Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.06.1977, Qupperneq 17

Dagblaðið - 13.06.1977, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1977. 17 1 D íþróttir Iþróttir róttir Iþróttir Fyrsti HM-sigur Islands í leik taugaspennunnar! — Ingi Björn Albertsson skoraði eina markið í leiknum gegn Norður-írlandi Verðskuldaður sigur íslands á öllum sviðum, sagði brezka útvarpið eftir leikinn Langþráður draumur rættist á laugardag. Fyrsti sigur íslands í heimsmeistarakeppninni varð staðreynd — jafnframt fyrstu stig íslands frá upphafi í þessari merkustu knattspyrnukeppni heims. World Cup. A Laugardals- velli á laugardag var miklum múr rutt úr vegi. ísland er komið á biað í knattspyrnu heimsins. Hefur þokað sér úr neðsta flokki evrópskrar knattspyrnu. Er nú virtur mótherji. 1-0 sigur gegn Norður-irlandi, sem hafði á að skipa atvinnumönnum úr ensku deildaliðunum i hverju sæti, segir ekki mikið um gang leiks- ins. Mörk íslands hefðu átt að vera mun fleiri. Norður-írar að skora eitt til tvö mörk — en og aftur en eins og brezka útvarpið skýrði svo skilmerkilega frá í íþróttaþáttum sínum strax eftir leikinn. Sigur íslenzka liðsins var verðskuldaður á öllum svið- um — hvernig, sem á leikinn var litið og fyrirliði Íslands, Jóhannes Eðvaldsson, var klett- ur í vörn Íslands og frábær fyrirliði, sagði BBC. Við erum sammála þrátt fyrir þá stað- reynd, að leikurinn í heild hjá ísienzka landsliðinu var talsvert frá því, sem við höfum séð bezt til þess áður. Taugaspenna HM setti mikil mörk á leikinn — jafnt hjá íslenzkum sem írskum. HM- leikirnir eru svo miklú þýðingar- meiri en venjulegir landsleikir. Það hlaut að koma fram í leik liðanna — og harkan sat oft í fyrirrúmi. Þó leikurinn hafi ekki alltaf verið augnayndi var spennan í hámarki allan tímann. Þá ekki sízt undir lokin, þegar Norður- írar gerðu örvæntingarfullar til- raunir til að jafna metin. En íslenzka vörnin stóðst allar árásir írskra. Sigur vannst og HM- múrnum mikla var rutt úr vegí. En íslenzka liðið hefði aldrei átt að komast í hættu að missa stig lokakaflann. Öruggur sigur átti löngu fyrr að vera í höfn. Svo góð tækifæri fékk íslenzka liðið til að skora í leiknum — opin færi, þó svo írska liðið væri meira með knöttinn og leikmenn þess í heild leiknari. En broddurinn í sókn Norður-íra var deyfður og langskot ómerkileg, þegar þau voru reynd. Á markvörð tslands, Sigurð Dagsson, reyndi því ekki mikið meðan sá frægi kappi, Pat Jennings, hafði nóg að gera i marki írskra — og stóð sig mjög vel. Varnarleikurinn lykillinn Lykillinn að sigri tslands fólst í stórsnjöllum varnarleik — varnarleik, sem tók allan brodd úr sókn Norður-tra. Allir fjórir öftustu varnarmenn tslands, Jóhannes, Marteinn Geirsson, Ölafur Sigurvinsson og Janus Guðlaugsson léku hver öðrum betur. Gísli Torfason alltaf tiltæk- ur ef á þurfti að halda. Jóhannes var kóngurinn í vörninni. Akaf- lega sterkur og átti nær alla háa knetti inn í vítateig íslands. Batt vörnina saman, Lék mjög stórt og þýðingarmikið hlutverk í íslenzka liðinu og þá ekki sízt sem fyrir- liði. Marteini Geirssyni urðu ekki á mistök í vörninni. Öruggari og betri leikmaður en nokkru sinni fyrr — leikmaður, sem ekki lætur mikið yfir sér. Framkvæmir hins vegar hlutina á sem auðveldastan hátt. An nokkurrar sýndar- mennsku. Hógværðin i styrkleika Marteinser aðdáunarverð. En mest komu bakverðirnir á óvart. Janus Guðlaugsson ,,sló í gegn" í sínum fyrsta landsleik. Eldfljótur með gott auga fyrir staðsetningum og sparkviss. Þessi 21 árs FH-ingur er vissulega maður framtíðarinnar — og hægra megin lét Ölafur Sigurvinsson ekki sinn hlut eftir liggja. Lék einn sinn bezta ef ekki bezta landsleik gegnum árin. Leikmaður, sem vex með verkefn- unum — fljótari en flestir, og gerði fljótasta mann Norður- Irlands, David McCreery, nánast að statista í leiknum. Ef hægt er að setja upp leikað- ferð íslenzka liðsins var þar breyting frá því, sem áður hefur einkennt lið Tony Knapp. Nánast 4-3-3 með þeirri reglu, að Gísli var ávallt til staðar i sambandi við vörnina. Ingi Björn Albertsson aftastur þriggja framherja. Það er áður en Atli Eðvaldsson kom í stað Guðmundar Þorbjörnssonar, sem meiddist lítillega í leiknum. Aðalgallinn í leik íslenzka liðsins var hve framherjunum tókst illa að halda knettinum — leika á mótherja, og á því atriði brotnuðu flestar sóknarlotur íslands. Knötturinn fljótt kominn á varnarmenn okkar aftur. Þetta á jafnt við um Guðmund og Teit Þórðarson sem Inga Björn — en Ingi var langhættulegastur fram- herja tslands. Hann skoraði sigur- markið og ef heppnin hefði verið honum fylgispök hefðu mörk hans eins getað orðið þrjú. Hefur einstæða hæfileika til að vera á réttum stað á réitum tíma í sam- bandi við marktækifæri — langt umfram aðra íslenzka knatt- spyrnumenn. Svo eldfljótur í við- brögðum — skýzt frá öðrum á tveim-þrem metrum. Knatt- spyrnuskyn hans aðdáunarvert. Ásgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson eru ákaflega glæsilegir knattspyrnumenn. Leikni Guðgeirs snilldarleg og sendingar hans margar frábærar. Þær hefðu átt að gefa tslandi fleiri mörk. I heild lék Guðgeir mjög ljúfan leik — einn slnn bezta í íslenzku landsliði og það segir meira en flest annað. Ásgeir sýndi tilþrif, sem fáir eða enginn gat leikið eftir honum á vellinum, og vinn- an, sem hann leggur í leikinn er gífurleg. Þrumuskot hans var upphafið að sigurmarki íslands — en við gerum svo miklar kröfur til Asgeirs, að ef til vill uppfyllti hann þær ekki allar í þessum leik. Hefur leikið betur í landsliðinu — en það fer ekki milli mála, að Ásgeir er mestur snillingur íslenzkra knattspyrnumanna. ísland byrjaði vel Islenzka liðið byrjaði prýðilega í leiknum og eftir aðeins þrjá mín. hefði það átt að ná forustu í leiknum. Dæmd var aukaspyrna á Norður-íra rétt utan vítateigs vinstra megin. Ásgeir spyrnti vel. Gaf inn í teiginn, þar sem Jóhannes stökk hæst og skallaði til Marteins,j.sem var fyrir opnu marki. En Marteinn hitti knöttinn illa og spyrna hans fór rétt fram- hjá — og Teitur kannski í skot- færinu. Og aftur skall hurð nærri hælum þremur mín. síðar, þegari Ingi Björn geystist með knöttinn inn í vítateiginn. Hamilton tókst að spyrna í horn á slðustu stundu. En svo færist deyfð yfir leik islenzka liðsins. Það var eins og einhvern neista vantaði. Jafnræði var með liðunum. írar meira með knöttinn án þess að ná nokkru út úr sóknarleik sínum — og þeir virkuðu oft sem 11 einstaklingar. Engin liðsheild. Leikurinn mest miðjuþóf og upp úr einu þeirra hrökk knöttur- inn frá íra í Guðmund og til Inga Bjarnar. Það var á 32. mín. Ingi lék hratt upp — og Asgeir var á auðum sjó vinstra megin. Ingi gaf til hans — og rétt innan vítateigs spyrnti Asgeir þrumufleyg með vinstri á írska markið. Jennings gerði vel að verja. Sló knöttinn út fyrir markteiginn. Þar var Ingi Björn miklu fljótari að átta sig en aðrir. Eins og örskot náði hann knettinum og hafði markið opið fyrir framan sig. Jakcson reyndi að komast fyrir, en tókst ekki — og Ingi Björn spyrnti knettinum framhjá Rice, sem hafði hlaupið í markið. Fallegt mark, sem vel var að unnið. Við það færðist miklu meira fjör í leikinn. Danny Blanch- flower kippti Jackson út af og setti Spence. Framherja fyrir framvörð til að fá meiri þunga i sóknina. Réttur leikur hjá Blanchflower þó ekki kæmi hann að notum fyrir hann, en Spence, Blackpool, var það, sem eftir var hættulegasti framherji tra. Eftir að Janus hafði bjargað vel eftir aukaspyrnu íra í horn komst 'Spence nokkru síðar í allsæmilegt færi, en spyrnti knettinum í hliðarnetið í viðureign við Gísla. Á 43 mín. náðu trar sínu bezta upphlaupi í leiknum. Jimmy Nicholl gaf á félaga sinn Sammy Mdlroy hjá Man. Utd. og Mcllroy lék upp vinstri kantinn. Gaf til Spence, sem með brjóstinu stýrði knettinum í eyðu inn við mark- teig. Þar kom Mcllroy á fullri ferð. Allt opið — nema hvað Sig- urður var auðvitað á réttum stað í markinu og varði lausa spyrnu Irans án minnstu erfiðleika. Þar fór bezta tækifæri íra til að jafna — en á næstu mín. hafði Ingi Björn möguleika að auka við for- skotið. Fékk stungubolta fram — og átti aðeins Jennings eftir. En Inga Birni urðu á mistök. Gaf knöttinn of langt frá sér og Jennings hirti hann þakklátur. I hálfleiknum bókaði dómarinn frægi, Rudi Gloeckner, sem dæmdi sinn síðasta stórleik, Mcllroy fyrir truflandi bragð í aukaspyrnum. Þóttist verja telja skrefin að varnarveggnum — og meðan hann gerði það var auka- spyrna tekin. Síðari hálfleikurinn verður ekki minnisstæður. Mikið þóf' oftast. Harka, aukaspyrnur og gróf brot. trar voru miklu meira með knöttinn — yfirtóku miðj- una, en fengu aðeins eitt tækifæri að marki. Gísli var bókaður fyrir brot á Nelson — Atli Eðvaldsson kom inn fyrir Guðmund, þegar hálfleikurinn var tæplega hálfn- aður og stóð allvel fyrir sínu, og Gerry Armstrong, Tottenham, f.vrir Anderson. Þó brá fyrir köflum. Guðgeir eftir samvinnu við Teit átti beztu sendingu leiksins á 65. mín. Gaf snilldarlega inn fyrir vörn Ira, þar sem Ingi Björn kom á fullri ferð og komst frír ínn í vítateig- inn. Aðeins Jennings til varnar — en Ingi Björn hafði enga áætlun, þegar að stóru stundinni kom. I stað þess að lyfta knettinum yfir markvörðinn ienti hann í návígi við hann og hið gullna tækifæri rann út í sandinn. Knötturinn rann framhjá markstönginni. Góður leikur íslands um stund. Mjög fallegt upphlaup á 70 mín. Guðgeir, Ásgeir, Atli — og Jennings gerði vel í að slá knött- inn yfir þverslá eftir spyrnu Inga Bjarnar. Þá aukaspyrna Guðgeirs, sem straukst framhja marki Ira eftir að knötturinn hafði komið við einn varnar- manna. Lokakaflann sóttu trar nær stanzlaust og Sammy Nelson fékk gullið tækifæri til að jafna. Skallaði knöttinn frír rétt utan markateigs — en of laust og Sig- urður varði auðveldlega. Eftir misheppnað úthlaup Sigurðar aðeins síðar átti McGrath skot úr þröngri stöðu — en Sigurður varði í horn. Enginn árangur Ira í hornspyrnunni og leiktímanum var lokið. íslendingar féllust í faðma jafnt niður á vellinum sem á áhorfendasvæðunum. Áhorf- endur, sem greiddu aðgangseyri voru 10269 — en áreiðanlega hafa ekki verið undir 12 þúsund á vell- inum. Loksins HM-sigur og það gegn liði, sem á hefur að skipa sterkum einstaklingum — en ekki liðs- heild. Miðverðir Norður-trlands, Alan Hunter, Ipswich og Jimmy Nicholl, voru auk Jennings beztu menn írska liðsins. Ákaflega sterkir leikmenn báðir tveir. Nelson virkaði sterkari bak- vörður en hinn miklu þekktari félagi hans hjá Arsenal, Pat Rice — og einnig kom á óvart, að McGrath virkaði betri leikmaður, en félagar hans hjá Man.Utd. Mcllroy og McCrerry. Það var ekki þeirra dagur að þessu sinni, enda í ákaflega strangri gæzlu nær allan tímann. Spence vara- maður var skæðasti sóknarmaður íra — leikmaður, sem ekki mátti gefa tækifæri, og það sá Jóhannes, um að ekki varð. Dómarinn flautaði mikið — enda oft nauð- synlegt — og hafði góð tök á leiknum eins og hans var von og vísa. hsim. Marki tslands fagnað. Ingi Björn, nr. sjö, snýr sér til félaga sinna — Teitur á leið tii hans. Jackson liggur á grúfu — og Jennings, lengst til vinstri. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.