið viljið vita þessar upphæðir svona nokkurn veginn í íslenzkum krónum er ekki annað en að margfalda þær með 200! Þýtt og endursagt A.Bj. Allt þetta og miklu fleira VERÐUK barnið þitt að eignast einhvern tíma á taningsaldrinum, annars er sálarheill þessí veði! Bflnúmeradella er víðar en á íslandi Telly Savalas, sá margfrægi skallakall, ekur bíl með númerinu TELLY. Það er víðar en á íslandi sem menn eru fullir sérvizku um bílnúmerin sín. ímynd fyllibytt- unnar I Hollywood, Dean Martin, hefur til dæmis fengið sér númer sem samanstendur af stöfunum DRUNKY — sem þýðir auðvitað fyllibytta. Annar Hollywoodbúi, Telly Savalas, hefur einnig krækt sér í dágott númer. Stafirnir á því eru TELLY. Bretar eru einnig haldnir svipaðri sérvizku. Eitt eftirsóttasta númersspjaldið var eitt sinn ST-1, — númerið á bíl dýrlingsins Simons Templar. Það er í eigu ósköp venjulegs mið- stéttarmanns sem leigir framleið- endum Dýrlingsþáttanna núm- erið. Nú eykst væntanlega ásókn- in í það númer því að til .stendur að gera nokkra dýrlingsþætti Hann fékk rosakaup, jafn- vel á Hollywoodmælikvarða Sagt er að Marlon Brando hafi fengið greiddar 4,2 milljónir dollara, sem er um 840 milljónir ísl. kr., fyrir tólf daga kvikmyndavinnu í London nú á dögunum. Marlon gerir hvorki að játa né neita þessari ágætis launa- greiðslu, segir aðeins að hann hafi fengið mjög vel greitt fyrir vinnu slna og megi það teljast vel greitt, einnig á Hollywood- mælikvarða. Hyggst hann nota fé það sem hann fékk til þess að hleypa af stokkunum myndaflokki um sögu amerísku Indíánanna. Vonast hann til þess að mynda- flokkurinn megi verða til þess að opna augu almennings fyrir þörfum Indíánanna og líf þeirra megi verða betra I fram- tíðinni. Hlutverkið sem Marlon Brando tók að sér í London var faðir Supermans í samnefndri mynd um ofurmennið Super- man. A.Bj. Marlon ætlar að nota milljón- irnar sinar frá London til þess að búa til myndaflokk um Indíána og reyna að bæta líf þeirra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.