Dagblaðið - 13.06.1977, Page 11
DAtíULAÐIÐ. MANUDAC'iUK 13. JUNÍ 1977.
11
ODÝRU
JAKKAFÖTIN
Verða jakkaföt á útsölu komin 1 sex og hálfa milljón fyrir aldamót?
Nú standa yfir kjara-
samningar, vinnudeilur,
verkföll, allir að verða peninga-
lausir. Vinur minn rekur fyrir-
tæki suður í Hafnarfirði. Hann
auglýsti eftir ræstingarkonu
fyrir nokkrum dögum. A einum
degi bárust fjörutíu umsóknir.
Menn virðast vera mikið fyrir
að ræsta og hreinsa. En erum
við raunverulega með sanna
hreinsunardellu? Viljum við
hreinsa til í „kerfinu“? Viljum
við hreinsa til í misréttinu, vilj-
um við vinna fyrir þjóðarheill
til langs tíma eða á þessi
vitleysa áð halda áfram, sem
verið hefur í þjóðfélaginu und-
anfarið og hófst með hernámi
Breta?
Mun verðskrúfan halda
áfram, munu sæmileg jakkaföt
kosta sex og hálfa milljón á
útsölu fyrir aldamót? Hvað
mun ske? Hvað viljum við
gera? Hvað getum við gert og
hvað viljum við gera?
Við erum með stórt land, við
getum lifað vel á því, það^efur
af sér drjúgan pening sé vel
með það farið og hver hlunn-
indablettur nýttur. Við erum
fá. Við erum jafnmörg og sá
fjöldi af fólki sem daglega fer á
milli tveggja stoppistöðva
neðanjarðarlesta í New York-
borg. Við erum fá. Við eigum
ekki að eyðileggja okkur sjálf
og hugarfar þjóðarinnar með
eilífum vinnudeilum, ósam-
lyndi og niðurrifsaðgerðum.
Við eigum að standa saman og
taka stefnumarkandi
ákvarðanir.
Ég er aðeins venjulegur
borgari eins og þið en mér
stendur ekki á sama hvernig
Friðrik Á Brekkan
farið er að í þessu litla sam-
félagi okkar. Ég er búinn að fá
nóg af fornaldarafturhaldinu
og óraunsæinu sem ríkir á
mörgum sviðum hér.
Það á að taka meira mark á
ferskum hugmyndum og aðlaga
þær breyttu þjóðlífi. Við erum
aðeins smápeð í alþjóðatafli og
verðum að kunna _gang þess.
Peðganga beint fram af augum
en í okkar þjóðlífi virðast peðin
mega taka skástökk líkt og ridd-
arinn og gera árásir og hörfa
eins og drottning. Við verðum
að þekkja takmark okkar og
ekki lifa ávallt eins og kóngar.
Rætt er um nýjar leiðir, nýja
atvinnumöguleika, nýjar
stefnur. Þær eru aðeins ræddar
en sjaldan teknar. Hafið í
kringum landið hefur ávallt
verið gullkistan og á eflaust
eftir að gefa mikið um ókomin
ár, en við verðum að taka
stefnumarkandi ákvarðanir, til
dæmis varðandi ferðamanna-
iðnaðinn. Hann hefur vaxið
gífurlega undanfarin ár og mun
vaxa enn meir næstu ár af
sjálfu sér og veita enn fleirum
atvinnu. Á móti þarf að koma
kennsla í ýmsum greinum er
lúta að ferðamannamóttöku og
þjónustuiðnaði. Nú
útskrifuðust um eitt þúsund
stúdentar. Áttatíu prósent af
þessum stúdentum vita akkúrat
ekkert hvað þeir ætlast fyrir í
lífinu og munu að meðaltali
eyða tveimur árum í að gera
hluti sem ekki eru til ávinnings
fyrir. þjóðarheildina né at-
vinnulífið. Nær væri að koma á
einhverjum „þjónustubraut-
um“, praktískum brautum, sem
eru í algjöru samhengi við
straumana í þjóðfélaginu og út-
skrifa i dag í staðinn eitt þús.
manns sem væru tilbúin að
ganga inn í atvinnulífið á þeim
stöðum sem fyrirfram var búið
að reikna út að skortur yrði.
Við verðum að koma á meiri
samhæfingu, íslendingar eru
miklir skákunnendur og fjöl-
menna ávallt á skákmót. Flestir
kunna mannganginn á tafl-
borðinu. Rekstur þjóðfélags er
sami hluturinn, en við verðum
að hafa í huga að það er ekki
ávallt hægt að tefja leik, brátt
kunnum við að verða mát.
Friðrik Ásmundsson-Brekkan
r
\
Hver verður arfurinn?
Hvernig stendur á því, afi, að
hann pabbi hans Jóns vinar
mins fær enga vinnu — en þú
veist, að hann Jón er svo dug-
legur. Hvers vegna eru svona
margir atvinnulausir? Þeir
voru tveir saman í litlu íbúð-
inni hans afa, og sonarsonur
hans — augasteinn hans —
hafði skroppið inn til afa síns
eins og hann gerði svo oft.
Hverju á ég að svara, hugsaði
afinn. Á ég að fara að reyna að
útskýra vandamálið mikla —
atvinnuleysið — fyrir honum?
Nei, þetta er allt mér og mínum
líkum að kenna — við höfðum
tækifærið árin 1975—1980,
þegar allt fór úr böndum i land-
inu. Það voru örlagaríkir tímar,
en við skildum flest ekki,
hversu mikil hættan var. Við
höfðum lifað í blekkingaheimi í
áratugi og við „græddum" að
við héldum á öllum krónunum,
sem við fengum. Við vissum
ekki, reyndar vildum ekki vita,
að þetta flaut allt að feigðarósi.
Vandræðamenn réðu of miklu
og allskonar prettir, svik og
glæpsamleg starfsemi var meiri
í landinu en verið hafði frá
landnámsöld. Morð voru fleiri á
einu ári heldur en framin
hiifðu verið frá síðustu alda-
mótum. Niðurlæging þjóðarinn-
ar var mikil. Við réðum orðið
harla litlu í okkar eigin landi,
enda var fjárhagslegt sjálfstæði
í voða.
Korystulítii þjóð sneri sér að
öðrum málum. Nú var aðeins
hugsað um daginn í dag og lán á
lán ofan voru tekin. Hundrað
þúsund milljónir króna fengust
að láni, og var svo komið árið
1977, að skuldabagginn var nær
hálf milljón krónur á hvern
einasta íbúa landsins, ungbörn
jafnt sem gamla fólkið. Menn
skildu sumir ekkert í því, að
allt þetta fé fékkst lánaó, enda
gleymdu flestir því, að olíupen-
ingarnir voru á ferðinni og þeir
leituðu eftir einhverjum, sem
voru á flæðiskeri staddir, en
það vorum við íslendingar
sannarlega á þeim árum.
En þetta gengur allt ágæt-
lega — við sleppum núllum af
krónunni og höldum áfram. Við
erum ómissandi herstöð og þeir
láta okkur aldrei verða gjald-
þrota. Lánin fengum við ekki
vegna vináttu, eða vegna þess
að svo margir töluðu ensku —
heldur vegna þess, að auðæfi
landsins voru svo mikil, að
óhætt var að lána og lána.
Vatnsaflið verður alltaf þarna
— jöklarnir sjá um það — og
vatnsaflið er undirstaða svo
margs, sem hægt verður að
gera. Olían er farin að ininnka.
Vatnið er okkar olía — þess
vegna var óhætt að lána okkur
— þetta vissu þeir erlendu
menn, sem eru á bak við stóriðj-
una, álverksmiðjur, járnblendi-
verksmiðjuna, kísilverksmiðj-
una, áburðarverksmiðjuna,
sementsverksmiðjuna. Við
eigum þetta flest að nafninu til,
en þegar á reynir ráðum við svo
litlu um þetta, þrátt fyrir allt.
Efnalega sjálfstæðið misst-
um við fyrst. Hvaða ár var það
— um það má deila, en þó held
ég, að það hafi verið árið 1977.
Stærsta blað landsins þá var
Morgunblaðið — og er það enn
—en þar stóð eftirfarandi 3.
apríl það ár: „Litlu má muna,
að bankakerfið hreinlega
hrynji saman vegna áhrifa
verðbólgunnar á spariinnlán
landsmanna."
Þrátt fyrir öll varnaðarorð,
innlendra sem erlendra, voru
lánin tekin. Áfram var haldið á
ólánsbraut, sem endaði að sjálf-
sögðu í lánleysi og ringulreið.
Við reyndum lengi að krafla
okkur fram úr vandanum, en
Kröflurnar voru svo margar, og
að lokum hristist allt saman og
eftir varð hrúgald — og arfur-
inn, sem við skiljum eftir: —
hrikalegar skuldir — glatað
fjárhagslegt sjálfstæði.
En þjóðin — fólkið I landinu
— hvernig tók það þessu öllu?
Ertu að tala um þjóð, sagði einn
við mig fyrir mörgum árum —
veistu ekki að Islendingar eru
ekki þjóð — þeir eru einstakl-
ingar — þeir eru allir kóngar.
Jú, nú man ég eftir þessu, enda
sást þetta strax. Lán eða lán-
leysi — skiptir ekki miklu máli
— við höldum áfram á sömu
braut — lán á lán ofan. Aldrei
meira fjör í skemmtanalífinu.
listir, málverkasýningar, hljóm-
ieikar, leikhús — allt i fullum
gangi — sólarferðir, að
ógleymdu bókaflóði, rithöfund-
um, starfslaunum, listamanna-
launum, bókasöfnum, bókabíl-
um, og svo eru það allar íþrótt-
irnar og unga fölkið, stórt og
glæsilegt, sem erfir allt saraan
— það sem þá verður eftir —
óveðsett. Skólarnir, þeir hjálp-
uðu til í þessu öllu saman.
Zetan (bókstafurinn z) varð
deiluefni — og svo urðu allir að
verða stúdentar, ef þeir ætluðu
eitthvað að verða. Fimm
þúsund stúdentar voru þeir
orðnir eitt árið, alltaf fleiri og
fleiri, enda máttu stúlkur ekki
gæta barna — fóstrur — nema
með stúdentspróf væru, og
söguna um Florence Nightin-
gale — konuna með lampann —
kannaðist víst enginn þeirra
lengur við.
„Afi, ég var að spyrja þig af
hverju pabbi hans Jóns getur
hvergi fengið vinnu?" Ég hafði
gleymt blessuðum nafna mín-
um. Hugurinn hafði flogið til
baka. En hverju gat ég svarað?
Hann pabbi Jóns fær
bráðum vinnu —ég er viss um
það. Þetta hefur gengið erfið-
lega undanfarin ár, en á öllu er
endir, líka þessum vandræðum.
Við verðum að trúa því, að betri
timar komi, að við fáum menn,
sem vilja, þora og geta reist úr
rústum efnahagslíf þjóðarinn-
ar. Mundu það, góði minn, að
Kjallarinn
Gisli Sigurbjörnsson
nú ert þú, þið öll, að taka við —
þið hafið séð, hvernig við
fórum að — og vítin eru til þess
að varast þau. Það birtir aftur,
nýr dagur er í nánd — nóttin
langa er á enda.
Ef þú manst eftir sKyldum
þínum við land og þjóð og
hugsar ekki aðeins um sjálfan
þig — heldur og ekki síður um
allt hitt fólkið — þá verður þú
gæfumaður. Mundu eftir því,
að það er ekki aðalatriðið að
lifa sem lengst, heldur hitt að
vinna vel fyrir sig og sína og
fyrir land sitt og þjóð.
Gisli Sigurbjörnsson
forstjóri.