Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977. Verkfallið seinkar Kröflu: Óvíst uifi niðursetningu seinni hverfilsins „Vió erum alveg stopp núna vegna yfirvinnubannsins,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson yfirverkfræðingur Kröfluvirkj- unar í samtali við DB. „Von- umst við síðan til að geta komið rafmagnsframleiðslunni í gang u.þ.b. þrjátíu dögum eftir að samið hefur verið við verkalýðsfélögin." Sem stendur er svo gott sem ekkert unnið við framkvæmdir, aðeins verk- fræðingar og tæknifræðingar á staðnum, auk 20 verkamanna sem ekki héldu á brott þrátt fyrir yfirvinnubannið. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti rafmagnsfram- leiðsla við Kröfluvirkjun að vera komin í gang í janúar- mánuði sl. en seinna var áætlað að það yrði um miðjan júní, sem stenzt heldur ekki vegna yfirvinnubannsins. Niðursetning fyrri hverfilsins er vel á veg komin en sá síðari bíður enn í umbúðunum því enn er ekki búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær hann verður settur niður. Hvor hverfill um sig getur framleitt 30 megavött af rafmagni en miðað við þær þrjár holur, sem fyrst verða notaðar til gufuöflunar, er enn ekki vitað hve mikið af því afli muni nýtast. Um 500 m vegalengd er frá stöðvarhúsinu að svonefndri skiljustöð þangað sem gufan er fyrst leidd, síðan eru holurnar þrjár í um 2-300 m fjarlægð frá skiljustöðinni. Skilju- stöðvarnar voru upphaflega hugsaðar tvær en fyrst um sinn mun aðeins önnur þeirra notuð þar sem gufan er „þurrkuð" áður en hún fer inn í hverflana í stöðvarhúsinu. Með því litla liði sem enn er við Kröflu er sem sagt ekki unnið að neinu stórvægilegu, heldur aðeins að minniháttar framkvæmdum, sem jafnvel væri ekki mögulegt að vinna með fjölda manns starfandi á staðnum. -BH. Það er komið undir samningamönnum á Loftleiða- hótelinu hvenær gufa fær að streyma um þessar pípur. Hinn nýi rúntur Hringökumenn borgar- innar hafa nú fundið nýjan ,,rúnt“, sem hefur sitt að- dráttarafl í Nauthólsvíkur- læknum. í fyrrakvöld fóru hundruð bíla nýja „rúntinn" sem liggur frá Reykjanes- braut, suður Flugvallar- braut og Hlíðarfót, fram hjá heita læknum og síðan austur Nauthólsveg upp á Reykjanesbraut aftur norðan við Fossvogskirkju- garðinn. Nokkrar ungar stúlkur voru þarna milli kl. 10 og 11 í gærkvöldi til að láta líða úr sér eftir langan dag í erfiðum próflestri. Þær voru í nýjustu baðfatatízku í alla staði háttprúðar og ekkert vín var þar með i ferðinni. Þær fóru sér að engu óðs- lega þegar þær þurrkuðu sér með baðhandklæðum á milli hlýrra rigningarskúra enda höfðu þær ekkert að skamm- ast sín fyrir. Að baðinu loknu stigu þær upp í bíl sem þær óku í á baðstaðinn og fóru síðan á braut þaðan. Borgarráð brást ekki þegar það ákvað að fela borgarverkfræðingi að gera tillögur um bætta aðstöðu við Nauthólsvíkurlækinn. Nú er þess að vænta að borgarbúar sýni gagnkvæm- an skilning og gangi sóma- samlega um lækinn. Því fyrr, sem eitthvað verður að gert þarna til bættrar aðstöðu, þeim mun betra. Sýnist vel koma til greina að gera þarna ein- hverjar úrbætur strax enda þótt ekki liggi fyrir teikn- ingar um frambúðaraðstöðu. Væntanlega tekur einhvern tíma að gera þær en vinsæld- ir heita la'ksins eru þegar staðreynd BS. NYISLANDER-FLUGVEL TIL FLUGFÉLAGS AUSTURLANDS Flugfélag Austurlands jók flug- flota sinn um helming með tilkomu 10 sæta Islander- flugvélar sem kom til landsins I gær. Félagið átti fyrir eina 6 sæta „Cessnu 185“. Islanderflugvélin var keypt frá Kirkenæs í Norður- Noregi. Kolbeinn Arason flug- maður flaug vélinni þaðan til Reykjavíkur. Á aðalfundi Flugfélags Austur- lands í apríl sl. var samþykkt að auka hlutafé úr 114 milljón í 714 milljón króna. Flugleiðir hf. keyptu 45% af hlutafé félagsins og var þannig rennt stoðum undir aukinn rekstur þess. Með tilkomu þessarar nýju vélar verður áætlunarflug aukið úr einni ferð vikulega frá Egils- Flugvirkjar skoda nýja gripinn þeirra hjá Flugfélagi Austurlands. stöðum til Hornafjarðar og Djúpa- vogs í þrjár ferðir. Ferðum til Vopnafjarðar og Bakkafjarðar fjölgar úr tveim í þrjá vikulega. Auk þess verður flogið til Seyðis- fjarðar og Norðfjarðar. Stjórnarformaður í F.A. er Guðmundur Sigurðsson, héraðs- læknir, aðrir I stjórn eru Sigurður Björgvinsson, Egilsstöðum, og Már Karlsson á Djúpavogi. -BS. LANDSYN VARD TIL EFTIR MOSKVUMÓTIÐ —og var ekki stofnuð af Kjartani Ferðaskrifstofan Landsýn var ekki stofnuð af Kjartani Helga- syni fyrrum forstjóra hennar, sem nú hefur látið af störfum við fyrirtaékið. Hið rétta er reyndar að skömmu eftir alheims æskulýðsmótið i Moskvu 1957 ákváðu 6 ungir menn að stofna til ferðaskrifstofu sem einkum seldi ferðir til Austur-Evrópu. Þetta voru þeir Guðmundur Magnússon verkfræðingur, Gísli Halldórsson leikari, Ingólfur Úlafsson for- stjóri KRON, Jón Böðvarsson skólameistari, tsak Örn Hrings- son bankafulltrúi og Tryggvi Sveinbjörnsson bókbandsmeistari í Landsbókasafni. Hóf skrifstofa þeirra, Landsýn, að starfa um áramótin 1957-58, fyrst undir stjórn Guðmundar. Síðar veitti Örn Erlendsson hag- fræðingur skrifstofunni forstöðu og reyndar fleiri menn. Kjartan Helgason gerðist eig- andi skrifstofunnar um haust 1961 og hélt áfram sölu á ferðum til landanna í austanverðri Evrópu og viðar. Átti hann skrif- stofuna einn þar til hann seldi alþýðusamtökunum skrifstofuna fyrir nokkrum árum. -JBI*- Nýtt íslandsmet: Boruðu tvo og hálfan kflómetra Að Laugalandi í Eyjafirði er verið að bora eftir heitu vatni fyrir Akureyrarbæ og þar settu þeir um daginn Islandsmet í holuborun. Holan er orðin hvorki meira né minna en tveir og hálfur kílómetri á dýpt. Grn Sigurjónsson borstjóri og vaktir hans ætla heldur ekki að láta þar við sitja. heldur halda boruninni ótrauðir áfram og stefna að þvi að ná þrjá kílómetra niður i jörðiná. Sennilega mun ekki veita af þeirri dýpt því nú sem stendur renna aðeins um 5 litrar á sekúndu úr holunni sem dugar engan veginn. Er unnið við borunina á vöktum, en fjóra tnenn þarf á hverja vakt til að stjórna Jötni. en svo nefnist borinn. Er hann eins og fleirí■ heitavatnsborar Islendinga- fyrrverandi olíubor frá Texas. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.