Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977. 13 maður. Hann fórst. Frank Swift, sem greip fótbolta skeð oft — undarlega oft — að það liðið. sem talið hefur verið sigur- m&L Iþróttir Iþróttir ip fótbolta eins ðrir tennisbolta inisverð atriði úr sögu úrslitaleikja íensku knattspymunni rifjuð upp. irinn 1977 verður sýndur íheild í íslenzka sjónvarpinu á laugardag þar sem millilent var í Munchen. Margir hlutu örkuml, svo þeir léku aldrei knattspyrnu framar. Meðal þeirra var Jackie Blanchflower — og frægustu leikmenn liðsins fórust. Fyrirliðinn Byrne — Edwards, Taylor, allt fastamenn í enska lands- liðinu, Irinn Whelan, aðalmark- skorari liðsins. Matt Busby var lengi milli heims og helju. Aðstoðarmaður hans, Jimmy Murphy, tók að sér að endur- reisa United. Hann féll saman og grét, þegar hann átti að velja leik- menn í átta-liða úrslit gegn Sheff. Wed. Það var ekki skráð í leikskrá, sem gefin var út með leiknum, hverjirættu að leika Þegar leikmennirnir hlupu inn á.völlinn voru þar þrír, sem sloppið höfðu lifandi úr Múnchen-slysinu. Mark- vörðurinn Harry Gregg, bakvörður- inn Billy Foulkes og framherjinn Bobby Charlton, kornungur leik- maður, sem hafði orðið fullorðinn maður á einum degh ,,The Team From Nowhere" lið, sem hafði verið fellt saman úr brotum Múnchen- slyssins, varaliðs United og nokkr- um aðkeyptum leikmönnum, sigraði með 3-0. I undanúrslitum vann það svo Fulham. Matt Busby gekk á undan leik- mönnum sínum inn á Wembley og studdist við hækjur. Sorgleg sjón — og öll samúðin var með Manch.Utd. Flestir grétu meðan þeir sungu Abide With Me og Keep Right until the End of the Road. Margir áhang- enda Manch.Utd. voru með sorgar- bönd eins og þeir höfðu verið með á hverjum leik frá því í febrúar. Tap gegn Bolton 2-0 — en það var upp- hafið að nýjum stórtíma hjá félag- inu, þar sem meðal annars Leicester var sigrað í úrslitum enska bikars- ins 3-1 1963, og Benfica 4-1 í úrslit- um Evrópubikarsins 1968. Auk þess sigrar í deildakeppninni 1965 og 1967. Það er æðsti draumur hvers ensks knattspyrnumanna að sigra í bikar- keppninni. Aðeins fáum tekst það. Sex hundruð félög taka árlega þátt í keppninni — hinni elztu í heimi, sem fvrst var háð 1871. Það hefur stranglegra, hefur tapað. Það þarf keppni — og getu — til að sigra í bikarnum. Tók Arsenal 40 ór að komast í úrslit Það tók Lundúnaliðið fræga, Arsenal, fjörutiu ár að ná því að komast í úrslit. Þá hafði lið féiags- ins nær tapað leiknum án þess að leika. Bíll, sem ók leikmönnum til Wembley, lenti í að virtist óleysan- legum umferðarhnút. Herbert Chapman, — maðurinn, sem gerði Arsenal að stórveldi, var fljótur að átta sig. Skipaði bílstjóranum að aka yfir á hægri kant vegarins, sem þá var mikill ,,glæpur“ í hinu íhalds- sama Englandi — hallaði sér út um glugga og hrópaði. Þetta er Arsenal. Víkið — og það var pláss fyrir ,,The Gunners“ Lengi á eftir var rætt og sungið um Chapman sem manninn, sem hafði hundsað lögin á Englandi. En Arsenal tapaði í úrslitunum. 1-0 fyrir Cardiff og það er í fyrsta og einasta skipti, sem bikarinn hefur farið út fyrir England. Til Wales. En þremur árum síðar — 1930 — kom Arsenal aftur og vann Huddersfield 2-0. Þess úrslitaleiks er enn minnzt vegna þess skugga, sem þá féll á Wembley, hinn fræga leikvang. Þýzka loftskipið, Graf Zeppelin, flaug yfir — talandi tákn um metnað Þýzkalands á þriðja ára- tug aldarinnar. Fyrsta skipti með númer Árið 1933 voru leikmenn í fyrsta skipti með tölur á bakinu í úrslitum bikarleiks. Leikmenn Everton voru með tölurnar 1 til 11, leikmenn Manch.City 12 til 22. Everton sigraði 3-0 og þegar fyrirliði City, Cowan, tók við verðlaunum sínum frá hertoganum af York svaraði hann samúðarorðum hertogans á eftirfar- andi hátt. „Verið léttir í lund — við sigrum næsta ár“. Og það gerði City — vann Ports- mouth 2-1. I sigurliði félagsins átti Matt Busby stórleik og einnig 19 ára markvörður Frank Swift. Þeir voru báðir í flugvélinni í Múnchen 6. febrúar 1958 — Swift sem blaða- :ta tækifæri Liverpool i úrslitalciknum sl. laugardag gegn Manch.Utd. Það pney markvörður rak út fótinn og varði. eins og aðrir tennisbolta, féll í yfir- lið, þegar dómari leiksins, Stanley Rous, síðar formaður FIFA, flautaði leikslok á Wembley 1934. Þegar hann raknaði úr rotinu var það fyrsta, sem hann sagði. „Unnum við“. Frank Swift, sem um langt árabil var fastamaður í enska lands- liðinu, er talinn einn bezti mark- vörður, sem heimurinn hefur átl. Mjög vinsæll og mikill grínisti. Þegar flugmaðurinn í flugvéiinni á brautinni í Múnchen reyndi flugtak í þriðja sinn, skemmti Swift farþeg- um með alls konar spaugi. Úrslitaleikurinn 1937, þegar Preston sigraði Huddersfield 1-0 með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins, var hinn fyrsti, sem sýndur var í sjónvarpi. Að vísu aðeins útdráttur. í liði Preston lék þá Bill Shankley, maðurmn, sem síðar gerði Liverpool að stórveldi. Óvœnt úrslit Oft hafa óvænt úrslit átt sér stað í úrslitaleikjum. Sjaldan þó meiri en 1939, þegar Wolverhampton lék við Portsmouth. Úlfarnir voru taldir öruggir með sigur — en töpuðu 4-1. Öll fimm mörk leiksins voru skoruð á síðustu tuttugu mínútunum. Eng- inn gaf Portsmouth hina minnstu möguleika á sigri. Ekki einu sinni leikmenn Portsmouth trúðu á sigur. En það breyttist í búningsherbergi þeirra fyrir leikinn. Það er venja, að leikmenn skrifi nöfn sín í bók — The Wembley Book. Þegar bókin kom inn til leikmanna Portsmouth hrópaði fyrirliðinn. „Strákar. Við sigrum. Ulfarnir eru svo tauga- óstyrkir að þeir hafa varla getað skrifað nöfn sín.“ Portsmouth hélt bikarnum lengur en nokkurt annað félag, því heims- styrjöldin brauzt út fjórum mánuðum síðar. Bikarkeppninni var frestað — fram yfir stríðslok. Þýzkar sprengjur splundruðu F’ratt- on Park, leikvelli Portsmouth, en fyrir hreina tilviljun var bikarinn þar ekki. Hafði verið afhentur Rauða krossinum nokkrum klukku- stundum áður. Charlton sigraði Burnley 1-0 1947 í fyrsta úrslitaleiknum, sem sjón- varpað var í heild. Árið eftir vann Manch. Utd. Blackpool 4-2 í leik, sem margir telja bezta úrslitaleik, sem nokkru sinni hefur verið háður. Newcastle, þar sem Jackie Milburn, frændi Charlton-bræðranna, Jackie og Bobby, lék aðalhlutverkið, vann bikarinn 1951 og 1952. Tvö ár i röð og það hafði engu félagi tekizt síðan Blackburn 1891. Ekki nóg með það. Newcastle fór í ferðalag með bikar- inn til Suður-Afríku. 1 fyrsta skipti, sem bikarinn fór út fyrir Bretlands- eyjar. Blackpool sigraði 1953 í „úrsljta- leik Stanley Matthews“, sem svo var kallaður, því á síðustu þremur mínútum leiksins breytti hann stöð- unni úr 3-2 fyrir Bolton í 4-3 fyrir Blackpool. Matthews var þá 38 ára og hafði tvívegis verið í tapliði i úrslitaleik. Hann taldi þennan leik síðasta möguleika sinn til að hljóta sigurverðlaun í bikarkeppninni og fékk kválastillandi sprautur fyrir leikinn vegna meiðsla í lærvöðva. Með marki eftir 45 sekúndur lagði Jackie Milburn grunn að sigri Newcastle 3-1 í úrslitaleiknum 1955 gegn Manch.City. Árið eftir sigraði Manch.City Birmingham með sömu markatölu. I þeim leik lék Bert Trautman, ntarkvörður City, háls- brotinn síðustu 12 mínúturnar. Hann var stríðsfangi, Þjóðverji, á Englandi á stríðsárunum og byrjaði að leika með City eftir heims- styrjöldina. Á laugardag fá .m við að sjá viðureign Manch.Utd. og Liverpool í sjónvarpinu, og þó seint sé, er það betra en ekkert. Leikurinn er talinn einn bezti úrslitaleikur bikarsins frá upphafi. Alex Stepney, markvörður Manch.Utd., sem átti frábæran leik í úrslitaleiknum sl. iaugardag, grípur knöttinn af höfði Raý Kennedy, Liverpool. • Franz Beckenbauer kom til New York í gær og leikur senni- lega sinn fyrsta leik með Cosmos á sunnudag gegn Tampa Bay Rowdies í Florida. Með honum komu framkvænidastjóri hans, Robert Schwan, og eiginkonan, Brigitta. • Andy Gray, Aston Villa, skozki landsliðsmaðurinn, og Kevin Beattie, enski landsliðsmaðurinn hjá Ipswich, ntunu ekki leika i 23 11 8 62-33 57 brezku meistarakeppninni, sein 21 14 7 60-34 56 hefst um helgina, vegna meiðsla. Lokastaðan íl.deild Síðasti leikurinn í 1. deildinni ensku var leikinn í gær. Everton sigraði Newcastle 2-0 í Liverpool. Lokastaðan þannig. Liverpool Man.City Ipswich A.Villa Newcastle Man.Utd. WBA Arsenal Everton Leeds Leicester Middlesbro 42 Birmingh. 42 QPR Derby Norwich West Ham Bristol C. Coventry Sunderland42 Stoke 42 í deildinni varð 42 42 42 42 42 42 42 42 42 42 42 18 13 18 11 16 13 16 11 14 14 15 12 12 18 14 13 13 12 13 12 9 19 14 9 11 14 11 13 10 15 11 12 10 14 8 62 7 60 12 65 13 75 11 64 13 73 13 62- 15 64 14 62- 15 48- 12 47 15 40- 17 63- 17 47 14 50- 19 47 17 46 18 38- 17 48- 19 46 33 57 34 56 39 52 50 50 49 49 62 47 56 45 59 43 64 42 51 42 60 42 45 41 61 38 52 38 55 37 64 37 65 36 48 35 59 35 54 34 Endurvekja barómeter á Suðurnesjum Bridgefélag Suðurnesja hefur ákveðið að efna til barómeter- keppni í bridge og verður fyrsta umferðin spiluð í Tjarnarlundi í kvöld, miðvikudag. kl. átta. Fimm ár eru nú liðin frá því Suður- nesjamenn hafa spilað barómeter — tvímenningskeuuni, en slíkt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.