Dagblaðið - 26.09.1977, Side 15

Dagblaðið - 26.09.1977, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. I 15 8 íþróftir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Gef umst ekki upp þó á móti blási — segja Framarar, sem leika síðari leikinn gegn Start í UEFA-keppninni á morgun Þá eru síðari leikirnir í Evrópumótunum þremur í fyrstu umferðinni framundan. Fram leikur við norska liðið Start á Laugardalsvelli á morgun, þriðju- dag, og hefst leikurinn kl. 5. Sá leikur er í UEFA-keppninni. Akurnesingar leika við Brann frá Bergen á Akranesi á miðvikudag í Evrópukeppni bikarhafa og sama dag leikur Valur í Belfast gegn Glentoran í Evrópubikarn- um. Akranes — Brann — Ég ermiög bjartsýnn á góðan árangur hjá Akranes- liðinu gegn Brann frá Berg- en á miðvikudaginn, sagði George Kirby, þjálfari Akurnesinga, á blaðamanna- fundi sem Akurnesingar efndu til á föstudag. — Ég vona að Brann leiki varnarlelk — reyni að halda því eins marks forskoti sem liðið náði í fyrri leiknum í Bergen. Ég hef ekki mikla trú á varnarleik liðsins — og mundi gefa Akurnesingum tækifæri að leika þá knatt- spyrnu, sem þeim fellur bezt — sóknarknattspyrnu, sagði Kirby ennfremur. Leikur Akraness-Brann í Evrópukeppni bikarhafa verður á Akranesi á miðvikudag og hefst kl. fimm. Það er í fyrsta skipti, sem Evrópuleikur er háður á Akranesi — og íbúar bæjarins verða heldur betur með á nótunum ef marka má Íýmsar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið. Frí verður gefið í verzlunum kl. 4.30 og einnig á flestum vinnustöðum. Akurnesingar ætla sér að mæta á völlinn og hvetja lið sitt til sigurs. Það er greinilegt, að möguleikar Akurnesinga eru miklir á heimavelli. Brann sigraði í fyrri leikn- um 1-0 og þann mun eru Skagamenn ákveðnir að jafna — og gott betur. Akra- borg fer frá Reykjavík til Akraness kl. 3.45 á miðviku- dag og til baka að leik lokn- um. Forsala á aðgöngumið- um verður á skrifstofu Akraborgarinnar í Reykja- vík. Sökum þrengsla i biaðinu í dag verður nánar sagt frá leiknum og undirbúningi Akurnesinga í næstu blöðum. ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓÍIU/Tfl /i/allteitthvað gott í matinn STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35645 í fyrri leiknum gegn Start beið Fram mikinn ósigur — tapaði með 6-0 í Kristiansand. Það var heldur óvænt og enginn reiknaði með að sá munur væri á liðunum. Eitthvað óeðlilegt við þetta mikla tap. Á morgun eru Framarar ákveðnir að rétta sinn hlut að einhverju leyti — sigra þetta norska lið. Samkvæmt fyrri úrslit- um ætti það að vera erfitt — en Framarar eru ekki á því að gefast upp þó á móti blási. Fram verður með alla sína beztu leikmenn í leiknum nema Árna Stefánsson, markvörð, sem meiddist illa í leiknum í Noregi. Start er nú ofarlega í 1. deild- inni norsku og hér á eftir fara ýmsar upplýsingar um félagið og leikmenn þess. Idrettsklubben ,,START“ var stofnað 19. september 1905. í upp- hafi hafði félagið margar íþrótta- greinar á stefnuskrá sinni en starfrækir nú knattspyrnudeild og handknattleiksdeild. Félagið hefur síðustu fimm ár keppt í norsku fyrstu deildinni í knatt- spyrnu, með eftirfarandi árangri: 1973: 3. sæti 1974: 7. sæti 1975: 3. sæti 1976: 4. sæti í ár hefur félaginu vegnað vel í deildinni og er þ'- jar þetta er skrifað í 2.—4. sæti. START hefur tvívegis áður tekið þátt i UEFA-keppninni, 1974 tapaði liðið fyrir sænska liðinu Djurgarder og 1976 tapaði Start fyrir austurríska liðinu Wacker frá Innsbruck. Eftirtaldir leikmenn mynda A- lið Start. Markmenn: Per Otto Larsen, 30 ára ráðgef- andi, 78 leikir með litjinu. Roy Ammundsen, 22 ára logsuðu- maður, 59 leikir, 2 unglingalands- leikir og 10 drengjalandsleikir. Geir Jörgensen, 20 ára rafvirki, 9 leikir með liðinu. Varnarmenn: Trond Petersen, 26 ára banka- starfsmaður, 261 leikur með Start, 12 landsleikir, 18 unglinga- landsleikir og 4 drengjalands- leikir. Cay Ljosdal, 27 ára skrifstofu- maður, 214 leikir. Svein Kaalaas, 27 ára lagerstjóri, 168 leikir. Thorgny Svenssen, 26 ára verk- stjóri, 152 leikir. Helge Torjussen, 20 ára banka- gjaldkeri, 47 leikir. Reidar Flaa, 32 ára bílstjóri, 460 leikir. Miðvallarleikmenn: Yngvar Ommundsen, 24 ára nemandi, 71 leikur. Odd Frivold, 29 ára sölumaður, 384 leikir, 11 drengjalandsleikir.' Stein Thunberg, 23 ára bílstjóri, 52 leikir, 14 landsleikir, 5 unglingalandsleikir, 9 drengja- landsleikir. Sven Otto Birkeland, 29 ára kenn- ari, 145 leikir, 5 landsleikir, 13 unglingalandsleikir, 9 drengja- landsleikir. Audun Myhre, 19 ára nemandi, 1 leikur með Start. Tor Helge Stensland, 29 ára kenn- ari, 156 leikir, 4 unglingalands- leikir. Sóknarmenn: Svein Mathisen, 25 ára kennari, 238 leikir, 2 landsleikir, 8 ung- lingalandsleikir. Helga Skuseth, 24 ára kennari, 122 leikir, 16 landsleikir, 10 unglingalandsleikir, 2 drengja- landsleikir. Helge Haugen, 20 ára, gegnir her- þjónustu, 43 leikir. Preben Jörgensen, 24 ára nemandi, 31 leikur. Odd Magne.OIsen, 24 ára bókari, 30 leikir. Trond Pedersen, bakvörður í Start, sem lelkið hefur 16 A- landsleiki og 18 unglingalands- leiki. Félagar hans kalla hann nú sln á milli „Svíabanann og Fram- banann". FERflASKRIFSTOFAN SIINNA UEKJARGÖTU 2 SÍNIAR 12070 Þusundir Islendingar hafa notiö hvildar og skemmtunar i sumarsól a Kanarieyjum, meöan skammdegi og vetrarkuldi rikir heima. Sunna býöur upp á fjölbreyttar Kanarieyjaferöir til Gran Canary og Tenerife. íbúöir, hótel, smáhýsi og villur í besta gæöaflokki, svo sem Kóka, Corona Roja, Corona Blanca, Rondo, Producasa, Eguenia Victoria, Carmen o.m. fl. (slensk skrifstofa meö þjálfuðu starfsfólki Sunnu, veitir farþegum þjónustu og öryggi. Vegna fyrirsjáanlegrar mikillar aösóknar, biöjum við þá, hinafjölmörgu, sem árlega fara meö okkur til Kanaríeyja, og vilja búa á „sinum staö" að panta nú snemma. Það lettir okkur storfm og kemur i veg fyrir þaösem okkur leiöist mest, aö þurfa að neita föstum viöskiptavinum um óskaferðina, vegna þess aö pöntun berst seint. Plássiö er því miöur takmarkaö, og ekki hægt aö fá aukarými á hinum eftirsóttu gististööum. BROTTFARARDAGAR: Hœgt er aö velja um feröir í 1,2,3 eöa 4 vikur 16. október, 5, 26 nóvember, 10, 17, 29desember, 7,14, 28 janúar, 4,11,18,25 febrúar,4,11,18,25 marz,1, 8, 15, 29 apríl PLAYA DEL INGLES - PUERTO RICO - LAS PALMAS - TENERIFE

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.