Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.06.1977, Qupperneq 5

Dagblaðið - 13.06.1977, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNl 1977. 5 ... ' Sjómenn ekki í verkfall strax: „ VIUUM EKKIAFLETTA GLÆPNUM AFÞEIM SEM HANN EIGA " „Nc'i. sjómenn fara ekki í verkfall strax. Við viljum af- létta ítlæpnum af þeim, sem hann eiga um fiskvernd," sagði Oskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands Islands, í viðtali við Dagblaðið i gær. Með því mun hann hafa átt við að sjómenn ætluðust til að ríkisstjórnin gengist fyrir aðgerðum um fiskvernd en léti sjómenn ekki „taka að sér fisk- vernd með verkföllum.“ Óskar sagði að lítið gengi í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna. Næsti fundur yrði kannski seinni hluta vikunnar. Þjóðhagsstofnun gerði nú úttekt á kröfum sjómanna um tryggingatímabil- ið. Óskar sagði að ekki gengi að útgerðin héldi lengi þeim peningum, sem sjómenn væru búnir að afla. Því yrði að breyta þannig að sjómenn fengju sína peninga. Þessi krafa ^ kostaði ekki jafnmikið í beinum útlát- um og útvegsmenn hefðu viljað vera láta. -HH. Útvarpið vill fá 5-6 hektara lóð f nýja miðbænum Ríkisútvarpið hefur skrifað borgarráði og óskað staðfestingar á því vilyrði sem stofnunin hefur áður fengið fyrir lóð undir starf- semi ríkisútvarpsins i hinunt nýja miðbæ. Vilyrðið um lóð í nýja miðbæn- um mun hafa verið gefið ríkisút- varpinu þegar lóð, er stofnuninni hafði verið úthlutað við og inn á Leiðrétting Villa slæddist inn i kjallara- grein Leós M. Jónssonar í DB fyrir helgina. Þar sem talað var um skuldasöfnun Islendinga átti að standa að meðalfjölskylda vaknaði 925 krónum skuldugri á hverjunt morgni. Melavöllinn við Suðurgötu, var aftur tekin. Á grundvelli vilyrðisins tóku forráðamenn ríkisútvarpsins að vinna að frumhönnun að fyrstu byggingu á lóðinni og öðrum framtíðaráformum um byggingar. Sú vinna mun hafa verið svo langt komin nú að ríkisútvarpið taldi nauðsynlegt að fá vilyrðið staðfest endanlega. Götur þær sem afmarka munu hina nýju útvarpslóð f nýja miðbænum eru enn ekki til, en það sem útvarpið fer fram á er 5-6 hektara lóð. Þar mun vera hugsuð öll framtíðaraðstaða bæði hljóð- varps og sjónvarps einhvern tíma í framtíðinni. Á borgarráðsfundi 7. júní sl. var beiðni útvarpsins vísað til lóðanefndar. -ASt. 23 einleikarar á Patreksfiröi Tónlistarskóla Vestur- Barðastrandarsýslu var slitið með almennum nemendatónleikum 19. maí i Félagsheimili Patreks- fjarðar. Skólastjórinn, Ólafur Einars- son, flutti skýrslu um starfsemi skólans og afhenti prófskírteini. Á tónleikunum komu fram 23 einleikarar á píanó, þverflautu og klarineítu. Þetta var níunda starfsár skólans og voru nemendur 59 talsins í tveim deildum. Kennarar voru tveir auk skólastjóra, Sig- urður G. Daníelsson í Tálknafirði og Hilmar Árnason í Patreksfirði. -EO, Patreksfirði. Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Vestur-Baröastrandarsysiu viö skólaslitin. Nýi starfskrafturinn í farskrárdeild er sér- staklega íljótur og öruggur, hann vinnur sitt verk af stakri nákvæmni yröir aldrei á neinn, en svarar á augabragði ef hann er spurður. Hann er ekki í starfsmannafélaginu og hann vantar alveg þetta hlýlega viömót sem einkennir allt starfsfólk okkar. Þú kynnist honum ekki ”persónulega” þú nýtur aðeins afburða hæfi- leika hans. Þessi nýi starfskraftur er Gabríel, rafeinda- heili í tölvumiðstöð 1 Atlanta í Bandaríkjunum - sem tengdur er við farskrárdeild og allar söluskrifstofur okkar jafnt á íslandi, sem annars staðar í heiminum. Gabríel tekur við öllum bókunum frá sölu- skrifstofum og farskrárdeild og geymir þær upplýsingar, og svarar því samstundis hvort það eru laus sæti í þeirri ferð sem þú hefur hug á. Þannig finnur Gabríel alla ferðamöguleika fyrir þig á augabragði - og þegar þú hefur ákveðið þig þá bókar hann þig. Gabríel og sú aukna og bætta þjónusta við farþega sem tilkoma hans hefur haft í för með sér er einn ávinningur af sameiningu okkar. FLUCFÉLAC LOFTIEIDIR ÍSLAJVDS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.